Alþýðublaðið - 16.11.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.11.1921, Blaðsíða 2
a áLÞtTÐOBLAÐtÐ Vetrarstígvél fyrir börn íást í takhíísinu á Laugaveg 17 A. B Að hér sé farið roeð rétt noál, má Ijósast sjá af þvi, að einasta heilsutryggingar- félagið hér í bæ, Sjúkrasamlag Reykjavíkur, hefir að eins um 13 hundruð félaga. Það er sorglega lftið í bæ, sem hefir 18 þúsund ibúa. Það hafa áreiðanlega margir svikið sjálfa sig á þvi, að vera ekki með, og þeir hafa gert meira og það, sem þeir vildu víst ekki hafa gert, þeir hafa brugðist borg- aralegri skyldu sinni með þvf, að styðja ekki þetta þarfa fyrirtæki, sem er líísskilyrði fyrir þennan bæ, eins og enn er ástatt með tryggingar. Fyrir það, meðal annars, hvað fáir hafa gengið í S. R., hefir það átt erfitt uppdráttar og á enn. Og því er en tækifæri til að gera skyidu sína. Af fjárhagslega slæmum ástæð- um, heldur S. R. „Skemtun og Hlutavcltu" um næstu helgi. — Hana verður hver einasti Reyk- vikingur að styðja á einhvern hátt, margir hafa þegar gert það og það myndarlega, það syna happa drættirnir, sem síðar verða aug- lýstir. Reykvikingar hafa orð á sér fyrir það, að vera samtaka um að hjálpa þegar á liggur, og þeir munu sýna það enn, að það orð eiga þeir skilið. Og um fram alt, allir ýeir, er rétt hafa til að vera í S. R., verða að ganga i það tafarlaust. Það er talið óforsvaranlegt að eiga cignir jafnvel hvað litlar sem eru óvátrygðar, og það er rétt. En hvað er það samanborið við að eiga heilsuna ótrygða? Verum samtaka um að skaffa S. R. það fé, sem það vantar nú. Og verum sámtaka ura að hafa að minsta kosti tvöfaldað félaga- tölu þess um næsta nýár. Felix Gudntundsson. Kveibja ber á bifreiða- og reiðhjólaljóskerum eigi s|ðar en kl. 4V4 í kvöld. JBIá Cheviot-Föt ár góðu efnl, þTf nær ónotuð, á stóran mann, eru til sölu með tnkifærisrerði, — Afgr. Tísar &, Blygðunarleysi Morpiil. Svo mikil er sjálfsblekking og blygðunarleysi Morgunblaðsmann anna, að dag eftir dag býsnast blaðið og fárast um hinn ægilega smyglaralýð, er risinn sé upp í Noregi og fylli þar hvern fjörð og vog, svo að lögreglunni sé langt um megn að hafa hendur f hári lögbrjótanna. Það er eins og þeim sé það ekki ljóst, áfengisdýrkendunm, að það er einmitt slikur smyglara- og l'ögbrjótalýður, sem þeir hafa verið og eru að ala upp hér i landi, með látlausum prédikunum um það, hve sjálfsagt sé að brjóta bannlögin á allar lundir og hvernig að því megi fara. Öllum óblindum og óhlutdræg- um mönnum er það fyllilega Ijóst, hvaðan lögbrot-aldan er runnin. Og reki að þvf, að hér verði „bardagar og blóðsúthellingar* vegna bannlagabrota, þá mega lögbrjóta prédikararnir vera þess fullvissir, að blóð hinna föllnu keraur þeim sjálfum í koll, — eins og þeir Ifka bera ábyrgð á þeim, er þegar hafa fallið f valinn í þjónustu Bakkusar, síðan er þjóðin gerði þann óvatt landrækan með lögum, Og til hvers er verið að segja okkur frá norskum ölvuð- um þingmönnumr Eða mannræfium, sem ýmist vinna með eða móti útrýmingu áfengis, eftir því sem vindurinn stendur í seglin f þann og þann svipinn? — Við eigum vfst nóg aí siíkum „þjóðskörung- um* hér heima. Að minsta kosti ætti Mgbl. ekki að þurfa að leita úr landi til að finna „slíka deia". Arvakur. 6otl á 3slanði. Á stríðsárunum fundu bæði Þjóðverjar og Bandamenn, hvorir um sig, aðferð til þess að láta neðansjávarrafmsgnstaug vísa skip- um íeið um tundurdufiasvæði. Nú kemur sú fsegn, að frönsk vísindastofa hafi veitt manni að nafni William Loth verðlaun fyrir aðferð tii þess að láta neðansjávar- rafmagnstaug vísa skipum l:ið, úr höfn og í. Þetta mál þyrfti endilega að rannsaka, því sennilega er þetta uppfunding sem við íslendingar getum haft afarmikil not af. Þa® er t. d. auðvelt að sjá hve afskap- lega mikil virði það væri að koma því svoleiðis fyrir, að skip gætu farið viðstöðulaust í náttmyrkrr og byl, inn á víndröduðustu hafnir. Þá væri það heldur ekki Iftils virði að eiga altaf víst að rata gegnum „gatið* milli Reykjaness og Eldeyjar. farið vd jélagar! Lágu orð til lausnar þar ioks á höggvið strengi; út með flotann, út á mar; út með vaska drengi. Oft og tíðum ýmsum hjá, orða skeði senna; óhamingju fjötrum frá, fallegir „búar* renna. Hlotnist veiðivarpan full, vaskleik drengir þreyta; þeir Jramleiða þjóðargull,, þvf mun englnn neita. Hverjir skamta launin lág landsins beztu þjónum? hverjir virða verkin hjá víkingum á sjónum? Kann því verða kipt í lag;, kostir séu virtir; yfir þeirra eigin hag einhvemtíma birtir. Fylgi drengjum heill úr höfn, hamingjan að landi; vinni gull úr djúpri dröfn „drekar* ósigrandi. J. S. Húnfjörð. Þelr, sem ekki hafa fest sér fæði annarsstaðar, geta fengið það á Laugaveg 49 á kr. 100,00 á mánuði. — K. Dalhsted.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.