Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2000, Blaðsíða 5
5 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 I>V Fréttir Við Hestfjall í Grimsnes- og Grafri- ingshreppi urðu upptök jaröskjálft- ans aðfaranótt miðvikudagsins. Grímsnes- og Grafn- ingshreppur: Borholur þorna upp og a.m.k. 7 skemmd hús 1 Grímsnes- og Grafningshreppi voru 7 íbúðarhús í gær talin allt frá því að vera óíbúðarhæf til þess að hafa skemmst að litlu leyti, með sprungur sem ekki teljast beinlínis alvarlegs eðlis. Guðmundur Rúnar Ágústsson sveitarstjóri segir að skemmdir hafi að öðru leyti verið á nær hverju ein- asta heimili sveitarfélagsins, fyrst og fremst á lausamunum. Guð- mundur Rúnar segir það stórt tjón að borholur hail að hluta til þornað upp. „Þetta gerir erfíðara fyrir í bú- rekstri - einnig í svínarekstri og blómarækt. Þetta þyngir róðurinn hjá þessum aðilum. Við erum að bíða og munum sjá hvort vatnið kemur aftur,“ sagði sveitarstjórinn. Talsvert mörg útihús skemmdust einnig í hreppnum í seinni skjálft- anum aðfaranótt miðvikudags. Skemmdir á sumarhúsum hafa ekki verið kannaðar skipulega enn sem komið er. Guðmundur Rúnar sagði að óger- legt væri aö meta tjón í tölum, hins vegar væri slikt í sjálfu sér fljót- reiknað gróflega ef mið er tekið af því að 15 milljónir kosti að byggja nýtt íbúðarhús og hundruð þúsunda kosti að gera við skemmdir. Þá eigi eftir að meta kostnað við endur- byggingu útihúsa. -Ótt Gaulverjabæjarhreppur: Ekki veru- legt tjón - vatnslindir úr lagi „Það liggur fyrir að ekkert veru- legt tjón hafi orðið hjá okkur og lít- ið skemmst. Eina tjónið að heita má eru sameiginlegar vatnslindir okk- ar, Villingaholtshrepps og Stokks- eyrarhrepps. Ein lindin hefur þorn- að og vatnið í krönunum er heldur leiðinlegt. Við vonumst til að það smálagist," sagði Geir Ágústsson, oddviti í Gaulverjabæjarhreppi, um tjónið þar eftir seinni skjálftann að- faranótt miðvikudags. „Hvort vatnið kemur aftur er óvíst,“ sagði Geir. Hann sagði að sáralítið sé um sprungur í húsum - varla sé hægt að tala um það. Eitt- hvað hafi verið um að lausamunir hafi falliðr úr hillum. „Sumir sneru sér bara út í hom og héldu áfram að sofa. Mér fannst þetta allharður jarðskjálfti og fannst þetta ónotalegt. Hjá mér opnuðust eldhússkúffur en ekkert féll úr þeim, ljósakrónur dingluðu og allt hreyfðist sem hreyfst gat. Við fórum strax út til að aðgæta allt en þetta viröist hafa sloppið vel,“ sagði Geir. -Ótt Hrunamannahreppur: Aðallega sprungu- skemmdir „Við höfum sloppið ótrúlega vel,“ segir Loftur Þorsteinsson, oddviti Hrunamannahrepps. „Alvarlegasta tjónið er að eitt íbúðarhús er dálítið mikið skemmt. Það er þó ekki óíbúðar- hæft. Einnig skemmdust raflýs- ingar í tveimur gróðurhúsum. Nokkuð víða urðu minniháttar sprungur í íbúðar- og útihúsum. Það er alls ekki hægt að segja að þar sé um alvarlega hluti að ræða. Ég hef síðan heyrt um að eitt sum- arhús sé skakkt á grunni. Að síð- ustu hefur auðvitað mikið af lausafjármunum hrunið úr hill- um, janfvel sjónvörp. Þetta eru mál sem fara beint til tryggingafé- laga,“ sagði oddviti Hrimamanna- hrepps. -Ótt Villingaholtshreppur: Mjög mikið skemmt í sveitinni „Það er mjög mikið skemmt í sveitinni. í mínu sveitarfélagi eru 3 hús alveg ónýt. Fleiri eru eitthvað skemmd en það hefur ekki verið metið enn þá hve mikið heildartjónið er,“ sagði Bjarki Reynisson, oddviti í Vill- ingaholtshreppi, í samtali við DV. Bjarki sagði að útihús væru talin ónýt á einum bæ en skemmdir á útihúsum væru víð- ar í sveitinni. Einnig sagði odd- vitinn að innbú hefði farið víða mjög illa í hreppnum. Bjarki sagði ekki mikið um sumarbú- staði í sveitinni en eins og svo víðar annars staðar á enn eftir að kanna stöðu mála hvað tjón varðar. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.