Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 I>V Gistiheimili í Ástralíu brann til grunna í nótt: Fimmtán ungir ferðalangar dóu Bílstjórinn fyrir rétt vegna dauða flóttamannanna Hollenskum bílstjóra flutninga- bílsins, sem 58 kínverskir flótta- menn létu lífið í í Dover fyrr í vik- unni, verður í dag birt ákæra um manndráp. Hollenska og breska lög- reglan yflrheyra nú föður bílstjór- ans, eiganda bílsins og tvo Kínverja, búsetta í London, vegna málsins. Heimilisföng Kínverjanna fundust á einum hinna látnu. Hollenskir flölmiðlar velta því fyrir sér hvort spilaskuldir Hollendinganna hafi leitt þá út í smygl á flóttamönnum. UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum veröur háð á þeim sjálf- ______um sem hér segir:_____ Flétturimi 11, 0201, 3ja herb. íbúð á 2. hæð m.m., bílstæði merkt 0015 í bflskýli, Reykjavík, þingl. eig. Kristín Sigríður Valsdóttir og Barði Sigurðsson, gerðar- beiðendur Bflskýli Flétturima 9-11 og Flétturimi 11, húsfélag, þriðjudaginn 27. júní 2000 kl. 14.00. Veghús 31,0701, 50% ehl. í íbúð á 7. hæð t.v. í austurhorni, Reykjavík, þingl. eig. Auður Sigurjóna Jónasdóttir, gerðarbeið- Fimmtán bakpokaferðalangar týndu lífi og þriggja er enn saknað eftir að eldsvoði lagði gistiheimili í Ástralíu í rúst i nótt. Tíu Bretar eru í hópnum, einn Spánverji, Japani, Kóreubúi, tveir Hollendingar og þrír Ástralir. Bill Trevor, bæjarstjóri í Child- ers, sem er um 300 kílómetra norð- ur af Brisbane, sagði fréttamönnum í morgun aö slökkviliðsmenn hefðu ekki enn getað komist að öllum þeim sem saknað er vegna þess að þak Palace Backpackers gistiheimil- isins hefði hrunið. Gistiheimilið var eitt hundrað ára gamalt timburhús. Borgarstjórinn sagði að 62 gestir hefðu komist lifandi úr eldsvoðan- um. Gistiheimilið var fullt af er- lendum ferðalöngum sem unnu við ávaxtatínslu á nærliggjandi bónda- bæjum. Fjölmargir þeirra sem sluppu lifandi þurftu á aðhlynningu að halda vegna reykeitrunar og minni háttar meiðsla. Þeir sem sluppu sögðust hafa þurft að flýja eldinn og reykinn út um glugga gistiheimilisins og yflr á þök nærliggjandi húsa. „Ég heyrði mikinn hávaða þegar gler brotnaði. Það hljómaði eins og einhver væri að reyna að brjótast inn og ég hrópaði á stelpurnar fjór- ar í herberginu mínu,“ sagði bresk kona, Emma að nafni, í viðtali við ástralska útvarpið. „Ein stúlknanna vaknaði og hróp- aði að eldur væri laus, önnur reyndi að opna dyrnar en brenndist á höndunum. Við hlupum út á ver- öndina og komumst yflr á þak versl- unarinnar við hliðina." Bretinn Keith O’Brien sagðist hafa átt í erfiðleikum við að komast út úr húsinu þar sem rimlar hefðu verið fyrir sumum gluggunum. „Reykurinn var svo þykkur að maður sá ekkert fram fyrir sig. Það voru rimlar fyrir glugganum, hálft annað fet á milli þeirra. Ég ýtti vin- konu minni á milli þeirra og hún var dregin út. Síðan náðu slökkvi- liðsmennirnir mér út,“ sagði O’Brien við ástralska útvarpið. Slökkviliðsmenn sögðu að ekki væri vitað hvað hefði valdið brunanum en eldurinn kom upp á efri hæð hússins í nótt. Slökkviliðs- mennirnir náðu ekki tökum á eldin- um fyrr en eftir flórar klukkustund- ir. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, kallaði eldsvoðann í Child- ers „hryllilegan harmleik" og sendi fjölskyldum hinna látnu samúðar- kveðjur stjórnar sinnar. endur Ibúðalánasjóður, Tollstjóraembættið og Veghús 31, húsfélag, þriðjudaginn 27. júní 2000 kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriðjudaginn 27. júní 2000 kl. 15 á eftirfarandi eign- _____________urm____________ Árbakki, Holta- og Landsveit, þingl. eig. Anders Hansen og Lars Hansen, gerðar- beiðendur eru Byggðastofnun, Samskip hf. og P. Samúelsson ehf. Breiðabakki (hl.), Holta- og Landsveit, þingl. eig. Jón Kristján Ólafsson, gerðar- beiðendur Tollstjórinn í Reykjavík og sýslumaður Rangárvallasýslu. Mykjunes (nýbýli), Holta- og Landsveit, þingl. eig. Lars Hansen, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki íslands, Hellu, ríkissjóður og Hvolhreppur. SÝSLUMAÐURINN RANGÁRVALLASÝSLU Simbabwe: Lögreglu- stjórinn hótar að loka eftir- litsmenn inni Augustine Chihuri, lögreglustjóri Simbabwe, hótaði í gær að loka al- þjóðlega eftirlitsmenn inni þar til kosningunum væri lokið hegðuðu þeir sé ekki í samræmi við óskir yf- irvalda. Reyndir erlendir stjórn- málamenn óttast að kosningamar í Simbabwe um helgina verði blanda harmleiks og farsa en stuðnings- menn stjórnarflokksins vísa á bug allri gagnrýni um framkvæmd kosninganna. Stjórnarandstaðan í Simbabwe greindi frá því í gær að hún hefði misst enn einn stuðningsmanna sinna. Hann hafði verið barinn til bana vegna kosningabaráttu fyrir stjórnarandstöðuna. Robert Mugabe, forseti Simbabwe, hét í gær þeldökkum íbúum landsins bújörðum. Forsetinn ítrekaði að stjórnin myndi ekki greiða fyrir land tekið frá hvítum bændum. UPPBOÐ Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp á lögreglustöðinni, Þjóðbraut 13, Akranesi, föstudaginn 30. júní 2000 kl. 14.00: MA-527 E427 A6124 G26651 GÞ-608 HO-818 HJ-649 IS-801 Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI. UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum veröur háö á þeim sjálf- um sem hér segir: Kirkjubraut 2, 2. hæð, Akranesi, þingl. eig. Ólafur Hallgrímsson, gerðarbeiðend- ur Akraneskaupstaður og Gró ehf., fimmtudaginn 29. júní 2000 kl. 11.15. Kirkjubraut 2, 4. hæð, Akranesi, þingl. eig. Ólafur Hallgrímsson, gerðarbeiðend- ur Akraneskaupstaður, Gró ehf. og íbúða- lánasjóður, fimmtudaginn 29. júní 2000 kl. 11.00. Akursbraut 9, hluti 0201, Akranesi, þingl. eig. Rekstrarfélagið Traust ehf., gerðar- beiðendur Akraneskaupstaður, Hjörleifur K. Júlíusson, íslandsbanki hf., útibú 546, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Spari- sjóður Rvíkur og nágr., útib, fimmtudag- inn 29. júní 2000 kl. 14.15. Akursbraut 9, hluti 0301, Akranesi, þingl. eig. Rekstrarfélagið Traust ehf., gerðar- beiðendur Akraneskaupstaður, Hjörleifur K. Júlíusson, Islandsbanki hf., útibú 546, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Spari- sjóður Rvíkur og nágr., útib, fimmtudag- inn 29. júní 2000 kl. 14.30. Akursbraut 9, neðsta hæð, Akranesi, Kirkjubraut 2, eignarhluti í 1. hæð, suður- enda, Akranesi, þingl. eig. Ólafur Hall- grímsson, gerðarbeiðendur Akraneskaup- staður og Gró ehf., fimmtudaginn 29. júní 2000 kl. 11.30. Merkigerði 4, Akranesi, þingl. eig. Þráinn Þór Þórarinsson og Berglind Guðmunds- dóttir, gerðarbeiðendur Akraneskaupstað- ur, íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn á Akranesi, fimmtudaginn 29. júní 2000 kl. 16.00. þingl. eig. Rekstrarfélagið Traust ehf., gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður, Bílanaust hf. og fslandsbanki FBA hf., fimmtudaginn 29. júní 2000 kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI. A flugnaveiöum Denise Wheaton sópar saman þúsundum dauðra flugna á veröndinni fyrir utan heimili sitt í bænum Naples í New York. Húsflugur hafa verið aö gera íbúum bæjarins lífið leitt aö undanförnu. Allt var svart af flugu. Sonur Milosevics í Kína: Leynilegar viðræður um skjól fyrir pabba Marko Milosevic, sonur Slobod- ans Milosevics Júgóslavíuforseta, er í heimsókn í Kina. Upplýsingarnar um heimsóknina hafa kynt undir orðróminum um samningaviðræður á bak við tjöldin til að reyna að flnna skjól fyrir Milosevic dragi hann sig í hlé gegn því að fallið verði frá ákæru á hendur honum fyrir stríðsglæpi. Carla del Ponte, aðalsaksóknari Alþjóðastríðsglæpadómstólsins i Haag, fordæmir orðróminn og segir að öll aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna eigi á hættu refsiaðgerðir veiti þeir ákærðum stríðsglæpamönnum hæli. Talið er að Marko Milosevic, sem rekur spilavíti og veitingastað, hafi farið til Kína til að tryggja færslu hluta auðæfanna sem fjölskyldan hefur komið úr landi. Slóð milljón- anna hefur verið rekin um gríska banka og banka á Kýpur. Er nú talið að féð hafi verið flutt um Hong Kong til Kína. Frá því að NATO gerði loftárásir á Júgóslavíu í fyrravor, þar á meðal kínverska sendiráðið í Belgrad, hef- ur samvinna Kína og Serbíu aukist bæði á sviði stjómmála og efnahags- mála. Kína hefur veitt Serbíu há lán, meðal annars til uppbyggingar raforku og farsímakerfls. Serbar hafa einnig opnað land sitt fyrir Kínverjum. Áætlað er að um 100 þúsund Kínverjar hafl flutt til Serbíu síðasta hálfa árið. Serbnesk- ir heimildarmenn segja þá ætla að nota Serbíu sem stökkbretti til ann- arra Evrópusambandslanda. Kínverjarnir hafa einnig verið taldir eiga að veita Milosevic stuðning í kosningum. Jafnvinsælir Kjell Magne Bondevik, fyrrver- andi forsætisráð- herra Noregs, er jafnvinsæll og Jens Stoltenberg, núver- andi forsætisráð- herra, samkvæmt skoðanakönnun norska blaðsins Aftenposten. Njóta þeir báðir fylgis 32 prósenta kjós- enda. Carl I. Hagen, leiðtogi Fram- faraflokksins, er þriðji með 5 pró- senta fylgi. Nasistar safna vopnum Þýska lögreglan hefur lagt hald á bæði sprengjur og sprengiefni hjá leiðtogum þýskra nasista. Sam- kvæmt breska blaðinu The Times hafa yflrheyrslur yfir nasistum leitt í ljós fyrirhugaðar aðgerðir gegn vinstri mönnum. Samkomulag á Fidjieyjum Uppreisnarmenn á Fídjieyjum og heryfirvöld náðu í morgun sam- komulagi um að binda enda á stjórnmálakreppuna í landinu. Upp- reisnarleiðtoginn George Speight og menn hans hafa haft forsætisráð- herra landsins og 30 aðra stjóm- málamenn í haldi síðan 19. maí. Reyndi nauðlendingu Flugmaður kínversku farþegavél- arinnar, sem fórst í gær í innan- landsflugi eftir að hafa orðið fyrir eldingu, reyndi að nauðlenda, að því er greint var frá í morgun. 42 létu lífið í flugslysinu. Oxford hundsar Blair Tony Blair, for- sætisráðherra Bret- lands, fær ekki heiðursnafnbót frá Oxfordháskóla þar sem ráðherrar hans hafa sagt skólann aðeins fyrir hástétt- ina. Háskólinn hundsaði einnig Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráð- herra, á níunda áratugnum í mót- mælaskyni við stefnu hennar í menntamálum. Peningaþvottur Liechtenstein, Rússland, ísrael, Líbanon og nokkrar Kyrrahafseyjar eru á lista nefndar iðnríkjanna sjö sem rannsakar peningaþvott. Albright þrýstir á Kína Madeleine Al- bright, utanríkis- ráðherra Banda- ríkjanna, þrýsti í gær á yfirvöld í Kína til að sam- þykkja viðræður við nýjan leiðtoga Taívans, Chen Shui-bian. Chen hefur beðið um við- ræður og lofað að lýsa ekki yfir sjálfstæði eyjunnar. Álbright, sem var í heimsókn í Peking í gær, gagn- rýndi einnig stefnu Kínverja í mannréttindamálum. Vatn á Mars Bandarískir vísindamenn greindu frá þvi í gær að þeir hefðu fundið sannfærandi gögn um að vatn flæddi á yfirborði Mars. Mynd- ir frá Marskönnunarfari sýna skorninga sem líta út fyrir að hafa myndast af vatnsflaumi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.