Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2000, Blaðsíða 22
26 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 Ættfræði Umsjón: Helga D. Sigur&ardóttir ÆB39 90 ára Gísli Olafsson, Grenilundi 11, Akureyri. Lára Sigfúsdóttir, Skipagötu 8, Akureyri. 85 ára Björg Kristmundsdóttir, Lindasíöu 4, Akureyri. 80 ára Olafur Guömundsson, Réttarholtsvegi 31, Reykjavík. 75 ára Halldór Sigurbjörn Halldórsson, Hrófbergi, Hólmavikurhreppi. Siguröur Einarsson, Ásvallagötu 17, Reykjavík. Siguröur Stefánsson, Aðalgötu 50, ðlafsfiröi. 70 ára Guöjón Eyjólfsson, Brúnavegi 6, Reykjavík. Sæunn Ragnheiöur Sveinsdóttir, Sunnubraut 38, Kópavogi. 60 ára Benedikt Hallgrímsson, Hrauni, Öxnadalshreppi. Björn Þór Gunnlaugsson, Vesturbergi 64, Reykjavík. Fjóla Ragnarsdóttir, Ljósheimum 2, Reykjavík. Fjóla tekur á móti ættingjum og vinum í safnaöarheimili Laugarneskirkju í dag á milli 17.30 og 19.00. Gunnar Eyþórsson, Seljavegi 27, Reykjavík. 50 ára Ann Fri S. Johannesen, Eyjahrauni 20, Þorlákshöfn. Ágúst Þórhallsson, Langagerði 25, Reykjavík. Björk Kjartansdóttir, Klúku, Kaldrananeshreppi. Guömundur Þorgilsson, Skiphyl, Hraunhreppi. Ingibjörg Broddadóttir, Goðheimum 2, Reykjavík. Jóhann W. Jóhannsson, Hringbraut 95, Reykjavík. Lilja Skarphéöinsdóttir, Baughóli 21, Húsavík. Steinunn Siguröardóttir, Höskuldsstööum, Reykdælahreppi. Þórhallur Bjarnhéöinsson, Unufelli 46, Reykjavík. 40 ára_____________________________ Bernhard Laxdal, Bæjargili 82, Garöabæ. Einar Gislason, Vestursíðu 4c, Akureyri. Elsa Theódóra Bjarnadóttir, Kársnesbraut 91, Kópavogi. Guðbjörg Ragnarsdóttir, Vesturgötu 21, Keflavík. Guömundur K. Kjartansson, Lyngrima 16, Reykjavík. Hulda Þórsdóttir, Dalbraut 5, Dalvík. ívar Pétur Guönason, Kirkjubrú, Bessastaöahreppi. Málfríöur Emilía Brink, Ferjubakka 10, Reykjavík. Ragnar Bjarki Gunnarsson, Lindarbraut 10, Seltjarnarnesi. Salberg Jóhannsson, Vesturbergi 94, Reykjavík. Sighvatur H. Kjartansson, Meðalbraut 20, Kópavogi. Jarðarfari Kolbeinn Friðbjarnarson, Hvanneyrar- braut 2, Siglufiröi, veröur jarösunginn frá Siglufjaröarkirkju laugardaginn 24.6., kl. 14.00. Bjami Viðar Magnússon, Ægisíöu 46, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Hall- grimskirkju mánud. 26.6., kl. 13.30. Ólafur Þórarinn Ögmundsson, Noröur- brún 1, Reykjavík, verður jarösunginn frá Áskirkju föstudaginn 23.6., kl. 13.30. Anna G. Helgadóttir, Þverholti 30, Reykjavík, veröurjarösungin frá Háteigs- kirkju föstudaginn 23.6., kl. 13.30. Dagbjört Stefánsdóttir frá Hvammi veröur jarösungin frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 23. júní kl. 14.00. Þóra Steindórsdóttir, Víöilundi 20, Akur- eyri veröur jarösungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. júní, kl. 13.30. Fólk í fréttum Karl Björnsson bæjarstjóri Árborgar Karl Bjömsson, bæjarstjóri Árborg- ar, hefur verið mikið í fjölmiðlum eft- ir að jarðskjálftar hafa dunið yfir land- ið. Ferill Karl fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentspróf frá MT 1977 og viðskiptafræðiprófi frá HÍ1982. Karl var sérfræðingur hjá Fram- kvæmdastofhun 1982-85, sérfræðingur hjá Byggðastofnun 1985-86, var bæjar- stjóri á Selfossi frá ‘86-’98, þegar hann varð bæjarstjóri Árborgar. Karl er stjómarformaður Sorpstöðv- ar Suðurlands frá ‘86, formaður Al- mannavamanefndar Selfoss frá ‘86, nú Árborgar, í héraðsnefnd Ámesinga frá ‘87, í stjóm Skákfélags Selfoss og ná- grennis frá ‘89-’90, formaður stjómar Brunavama Ámessýslu, i stjóm Hrað- frystishúss Stokkseyrar hf. frá ‘91-92, Ámess hf., Þorlákshöfn, ‘91—’95, Byggða- og Náttúmsafns Ámesinga frá ‘94-‘98, Lánasjóðs sveitarfélaga frá ‘95, forseti Rotarýklúbbs Selfoss ‘96-‘97 auk þess að hafa setið í mörgum opin- berum nefndum. Fjölskylda Kona Karls er Katrin Inga Karls- dóttir, f. 23.1. 1958, aðstoðarmaður hjá tannlækni, dóttir Karls Eiríkssonar, verslunarmanns á Selfossi, og konu hans, Guðfinnu Sigurdórsdóttur hús- móður. Fósturböm Karls em Jón Þorkell, f. 25.2 1976; Ása Ninna, f. 18. 3 1985. Böm Karls og Katrínar Ingu em Bjöm Þór, f. 16.12 1988; Dagmar f. 22.1.1993. Bróðir Karls er Þórhallur Bjömsson, f. 6.12. 1953, viðskiptafræðingur og lög- giltur endurskoðandi í Reykjavík. Foreldrar Karls em Bjöm Þórhalls- son, f. 7.10. 1930, viðskiptafræðingur í Reykjavík og fyrrv. varaforseti ASÍ, og Guðný S. Sigurðurdóttir, f. 10.11.1933, Níræö húsmóðir. Ætt Bjöm er sonur Þórhalls, kaupfélags- stjóra á Kópaskeri, Bjömssonar, alþm. á Víkingavatni, Kristjánssonar, þar Kristjánssonar af Kjamaætt. Móðir Bjöms alþm. var Jónína, systir Bjöms, föður Þórarins skólameistara. Jónína var dóttir Þórarins á Víkingavatni, bróður Ólafar, ömmu Benedikts Sveinssonar alþm., föður Bjama for- sætisráðherra, föður Bjöms mennta- málaráðherra. Þórarinn var sonur Bjöms á Víkingavatni, bróður Þórar- ins, afa Nonna. Móðir Þórhalls var Gunnþórunn Þorbergsdóttir. Móðir Gunnþórunnar var Guðrún, systir Bjöms alþm. Guðrún var dóttir Þor- láks, prests á Skútustöðum, af Reykja- hliðarætt, bróður Benedikts, afa Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra, og bróður Sólveigar, móður ráðherranna Kristjáns og Péturs Jónssona, ömmu Haralds Guðmundssonar ráðherra og langömmu Jóns Sigurðssonar, fyrrv. ráðherra. Móðir Bjöms var Margrét, systir Baröa hjá VSÍ. Margrét var dóttir Frið- riks, stórb. á Efri-Hólum, Sæmunds- sonar, í Narfastaðaseli, Jónssonar, á Höskuldsstöðum, bróður Jóhannesar, langafa Salome, fyrrv. alþingisforseta. Annar bróðir Jóns var Sæmundur, afi Valdimars Ásmundssonar ritstjóra, föður Héðins alþm. Móðir Friðriks var Þómý Jónsdóttir, af Gottskálksætt. Móðir Margrétar var Guðrún Hall- dórsdóttir, af Hraunkotsætt Guðný er dóttir Sigurðar Péturs, sölumanns i Reykjavík, Sigurðssonar, prentara í Reykjavik, Grímssonar frá Katanesi. Móðir Sigurðar prentara var Ragnheiður Sveinbjömsdótttir, prests á Staðarhrauni, bróður Þórðar háyfir- dómara, föður Sveinbjöms tónskálds. Móðir Ragnheiðar var Rannveig Thorarensen, systir Bjama amtmanns. Rannveig var dóttir Vigfúsar, sýslu- manns á Hlíðarenda, og Steinunnar Bjamadóttur, landlæknis Pálssonar, og Rannnveigar Skúladóttur fógeta Magnússonar. Móðir Sigurðar sölu- manns var Jóhanna Norfjörð, systir Helgu, ömmu Matthíasar Johannessen skálds og Louisu Matthíasdóttur list- málara. Móðir Guðnýjar var Dagmar Karlsdóttir, söðlasmiðs á Ljósavatni, Siguijónssonar, á Grímsstöðum, bróð- ur Ingibjargar, langömmu Guðmundar Bjamasonar landbúnaðarráðherra. Sigurjón var sonur Guðmundar á Litluströnd, bróður Bjöms, langafa Bjöms á Hróaldsstöðum, langafa Hall- Fólk í fréttum dórs Ásgrimssonar utanríkisráðherra. Systir Guðmundar var Sigurbjörg, amma Jónasar frá Hriflu. Móðir Sigur- jóns var Rósa Jósafatsdóttir í Bijáns- nesi, Finnbogasonar og Ingibjargar Jónsdóttur á Gautlöndum, Þorgríms- sonar, bróður Marteins, langafa Soffiu, ömmu Kristjáns Eldjáms forseta. Móð- ir Dagmarar var Guðný Rósa Jónsdótt- ir, b. á Klömbrum í Aðaldal Þórðarson- ar, b. á Hrauni í Aðaldal, Jóhannesson- ar, b. á Geiteyjarströnd, Þorsteinsson- ar en bróðir Þorsteins var Hans, langafi Tryggva Þórhallssonar forsæt- isráðherra. Rakel Sigvaldadóttir húsfreyja Eiður Smári Guðjohnsen fótboltatmaður Þorsteinn Jónsson frá Drangshlíðardal andaöist á dvalar- heimilinu Lundi, Hellu, sunnudaginn 18. júní. Sverrir Guðbrandsson, Eyrarvegi 8, Rat- eyri, andaöist á sjúkrahúsinu á ísafirði fimmtudaginn 15. júní. Marý Therese Guðjónsson, sendiráös- fulltrúi í bandariska sendiráöinu í Reykjavík, andaðist á Landspítalanum 15. júní síöastliðinn. Rakel Sigvaldadóttir, Dvalar- heimilinu Hvammi, Húsavík, verð- ur níræð í dag. Starfsferill Rakel fæddist á Gilsbakka í Öxar- firði og sleit bamsskónum í Öxar- firðinum. Hún var í þrjá mánuðu í unglingaskóla 1 Lundi í Öxarfirði. Hún bjó í nokkur ár í Ólafsfirði. Hún keypti, ásamt Ingibjörgu Traustadóttur, saumastofuna Rún á Akureyri og rak hana á fjórða ár. Rakel var lengst af húsfreyja í Keldunesi í Kelduhverfi. Hún kenndi handavinnu í grunnskólan- um í Skúlagarði og á vegum kvennasambandsins. Hún var einnig formaður Kvenfélags Keldu- hverfis um árabil. Árið 1975 flutti hún ásænt mcmni sínum til Reykja- víkur. Hún flutti til Húsavíkur árið 1995 og dvelur nú á Dvalarheimili aldr- aðra, Hvammi. Fjölskylda Rakel giftist þann 23.6. 1950 Sig- tryggi Jónssyni, f. 13.2.1904, d. 19.10. 1980, bifreiðarstjóra og bónda í Keldunesi. Kjörsonur þeirra hjóna er Sturla Sigtryggsson, f. 25.3.1952, kona hans er Lára Sigurðardóttir. Sturla á fimm böm. Rakel átti tólf systkini og eina fóstursystur. Foreldrar Rakelar vom Sigvaldi Elias Sigurgeirsson, f. 1871, d. 3.7. 1922, bóndi og Sigurlaug Jósepsdótt- ir, f. 1874, d. 13.2. 1959, húsmóðir. Þau bjuggu lengst af á Gilsbakka. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ver- ið mikið í fjölmiðlum eftir að hafa verið seldur frá Bolton til Chelsea á 480 milljón- ir. Hann státar af því að vera dýrasti leik- maður íslands. Fjölskylda Eiður Smári er í sambúð með Ragn- hildi Sveinsdóttur, f. 8. júlí 1977, dóttur Sveins Skúlasonar, starfsmanns lyfjafyrirtækisins Glaxo Welcome, og konu hans, Steinunnar Péturs- dóttur, starfsmanns í Snælands- skóla. Sonur Eiðs og Ragnhildar er Sveinn Aron Guðjohnsen, f. 12. maí 1998. Systir Eiðs Smára, sammæðra, er Viktoría Hlíf Theodórsdóttir, f. 25. janúar 1997, en faðir hennar er Theodór Már Siguijónsson, prentari í Reykjavik sem jafnframt var upp- eldisfaðir Eiðs Smára frá 13 ára aldri. Bróðir Eiðs Smára, samfeðra, er Kjartan Borg Guðjohnsen, f. 23. júlí 1993. Foreldrar Eiðs Smára em Amór Guðjohnsen, f. 30. júlí 1960, fótboltamaður og Ólöf Ragnheiður Einarsdóttir, f. 19. mars 1962, leiðsögu- maður og starfsmað- ur hjá Ferðaskrif- stofu íslands. Þau skildu. Amór Guðjohnsen er kvæntur Önnu Borg. Ferill Eiður Smári hóf feril sinn sem fótboltamaður ungur. Hann ólst upp í Belgíu og æfði á aldrinum 6-12 ára með liðinu Brassegem. Eiður spil- aði meö ÍR á sumrin frá 6 ára aldri til 13 ára en eftir það spilaði hann með Val i tvö ár. Næst spilaði Eið- ur með hollenska liðinu PSV Eind- hoven, frá ‘95-’98. Árið ‘98 lék Eiður með KR eitt tímabil en eftir það fór hann til Bolton sama ár. Þaðan hef- ur Eiður Smári nú verið seldur til enska liðsins Chelsea fyrir hæsta verð sem íslenskur knattspyrnu- maður hefur verið seldur á, á 480 milljónir íslenskra króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.