Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Side 12
12 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 J3V Fréttir Skuldafangar eftir flóttann í mörg ár Kínverskir flóttamenn gripnir í Kanada Glæpasamtök stórgræöa á flutningi flóttamanna frá Kína. Flóttamennirnir þurfa aö greiöa um 2 milljónir króna fyrir flutninginn og þaö getur tekiö þá mörg ár aö vinna fyrir greiöslunni. Á meöan eru þeir undir eftirliti smyglaranna. Myndin var tekin í fyrra þegar kanadíska lögreglan haföi handtekiö 193 flóttamenn um borö í báti undan strönd Kanada. Glæpasamtökin, sem skipuleggja ólöglegan útflutning Kínverja, eru talin hafa snúið sér að Vestur-Evr- ópu í meira mæli en áður vegna herferðarinnar gegn smyglinu á innilytjendum til Kanada og Banda- ríkjanna. Flóttamönnunum 58, sem létu lífið í gámi flutningabíls i Dover, kann að hafa verið tjáð að Bretland væri öruggari ákvörðunar- staður en Ameríka. Sérfræðingar í ólöglegum útflutn- ingi Kínverja segja að það sé miklu erfiðara að hafa eftirlit með ferðum þeirra sem koma land- og loftleiðina til Evrópu heldur en þeirra sem koma yfir hafið til norðurhluta Ameríku. „Þeir geta farið í hvaða átt sem er,“ er haft eftir háttsettum embættis- manni í Hong Kong. „Gamla leiðin lá í gegnum Rússland eða eitt af fyrrverandi bandalagsríkjum Sovét- ríkjanna. Núna fljúga margir beint til höfuðborgar einhvers Vestur- Evrópulands og halda síðan áfram." Talið er ólíklegt að þeir sem koma í hópi til Englands hafi allir haldið af stað saman frá Kína. „Þeir kunna að hafa þekkst áður en þeir safnast ekki saman fyrr en undir lok ferðar- innar.“ Litill hluti flóttamannanna flýr af pólitiskum ástæðum. Flestir flýja af efnahagsástæðum. Þeir koma frá suðurhluta Kína, frá strandhéruð- unum Guangdong, Fujian og Zheji- ang. I þessum héruðum hefur þaö lengi þótt eðlilegt að leita sér að vinnu erlendis. Smyglararnir setja upp auglýsing- ar þar sem óskað er eftir verka- mönnum erlendis. Oft eru auglýs- ingamar festar upp á almannafæri eða utan við verksmiðjur. Mörg ár að greiða fyrir flutn- inginn Flóttamennirnir þurfa að greiða um 2 milljónir íslenskra króna fyrir að komast úr landi. Heyrst hafa frá- sagnir af 5 milljóna króna skuldum flóttamanna. í flestum tilfellum geta þeir aðeins greitt lítinn hluta upp- hæðarinnar út. Afganginn verða þeir aö greiöa þegar þeir hafa feng- ið vinnu erlendis. Konur neyðast oft til vændis til að geta greitt fyrir flutninginn. Flóttamennirnir geta þurft að búa undir eftirliti smyglar- anna og það getur tekið þá mörg ár að greiða að fullu fyrir flutninginn frá Kina. Kínverjarnir ferðast oft með vega- bréf, sem gefin hafa verið út í öðr- um Asíulöndum, eins og til dæmis Malasíu eða Taílandi. Það eru smyglaramir sem útvega vegabréf- in. Flóttamennimir þurfa ef til vill ekki vegabréfsáritun til fyrsta áfangastaðarins í Evrópu. Stundum ferðast þeir með „boðsbréf', sem greitt hefur verið fyrir, frá einhverj- um á ákvörðunarstað. Leið flóttamannanna liggur oft meö lest til Ungverjalands eða Pól- lands. Síðan halda þeir fótgangandi eða akandi til Austurríkis eða Þýskalands. Þaðan fara þeir til Frakklands eða Hollands. Flótta- mennirnir fljúga einnig til Tyrk- lands eða Grikklands og ferðast síð- an með lest í gegnum Austurríki til Ítalíu. Þriðji möguleikinn er flug- ferð til Taílands eða Malasíu þangað sem fölsuð skilriki eru sótt. Síðan liggur leiðin til Moskvu og þaðan til Prag eða Búkarest. Flugferðir eru orðnar vinsælli en langar lestarferðir í gegnum Rúss- land. Sé ferðast með lest þarf að fara yfir mörg landamæri. Vegna auk- innar ferðamennsku þykir heldur ekki lengur óvenjulegt að sjá kín- verska ferðamenn. Læknar og kennarar meðai flóttamannanna Kínversku flóttamennirnir koma yfirleitt frá borgum en ekki lands- byggðinni. Þeir eiga nægt fé fyrir fyrstu útborgun fyrir ferðinni. Þeir búa ekki viö sára fátækt en kjósa betra líf. Meðal þeirra eru læknar, tónlistarmenn, skrifstofumenn og kennarar auk ófaglærðra verka- manna. Margir eiga ættingja erlendis sem hafa lýst fyrir þeim möguleikunum í nýja landinu. Vesturlönd fóru að veita ólögleg- um útflutningi á Kínverjum athygli í upphafi síðasta áratugar. Árið 1993 höfðu þýsk yflrvöld komist að því að smyglararnir væru snillingar í því að komast hjá eftirliti auk þess sem þeir hefðu nægilegt fé til að múta landamæravörðum. Kínverskum yfirvöldum var ljóst að koma fjölda bátafólks til Norður- Ameríku hafði neikvæð áhrif á ímynd þeirra. Yfirvöld í strandhér- uðunum í Kína gáfu þvi út viðvörun um að flóttamenn ættu á hættu að deyja á leiðinni eða vera vísað úr landi kæmust þeir á ákvörðunar- stað. Kínverskir embættismenn hafa greint frá því að landamæralögregl- an hafi handtekið yfir 9 þúsund flóttamenn og 900 smyglara á síð- asta ári. Talið er að þessar tölur séu aðeins toppurinn á ísjakanum. Bandarísk yfirvöld telja að um 10 þúsund flóttamenn hafi komið sjó- leiðina til Bandaríkjanna í fyrra. Aðeins komst upp um hluta þeirra. Um 1500 voru sendir heim aftur. í janúar síðastliðnum rannsökuðu starfsmenn bandarísku innflytj- endayfirvaldanna 4 flutningaskip. í þeim fundust 63 laumufarþegar frá Kína í gámum. Þrir flóttamannanna höfðu látist á leiðinni. Talið er að alls dvelji um 275 þús- und ólöglegir kínverskir innflytj- endur í Bandaríkjunum. Þeim tekst að fela sig í mannmergðinni í Kína- hverfunum. Aukinn straumur flóttamanna til Bretlands er orðinn að stórpólítísku máli þar í landi. Bæði stjórn Verka- mannaflokksins og stjórnarandstað- an fyrirskipa hertar aðgerðir. Núna verða ferjufyrirtækin að borga sekt- ir taki þau þátt í smyglinu, jafnvel þó þeim sé ókunnugt um það. P&O ferjufyrirtækiö, sem daglega flytur 720 flutningabíla frá Zeebrugge í Belgíu til hafna í Englandi, telur sig hafa þurft að greiða um hálfan millj- arð íslenskra króna í sektir í fyrra vegna smygls á flóttamönnum. Laumað í flutningabíla án vitundar ökumannanna Smyglararnir eru farnir að gæta sín á auknu eftirliti í höfnunum. Þeir bíða nú oft á bílastæðum á meginlandinu þar sem flutningabíl- ar eru vanir að stöðva. Þar er reynt að smygla flóttamönnum i bílana án þess að ökumenn taki eftir. En samtímis því sem krafist er hertra aðgerða gegn innflutningi flóttamanna er fariö að kveða við annan tón í Bretlandi. Ýmsir benda á að harmleikurinn í Dover hafi nánast verið óhjákvæmilegur með tilliti til sterkrar löngunar margra til að komast til velmegunarinnar í Bretlandi, með tilliti til þeirra háu greiðslna sem um er að ræða og mikils fjölda innflytjenda. Breska blaðið The Guardian bendir einnig á vankanta Genfarsáttmálans frá 1951. í honum er ákvæði um að þau lönd, sem hafl undirritað hann, verði að veita þeim sem eru ofsóttir skjól. Löndin geti samt gert allt sem þau geta til að stöðva flóttamenn- ina. Yfirvöld 1 Calais í Frakklandi telja að í raun reyni um 10 þúsund manns að komast þaðan til Eng- lands í hverjum mánuði. Flestir eru gripnir en þeir reyna skjótt aftur. Jack Straw, innanríkisráðherra Bretlands, viðurkenndi fyrr í þess- um mánuði að flóttamenn, sem hyggjast biðja um hæli í Bretlandi, verði að vera lögbrjótar til þess að geta neytt þessa réttar síns. Breska blaðið The Times bendir á að fæðingum fækki í Bretlandi og að innflytjendur séu flestir bæði duglegir og vel menntaðir og verði líklega nytsamlegir skattgreiðend- ur. Byggt á Guardian, Reuter o. fl. Dover í Englandi Tollverðir rannsaka flutningabílinn sem 58 kínverskir flóttamenn létu lífiö í í vikunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.