Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2000, Page 33
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2000 41 DV Helgarblað DV-MYNDIR TEITUR Benedikt er stjórnarformaður Eimskips, Sjóvár-Almennra, Marels og SR-mjöls en situr auk þess í stjórn Flugleiða. Að mati þeirra sem til þekkja er hann áhrifamesti einstakiingur í íslensku viöskiptalífi og einn þeirra sem njóta hvaö mestrar viröingar. Það sem er gott fyrir Eim- skip er gott fyrir hluthafana Sumir hafa orðiö til þess að gagn- rýna að Burðarás, fjárfestingarfyrir- tæki Eimskips, skuli ekki vera sam- einað Eimskip og þannig verði hlut- höfunum gefinn kostur á að hafa áhrif á og njóta góðs af fjárfesting- um Burðaráss. Er þetta réttmæt gagnrýni? „Ég hefl ekki heyrt hana. Burðar- ás var stofnaður til að halda utan um hlutabréfaeign Eimskips og fjár- festingar. Það hefur gengið vel og það er gott fyrir Eimskip. Það sem er gott fyrir Eimskip er gott fyrir hluthafana." Mega ekkí éta yfir sig Eftir þvf sem fyrirtækjum fjölgar á markaði ryðja sér til rúms ýmis tilbrigði í launakjörum eins og hlutabréfaeign starfsmanna og kaupréttur. Slíkir samningar hafa verið í fréttum af ýmsum nýjum og áberandi fyrirtækjum eins og FBA og deCode. Ætti að gera meira af þessu hér en gert er nú þegar? „Almennt séð er gott að stjóm- endur eigi hagsmuna að gæta og ég er því hlynntur slíku en við verðum að fara gætilega og menn mega ekki éta yfir sig í þessum efnum.“ VII geta treyst fólki Benedikt er stjórnarformaður að atvinnu í þeim skilningi að hann starfar ekki við annað og er með skrifstofu heima en mætir ekki frá 9-5. Hvemig skilgreinir hann starf og skyldur stjórnarformanns? „Stjómarformaöur á að fylgjast með því sem er að gerast í fyrirtæk- inu. Hann á að styðja forstjóra eða framkvæmdastjóra til þess að koma ýmsum málum gegnum stjórn og hann á með stjórninni að ráða for- stjóra eða framkvæmdastjóra og vera leiðtogi stjómarinnar. Gott yflrlit yfir það sem er að ger- ast 1 fyrirtækinu er nauðsynlegt en það þýðir ekki afskipti af daglegum rekstri. Það er ábyrgð forstjóra eða framkvæmdastjóra. Ég fylgist ekki með hverju skrefi stjómenda i fyrirtækjum þar sem ég er stjómarformaður. Þeir mega leita til mín hvenær sem er því ég vil vita um öll vandamál en ég verð að geta treyst þeim til sjálfstæðra ákvarðana í daglegum rekstri." Er þetta lýsandi fyrir stjórnunar- stíl þinn? „Traust er lykilatriði og þar hef ég verið mjög heppinn með sam- starfsmenn." Samstarfsmenn Benedikts segja að hann sé ráðagóður og yfirvegað- ur og við lausn vandamála sé hann slyngur að fmna lausnir sem allir geti sætt sig við. Þeir segja að hann sé tilbúinn í krókaleiðir og samn- ingaviðræður en skirrist ekki við að taka fast á málum þegar honum finnst þess þurfa. Hvar er Kolkrabbinn? Stundum er viðskipta- og at- vinnulífi á íslandi skipt upp í blokk- ir sem keppa hverjar við aðra. Þær eru jafnan álitnar tvær og kaliaðar Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn. Segja má að Benedikt sitji í hjarta þeirrar blokkar sem kennd er við Kolkrabbann og er oftast tengd við Eimskip, Flugleiðir, Sjóvá, Skelj- ung, SH, íslandsbanka og H. Ben, svo fáein fyrirtæki séu nefnd. Hin blokkin er oftast kölluð Smokkfisk- urinn og bakfiskur hennar talinn vera fyrirtæki tengd hinu horfna Sambandi og fyrirtækjum sem tengdust því. Er þessi blokkaskipt- ing enn við lýði? „Hún var raunveruleiki til skamms tíma og átti sér margvísleg- ar ástæður, sumar pólitískar, aðrar ekki. oft var hún talin skýrust í flsk- vinnslu og útflutningi og SH og Sambandið, seinna ÍS, nefnt sem andstæðir pólar. í SÍF, sem nú hef- ur yfirtekið ÍS, sameinuðust hins vegar allir, hvorri blokkinni sem þeir tilheyrðu. SH er mjög breytt frá því sem áður var og þess vegna er þessi skipting ekki eins skýr og hún var áður. Það eim- ir samt víða eftir af henni og þarf varla að nefna nein sérstök fyrir- tæki, t.d. í flutn- ingmn eða olíu- sölu, til að sjá það. Ég held að þetta sé ekkert séris- lenskt fyrirbæri heldur vilji menn gjaman skipa sér í lið og það sé að sumu leyti hluti af samkeppnisþjóöfé- laginu. Þetta sést mjög víða um heim í viðskiptalíf- inu.“ Hvernig finnst þér að vera kallað- ur foringi Kol- krabbans? „Mér fmnst ekk- ert sérstakt um það. Þetta eru svona uppnefni eða slagorð sem menn hafa valið á þessar fylkingar og nota þau oft í niðrandi merk- ingu eða pólitísk- Stjórn- arfor- maður íslands? Benedikt Sveinsson er stundum í hálfkæringi kallaður stjómar- formaður íslands. Sú nafnbót var lengi eignuð Halldóri H. Jónssyni (1912-1992). Halldór var menntað- ur arkitekt og teiknaði mörg stór- hýsi sem setja svip á bæinn. Mætti þar nefna Hótel Sögu, Há- teigskirkju, Iðnaöarbankann í Lækjargötu, Skúlagötu 4 og fjöl- margar skrifstofubyggingar. Halldór sat í stjóm mýmargra fyrirtækja og nægir að nefna Eim- skip, ísal, Sameinaða verktaka, ís- lenska aðalverktaka, Garðar Gíslason hf., Steypustöðina hf„ Borgarvirki hf„ svo fátt eitt sé nefnt. Hann var valdamikill áhrifamaður í viðskiptalífinu á sínum tíma og nafnbótina „Stjómarformaður íslands" fékk hann í dagblöðum á áttunda ára- tugnum. Afkomendur Halldórs eru enn stórir hluthafar í fyrir- tækjum eins og Sjóvá-Almennum og Eimskip. -PÁÁ um tilgangi sem truflar mig ekkert sérstaklega.“ Ekkert samsæri í vetur sem leið safnaði Kaupþing saman hlutabréfum í Eimskip uns hluturinn nam um 6%. Það vakti nokkra athygli þegar Sjóvá og Eim- skip keyptu sinn helminginn hvort af hlutnum á genginu 13.50 en 1 dag er gengi bréfanna 10.20. Sýndu þessi viðskipti svart á hvitu að fjárfest- ingar snúast um völd og áhrif ekki síöur en gróðavon? „Það er mjög sjaldgæft að svo stór hlutur í Eimskip sé boðinn til sölu í einu og það hefur reyndar ekki gerst síðan Sjóvá keypti 4,5% hlut sinn af ríkissjóði. Við töldum rétt að kaupa þetta og teljum að það hafi verið góð langtíma fjárfesting. Þessi kaup opna okkur ýmsa möguleika til langtímaávinnings." Það er staðreynd að eigandi svo stórs hlutar gæti tryggt sér sæti í stjórn Eimskips. Þrálátar sögur vildu halda fram að þama væri Kaupþing að vinna fyrir einhvem aðila sem vildi komast í stjórn og kaup ykkar á hlutnum hefðu verið gagngert til aö koma í veg fyrir það. Er eitthvað hæft í þessu? „Stundum safna verðbréfafyrir- tæki saman hlutabréfum og selja siðan myndarlegan hlut með hagn- aði. Ég tel það líklegustu skýringu á þessum kaupum Kaupþings." Er Hörður að hætta? Það birtast reglulega vangaveltur um það á prenti að forstjóraskipti séu væntanleg hjá Eimskip. Hörður Sigurgestsson er 62 ára og hefur gegnt starfmu í 21 ár. Er eitthvað hæft í þessum sögusögnum? „Þegar ég tók við sem stjórnarfor- maöur sagðist Hörður ekki verða mörg ár i viðbót. Það er mikil ábyrgð að stýra Eimskip. Það er verkefni sem Hörður hefur leyst vel og það er mikil ábyrgð og erfitt verkefni að velja eftirmann hans.“ Gætir þú nefnt þrjá unga for- stjóra sem þú myndir treysta fyrir starfmu? „Það geri ég ekki en ég reikna með að ef til þess kæmi yrðu nægir umsækjendur." Vil láta gott af mér leiða í úttekt Frjálsrar verslunar í árs- byrjun 1998 varst þú talinn vera næstvaldamesti maöur í viðskipta- lífinu á eftir Herði Sigurgestssyni, forstjóra Eimskips. Völd þín hafa lítt minnkað síðan þá. Finnst þér þetta verðskulduð nafnbót? „Ég geri ekki mikið með svona umræðu. Ég geri mér grein fyrir því að mínum störfum í leiöandi fyrir- tækjum fylgja völd og völdum fylgir ábyrgð. Ég sækist ekki eftir völdum þeirra vegna. Ég vil fyrst og fremst láta gott af mér leiða.“ -PÁÁ „Þegar ég tók viö sem stjórnarformaöur sagöist Hörö- ur ekki veröa mörg ár í viöbót. Það er mikil ábyrgö aö stýra Eimskip. Þaö er verkefni sem Höröur hefur ieyst vei og þaö er mikil ábyrgö og erfitt verkefni aö velja eftirmann hans. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.