Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 Vinsæl lófaleikjatölva bls. 23 Langlífi eykst bls. 22 Framtíðar- áætlanir Microsoft % blS'20 tölvu-i tækni og vísinda PlayStation Suður-kóresk fyrirsæta sýnir hér á forsíðunni græju nokkra sem gengur und- ir nafninu „The Lizzy“ sem er tölva sem borin er um mittið. Tölv- unni fylgja skjár og lyklaborð. Sýn- ingin á Lizzy fór fram á „tækni- tískusýningu“ sem fram fór í Seoul í síðustu viku undir yfirskriftinni „The Brave New Unwired World Fashion Show“, sem gæti útlagst sem „Tískusýning þráðlausrar, nýrrar og góðrar veraldar". Sýningin markar ákveðin tíma- mót í tækninni, þvi í dag eru há- tæknigræjur eins og tölvur að verða nógu litlar til að hægt sé að hengja þær utan á sig eða hreinlega klæða sig í þær. Því er næsta víst að tíska og hátækni muni á næstunni verða óaðskiljanleg fyrirbæri þar sem hvort verður að taka mið af öðru. Verið er að hanna um allan heim tækni eins og t.d. Bluetooth sem gerir fornaldartól eins og snúrur og tengi úrelt og þar með verður burð- ur alls kyns tóla og tækja auðveld- ari. Svo ekki sé minnst á stíl- hreinni, því það verður sjálfsagt langt þangað til að það kemst í tísku að vera með snúru og víra- flækjur hangandi um allt. Lizzy hér á forsíðunni þarf reyndar enn að notast við snúrur en það verður sjálfsagt ekki langt þangað til snúrulaus útgáfa af græjunni verði kynnt. Genamengið kortlagt Visindamenn til- kynntu i gær að þeir hefðu náð að kort- leggja allt erfðaefni mannsins en það ræð- ur því hvernig mannslíkaminn er byggður upp og honum viðhaldið. Þetta er talið eitt mikilvægasta afrek vísindanna og likja megi því við fyrstu tunglferðina eða klofningu atómsins. Talið er að þessi „lífsbók“ mannsins muni bylta læknavísindum á komandi áratugum og búast menn við því að hún geti orðið grunnurinn að því að lækning finnist við ýmsum sjúkdóm- um sem hingað til hafa verið ólæknan- legir. Jafnframt var tilkynnt i gær að náðst hefði samkomulag um samstarf tveggja rannsóknarstofa, Human Gen- ome Project og Celera Genomics, sem hafa verið í harðri samkeppni um hvor John Sulston kynnir árangurinn fyr- þeirra verði fyrst með kortlagninguna. ir hönd Human Genome Project. ZtWli' Ííiaúi 13 milljónir sækja tónlist á Netið JJI.lj-uull,-l»»11 Samkvæmt nýrri N| ..... skoðanakönnun iJcJÍJl) sem gerð var af Pew Internet «.vimiii, ivir.iiir 1 Project hafa uin 13 milljónir Bandarikjamanna sótt sér tónlist á Netið, þ.a. hafa um 2 milljónir borgað fyrir hana. Lee Rainie, forstöðumaöur Pew, seg- ir þetta vera mikla ógn fyrir tón- listariðnaðinn og þetta sé vís- bending um hvað muni koma fyrir aðrar greinar skemmtana- iðnaðarins eins og t.d. kvik- myndaiðnaðinn. Þau rök að fólk sæki sér tónlist á Netið og kaupi hana síðan er að sögn Rainie vit- leysa því samkvæmt tölum Pew þá eiga aðeins um 2 prósent þeirra sömu tónlist á öðru formi. 8 síðna sérblað um landsmót hestamanna fylgir DV á morgun Meðal efnis: Almennt fjallaö um hestamannamótiö, kort af staönum og fleiri hagnýtar upplýsingar fyrir mótsgesti. -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.