Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2000 Fréttir I>V Draumur með Yorke Björk Guðmunds- dóttir söngkona hef- ur í fysta skipti rætt um samstarf sitt við Thom Yorke í Radi- ohead og segir að það hafi verið draumur sem hafi ræst. Vísir.is sagði frá. Drykkjusjúk gamalmenni SÁÁ býst við vaxandi fóstursköð- um vegna vímuefnaneyslu og fjölg- un drykkjusjúkra ellilífeyrisþega. Dagur sagði frá. Vísvitandi umferðarbrot Samanburður á orsökum banaslysa á íslandi 1997-98 og í SA- Svíþjóð leiðir í ijós að ísland sker sig úr með nær tvöfalt hærra hlut- fall vísvitandi brota. Samspil vísvit- andi brota og annarra ástæðna var orsök 55% banaslysa á íslandi á þessum árum. Dagur sagði frá. Samið við sértrúarsöfnuði Samkomulag hefur tekist á milli Kristnihátíðamefndar og fuUtrúa nokkurra sértrúasöfnuða um sam- komuhald á Þingvöllum um næstu helgi. Dagur sagði frá. Óánægja á Vestfjörðum Vaxandi óánægja er vestur á fjörðum með þá ákvörðun meiri- hluta stjórnar Vélbátaábyrgðarfé- lags ísfirðinga að hætta sjálfstæðum rekstri og færa hann yfir til trygg- ingafélagsins Sjóvár-Almennra. Fé- lagið er svokallað gagnkvæmt trygg- ingafélag sem þýðir að þeir útgerð- armenn sem tryggja skip sín hjá því eru um leið orðnir hluthafar. Dagur sagði frá. Símaskrár uppurnar Símaskráin 2000, sem byrjað var að dreifa til landsmanna í byrjun júnímánaðar, er uppurin víðast hvar á landinu. Unnið er að því að prenta nýtt upplag og koma því í dreifmgu í næstu viku. Dagur sagði frá. Saksóknara hótað lífláti Kolbrún Sævarsdóttir, settur sak- sóknara í stóra fikniefnamálinu, fékk munnlegar hótanir um líflát frá ein- stökum sakborningum þegar málið var til meðferðar. í samtáli við Dag vildi hún þó gera lítið úr málinu þótt hún viðurkenndi að það væri ekkert gaman að fá slíkar hótanir. Enn deilt um linu.net Inga Jóna Þórð- ardóttir gagnrýnir enn harðlega stjórn- arkjör i Línu.neti á dögunum, en þá voru kjörnir þrír fulltrúar R-lista í stjórnina í stað tveggja og eins frá minnihluta D- listans. R-listamenn segja enn að Inga Jóna geti sjálfri sér um kennt. Dagur sagði frá Gott starf réttarlækna Rannsóknir þriggja íslenskra nefndarmanna úr auðkenningar- nefnd á fjöldagröfum í Kosovo : í fyrra náðu að mestu tilætluðum ár- angri. Þeir rannsökuðu 23 lík og tókst að greina dánarorsök 16 þeirra, leiða líkur að dánarorsökum 4 en ekki tókst að greina dánaror- sök eins. RÚV sagði frá. Drukknaði í Eyrarsundi íslendingur féll útbyrðis úr skútu á siglingu undan ströndum Svíþjóð- ar á fóstudag. Hann hét Sævar Ein- arsson og var frá Akranesi en búsett- ur i Svíþjóð. Sævar lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin böm. Sævar var á siglingu á skútu undir Eyrarsundsbrúnni ásamt konu sinni og vinkonu. Mikill straumur var og fannst lík Sævars ekki fyrr en dag- inn eftir. Mbl. sagði frá. Of dýrt að reka Almannavarnir ríkisins af fullum mætti: Jarðskjálftasvæðið á Suðurlandi: Ibúar í tjöldum í rigningunni - bráðabirgðahúsnaeði „Við sváfum öll í tjaldinu í nótt, það var allt í lagi enda höfðum við rafmagnsofn í því og því nægan hita. Tjaldið hélt að mestu en undir morgun var það farið að blotna þar sem það lá út við himininn," sögðu Hafdís Ágústsdóttir og Steinar Guð- mundsson frá Brekkum hjá Rauða- læk sem hafa búið í tjaldi á Rauða- læk ásamt syni sínum, Daníel Frey, eftir að heimili þeirra hrundi í Sól- stöðuskjálftanum. Sjö manns búa í tjaldbúðunum á Rauðalæk, á mánudag var reist þar stórt tjald svo að fólkið gæti hafst þar við þegar færi að rigna. Þar inni eru Hafdís og Steinar búin að tjalda öðru tjaldi sem þau ætluðu að vera í síðustu nótt. „Það ætti að minnsta kosti að verða skýlla og þurrara þar inni en í hinu tjaldinu, því stóra tjaldið heldur ágætlega vatni,“ sögðu Haf- væntanlegt í vikunni dís og Steinar. Á morgun er væntan- legt bráðabirgðahús austur. Hafdís og Steinar vonast til að geta farið i það á fóstudag. Þangað til ætla þau að láta tjaldiö duga. „Ég hef ekki treyst mér til að vera inni í húsi frá því að jarðskjálftinn kom, en ég býst við að það lagist eftir þvi sem tím- inn líður frá skjálftanum, okkur bauðst hús uppi i sveit en við völd- um frekar að vera hér um sinn,“ sagði Hafdís. Hafdís og Steinar eru ákveðin í að búa áfram á Brekkum. „En það er alveg víst að það verður ekki byggt aftur uppi á hólnum, það er fullreynt. í skjálftanum 1912 hrundi hús sem var þar, 1964 skemmdist húsið sem við bjuggum í og núna kláraðist það endanlega," sögðu Hafdís og Steinar sem þrátt fyrir allt það sem hefur gengið á undanfarna daga segjast líta fram- tíðina björtum augum. -NH Hella: Skráningu tjóna miöar vel áfram Starfsmenn tryggingafélagana eru að fara yfir jarðskjálftasvæðið sunn- anlands og skrá skemmdir hjá fólki eftir jarðskjálftana á þjóðhátíðardag- inn og 21. júní. Þorsteinn Þorsteins- son var að skrá tjónið hjá Heiðrúnu Ólafsdóttur og Sveinbimi Jónssyni að Freyvangi 12 á Hellu í gær. Þor- steinn sagði að um 820 tjónstilkynn- ingar hefðu borist af vestra svæðinu enn sem komið væri. Þar væru 6 skoðunarmenn á ferðinni og ágæt- lega gengi að komast yfir svæðið. „Það er að mestu búið að fara um Hvolsvöll, Holt, Ásahreppur og Land- sveit eru búin. Á Hellu erum við komnir vel á veg. í dag er verið í Djúpárhreppi og í Ámessýslu er ver- ið að fara yfir i Hreppunum, Gríms- nesi og Laugardal, þá er verið að fara um lágsveitir Ámessýslu," sagði Þorsteinn. -NH Hafdís Ágústsdóttir, Steinar Guðmundsson og Daníel Freyr Steinarsson / tjaldinu sem þau hafast viö í hjá Rauöalæk. Keflavík: 100 e-töflur fundust Lögreglan í Reykjanesbæ lagði hald á um 100 ætlaðar e-töflur og lít- ilræði af hassi í síðustu viku. Lög- reglan stöðvaði ungan mann í bíl sínum í Keflavík og viö leit í bílnum fannst efniö. Maðurinn var handtekinn og færöur til yfirheyrslu og í framhaldi af því voru tvær konur handteknar. Skýrsla var tekin af fólkinu og því var svo sleppt en máliö er talið upp- lýst. Málið var samvinnuverkefni fíkniefnadeilda lögreglunnar í Keflavík og lögreglunnar á Keflavík- urflugvelli. -SMK Ekki farið eftir æfð- um viðbrogðum - ýmislegt heföi betur mátt fara, segir framkvæmdastjóri Vinnubrögð Al- mannavarna rik- isins voru þung- lamaleg og ófag- mannleg þegar Suðurlandsskjálft- ar riðu yfir Suð- 'ffl urlandsundirlend- L/ ið 17. og 21. júní sl' segir heim- sólveig ildarmaður DV. Þorvaldsdottir Ekki er enn búið (það er enn ver, að fullkanna tjónið " /ð að skoda eftir skjálftana 17. þessi mál og og 21. júní og skýrsla um margir íbúanna skjálftana tvo er hafast enn við í enn óunnin. “ tjöldum. Eins og ................. bent var á í leiðara DV laugardaginn 24. júni, þá voru fjölmargar brotalamir í viðbrögðum Almannavama. Má t.d. nefna að neyðarstöðin á Laugalandi var ekki opnuð. Árið 1994 var haldin æfing á veg- um Almannavama ríkisins, Krísa ‘94, þar sem viðbrögð við risajarð- skjáifta á Suðurlandinu voru æfð. Svo kaldhæðnislega vill til að þær forsendur sem Almannavarnir gáfu sér á æfingunni em nánast eins og þær aðstæður sem sköpuðust í stór- skjálftunum þann 17. og 21. júní. Upp- taksstaöur er hinn sami og stærð skjálftans er nánast hin sama, eða 7,0 á Richter. Á æfingunni var farið á aUa bæi í sveitinni einungis tveimur tímum eftir að skjálftinn reið yfir og þá var tjón á bæði fólki og mann- virkjum kannað. Jaröskjálftatjón Aöstæöur sem sköpuöust í stórskjálftunum þann 17. og 21. júní voru nánast þær sömu oggert var ráö fyrir í æfingu 1994. Samkvæmt heimildarmanni DV, sem er sérfræðingur í almanna- vömum og með áratugareynslu að baki, var í engu farið eftir þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru í æfingunni þegar fyrri skjálftinn reið yfir á þjóðhátíðardaginn og einungis að mjög takmörkuðu leyti þann 21. júní. Sólveig Þorvaldsdóttir, fram- kvæmdarstjóri Almannavama rík- isins, var spurð um skýringar á þessu. „Það er enn verið að skoða þessi mál og skýrsla um skjálftana tvo er enn óunnin. Hennar er þó að vænta á næstu dögum og verður hún þá send viðeigandi yfirvaldi. Það er þó rétt að benda á það að tímasetning- ar í æfingum á borð við þá sem þú nefndir em óraunhæfar og biðtími sá sem er til staðar í raunveruleik- anum er ekki til staðar þegar hlut- imir eru æfðir - allar forsendur æf- ingarinnar liggja ljóst fyrir. Ég get þó ekki neitað því að ýmislegt hefði betur mátt fara og verið er að skoða þau mál á þessari stundu." Sólveig gat í gærkvöld ekki tjáð sig meira um viðbrögð við skjálft- unum tveimur, en benti á það að eitt af þvi sem hefur valdið Al- mannavömum óþægindum í starfi sé að fimm kílómetrar skilji að stjómstöðina og skrifstofur stofn- unarinnar, „Það varð þó ekki til þess að tefja viðbrögð í þessum skjálftum þó eng- inn hafi verið staddur á skrifstof- unni þegar þeir riðu yfir,“ bætti Sólveig við. Heimildarmaður DV benti á að stofnunin sé fjársvelt og gjaman sé litið svo á hjá yfirvöld- um að þar sem hamfarir ríði ein- ungis yfir á margra ára fresti borgi sig ekki fjárhagslega að setja meiri peninga í Almannavamir ríkisins. Sami heimildarmaður bendir á að fjárhagslega þurfi þetta ekki að kosta mikið fé - hægt væri t.a.m. að sameina Landhelgisgæsluna og Al- mannavamir. Sem stendur sinnir Landhelgisgæslan símavakt fyrir stofnunina sem er venjulega lokuð utan venjulegs skrifstofutíma en með einn mann á bakvakt. „Með þessu hefðu viðbrögð stofn- unarinnar verið sneggri og hægt hefði verið að fá ýmsar upplýsingar sem mikil þörf var á mun fyrr. Engu að síður er það ráðuneytið sem hefur slegið á hendur stofiiun- arinnar þegar bent hefur verið á það að hana skorti pening. Það er einfaldlega ódýrara að vera illa í stakk búinn þegar hamfarir eiga sér stað - það gerist eingöngu á nokkurra áratuga fresti," sagði heimildarmaður blaðsins sem ekki vildi láta nafns síns getið. Ekki náðist í Sólveigu Pétursdótt- ur dómsmálaráðherra vegna máls- ins. -ÓRV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.