Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2000 DV Hugmyndir Chiracs Frakklandsforseta um Evrópusambandið: Elian ásamt fööur sínum Feögarnir komast ef til vill heim til Kúbu í dag. Búist viö að Eli- Robert Mugabe Forseti Simbabves segist hlakka til aö vinna meö nýkjörnu þingi. Simbabveforseti kallar á einingu Robert Mugabe, forseti Simb- abves, hvatti til þjóðareiningar eftir kosningamar um helgina þar sem flokkur hans, ZANU-PF, galt mikið afhroð eftir tuttugu ára stjórnar- setu. Forsetinn sagðist hlakka til að vinna með stjómarandstöðunni. „Ég hlakka til að vinna með nýju þingi þar sem við munum í samein- ingu berjast við að bæta kjör þjóðar- innar," sagði Mugabe í útvarps- ávarpi til landsmanna. Stjórnarflokkurinn fékk 62 menn kjöma en helsti stjórnarandstöðu- flokkurinn MDC fékk 57 menn kjöma. Stjórnarandstæðingar höfðu ekki áður haft fleiri en 3 menn á þingi Simbabves. Trúarlelðtoginn og söngvarinn Bandaríski söngvarinn Richie Havens heilsar upp á Dalai Lama, andlegan leiötoga Tíbetbúa, eftir aö hafa sungiö hiö víöfræga lag sitt Frelsiö sem hann flutti á Woodstock-rokkhátíöinni foröum daga. Havens og Dalai Lama hittust á fjár- öflunarsamkomu alþjóölegrar nefndar lögmanna sem styöja frelsisbaráttu Tíbetbúa. Veislan var haldin í Los Angeles. Vill að Elísabet drottning flytji úr Buckinghamhöll an litli fari heim til Kúbu í dag Farbannið, sem áfrýjunardóm- stóll í Bandaríkjunum setti á kúbverska drenginn Elian Gonza- lez, rennur út síðdegis í dag að bandarískum tíma. Það þýðir að grípi hæstiréttur ekki til aðgerða til að hindra brottfór drengsins er hann frjáls ferða sinna. Ættingjar Elians fóru þess á leit við hæstarétt á mánudag að komið yrði i veg fyrir aö drengurinn yrði sendur heim. Faðir Elians og banda- ríska dómsmálaráðuneytið hvöttu í gær hæstarétt til að hafna beiðni ættingjanna. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hirti í gær einn ráðherra Mo Mowlam Ráöherrann vill gera hallir drottningar aö sýningarsölum og söfnum. sinna fyrir að gefa í skyn að Elisa- bet drottning ætti að flytja úr höll- um sínum. Ráðherrann Mo Mowlam, vinsælasti stjómmála- maður Verkamannaflokksins, er þeirrar skoðunar að konungsfjöl- skyldan eigi að flytja frá Bucking- hamhöll og öðrum höllum í venju- legri húsakynni. Mowlam lýsti þessu yfir í viðtali við tímaritið Saga. Ummæli ráðherrans hafa vak- ið mikla athygli og kynt undir orðróminum um að Verkamanna- flokkurinn vilji í raun leggja kon- ungdæmið niður. Sjálf segir Mowlam að hún muni ekki krefjast svo víðtækra breytinga. Hún stað- festir þó að hún myndi styðja slíka tillögu. Mowlam vill að hallimar verði gerðar að sýningarsölum og söfnum. Auglýsingasala hjá fjölmiölafyrirtæki Viltu starfa í spennandi og síbreytilegu nútímaumhverfi? Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf á auglýsingadeild, vaktavinna. Umsækjendur þurfa að hafa til að bera gott vald á íslensku, einhveija tölvukunnáttu og góða þjónustulimd. Áhugasamir sendi umsóknir ásamt mynd til DV, merkt „Auglýsingar", fyrir 28. júní. Hraðari samruni þeirra sem vilja Jacques Chirac Frakklandsforseti lagði til i gær að þau ríki innan Evr- ópusambandsins sem það vildu fengju að hraða pólitískum og efna- hagslegum samruna, óháð þvi hvað önnur ríki sambandsins vildu. í ræðu sem forsetinn hélt í þing- húsinu í Berlín sagðist hann eiga von á því að Frakkland og Þýska- land yrðu áfram drifkraftamir í Evrópusambandinu. Ræða Chiracs varð til þess að Bretar itrekuðu andstöðu sína við að ríki ESB væru ekki samstiga í samrunaferlinu. Talsmaður Tonys Blairs forsætisráðherra vísaði þó á bug að deila væri i uppsiglingu fyr- ir einkaheimsókn Blairs til Ger- hards Schröders Þýskalandskansl- ara á morgun. Breskir embættismenn sögðu að ræðunni hefði fremur verið ætlað að sannfæra kjósendur í Frakklandi og Þýskalandi um að ekki væri hægt að horfa fram hjá ríkjunum fflRssí,; ■ Jacques Chlrac Frakklandsforseta er í mun aö sýna aö samstarf Frakka og Þjóöverja inn- an ESB sé á traustum grunni. tveimur. Samvinna þeirra hefur ekki alltaf verið upp á það besta frá því Shröder komst til valda 1998. „Löndunum sem vilja ganga lengra í sammnanum, á afmörkuð- um sviðum, verður að vera það heimilt án þess að þau sem vilja fara hægar i sakimar, sem er réttur þeirra, haldi aftur af þeim,“ sagði Chirac meðal annars í ræðunni í Reichstag, þinghúsinu í Berlín. Frakklandsforseti hélt því fram að hvorki Frakkar né Þjóðverjar vildu stofna evrópskt ofurríki. Hann lagði áherslu á að fullveldi einstakra þjóða yrði það form sem yrði ráðandi um næstu framtíð. Bæði Chirac og Schröder Þýska- landskanslari og utanríkisráðherr- ar þeirra hafa verið mjög uppteknir af því síðustu vikur hvernig Evr- ópusambandið geti glímt við lang- tímaafleiðingar þess að fjölga aðild- arlöndunum úr fimmtán í tuttugu eða jafnvel fleiri. BBS:, Breytt kynlífshegöun Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hvatti í gær karla um allan heim til að breyta afstöðu sinni til kynlífs. Stoltenberg sagði í ræðu hjá Sameinuðu þjóðun- um að í baráttunni gegn alnæmi yrðu karlar að sýna ábyrgð í kynlífi sínu. Börn pyntuð í Tíbet Kínversk yfirvöld loka börn i Tí- bet inni og pynta þau. Sum bam- anna em ekki nema sex ára. Þetta kemur fram í skýrslu sem banda- rískir lögfræðingar kynntu í gær. Hættulegur fangi á flótta Lögreglan á Grænlandi leitaði í gær að hættulegum fanga sem á mánudaginn flýði frá fangelsinu í Aasiaat. Fanginn, sem er vopnaður, tók kærustu sína i gíslingu. Borgaraleg stjórn Heryfirvöld á Fídjieyjum til- kynntu í morgun að skipa borgara- lega stjórn til bráðabirgða innan viku. Heryfirvöld ætla að halda framkvæmdavaldi þar til gíslum uppreisnarmanna verður sleppt. Meintum njósnara sleppt Litháanum, sem rússneska leyni- þjónustan sakaði um njósnir fyrir bandarísku leyniþjónustuna, var sleppt í gær. Vörumerkið á uppboð Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, skildi aldrei handtöskuna sína við sig. Hún leyfði mörg- um að bera skjöl fyrir sig en handtöskuna fékk enginn að snerta. Nú er þó loks komið að skilnaði. Taskan, sem var vöru- merki jámfrúarinnar, verður sett á uppboð á Netinu og ágóðinn af söl- unni rennur tO baráttunnar gegn brjóstakrabbameini. Útrýming gyðinga Bresk og bandarísk yfirvöld vissu um áætlanir nasista um að útrýma ítölskum gyðingum. Þetta kemur fram í skjölum sem nú hafa verið gerð opinber. Reynir að koma á fundi Madeleine Al- bright, utanríkis- ráðherra Banda- ríkjanna, reynir í dag að fá Yasser Arafat, leiðtoga Palestinumanna, til að samþykkja leiðtogafund með Bill Clinton Bandaríkjaforseta og Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels. Albright ræddi í gær við Barak sem er undir miklum þrýstingi hægri manna um að gefa ekki of mikið eftir í friðarviðræðum við Palestínumenn. Handtekinn vegna bruna Ástralska lögreglan skaut í morgun og handtók Robert Long sem leitað var að vegna eldsvoðans í gistiheimilinu Childeres í síðustu viku. 15 létust í eldsvoðanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.