Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2000, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2000 DV Utlönd 11 Skólastúlka skrifaði Rússlandsforseta: Ekkert læknanám vegna villu í bréfi Vladímír Pútín Villur í bréfi til forsetans sviptu skóiastúiku framtíðardraumnum. Fyrir nokkrum vikum hefði fréttin um að von væri á mynd- bandsupptökuvél frá Vladímír Pútín glatt Önju Provorova óum- ræðilega. í síðustu viku grét Anja hins vegar á sófanum heima í Kor- ino, heima hjá fátækri einstæðri móður sinni. Anja, sem er 17 ára, hafði skrif- að forseta Rússlands bréf svo að hún gæti tekið upp á myndband athöfnina þegar hún og skóla- systkini hennar útskrifuðust úr framhaldsskóla. Embættismenn uppgötvuðu tvær villur í bréfi Önju til forsetans. Hún var svipt viðurkenningu fyrir frábæran ár- angur og lokaeinkunn hennar var lækkuð. Þar með virðist útilokað að Anja komist í læknanám eins og hún haíði hug á. Hana hefur alla ævi langað til að verða skurð- læknir. I bréflnu, sem Anja Provorova og fimm skólafélagar hennar sendu, vantaði upphrópunarmerki á eftir nafni Pútíns í ávarpinu til hans. Anja og félagar hennar höfðu heldur ekki notað stóran staf í þér- ingum. Þó að bréfið hefði borist til Moskvu var það sent aftur til stjóm- arinnar í Vologda sem var beðin um greina frá fullu nafni sendenda svo að yfirvöld í Kreml gætu svar- að. ístaðinn sáu tveir skólaeftir- litsmenn bréfið og kröfðust skrif- legrar skýringar frá nemendum og skólastjóranum í skóla Önju. Eftirlitsmennirnir refsuðu Önju og vinkonu hennar og sviptu þær þar með framtíðardraumum þeirra. Þegar fréttin birtist í rúss- neska blaðinu Izvestia lofuðu yfir- völd í Kreml að senda samt upp- tökuvélina. Ekki virðist hægt að breyta einkunnum Önju á ný. Meðferðin á skólastúlkunni hef- ur vakið ótta um að skriffinnar um allt Rússland hafi nú fært sig meira upp á skaftið eftir skipan Pútíns sem var fyrrverandi foringi í rússnesku leyni- þjónustunni. „Embættismönnum þykir sem þeirra maður hafi komist til valda,“ segir Oleg Sjusujev, fyrrverandi aðstoðar- maður Borísar Jeltsíns, fyrr- verandi Rússlandsforseta. Sjálfur hefur Pútin lagt áherslu á einræði laganna. BILAR Grand Cherokee Limlted, árg. 2000,4,7 vél, quadro drive, sóllúga, ekinn 17 þús. km, 10 diska CD magasin.Verö 4.450 þús. Dodge Caravan, árg. 98,3,3 vél, 5 d„ ekinn 39 þús. km, samlæsingar, rafdr. rúöur og speglar, Air con., control, cruise.Verö 2.100 þús. Egill Vilhjálmsson Smiöjuvegi 1 Sími 564 5000 Danadrottning á heimssýningu Margrét Þórhildur Danadrottning heimsótti heimssýninguna í Hannover í gær, enda dagur Danmerkur þar á bæ, með blóm í hendi og bros á vör. Viðskiptahömlurnar á Kúbu: Clinton ekki andvígur sölu matvæla og lyfja Bill Clinton Bandaríkjaforseti er ekki andvigur tillögum sem repúblikanar á þingi hafa lagt fram um að heimila sölu á matvælum og lyfjum til Kúbu. Forsetinn hefur hins vegar áhyggjur af því að tillögumar feli einnig i sér takmarkanir á valdi for- setans til að ráða viðskiptaþvingun- um gagnvart öðrum löndum. Bandaríkin settu viðskiptabann á Kúbu snemma á sjöunda áratugnum til að reyna að bola stjóm Fidels Castros frá. Þingmenn beggja deilda greiða líklegast atkvæði um tillögumar í vikunni. Kúbverskir embættismenn og fréttaskýrendur hæddust mjög að tillögum repúblikana í gær og köU- uðu þær „brandara" sem útUokað yrði að hrinda í framkvæmd. Bill Clinton Forsetinn hefur ekkert á móti því að selja Castro á Kúbu mat og lyf. ÍSLENSKIR W OSTAK OSTUR Á GRILLIÐ IBrœddur og grillaður, sneiddur eða rifinn ostur, rjómaostur, grdðaostur — fáðu Ipér ost og notaðu hugmyndaflugið. Ostur er toppurinn á grillmatnum í sumar! Ostur í allt sumar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.