Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2000 Skoðun DV Hvar myndirðu vilja vera staddur/stödd núna? Sigtryggur Kolbeinsson sölumaður: Eg myndi vilja vera á Krít, engin spurning. Á Flórída í sólinni. Logi Arnþórsson sjómaður: Á Mallorca, eins og veörið er hér núna Sigþrúður Árnadóttir, heimavinnandi: Ég væri til í aö vera í Portúgal meö fjölskyldunni. Við dráttarbrautina í Keflavík. - Umtataöur staður sem atburöarás Geirfinnsmálsins átti aö tengjast. Geirfinnsmálið verði tekið upp á ný Undanfarið hefur hillt undir að svo- nefnt Geirfinnsmál yrði tekið upp, a.m.k hjá einum að- ila sem bendlaður var við það saklaus. En hver var höfuð- paurinn á bak við þau forkastanlegu vinnubrögð er þar voru notuð? I enskri tungu hefur nýyrðið „spin doctor“ verið mikið notað um hugmynda- fræðinga og áróðursmeistara í stjórnmálum, menn sem bjóða sig fram og „spinn“ doktorinn ræður ferðinni. Gagnvart almenningi var illa stað- ið að hlutunum strax í byrjun máls- ins í Keflavík. Þær aðferðir sem notaðar voru má telja fúsk ómenntaðra manna. Það er langur vegur frá því t.d. að aka rútu, hausa fisk eða starfa í járnsmiðju til þess að rannsaka flókin sakamál. En Geirfinnsmdlid þarf að rannsaka upp á nýtt. Bœði forsœtisráðherra og utan- ríkisráðherra hafa lýst því yfir í sjónvarpi og öðrum miðlum að þeir telji fulla þörf á að svo verði gert. svona var ástandið þá, og menn voru ráðnir af sýslumanni og spurt um hæfileikana eftir á. Síðan var „spin“ doktor látinn leiða málið í ógöngur. Sama mátti segja um svokallað „Battamál“ sem kom upp í Keflavík á svipuðum tíma. Það var mjög reyfarakennt. Bjór sem falinn var í bílskotti var bjór frá Ameríku sem tekinn hafði verið af óheppnum ís- lendingum í flugvallarhliðinu. En blaðran sprakk, upp komst um samsærið og svo fór að lokum að mannabreytingar urðu í lögreglunni í Keflavík. Að sjálfsögðu átti að víkja öllum sem komu að rannsókn og handtöku í þessum tveimur málum; „spin“ doktomum, sýslumanni og fulltrúa þeim sem málum þessum stjórnaði. En það varð ekki og full- trúinn var hækkaður í tign og er nú dómari í Reykjavík. „Spin“ doktor- inn skrifaði æviminningar sínar. Sú bók er döpur lesning um mann sem ætlaði að grípa í fótinn á guði en greip í óæðri endann á kölska, og var svo kallaður „kauði“ í ræðu ráð- herra á Alþingi. Geirflnnsmálið þarf að rannsaka upp á nýtt. Bæði forsætisráðherra og utanrikisráðherra hafa lýst því yfír í sjónvarpi og öðrum miðlum að þeir telji fulla þörf á að svo verði gert. Vonandi verður það. Þjóðin á heimt- ingu á því. Svo gæti farið að hrollur færi um um þá er komu að því og beittu röngum aðferðum. Einnig eiga þeir er sátu saklausir í varðhaldi kröfu á því að sannleikurinn komi í Ijós í þessu stærsta sakamáli íslands- sögunnar. Skarphéðinn Einarsson skrifar: Píp í Eymundsson-verslun S.J. skrifar: Alexandra Þorsteinsdóttir, 6 ára: / tívolíinu í Portúgal. Skúli Jóhannsson nemi: / sumar, sól og sandi, hvar sem er nema í Nauthólsvík. Miðvikudaginn 21. júní fór ég í hádeginu í bókaverslunina Ey- mundsson í Kringlunni. Ég gekk jafnt og annar viðskiptavinur inn í verslunina. Þjófavarnarkerfið tók að pípa. Ég hélt að það tengdist hin- um aðilanum. í versluninni keypti ég bók og hélt svo leiðar minnar. Þegar ég gekk í gegnum þjófavarn- arkerfið fór það aftur í gang. Ég sneri við og afgreiðslustúlkan spurði hvort ég hefði ekki tekið eft- ir að það hefði pípt þegar ég kom inn. Ég gerði mér þá grein fyrir þvi að pípið væri „mér að kenna“ en ekki manneskjunni sem gekk jafnt og ég í gegn. Ég svaraði að ég teldi að það væri e.t.v. vegna þess að ég Hvers á maður að gjalda - alsaklaus? Ég hélt að þjófa- varnarkerfi fœru eingöngu í gang þegar búið vœri að stela einhverju. hefði verið með „walk-man“ útvarp- ið í gangi - eina skýringin sem mér datt í hug. Afgreiðslustúlkan, sem var mjög kurteis, tók bókina sem ég hafði verið að kaupa og ég þurfti að ganga í gegnum þjófavamarkerfið á nýjan leik. Þá pípti aftur. Ég fór aftur til stúlkunnar sem sagði að þetta gæti stafað af segli. Ég vissi ekki til að ég væri með segul í töskunni. En eitt er víst: ég stal engu, hvorki í Eymundsson né annars staðar. Og hef aldrei á ævi minni stolið. En er ég gekk aftur út með bókina í plastpoka þá pípti að vísu ekki. Fyrir utan verslunina Habitat ávarpaði mig útlendingur sem sat fyrir utan og spurði mig glottandi hvort ég hefði ekki heyrt í þjófa- vamarkerfinu. Ég sagðist engu hafa stolið og hélt leiðar minnar. Mér var síðar sagt af afgreiðslu- manneskju í annarri verslun að ef þjófavarnarkerfið fer í gang - að minnsta kosti þar sem hún vinnur - þá er viðkomandi þjófkenndur. Punktur. Basta. Hvers á maður að gjalda - alsaklaus? Ég hélt að þjófa- varnarkerfi færu eingöngu í gang þegar húið væri að stela einhverju. Dagfari Margræð einstefna á Þingvallavegi Dagfari er þjóðlegur vel. Hann var því á Þingvöllum í veöurblíðunni 1974 og minntist 1100 ára búsetu i landinu. Þá lét hann sig heldur ekki vanta þegar haldið var hátíðlegt 50 ára afmæli lýðveldisins á sama stað árið 1994. Þá slapp hann naumlega inn á hátíðar- svæðið. Þúsundir annarra sátu, sem frægt varð, i bílum sínum allan daginn og komust hvorki aftur á bak né áfram. Kunnu þeir hinir sömu umferðaryfirvöldum og skipu- leggjendum litlar þakkir. Þá hugsuðu þeir þjóðhöfðingjum ýmsum, forsetum jafnt sem kóngum og drottningum, þegjandi þörfma en þjóðvegaendaleysan byrjaði þegar almenn umferð var stöðvuð svo aka mætti kóngalið- inu með hraði til Þingvalla. En Dagfari er ekki bara þjóölegur. Hann er kristilegur líka. Því hafði hann fyrir löngu ráð- gert að skunda enn á Þingvöll og fagna þar með löndum sínum þúsund ára kristni landinu. Prógrammið er klárt og hvorki kóngar né drottn- ingar að þvælast fyrir á veginum. Allt var því í lukkunnar velstandi þar til sá kristilega þenkj- andi maður fór að kynna sér umferðaráætlanir til og frá hátíöasvæðinu um næstu helgi. Þá vandaðist málið. Elskiljanlegt var að átta sig á hvemig átti að komast á svæðið og enn verra að sjá hvort möguleiki væri að komast burt. Til þess að koma í veg fyrír að vit- leysan endurtœki sig var komið á svo flóknu skipulagi að kristilegir hátíðargestir vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara Við lestur leiðbeininga kom glögglega í ljós að skipulags- og umferðaryfirvöld höfðu farið á taugum vegna þjóðvegahátíðarinnar fyrir sex árum. Til þess að koma í veg fyrir að vitleysan endurtæki sig var komið á svo flóknu skipulagi að kristilegir hátiðargestir vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Fari svo að þeir komist er svo að sjá sem þeir geti ekki farið til baka fyrr en seint og um síðir. Ætli þeir sér að tjalda mega þeir ekki taka upp tjald sitt og fara - nema fara Uxahryggi sem ku vera fjallvegur yfir i Borgarfjörð. Sú leið hentar illa þeim sem búa á suðvesturhominu og enn siður þeim sem búa austan Þingvalla. Menn eiga sem sagt að aka eftir marg- breiðri og margræðri einstefnu á Þingvalla- vegi, frá Mosfellsbæ til Þingvalla. Á ákveðn- um tímapunkti verður allur akstur bannaður á leiðinni og síðan verður einstefna í sömu átt til baka. Þeir sem hugsanlega hafa ætlað að halda í aðra átt mega það ekki. Þeir sem eru lengi að koma sér af stað sitja eftir, sem og þeir sem koma að vestan og norðan því öll umferð verður stöðvuð í Hvalfirði á sunnudagskvöld. Þeim sem endanlega ruglast í leiðum fram og til baka gæti dottið í hug að fara til Þinvalla með rútu. Þar er þó ekki á vísan að róa því bíl- stjórar í Sleipni eru í verkfalli og veita engar undanþágur. Sleipnir var - eða er - hinn áttfætti hestur Óðins og því væntanlega frekar í liði ása- trúarmanna en hinna kristnu. Ekki bætir það ástandið. 'Afc Sókn gegn sjálfsvígum Þessar línur voru sendar frá samtökunum um Sókn gegn sjálfsvígum: Hér með biðjum við um leyfi að- standenda einstaklinga sem misstu ástvini á þennan sorglega hátt að fá nafn- og/eða myndbirtingu ástvina þeirra til að berjast gegn þeirri vá sem sjáifsvíg eru. Átak þetta er liður í að beita þrýstingi á alþjóð og stjóm- völd að vakna frá vondum drarnni og snúa vöm í sókn gegn sjálfsvígum. Við viljum ekki að verðmætir ein- staklingar verði bara númer í töluleg- um staðreyndum um sjáflsvíg. - Hinn 12. júlí nk. mun Sókn gegn sjálfsvíg- um standa fyrir minningartónleikum í minningu um einstaklinga sem hafa failið fyrir eigin hendi. Tónleikamir verða í íþróttasal Menntaskólans við Sund kl. 20.00. - Einnig verður haldið mót dagana 7.-16. júlí og fer það allt fram í Menntaskólanum við Sund. Nú eru það rútubílstjórar. - Erum viö samkeppnisfærir? F er ðaþj ónustan fyrir bí Lárus skrifar: Ég sé ekki betur en að ferðaþjón- usta hér á landi sé að leggja upp laupana fyrir fullt og allt. Nú em það rútubílstjórar sem leggja sitt af mörk- um, og það er alltaf eitthvað. Og til samans er það óheyrilega dýr þjón- usta og verðlag sem svo plagar er- lenda ferðamenn. Bjórinn einn og sér er sígilt dæmi, kr. 500 eða 600 kr. ein flaska á borðið! Ég sé ekki hvernig við íslendingar ætlumst til að geta orðið gjaldgengir í ferðaþjónustu á heimsmælikvarða. Átak gegn um- gengnisspjöllum GerSur Bjarnadóttir hringdi: Ég las í DV um að slæm umgengni hafi farið vaxandi í austursveitum og jafnvel dauð hræ megi sjá á víða- vangi. Þetta á ekki bara við um sveit- imar, Reykjavík veitti ekki af veru- legu átaki gegn umgengnisspjöllum sem felast i ómældu rasli um alla borg. Einhver var að hvetja til að beita þá sektum sem kasta frá sér rusli. Þetta er víða gert í menningar- löndum. En átaks er þörf, hvernig og hver svo sem hefúr forystu um það í höfuðborginni. Hvers vegna barnabætur? Siggi Beggi skrifar: Ég er 25 ára gamall maður og ég bara fatta ekki af hverju ríkið þarf að borga barnabætur til þegna þessa lánds. Hvers vegna er ekki hægt að eign- ast krakka nú til dags án þess ,að fá aðstoð frá þeim ríkari sem borga meira í ríkissjóð? Ef eitthvað ætti að leggja niður af gamla kommúnismatímabilinu í ís- lenskum stjómmálum þá eru það barnabætur. Lækkum skatta á fyrir- tæki og krefjumst einfaldlega hærri launa. Þá geta þessar ósiðsömu stelp- ur sem em að láta bama sig fyrir tví- tugsaldurinn ekkert kvartað. Ég vil halda mínum peningum sjálfur en ekki gefa þessum stelpum þá. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reylfjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang. Leggja á niður barnabætur. - Leifar fré kommúnista- tímabilinu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.