Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2000, Blaðsíða 7
Fyrstir með nýjungarnar... Hnakkurinn Smári er með fjaðurvirki sem lagar sig að byggingu klársins og dreifir þunga knapans jafnt yfir bak hans. Verslið beint við framleiðandann! Reiðtygjasmiðjan (HESTAVÖRUR) Síðumúla 34 Sími og fax 588 3540 Hópreið Efiit verður til hópreiðar við setningu Landsmóts 2000. Hópreiðin verður þriðju- daginn 4. júlí 2000 og hefst kl. 15.30. Hug- mynd framkvæmdanefndar er að þessi hópreið verði sú stærsta sem farin hefúr ver- ið. Markmiðið er að 2000 hestamenn mæti til leiks en talið er að þar fari stærsta hópreið án vopna á friðartímum. Ef vel tekst til með þátt- töku gæti hópreiðin verið skráð sem heims- met hjá Guinnes. Framkvæmd hópreiðarinnar verður með þeim hætti að safhast verður sam- 2000 an á stóra hringvelli Fáks. Fyrir hópreiðinni fara fánaberar, stjóm LH og ýmsir frammá- menn í íslensku þjóðlífi. Því næst koma fé- lagsmenn Fáks þar sem landsmótið fer ftarn á keppnisvelli þess félags. Þar á eftir koma öll önnur hestamannafélög landsins í stafrófsröð. Einnig hefur verið ákveðið að gefa útlending- um kost á að taka þátt í þessari hópreið. Frá hringvellinum verður riðið frá Viðidal og um- hverfis Rauðavam þar sem samsíða fara þrír knapar en þar á eflir verður riðið til baka á Margtfyrirmanna tekur þátt i hópreið 2000 ásamtfélögum úr í öllum hestamannafélög- um á landinu. hringvöllinn þar sem fram fer setningarat- höfn. MIÐVIKUDAGUR 28. JUNI 2000 Þóröur Þorgeirsson Að koma 27 kynbótahrossum inn á Lands- mót er einstakur árangur hjá einum og sama manninum en það gerðist á Landsmótinu á Hellu ‘93. Þetta met var jafnað nú fyrir kom- andi LM 2000 af sama aðila og segja má að ár- angurinn sé ekki bara einstakur heldur stórkost- legur. Þórður Þorgeirsson heitir knappinn og þarf ekki að kynna hann fyrir hestamönnum því hann hefúr verið á meðal þeirra fremstu í hesta- mennskunni mörg undanfarin ár. Þórður segir að á bak við slíkan árangur liggi margþætt vinna sem krefjist mikillar yfirlegu og reynslu. Áhugi, elja og metnaður séu gunnurinn að öllu því sem síðar kemur. Hann segir að góðir að- stoðarmenn séu mikilvægir en konan hans hef- ur verið honum dyggur aðstoðarmaður. „Þegar ég er beðinn um hross og fæ að vita hvert markmið eigandans er gef ég mér ákveð- inn tíma til að athuga ástand hrossins bæði Iík- amlega og andlega til að meta hvort markmið- in séu raunhæf. Það þarf off að taka tillit til fleiri þátta þegar um kynbótahross er að ræða en ekki geldinga. Andlegi þátturinn skiptir mjög miklu máli við þjálfun hrossa almennt. Ég get nefnt sem dæmi að þegar ég tek stóð- hest út úr stíu og geri kláran undir þjálfun dagsins. Ef ég finn að hann er ekki í andlegu jafnvægi þann daginn, gef ég honum frekar hvíld og athuga ástand hans næsta dag. Þetta tel ég mjög mikilvægt við uppbyggingu hrossa. Þannig reyni ég að halda þeim við efn- ið og beini fieim að því verkefni sem ég legg fyrir þau. Mesta hættan við þjálfún hrossa er að missa áhuga þeirra og gera þau leið á verk- efnunum. Þjálftinartiminn ákvarðast af ástandi hrossa og aldri. Síðan þarf öll umgjörð í kring- um hrossinn að vera góð og á það legg ég gríð- arlega áherslu. Ég veit að árangur minn núna helgast meðal annars af því hve hesthúsið sem við byggðum í haust er gott og hrossunum líð- ur vel þar inni. Ég byija off á ungu hrossunum á haustin og gef þeim svo frí fram á vetur og legg á raðin um framhaldið fljótlega eftir það. Þegar kemur að vori skipuleggur maður allt út í ystu æsar hvemig dagsþjálfúnin á að vera fram að sýn- ingu. Hvemig maður sýnir hrossið fyrir dóm er kapítuii út af fyrir sig og lærist ekki nema með reynslu. Auðvitað blandast inn í þetta heppni og þá skiptir veðurfar miklu máli þegar hross eru sýnd. Sum em mjög viðkvæm fyrir veðri og önnur ekki. Annars hafa kynbótasýningamar í vor farið að mestu leyti fram við góðar aðstæð- Þórður Þorgeirsson og stóðhesturinn Dynur. ur bæði hvað varðar veður og velli. Ég vil sér- staklega þakka þeim sem staðið hafa bak við þessar sýningar bæði fólkinu sem haldið hefúr þessum völlum við og dómurum í þeirra erfiða hlutverki ásamt aðstoðarfólki þeirra. Svo má ég ekki gleyma minu nánasta aðstoðarfólki en án þeirra hefði þessi árangur aldrei náðst. Nú er síðasti og erfiðasti spretturinn eftir, sjálfl Landsmótið, og þar ætla ég að fylgja eftir mín- um fyrri árangri." Fyrsti sirkushestur - Erling Sigurðsson segir frá æskuárunum í Laugarnesinu Fræknir skeiðkappar. F. v., Aðalsteinn Að- alsteinsson, Elli Sig og Ragnar Hinriksson en þeir siðastnefndu standa enn í eldlín- unni á fslandi. tveimur árum áður og hún á hátindi ferilsins. Þetta met hélt í 26 ár. Ég varð löggiltur í kappreiðar 14 ára gamall og þá fór ég að hleypa í svoköiluðu ungfolahlaupi en í því voru hestar sem voru 6 vetra og yngri. Ég keppti á Hring en það var hestur sem Guðmundur Ólafsson, sem þá var formaður Fáks, átti. Ég man að í fyrsta hlaupinu sem ég keppti í á hestinum komst ég í úrslit á fimmta besta tímanum. En það voru fimm hestar sem kepptu til úr- slita svo að það voru fáir sem veðjuðu á mig. Tveir vinir mínir höfðu nurlað saman 10 kr. hvor sem þeir einir veðjuðu á mig. Ég vann Sigurður starfaði hjá Tilraunastöð landbúnaðarins sem hafði hérfyrr á árum aðsetur í kjallara Háskólans en þar sá Sigurður um hirð- ingu dýra. Hér sjáum við Sigurð halda uppi afturhluta Snigils. Snigill sem Sigurður Ólafsson þjálfaði til að gera áóur óþekktar œfingar á islenskum hestum. Hér eru þeir félagar í Vatnsmýrinni. Skörðugili, en þeir keppa í B-flokki og tölti, Eitil fra Amarstöðum i Eyjafirði í A- flokki og Funa frá Sauðárkróki.“ Erling segist enn þá vera með keppnis- skapið í lagi og eiga nóg eftir enda sé hann ekki sonur föður síns fyrir ekki neitt. Margar vísur hafa verið ortar um Glettu Sigurðar Ólafssonar enda var hryssan þjóð- þekkt á sínum tíma fyrir hæfileika sína. Ein er eftir Einar Sæmundsen, ort rétt eftir ís- landsmetið sem hún setti 1948 í 250 metra skeiði og hélt í 26 ár. Geysisprettur gripinn há Gotar léttan vóðu. En þegar Gletta þaut fram hjá þeir sem klettar stóðu. Erling Sigurðs- son fagnar sigri á Frama í skeið- keppni á Hellu. Við hlið honum er Gunnar Arn- arson. Hœgrir handar upprétt- ing var sigur- merki Ella Sig. Það em ekki margir sem geta státað sig af því að eiga 50 ára keppnisferil á hestum. Einn af þeún er Erling Sigurðsson sem heldur því ffarn að hann og Jóhann Þorsteinson frá Mið- sitju séu þeir einu sem haldið hafi svo lengi út. Erling segist hafa byrjað sinn keppnisferil 1949 á keppnisvelli Fáks við Elliðaárnar og á landbúnaðarsýningu í Vatnsmýrinni. En á þeim tímum voru kappreiðar ein helsta skemmtan hjá Reykvíkingum og flykktist fólk í þúsundatali á slík mót. Faðir Erlings var hinn þjóðkunni söngvari og hestamaður Sig- urður Ólafsson. Hann hélt hesta inni við Laugames og vakti ávallt athygli ásamt konu sinni Ingu V Einarsdóttur, Snúllu, fyrir vel snyrt hross og klæðaburð. Segja má að Sig- urður hafi verið langt á undan sinni samtið hvað þetta varðar auk þess sem hann beitti ýmsum aðferðum við tamningu og þjálfun hrossa sem ekki höfðu sést hér á landi áður. „Pabbi átti hest sem hét Snigill og má segja að það hafi verið fyrsti „sirkus-hestur á Islandi því Snigill var þjálfaður af pabba til að gera ýmsar kúnstir. Ég var notaður sem knapi, þá 8 ára gamall. Pabbi gat látið hest- inn standa með framhlutann ofan á öxlun- um, látið hann leggjast og lyft afturhluta hestsins ásamt ýmsu öðru. Pabbi hélt sínum hrossum í þjálfún, m.a. með því að riða úr Laugarnesinu og vestur í Háskóla þar sem hann starfaði hjá Tilrauna- stöð landbúnaðarins við umhirðu dýra sem stöðin hafði undir höndum. Síðan beitti hann hestunum í Vatnsmýrinni og þjálfaði. Ég var óskaplega svekktur að fá ekki að fara með á fyrsta landsmótið 1950 á Þing- völlum. Þá var pabbi með Glettu sem hafði sett Islandsmet í 250 metra skeiði á 22,6 Elli Sig á Hrolli Glettusyni, 20. vetra, að fara sinn síðasta skeiðsprett sem hann sigr- aði I á Vindheimamelum '73, I 250 metra skeiði á 24. sek. hlaupið og þeir fengu 10 krónurnar 57-fald- ar til baka og er það met í veðhlutfalli í kappreiðum á íslandi eftir því sem ég best veit. Fram að þessu hafði ég ekki haft mikinn áhuga á skeiði. Ég hafði alltaf aðstoðað pabba þegar hann var að keppa með þvi að halda í við rásmarkið. Pabbi var eins og við hestamenn segjum oft „hestnískur“. En einn daginn segir hann að nú sé kominn tími til að ég hleypi á skeið og þá var það ákveðið. Kennslan sem ég fékk frá honum fólst í einni setningu: „Þú lærir af því að skoða hesta og prófa. Síðan hef ég farið eftir því ásamt ýmsu öðru. Höskuldur á Hofstöðum, sem ég var í sveit hjá, hafði einnig mikil áhrif á mig. Hann hafði bara áhuga á klár- hestum og hjá honum sá ég í fyrsta skipti jafnvægisjámingar. Hann sagði líka eina setningu sem ég hef alltaf í huga við þjálfun hesta „Ef við fáum ekkert drif í hestinn þá kemur ekkert svif.“ Þeir voru ólíkir og hvor með sitt sérsvið. Á landsmótinu á Þingvöllum ’58 keppti ég i fyrsta skipti og þá í 250 metra stökki á hesti sem hét Þröstur. Einnig í 350 metra stökki á Feng en báða þessa hesta átti Ólaf- ur Þórarinsson, betur þekktur undir nafninu Óli Þór Hólmi. Hann átti mikið af kapp- reiðahestum og var þekktur sem góður þjálf- ari. Á landsmótinu á Þingvöllum var ég með Gulu-Glettu í stökki og pabbi með Hroll sem var bróðir hennar. Hrollur dugði vel og þeg- ar hann var 20 vetra fór ég síðasta skeið- sprettinn á honum á fjórðungsmóti á Vind- heimamelum í 250 m skeiði á 24,0 sek. og sigraði. Síðan hef ég farið á öll landsmót og fjórð- ungsmót, þá í flestum tilfellum sem kepp- andi. Núna er ég með fjóra hesta á landsmót- inu, Felt fra Laugamesi, sem er ræktaður út frá Glettu í Laugamesi, og Glitni fra Syðra- Þessi mynd er tekin þegar Sigurður og Gletta voru nýbúin að setja hið frœga fslandsmet sem hélt 126 ár. nn j||$w íUÐIN Hestamenn - bændur Það fæst meira en þig grunar í búðinni okkar. Líttu inn í heimsókn, heitt á könnunni. Sendum í póstkröfu um land allt. Hestabúðin, Strandgutu 25, Akurevri, sími 461-2828.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.