Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2000, Blaðsíða 8
4 24 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2000 Sprengia hljóð murinn Það eru tvö kynbótahross sem fata inn á LM 2000 með yfir níu í hæfileikaeinkunn. Mörg loftför geta flogið en fá geta rofið hljóðmúrinn. Það sama má segja um hæfi- leika hrossa því mörg eru þau hæfileikarík á íslandi en fá með þann hæfileika að fara í „níuna“ og þar yfir. Huginn frá Haga „rauf múrinn“ svo eftirminnilega á sýningu í Víði- dal í lok mai siðastliðins og fékk hvorki meira né minna en 9,05 í hæfileikaeinkunn og má segja að hann hafi slegið fyrra met afa sins, Náttfara frá Ytra- Dalsgerði, sem fékk 9,03 fyrir hæfileika fyrir um 20 árum. Hug- inn er undan Sóloni fiá Hóli og Gáskadóttur- Smáauglýsingar tómstundir 550 5000 inni Væntingu frá Haga. Huginn fékk 10,0 fyrir vilja, níu fyrir tölt, skeið og geðslag og hægt tölt. Fyrir sköpulag fékk Huginn 7,84 og í aðaleinkunn 8,57 sem má teljast dágóð einkunn. Huginn verður einnig þátttakandi í A-fokki gæðinga á LM 2000 en hann varð annar í landsmótsúrtöku hjá Fáki sömu vik- una og hann fór fyrir kynbótadóm. Einkunn- in 10,0 fyrir vilja ætti því ekki að koma nein- um á óvart þegar slíkum árangri er náð af sex vetra kynbótagrip. Sýnandi var Sigur- bjöm Bárðarson en eigandinn er Emir K. Snorrason. Bringa fiá Feti náði einnig að „sprengja hljóðmúrinn" en það gerði hún á kynbótasýningunni á Gaddstaðaflötum fyrr í vor. Bringa fékk 9,01 fyrir hæfileika, fyrir tölt, stökk vilja og geðslag fékk hún 9,5. Fyr- ir hægt tölt og brokk fékk Bringa einkunn- inna 9,0. Fyrir sköpulag fékk hún 8,13 og þar af 9,0 fyrir bak og lend. Bringa er undan stjömuhestinum Orra fiá Þúfu og móðirinn er Brynja fiá Skarði í Landsveit Fengsdóttir 986 frá Bringu. Sýnandi á Bringu var Erling Erlingsson en eigandi þessa hæfileikamikla glæsigrips er Brynjar Vilmundarson, „rækt- unarmaður ársins ‘97“. Huginn frá Haga fékk 9.05 fyrir hœfileika og má segja að hann hafi slegið fyrra hœji- leikamet afa síns, Náttfara frá Ytra-Dals- gerði. SSðBðSNHHH 4®*á»iSÍ| - Mé,4. m ;í » m\' v - • ii", \11 I t Uf'wU mmmm >toðhestablaðið er komið ut Eftirtaldar verslanir selja stóðhestablaöið Ástund Háaleitisbraut 68 S. 568 4240 Kaupfélag Húnvetninga Sörli Húnabraut 4 Strandgötu 25 S. 452 4200 S. 461 2828 Baldvin og Þorvaldur Austurvegi 56 S. 482 1900 MR búðin Lynghálsi 3 S. 540 1125 Töltheimar Fosshálsi 1 S. 577 7000 MR búöin Sörlaskjóli S. 555 7025 Uerð IX) T f1 SliiiS»Siife!iS Afkvæma- hross á LM 2000 Sextán afkvæmahross eiga rétt á þátttöku á LM 2000 samkvæmt nýútreiknuðu kyn- bótamati, fjórar heiðursverðlaunahryssur, tveir heiðursverðlaunastóðhestar og tíu stóð- hestar með 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Þessi hross eru: HEIÐURSVERÐLAUNAHRYSSUR 78258301 Þrá frá Hólum með 129 stig og 8 afkvæmi 81265031 Ósk frá Brún með 122 stig og 7 afkvæmi 79284968 Gola frá Brekkum með 121 stig og 5 afkvæmi 79276176 Hugmynd frá Ketilsstöðum með 120 stig og 6 afkvæmi HEIÐURSVERÐLAUNASTÓÐHESTAR 86186055 Orri frá Þúfu með 135 stig og 137 afkvæmi 81187020 Kolfinnur frá Kjarnholtum með 121 stig og 88 afkvæmi l.VERÐLAUNA STÓÐHESTAR 88165895 Gustur frá Hóli II með 126 stig og 27 afkvæmi 89165520 Óður frá Brún með 125 stig og 18 afkvæmi 87186104 Páfi frá Kirkjubæ með 123 stig og 26 afkvæmi 85157020 Safir frá Viðvík með 123 stig og 31 afkvæmi 89184551 Þorri frá Þúfu með 121 stig og 26 afkvæmi 89188802 Galdur frá Laugarvatni með 120 stig og 20 afkvæmi 86157700 Kveikur frá Miðsitju með 117 stig og 75 afkvæmi 85186005 Piltur frá Sperðli með 116 stig og 70 afkvæmi 84151001 Platon frá Sauðárkróki með 116 stig og 43 afkvæmi 79125040 Adam frá Meðalfelli með 116 stig og 89 afkvæmi Geirmundur Valtýsson Sú hljómsveit sem skemmt hefur hvað oftast á undanfömum landsmótsböllum er hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Ekki verður brugðið út af vananum í þetta skiptið enda hestamenn fastheldnir á sitt. Bæði föstudags- og laugardagskvöld verða Geir- mundur og félagar með sannkallaða skag- firska hestasveiflu í Reiðhöllinni. Hrossabeit á LM 2000 Þeir mótsgestir sem koma ríðandi á Lands- mót geta fengið beit fyrir hross sín í Blikastaða- landinu sem er mitt á milli Mosfellsbæjar og Korpúlfsstaða. Einnig er hægt að beita hrossum i landi Gunnarshólma sem við Suðurlandsveg- inn, rétt austan við Rauðhóla. Beitin er án end- urgjalds meðan á mótinu stendur. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.