Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 DV Fréttir Samgöngur milli einstakra bæjarfélaga í lamasessi: mmm — Endurkræfir vegna samningsbrots - segir bæjarstjóri Kópavogs um Hagvagna - ástandið skárra í Mosfellsbæ Nokkuð hefur borið á óánægju al- mennings vegna þess að Hagvagnar hafa ekki haldið úti lágmarksþjón- ustu á ferðum frá Kópavogi og Hafn- arfirði til Reykjavíkur. Á sama tíma hafa starfsmenn Allrahanda haldið uppi ferðum milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar milli 7 og 9 á morgn- ana og 16 og 17 á daginn. I samtali við Þóri Garðarsson, einn af eigendum Allrahanda, kom fram að fyrirtækið hefði alla tíð leit- ast við að halda uppi lágmarksþjón- ustu á verkfallstímanum og á því yrði engin breyting nú. Gísli Friðjónsson, framkvæmda- stjóri Hagvagna, bar við að ekki væri sanngjarnt að bera Hagvagna saman við fyrirtæki Allrahanda þar sem Hagvagnar héldu úti mun fleiri leiðum undir eðlilegum kringum- stæðum og engin leið fyrir þá að veita lágmarksþjónustu sökum manneklu. Þess í stað hefðu bílstjór- ar Hagyagna einbeitt sér að akstri fyrir Álverið og túrista. í kjölfarið hafa heyrst gagnrýnis- raddir um að Hagvagnar sjái ein- faldlega meiri pening í að keyra túrista og starfsmenn Álversins þar sem samningar hafi hvort eð er ver- ið gerðir við viðkomandi bæjar- stjórnir og peningarnir þegar greiddir út. Færri kílómetrar en gert var ráð fyrir Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Þórir Garöarsson „Sjálfsögö þjónusta viö kúnnana. “ Sigurður Geirdal ,,Getum ekki blandaö okkur í máliö. “ Kópavogs, sagöi af þessu tilefni að Hagvagnar yrðu að öllu líkindum látnir greiða eitthvað af upphæð- inni til baka þar sem ekki hefði ver- ið staðið við gerða samninga. „Greiðslan miðast m.a. við íbúa- og kilómetrafiölda og það er alveg ljóst að kílómetrarnir eru færri en gert var ráð fyrir. Hins vegar er ljóst að við munum ekki og getum i raun ekki skipt okkur af deilunni þar sem verkfallið er tæpast Hagvögnum að kenna. Við þökkum bara fyrir að skólarnir skuli liggja niðri, annars værum við í slæmum málum." Ekki náðist i bæjarstjóra Hafnar- fjarðar vegna málsins en Guðmund- ur Benediktsson bæjarlögmaður vildi lítið um það segja og vitnaöi í fundargerð úr síðustu viku þar sem ástandinu var mótmælt. Þeim mót- mælum hefur að hans sögn verið komið á framfæri við ríkissátta- semjara. -KGP Það eru þrír heppnir áskrifendur DV og Sýnar Úrslitaleikur Evrópukeppninnar í knattspyrnu fer fram í Rotterdam 2. júlí. Þeir voru dregnir út í Gullpotti Euro 2000 leiks DV, Sýnar, Carlsberg, Vísis.is og Bytgjunnar. Þeir heita Kristinn Jóhannsson, Theodór Nordquist og Páll Jónsson. Þeir fá svokallaöan fimm stjörnu pakka meö uppihaldi, feröum, skemmtisiglingu um síkin í Amsterdam, miöum á leik o.fl. Lagt var upp snemma í morgun og kemur hópurinn til baka á mánudag. Geta má þess aö búiö er aö veita hátt í 800 vinninga á meöan á leiknum stóö. Kærður fyrir að aka á kollega sinn: Eg keyrði ekki á neinn - segir Ólafur Georgsson leigubílstjóri „Ég keyrði ekki á neinn mann. Ef ég hefði keyrt á hann hlyti ég, og fólkið sem var með mér i bílnum, að hafa tekið eftir því,“ segir Ólafur Georgsson, leigubílstjóri á Hreyfli, sem hefur verið kærður fyrir að hafa ekið á Sigurjón Hafsteinsson, leiguhílstjóra úr Keflavík, við Leifs- stöð á miðvikudag. Ólafur viðurkennir að leiguhil- stjórar af höfuðborgarsvæðinu hafi reynt fyrir sér við Leifsstöð og seg- ir það hafa ágerst mjög í Sleipnis- verkfallinu. Hann minnir hins vegar á að ut- ansvæðisbílstjórar megi aka farþeg- um frá flugstöðinni hafi þeir verið sérstaklega pantaðir til þess. Það hafi hann einmitt verið að gera þeg- ar Sigurjón Hafsteinsson og fleiri frá keflvísku leigubilastöðvunum hafi reynt að koma í veg fyrir störf hans. Ólafur segist hins vegar ekki telja það „beint ólöglegt“ í öllum til- fellum þó aðrir en bílstjórar af kefl- vísku stöðvunum aki tilfallandi far- þegum frá Leifsstöð. „Ef fólk bíður þarna í biðröö og vantar bíla þá held ég ekkert að það sé ólöglegt fyrir mann sem er að keyra þarna fram hjá að stoppa og taka það upp í. En ég hef nú reynd- ar ekki gert það þó ég hafi frétt að aðrir hafa gert það,“ segir Ólafur. Ólafur kannast við að Sigurjón hafi verið framan við bil hans. „Þeir voru margir að hópast kringum bíl- inn hjá mér. Hann sagðist ætla að kæra mig en ég hlusta bara ekki á svona lagað því ég var að sækja fólk sem bað mig að sækja sig,“ segir Ólafur Georgsson. „Það má allt eins segja að þetta hafi verið sjálfsmorðstilraun eins og manndrápstilraun," segir Þorsteinn Héðinsson, leigubílstjóri af Hreyfli, sem staddur var við Leifsstöð þegar áðurnefnd samskipti Ólafs og Sigur- jóns áttu sér stað og telur Ólaf ekki hafa ekið á hinn keflvíska kollega sinn. -GAR HB lokar Loðnuþurrkun í Sandgerði DV. AKRANESI: Uppsagnir 40 manns sem vinna í Loðnuþurrkun HB í Sandgerði taka gildi nú um mánaðamótin. Þetta gerist á sama tíma og loðnan er loks farin að gefa sig og hver báturinn á eftir öðrum kemur til hafnar með fullfermi. En loðnuveiðin breytir litlu þeirri ákvörðun stjómar HB að hætta, a.m.k. tímabundið, vinnslu á þurrkaðri loðnu í Sandgerði. Ástæð- umar eru aðrar. Seinni hluta ársins 1999 varð almennt verðhrun á afurð- inni í Japan og er ekki fyrirsjáanleg nein breyting á afurðaverði til hækkunar. Salan er til staðar, varan hefur líkað vel á mörkuðum, gæðin verið mikil og starfsfólkið hefur skilað mjög góðum árangri í vinnslunni. Það er verðið sem er eins og áður sagði óvinunandi. Aðcdsteinn Ámason, vinnslu- stjóri Loðnuþurrkunar HB í Sand- gerði, sagði þetta tímabundna erfið- leika, framleiðslan hefði verið kom- in i mjög gott horf en verðið fyrir vömna hafi einfaldlega verið of lágt. Bæjarráð fundar um málið í næstu viku og von er á að farið verði fram á viðræður við fulltrúa HB. DVÓ/HH Stóðum okkar vakt - segja Mýflugsmenn „Það kom tímabil þar sem sjúkra- flugið var í uppnámi en frá og með næstu mánaðamótum tekur nýr samningur gildi,“ segir Leifur Hall- grímsson, rekstrarstjóri hjá Mýflugi. Leifur segir flugfélagið hafa sinnt þeim beiðnum sem það hafi fengið upp i hendumar þrátt fyrir að eng- ir formlegir samningar hafi verið í gangi. „Það er i sjálfu sér enginn gróði í þessu flugi en það verður að vera ákveðið öryggi í gangi svo að lækn- ar viti hvert þeir eigi að hringja. Við stóðum okkar plikt til 31. maí og síðan höfum við tekið sjúkraflug í hvert skipti sem við höfum verið beðnir,“ segir hann. Að sögn Leifs hefur alltaf gengið vel að ná í flugfélagið þegar þjón- ustu þess er óskað en Jón B.G. Jóns- son, yfirlæknir á Patreksfírði, sagði í samtali við DV á þriðjudaginn að hann hefði þurft að panta þyrlu vegna þess að hann náði ekki í neitt Stóðu sína vakt Engir samningar eru nú um sjúkra- flug á Vestfjöröum og læknar hafa engin tilmæli fengiö frá ríkinu um hvert eigi aö hringja þegar þörfm knýr dyra. flugfélag sem sinnt gæti sjúkraflug- inu og sagði sig hafa fengið sím- svara þegar hann hringdi í Mýflug. „Jón hlýtur að hafa hringt í vit- laust númer því ég veit ekki til þess að við höfum einu sinni símsvara," segir Leifur. Hann segir félagið jákvætt fyrir því að taka útboði um sjúkraflug frá Akureyrarflugvelli en hann segist ekki geta slegið neinu föstu nema að sjá útboðsgögnin. „Hitt er annað mál að mér fynd- ist alls ekki vera nægjanlegt öryggi í því fólgið fyrir Vestfirðinga að hafa bara flugvélar fyrir norðan því það er oft ómögulegt vegna veðra að lenda á Isaflrði en það er nánast alltaf hægt að fljúga þaðan burt,“ segir hann. Mýflug var með flugvél til taks á ísafirði í vetur og fékk flugfélagið 500 þúsund krónur á mánuði fyrir ómakið auk 114 þúsund króna fyrir hvert flug. -jtr Framsókn ekki í R-lista Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokks- ins, segir það ekki sjáífgefið að flokk- urinn taki þátt í R- lista samstarfmu í næstu borgarstjórn- arkosningum. Hann segir Framsóknarflokkinn ekki hafa notið samstarfsins eins og eðlilegt teldist. Morgunblaðið greindi frá. Konur illa lesnar? Miklu færri islenskar konur hafa lokið framhaldsskólaprófi en í öðr- um OECD ríkjum, samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna. En íslenskir karlar standa meðal OECD-karlin- um lítt að baki í þessum efnum. Óánægja í Þingvallasveit Bullandi óánægja er meðal sumra hagsmunaaðila í ferðaþjónustu við Þingvallavatn vegna lokunar á veg- um í nágrenninu í tengslum við kristnitökuhátíðahaldanna um helg- ina. Ekki er útilokað að þeir sem telja sig verða fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þessa, muni fara fram á að það verði bætt af ríkissjóði. Dag- ur greindi frá. Afbrotamaður gætti barna Yfírvöld í Vesturhlíðarskóla létu karlmann, sem talið var að hefði beitt barn kynferðislegri áreitni, sjá um hóp heyrnarlausra stúlkubama. Stöð 2 greindi frá. Björk ekki meira með Björk mun ekki syngja meira með Röddum Evrópu, en bæði hún og stjóm- endur verkefnisins hafa áhyggjur af því að of mikil áhersla sé lögð á hana og ekkert ann- við tónleikana. Vís- Mikil atvinnuþátttaka Atvinnuþátttaka á íslandi er með því mesta sem þekkist, og er hún mest hér á landi meðal þeirra menntuðustu. Þetta kemur fram í skýrslunni Education at a Glance frá OECD um menntun árin 1997 og 1998 í aðildarlöndum stofnunarinn- ar. Vísir.is sagði frá. Bensín hækkar Þau þáttaskil verða væntanlega i eldneytissölu á Islandi um mánaðar- mótin að lítraverð á bensíni fer upp fyrir hundrað krónur í fyrsta sinn og hefur verið unnið að breytingum á bensíndælum vegna þessa. Dagur sagði frá. að í sambandi ir.is sagði frá. Stórauka öryggið Aðstandendur þjóðhátíðar í Eyj- um hafa ákveðið að breyta skipulagi og stórauka öryggi þjóðhátíðargesta í kjölfar Suðurlandsjarðskjálftanna. Meðal ráðstafanna verður að flytja flugeldasýninguna úr Herjólsdaln- um. Dalurinn hefur verið lokaður síðustu vikur vegna grjóthruns, en til stendur að opna hann fyrir um- ferð eftir helgina. Dagur greindi frá. Sophia himinlifandi Sophia Hansen er himinlifandi yfir fundinum með dætrum sínum, Dagbjörtu og Rúnu sem lauk klukkan 22 í gærkvöld. Hún sagði þær hafa ver- ið hlýjar og vand- ræðalausar við sig en Sophia hitti dætur sínar einnig í fyrradag. RÚV greindi frá. -jtr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.