Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 Viðskipti__________ Umsjón: Vidskiptablaðiö Hagnaður Aflvaka 11 milljónir á síðasta ári Á aðalfundi Aflvaka hf. í gær var kynnt skipting félagsins í tvö félög, annars vegar Aflvaka hf. og hins vegar Sprotasjóðinn hf. sem verður að öllu leyti i eigu Aflvaka. Hingað tU hefur starfsemi Aflvaka greinst í tvö svið, annars vegar upplýsinga- svið þar sem unnar hafa verið skýrslur og kannanir um margvís- leg málefni, hins vegar fjárfesting- arsvið sem stýrt hefur fjárfestingum í sprotaverkefnum. „Markmiðið er að setja þann þátt starfseminnar inn í sérstakt félag. Fjárfestingar- þátturinn verður þannig færður út úr Aflvaka og yfir í Sprotasjóðinn," segir Páll Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Aflvaka, í samtali viö Viðskiptablaðið. Fjárfest fyrir 40 milljónir í fyrra Aflvaki hefur starfað frá árinu 1992 og var fram til ársins 1995 al- farið í eigu Reykjavíkurborgar og borgarstofnana. Nú eru Hafnarfjarð- arbær, þrír lífeyrissjóðir, SPRON og Háskóli íslands einnig á meðal hlut- hafa. Á síðastliðnu starfsári fjárfesti Aflvaki í átta nýjum sprotaverkefn- um fyrir samtals 40 milljónir króna. Meðal þeirra má nefna fyrirtækið Metan, sem er samstarfsverkefni Aflvaka og Sorpu um nýtingu á gasi frá urðunarstað Sorpu á Álfsnesi, ís- hesta í Hafnarfirði og Góðar lausnir sem þróa hugbúnaöarlausnir á sviði snjaúkorta. Einnig hefur Aílvaki fest fjármagn í tilraunaverkefni um feygingu á hör. Á starfsárinu seldi Aflvaki hluta- bréf í tveimur fyrirtækjum, Vaka DNG og Taugagreiningu. „Þegar verkefni erum komin á það góðan rekspöl að þau þurfa ekki lengur á okkur að halda þá drögum við okk- ur út úr þeim,“ segir Páll en Vaki DNG og Taugagreining eru dæmi um sprotafjárfestingar sem Aflvaki hefur tekið þátt í og selt með arði. „Við seldum með þeim hagnaði sem við töldum ásættanlega ávöxtun á okkar fé,“ segir Páll en hjá honum kemur fram að söluhagnaður Afl- vaka vegna þeirra hafl verið um fimm milljónir króna. Þátttaka Afl- vaka í einstökum verkefnum felst annars vegar í hlutabréfakaupum og hins vegar veitingu umbreytan- legra skulda- bréfalána. Frá upphafi hefur fé- lagið ráðstafað 220-230 milljón- um króna vegna þessa. Hjá Páli kemur fram að Aflvaki kunni að selja hlut sinn í 5-6 fyrirtækjum von bráðar eða þegar gott tæki- færi býðst. Þar nefnir hann sem dæmi Sand-ímúr, Kælismiðjuna Frost, Softís og afganginn af eignar- hlut í Taugagreiningu. „Önnur verkefni eru skemmra á veg komin og þurfa lengri tíma áður en við erum tilbúin að kveðja þau,“ segir Páll við Viðskiptablaðið. 150 milljónir í nýsköpunar- verkefni Á síðasta ári nam hagnaður af starfsemi Aflvaka fyrir skatta um 14 milljónum króna en hagnaður eftir skatta var 11 milljónir króna, sam- anborið við íjögurra milljóna króna hagnað árið á undan. Páll leggur áherslu á að vegna eðlis fjárfesting- arstarfsemi Aflvaka þá uppfæri fé- lagið ekki hlutabréfaeign sína held- ur eru þau færð inn á kaupverði. Hins vegar færi Aflvaki inn varúð- arafskrift séu óyggjandi vísbending- ar um að hlutabréfin hafi lækkað í verði. „Ég tel að í ýmsum verkefn- um sem Aflvaki stendur að felist dulin verðmæti sem ekki koma fram í niðurstöðum ársins," segir Páll. Stjórn Aflvaka mun gera til- lögu um að greiddur verði 5% aröur vegna starfsemi síðasta árs. Rekstrartekjur Aflvaka eru tví- þættar í samræmi við starfsemi fé- lagsins. Annars vegar er um að ræða samfélagsleg fjárframlög frá Reykjavíkurborg, borgarstofnunum og Hafnarfjarðarbæ sem námu 38 milljónum króna i fyrra. Þessu fjár- magni er ætlað að standa straum af gerð skýrslna og kannana sem og kostnaði vegna fjárfestingarstarf- semi. Hins vegar er um að ræða tæpar 150 milljóna króna hlutafé Aflvaka sem notað er óskipt til fjár- festinga í nýsköpunarverkefnum. Páll Guöjónsson, framkvæmda- stjóri Aflvaka. Lánstraust kaupir Réttarrík- ið og Lagasafn íslands AG Stuttar fréttir Ómar Bogason til Skag- strendings Ómar Bogason hefur verið ráð- inn rekstrarstjóri Skagstrendings hf. á Seyðisfirði. Undanfarin tvö ár hefur Ómar starfað sem fulltrúi hjá Lögmönnum Austurlands ehf. og samhliða stundað nám í viðskipta- og rekstrarfræði við Endurmennt- unarstofnun Háskóla íslands. Ómar gegndi ýmsum störfum hjá Bú- landstindi hf. á árunum 1990-1998, síðast starfi skrifstofustjóra. Hann var oddviti Djúpavogshrepps 1992-1998. Ómar er fæddur 30. júní 1960 á Djúpavogi þar sem hann ólst upp. Hann lauk verslunarprófi frá Alþýðuskólanum á Eiðum 1978. Ómar er kvæntur Margréti Urði Snorradóttur og eiga þau fjögur böm, fædd 1984, 1986, 1991 og 1996. Lánstraust hf. og Þróun hf. hafa gert með sér samning um kaup Lánstrausts hf. á Réttarríkinu og Lagasafni íslands AG. Lánstraust hf. mun halda starfsemi Réttarríkis- ins og Lagasafnsins áfram en áætlað er að einhverjar breytingar muni eiga sér stað. Að sögn Ragnars Þórs Ragnarssonar, forstjóra Þróunar hf., er ástæðan fyrir því að Þróun hf. tók þá ákvörðun að selja Láns- trausti hf. Réttarríkið og Lagasafn- ið, er sú að Þróun hf. taldi Réttar- ríkið betur komið hjá Lánstrausti hf. þegar litið væri til framtíðar. „Þróun hf. vill einbeita sér að hug- búnaðarþróun og -þjónustu, meðan Lánstraust hf. sérhæflr sig í skrán- ingu og miðlun upplýsinga. Einnig hefur Lánstraust hf. fullvissað Þró- un hf. um að metnaður verður lagö- ur í að auka þjónustu viö áskrifend- ur,“ sagði Ragnar. Að sögn Reynis Grétarssonar hdl., framkvæmdastjóra Láns- trausts hf. er Réttarríkið góð viðbót við þá gagnagrunna sem Lánstraust hf. býður á Intemetinu. „Við getum nú bætt þjónustu bæði við fyrri áskrifendur Lánstrausts og við áskrifendur Réttarríkisins, en reyndar er þónokkur hópur áskrif- andi á báðum stöðum. Annars er að- alástæðan fyrir því að við keyptum Réttarríkiö sú, að við vUjum auka þjónustu við lögmenn. Við teljum mikla möguleika liggja í aukinni upplýsingamiðlun til lögmanna, en við erum klárlega á eftir nágranna- löndunum í þeim efnum, einkum þegar Intemetið á í hlut. Fyrstu nýj- ungamar verða boðnar áskrifend- um með haustinu, en á þessu stigi er ekki unnt að greina frá því hverj- ar þær verða,“ sagði Reynir. Ómar tekur við starfmu 1. ágúst. Cook hafnar evru í bili Robin Cook, utanrikisráðherra Bretlands, sagði í gær að ríkis- stjómin væri að skoða mjög ítar- lega hvenær Bretland hæfi þátt- töku í Myntbandalagi Evrópu. Hann sagði að ákvörðunin myndi fyrst og fremst byggjast á hagræn- um þáttum og hvemig Bretland stæði í samanburði við önnur ríki Evrópu. Hann lagði hins vegar mikla áherslu á að þátttaka væri ekki alveg strax á dagskrá eins og margir vilja. Cook sagði að til lengri tíma litið væru það hags- munir Bretlands að taka þátt í myntsamstarfinu en sem sakir standa væri ekki ráðlegt að hefja þátttöku. Kaupmáttur fer enn vaxandi - verðbólga ógnar þó kaumáttaraukninu Lítillega hefur dregið úr verð- bólgu að undanfómu og mældist 12 mánaða hækkun í júní 5,5%, sam- anborið við um 6% aö undanfómu. Þetta kemur fram í Hagvísum Þjóðhagsstofnunnar. Áhrifa ný- gerðra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði gætir í launavísitöl- unni og hækkaði hún um 1,8% í maí og um 2,7% frá febrúar. Þess- ar tölur fela í sér að kaupmáttur launa hefur aukist. Á 12 mánuðum til maí sl. jókst kaupmáttur um 1,1% og um 3,6% frá október í Þjóöhagsstofnun gerir ráö fyrir aö þungi hækkana á almennum vinnumarkaöi sé nú kominn fram í iaunavísitölu. Jafnfram býst stofnunin viö því aö launahækkanir fari aö einhverju leyti út í verölag. fyrra. Gera má ráð fyrir að þungi hækkana á almennum vinnumarkaði sé nú kominn fram í launavísitölunni. Þá er viðbúið að launahækkanir fari að einhverju leyti út í verðlag og eins má ætla að lækkun á gengi krónunnar síðustu daga auki þrýsting á verðlag. Þá hefur ákvörðun OPEC-ríkjanna um aukna framleiðslu ekki haft áhrif til verðlækkunar á olíu. Eignir lífeyrissjóða til útgreiðslu lífeyris lækkuðu í apríl - skýrist líklega af sveiflum í hlutabréfaverði Fjármagnsmarkaðir hafa sveiflast mikið það sem af er þessu ári. Það hefur mikil áhrif á afkomu lífeyris- sjóöa en þeir ávaxta stærstan hluta af fé sínu á þessum markaði. Fyrstu tvo mánuði þessa árs einkenndust hlutabréfamarkaðir, bæði hér heima og annars staðar, af miklum gengishækkunum. Það sést vel á eignastöðu lífeyrissjóðanna en eign- ir þeirra, bæði í innlendum og er- lendum hlutabréfum, jukust mjög mikið í janúar og febrúar. Þá tóku við miklar lækkanir á mörkuðum og í kjölfarið hafa eignir lífeyris- sjóðanna minnkað. Milli mars og apríl lækkaði hrein eign lífeyris- sjóðanna til útgreiðslu lífeyris um tæpan milljarð og er þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem slíkt gerist. 31/12 31/01 29/02 31/03 30/04 Sjóöur og bankainnstæöur 8,691 7,497 6,157 8,053 7,589 Langtímakröfur 501,435 509,372521,173 534,839 534,835 Markaössk.br./hlutd.skírt. 247,924 245,164247,449 248,338 249,447 Ríkissjóður íslands 18,018 18,057 17,231 16,437 15,868 Bæjar- og sveitarfélög 16,383 16,522 16,163 16,242 16,310 Bankar og sparisjóðir 38,161 37,096 37,926 38,758 38,198 Fjárfestingarlánasjóðir 100,123 101,210 101,691 103,608 104,834 Þ.a. húsbréf 76,288 77,604 77,833 79,017 79,635 Þ.a. húsnæðisbréf 13,752 13,662 13,854 13,854 14,394 Eignaleigur 4,722 4,923 5,007 4,981 4,860 Fyrirtæki 16,585 15,883 16,007 15,439 16,106 Hlutd.skírt. veröbr.sj. 50,048 48,074 49,945 49,424 49,847 Þ.a. erlendir 10,057 7,924 9,740 9,993 9,954 Önnur erlend skuldabréf 3,885 3,399 3,479 3,449 3,423 Önnur skuldabréf, alls 121,884 123,698' 124,943 125,988 126,916 Hlutabréfasjóðir 44,670 49,533 53,455 58,056 58,418 Þ.a. erlendir 41,762 46,505 50,378 53,404 53,788 Hlutabréf 86,958 90,977 95,325 102,458 100,053 Þ.a. erlend 41,292 41,907 44,129 46,281 48,754 Aðrar eignir nettó 7,803 8,033 9,520 9,205 8,812 Hrein eign til gr. lífeyris 517,928 524,902536,849 552,097 551,236 Þetta helst HEILDARVIÐSKIPTI 1.147 m.kr. Hlutabréf 118 m.kr. Spariskírteini 595 m.kr. MEST VIÐSKIPTI © Flugleiöir 21,6 m.kr. © Bakkavör 10,0 m.kr. © Marel 9,8 m.kr. MESTA HÆKKUN j © Sölum. hraðfr.ihúsanna 11,36% 0 Hraðfrystihúsið-Gunnvör 4,90% © Þorbjörn 4,81% MESTA LÆKKUN © Bakkavör 6,09% ©SÍF 3,95% © Opin kerfi 3,85% ÚRVALSVÍSITALAN 1.521,8 - Breyting O 1,148% Plaza-is verður til Plaza.is veröur heiti rafrænnar verslun- armiðstöðvar sem Gagnvirk miðlun áætlar að opna þegar líða tekur á haust. Miöstöðin hafði áður fengið nafnið EKringla.is, en Húsfélagið Kringlan fékk sett lögbann á að Gagnvirk miðlun gæti notað það naíh. í til- kynningu M Gagnvirkri miðlun kemur fimn að með Plazaús verði opnuö fullkomn- asta netverslunarmiðstöð landsins og þar verði á einum stað hægt að nálgast allar þær vörur og þjónustu sem neytendur þarfnast. Þá opnist miklir möguleikar þegar tenging fæst inn á stafræna sjónvarpsnetið sem væntanlega hefur starfsemi í haust. Þá verði hægt aö sýna sjónvarpsupptökur til að kynna vörur og þjónustu og sýna notkunar- leiðbeiningar og -möguleika. MESTU VIÐSKIPTI v'í; Össur 349.786 j © Húsasmiðjan 287.729 © Íslandsbanki-FBA 268.520 Baugur 187.568 © Búnaðarbanki 170.974 © Nýherji 24 % © Þorbjörn 12 % j © Skýrr hf. 11 % j © Baugur 9 % © Pharmaco 8 % j ái'ildÁr-Mdxiu.'mj slöastlltna 30 daga ; © Loðnuvinnslan hf. -20 % ! © Hraðf. Þórshafnar -15 % | © SR-Mjöl -14 % : © Grandi -12 % | , j © Isl. járnblendifélagið -11 % Seðlabankinn varar viö aukinni verðbólgu Seðlabanki Bandaríkjanna hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum. Þetta kom fram að loknum fundi sýómar bankans í gær. Almennt var búist við þess- ari niðurstöðu. í tilkynningu sinni varaði Seölabankinn hins vegar við þeirri hættu sem hagkerfi Bandaríkjanna stafar af verð- bólgu og hann gaf í skyn aö vaxtahækkanir kynnu að vera fram undan. Ákvörðun um óbreytta vexti er mjög í samræmi við vænt- ingar markaðsaðila í Bandarikjunum. Stýri- vextir Seðlabanka Bandarikjanna eru því eftir sem áður 6,5% og haldast óbreyttir frá því í síðasta mánuði er þeir voru hækkaðir um hálft prósentustig. P ?DOW JONES 10399,10 O 1,22% 1 • Inikkei 17411,05 O 0,37% Hffis&p 1442,39 O 0,85% UHInasdaq 3877,23 O 1.60% SSftse 6288,70 O 0,80% -^DAX 6906,16 © 0,46% 1 |CAC40 6441,84 O 0,64% 30.06.2000 kl. 9.1S KAUP SALA BffiPollar 76,290 76,680 gigPund 115,360 115,950 1*8 Kan. dollar 51,440 51,760 BSIPönsk kr. 9,8000 9,8540 bfcjNorsk kr 8,9200 8,9690 Ssnnskkr. 8,6800 8,7280 HHn. maik 12,2917 12,3655 1 lÍFra. franki 11,1414 11,2084 1 liBelg. franki 1,8117 1,8226 □ Sviss. ffanki 46,9000 47,1600 C2hoII. gyllini 33,1636 33,3629 ""^Þýskt mark 37,3667 37,5913 uít líra 0,037740 0,037970 S;Aust. sch. 5,3111 5,3431 3 jPort. escudo 0,3645 0,3667 LLJSpá. peseti 0,4392 0,4419 [•Jjap. yen 0,723800 0,728100 j írskt pund 92,796 93,353 SDR 101,900000 102,510000 tlECU 73,0830 73,5222

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.