Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 14
14 I>V ______19 » Skoðun Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjölfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjórl: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjórí: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.ls. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaBam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: Isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. ÁskriftarverB á mánuöi 1950 kr. m. vsk. LausasöluverB 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiBir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Mikil lífsgœði Sé 175 þjóöum heims raðað eftir lífsgæðum kemur í ljós að íslendingar eru í fimmta sæti. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var í gær. Við mat á stöðu þjóða er tekið tillit til ýmissa þátta: heilsufars þjóða, meðal annars langlífis, möguleika til menntimar þegnanna, atvinnuástands og tekna, jafhrétt- is kynjanna auk annarra mannréttindamála, pólitísks ástands auk fjölmargs annars. íslendingar hafa hækkað um fjögur sæti milli ára en Kanadamenn tróna efstir sem fyrr. Þar eru lífsgæðin mest, samkvæmt þessu mati. íslendingar eru því metnir í hópi þróuðustu þjóða. Auk Kanadamanna eru Norðmenn, Bandaríkjamenn og Ástralir ofan við okkur á þessum lista. Næstu þjóðir í hópi þeirra tíu, þar sem þegnarnir búa við mest lífsgæði, eru Svíar, Belgar, Hollendingar, Japanir og Bretar. í kjölfarið fylgja síðan ýmsar Evrópuþjóðir. Á botni þessa lista eru margar Afríkuþjóðir þar sem ástand er bágt, fátækt, lítil menntun, hungur, víða stríðsástand og mannréttindi fótum troðin. Sé mið tekið af þessari skýrslu Sameinuðu þjóðanna er staða okkar harla góð. Mat sérfræðinga Þróunarstofnunar SÞ er raunar að varla skilji nema smámunir að efstu tíu þjóöimar á listanum. Sé litið á stöðu þjóða í heild hefur ým- islegt áunnist. Nýburi í dag ætti að lifa tíu árum lengur en barn sem fæddist árið 1970. Vatnsból fólks í dreifbýli eru til muna betri en áður var. Ólæsi meðal fullorðinna er minna og tekjur hækka. Mörg þróunarríki hafa farið fram úr þró- uðum ríkjum í útgjöldum til menntunar. Vandi mannkyns er þó ærinn þótt margt hafi áunnist. í fyrrgreindri skýrslu kemur fram að meira en þrjátíu þús- und börn deyja á degi hverjum og um 790 milljónir manna búa við matarskort. Á það er bent að jafnvel meðal OECD- ríkja eru 8 milljónir manna vannærðar. Daglegar tekjur 1200 milljóna manna ná ekki 75 krónum á dag og um 100 milljónir bama um víða veröld búa ýmist eða vinna á göt- um úti. Ótalin eru hvers kyns önnur mannréttindabrot. Lífsgæði hér á landi eru mikil. Við höfum búið við góð- æri undanfarin ár og það mælist í skýrslu Þróunarstofnun- ar SÞ. í skýrslunni kemur fram að engir eru langlífari nema Japanir og jafnrétti kynjanna er, þrátt fyrir allt, hvergi meira en hér, að Noregi einum undanskildum. At- vinnuleysi er hverfandi, þjóðartekjur eru háar og þjóðar- framleiðsla mikil. Margt má þó betur fara í okkar samfélagi og í skýrslunni er bent á ýmsa veikleika. Athyglisvert er, í samanburði við önnur Norðurlönd, hve brottfaU úr framhaldsskólum er hátt hér á landi. Miðað við þau verðmæti sem fólgin eru í menntun stöndum við nágrönnum okkar talsvert að baki. Útgjöld til menntamála, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, er lægra hér en meðal annarra Norðurlanda. Ósiðir okkar í lífsstíl, sem áhrif hafa á líf og heilsu, mæl- ast einnig. Þannig reykja íslendingar meira en aðrar Norð- urlandaþjóðir. Hver fullorðinn íslendingur reykir að með- altali 2234 sígarettur á ári en til samanburðar má nefna að hver norskur frændi okkar reykir að meðaltali 759 sígarett- ur á ári. Við eigum einnig lítt eftirsótt Norðurlandamet í fjölda slasaðra og látinna í umferðinni. í þeim efnum er ekki hægt að tala um annað en ólíðandi ómenningu þar sem saman virðist fara lögleysa, kæruleysi, óvarkámi og vanbúið samgöngukerfi. Miðað við 100 þúsund ibúa slasast eða deyja 552 íslendingar í umferðarslysum. Til saman- burðar má nefna að sambærileg tala í Danmörku er 192 slasaöir eða látnir. Jónas Haraldsson * FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 Síðbúnar fréttir frá utanríkisráðherra „Utanríkisráðherra íslands getur ekki leyft sér að halda því fram að hann brjóti gegn stjómarskrá lands- ins með því að framfylgja samningnum um hið Evr- ópska efnahagssvœði án þess að gefa á því ítarlegar skýringar og segja með hvaða hcetti hann hyggist bregðast við. “ Utanríkisráherra ís- lands upplýsti okkur mn það fyrir fáeinum dögum að ríkisstjórnin starfi ekki í anda stjórnarskrár landsins. Ástæðuna kvað Hall- dór Ásgrímsson vera þá að EES-samningur- inn bryti í bága við stjórnarskrána. Svo var að skilja á ráðherr- anum að stjórnarskrár- brotin ágerðust jafnt og þétt eftir því sem Evr- ópusamstarfið dýpkaði og við inn- byrtum meiri löggjöf frá Briissel. Þessar fréttir eru síður en svo ný- næmi. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn samþykktu EES- samninginn árið 1993 gegn kröfum yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar um að fram færi þjóðaratkvæða- greiðsla um málið, þá var því statt og stöðugt haldið fram bæði af fræði- mönnum, innlendum og erlendum, stjórnmálamönnum og öðru áhuga- fólki að samningurinn stæðist engan veginn stjórnarskrá. Allar götur síö- an hefur ítrekað verið á þetta minnt. Nú hefur Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra tekið imdir þetta sjónarmið. Væg stjórnarskrárbrot? Þótt þetta séu þannig síðbún- ar fréttir sem að þessu sirmi koma úr munni Hafldórs Ás- grimssonar eru yfirlýsingar hans engu að síður háalvarleg- ar. Ef utanrikisráðherra lands- ins telur sig hafa vissu fyrir því að ríkisstjórnin og Alþingi brjóti gegn stjórnarskránni þá verður vart unað við aðgerðarleysi af hálfu þessara aðila. Fyrsta skref- ið hlýtur að sjálfsögðu að vera það að ráðherrann geri skilmerkilega grein fyrir því í hverju stjómarskrárbrotin liggja. Eftir yfirlýsingu af þessu tagi gengur ekki að ráðherra fari sem köttur í kringum heitan graut. Landsmenn eiga heimtingu á því að talaö sé hreint út og tæpitungu- laust um þessi mál. Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra þarf nú að gera grein fyrir því hvort það sé rétt- ur skilningur á yfirlýsingum hans um þetta efni að á upphafsskeiði EES-samningsins hafi brotin verið léttvæg - m.ö.o. framin hafi verið væg stjómarskrárbrot - og þau síðan ágerst. Ef þessu er þannig farið er nauðsynlegt að utanríkisráherra skýri nákvæmlega hvað hann eigi við. í framhaldinu væri rökrétt að spyrja um greinarmun á vægum og alvarlegum stjómarskrárbrotum. Er yfirleitt hægt að tala um væg Lítil þúfa veltir þungu hlassi Menn skyldu aldrei vanmeta áhrif heilbrigðrar skynsemi á jafnvel hina rótgrónustu pólitísku fordóma. Það er nú að koma í ljós, sem reyndar hefur verið vaxandi þrýstingur fyrir lengi, að viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu er slík pólitísk og efnahagsleg fjarstæða að henni verður ekki hald- ið til streitu. Fulltrúadeild Banda- ríkjaþings hefur nú samþykkt að aflétta fjögurra áratuga banni gegn sölu á matvælum og lyfjum til Kúbu, að vísu aðeins gegn staðgreiðslu. Þetta eru tímamót sem eiga meiri athygli skilda. Sú þúfa sem velti þessu mikla og þunga hlassi var Eli- an litli Gonzales, drengurinn frá Kúbu sem vakti svo heiftarleg póli- tísk viðbrögð hjá kúbverskum útlög- um, og ekki síður gagnviðbrögð með- al almennings, að þingið sá sig knú- ið til að taka sönsum. Það er í meira lagi fátitt að sex ára drengur hafi slík áhrif á samskipti ríkja sem Eli- an Gonzales. Um leið hefur leiðtog- um kúbversku útlaganna í Miami verið réttur slíkur löðrungur að óvíst er hvort þeir fá heyrnina aftur í bráð, hvað þá að á þá verði hlustað framvegis. Skilmálar Ekki er við því að búast að óeigingirni ráði ákvörðun fulltrúadeildarinnar. Þessi ákvörðun er að miklu leyti til komin vegna þrýstings bandarísku bændasamtak- anna sem sakna sárlega stórra markaða á Kúbu. Þau hafa mikil áhrif meðal repúblikana á þingi og komu meðal annars í veg fyrir lánsviðskipti við Kúbu. Engu að síður eru þetta þáttaskil í sam- skiptum Bandaríkjanna og Kúbu og hér eftir er ekki við öðru að búast en leiöin haldi áfram að opnast til full- komlega eðlilegra samskipta, eins og Bandríkjamenn hafa þegar við fyrr- um fjandmenn sína í Víetnam og Kína. Samskiptin við Norður-Kóreu og íran hafa meira að segja verið á sum- an hátt eðlilegri en við Kúbu. Þessi samþykkt þingsins opnar líka mögu- leika, sem áður voru lokaðir, á ferða- lögum Bandaríkjamanna til Kúbu. En fullt stjómmálasamband bíður betri tíma, væntanlega fram yfir kosningar, en úr því sem komið er er það nú aðeins tímaspursmál hvenær þessi þráhyggja Bandaríkjanna gagn- vart Kúbu, sem útlagarnir hafa í raun stjómað, hverfur endanlega i glatkistu kalda stríðsins. Málarekstur enn Ættingjar Elians í Miami (sem reyndar hvorki faðir hans né móðir höfðu nokkru sinni séð né kynnst) halda samt áfram málarekstri og heimta að Elian sjálfur fái að sækja um pólitískt hæli og verði kyrrsettur í Bandaríkjunum, í stað þess að fá að snúa heim til Kúbu með föður sínum sem hefur beðið dómsúr- skurðar í Bandarikjunum um mánaðabil. Alríkis- réttur hefur þegar úr- skurðað að hann skuli snúa heim með fóður sín- um, enda of ungur til að sækja um hæli, en ættingj- amir áfrýjuðu til hæsta- réttar í þeirri von að tefja málið. Úr- skurður Hæstaréttar féfl á miðviku- dag og þar urðu ekki þau undur og stórmerki sem kúbverskir útlagar vonustust eftir. Elian litli er þegar komin heim til sín eins og sjálfsagt hefði átt að vera frá upphafi og Ellian þar með slopp- inn endanlega úr klóm ættingja sinna og „frelsisvina". Þar með má fastlega vænta þess að þessu fárán- lega máli öllu saman sé lokið. Málin gagnvart Kúbu em samt ekki endan- lega útkljáð, óneitanlega eru þessar lyktir stórsigur fyrir Castro. Áhrifin em varanleg. Svo stórt skarð hefur verið rofið í viðskiptabannið gegn Kúbu að því verður ekki lokað úr þessu. Svo er Elian Gonzales fyrir að þakka og þeirri ofstopafullu og ósvífnu baráttu sem útlagar á Miami hafa háð. Segja má að þessar málalyktir staðfesti það sem fyrr var sagt, að heilbrigðri skyn- semi verður ekki misboðið endalaust. Allt er gott sem endar vel, og þar sem hæstiréttur staðfesti það sem hefði átt að vera augljóst frá upphafi hefur þetta furðulega mál fengið besta hugs- anlegan endi. Gunnar Eyþórsson „Svo stórt skarð hefur verið rofið í viðskiptabannið gegn Kúbu að því verður ekki lokað úr þessu. Svo er Elian Gonzales fyrir að þakka og þeirri ofstopafullu og ósvífnu baráttu sem útlagar á Miami hafa háð. “ Gunnar Eyþórsson blaOamaöur Með og á móti kniefhamálinu sanngjamir? Allt of þungir j Rannsóknir hag- fræöinga sýna að ■t forvarnagildi refs- W inga ræðst af tveimur þáttum, þyngd refsinganna annars vegar og líkunum á því að brotamennimir náist hins vegar. Þar sem líkumar á að brotamenn náist eru meiri á íslandi en víðast annars stað- ar í heiminum ættu refsingar hér almennt að vera vægari. Síðan er það að þeir sem selja Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor fikni- eru fómarlömb. efni eru ekki að valda fólki skaða í sama skilningi og þeir sem berja fólk til óbóta, brjótast inn hjá því eða hafa af því fé. Mennimir sem kaupa fíkniefni eru að skaða sjálfa sig og em því engin fómarlömb. Sé mið tekið af öllum þessum ástæðum tel ég að refsingamar hafi verið allt of þungar. Þaö mætti hins vegar þyngja refsingar fyrir ofbeldisglæpi því þar Rétt tekið á málum rTalið er sannað að þessir menn sem vom dæmdir hafi brotið af sér og með iðju sinni hafa þeir valdið tjóni og óhamingju annarra. Afleiðingar athafna þeirra era alvarlegar og hörmulegar og þeim hef ég oröið vitni að, bæði hjá neytendum ólög- legra fikniefna og þeirra nán- ustu. Sölumenn eiturlyfja verða að bíta úr nálinni og taka afleiðingum Theódór S. Halldórsson, frkvstj. SÁÁ gjörða sinna eins og aðrir sem fara ekki eftir lögum og almennum reglum í samfé- laginu. Þetta er hin viðurkennda leið til að refsa, að fangelsa og sekta, og ég get ekki séð annað á þessum dómum en að löggjafinn sé að taka rétt á málum. Ég set ekki út á dóma löggjafans og treysti þeim til að meta réttmæti og lengd refsingar. I þessari viku féllu þyngstu dómar Islandssögunnar í fíkniefnamáli. Akært var fyrir smygl á rúmlega 200 kg af fíkniefnum. Rmm voru sýknaðir og 14 voru dæmdlr til alls um 50 ára fangelsisvistar. Málinu er ekki lokið. stjórnarskrárbrot? Ef svo er, og sé það rétt að brotin hafi ágerst með ár- unum, var fyrrverandi utanríkisráð- herra þá ef til vifl smábrotamaður í samanburði við þann sem nú situr? Þörf á umburðarlyndl? Nú kunna einhverjir að vilja sýna utanríkisráherranum umburðarlyndi og skilning; hann hafi einfaldlega látið hrífast af eldmóði ungra framsóknar- manna á þingi þeirra og sagt heldur meira um tilfinningar sína í garð Evr- ópusambandsins en hann gerir að jafn- aði. Fram kom á þingi ungliðanna að þeir vilji margir hverjir ákafir inn fyr- ir Brússel-múrana. Ekki lasta ég það þótt menn gerist ákafir og tilfinningaríkir og almennt er það kostur að menn segi hug sinn aflan. Það á að sjálfsögðu við um Hafldór Ásgrímsson ekki síöur en unga fólkið. En sá er munurinn að utanríkisráðherra íslands getur ekki leyft sér að halda því fram að hann brjóti gegn stjómarskrá landsins með þvi aö framfylgja samningnum um hið Evrópska efhahagssvæði án þess að gefa á því ítarlegar skýring- ar og segja með hvaða hætti hann hyggist bregðast við. Ögmundur Jónasson Ummæli Framsókn aftur með R-listanum ■ „Auðvitað eru skiptar skoöanir meðal framsókn- armanna á ágæti þess að starfa með Sjáifstæðisflokkn- um í ríkisstjórn eins og aö starfa með vinstri flokk- unum í borgar- stjóm. Ég get þó fuflyrt af samtölum mínum við framsóknarfólk í Reykja- vík, að almenn ánægja er með störf meirihlutans í Reykjavík undir stjóm Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur. Þess vegna bendir ekkert til annars á þessari stundu en að Reykjavíkurlistinn muni bjóða fram í þriðja sinn árið 2002.“ AlfreB Þorsteinsson borgarfulltrúi f Mbl. 29. júnf. Spákaupmennska í fyrirtækjum? „Talað er um nokkra áhættu- sjóði, bæði inn- lenda og erlenda. Einnig er talað um ýmsa fjár- sterka einstak- linga hér á landi sem hafa verið að taka stöðu í gjald- eyrisviðskiptum. Ekki er óhugsandi að stærstu fyrirtækin, sem eru með fjárstýringardeildir, hafi verið á hreyfingu. Með áhuga þessara aðila í huga má eiga von á meiri sveiflum en við höfum séð hér á undanfom- um árum.“ Yngvi Örn Kristinsson, framkvstj. í Seöla- bankanum, í viötali viö Dag 28. júní. Alfarið í höndum biskups „Ég sagði það strax að þjóðkirkj- an ætti að hafa þessa messu al- gjörlega útaf fyrir sig. Mér sýnist aö fulltrúar annarra söfnuða séu þama meira til skrauts. Ég gagnrýni þetta ekki, málið er alfarið í höndum biskups. Hann vfll hafa þetta svona. Aflan tímann vildum við fá að taka þátt í hátíðinni með því að fagna með okkar hætti, en ekki afsíðis í gjám sem era fjarri umferð og erfitt að komast í. Við eram þakklátir fyr- ir að komast á vellina sjáifa." Gunnar Þorstelnsson, forstöBum. Krossins, í viBtali viB Dag 29. júni. r Gæsla landhelginnar s/v af Reykjanesi Eins og fram hefur komið í frétt- um lýstum við, nokkrir skipstjórar hér á úthafskarfamiðunum, óánægju okkar með gæslu landhelginnar hér suðvestur af Reykjanesi. í framhaldi af því er sjálfsagt að upplýsa fólk um það hvað er í gangi hér á miðunum. En málið í hnotskum er aö það er árvisst að karfaveiðin byrjar hér við 200 sml alveg við hrygginn, og síðan gengur karfinn norður eftir. Nú hin síðari ár hefur aðalgangan gengiö inn í landhelgina og þar hafa íslensku skipin getaö athafnað sig óáreitt og tekið góðan afla í maímán- uði. En hluti göngunnar fer norð- vestur með línunni og þar hafa út- lensku skipin verið að veiöum. Þeg- ar tregast hjá okkur leitum við út að línunni aftur, og þá kemur þetta merkilega fyrirbæri að fiskurinn virðist afltaf safhast á línuna og rétt innan við. Ef við finnum karfa við línuna líður yfirleitt ekki á löngu áöur en útlendingamir era komnir ofan í okkur, og þá byrjar slagurinn. Getur skipt sköpum Venjulega gengur aflt vel og litlir árekstrar mifli manna, en það sem fer í taugarnar á okkur er að þegar við þurfum að hrekjast undan er- lendum skipum sem koma og draga innan landhelginnar þetta 0,1 til 0,6 sml. Nú hugsa örugglega margir sem svo: Nú, er ekki verið að tala um lengri vegalengd en þetta? En þótt ekki sé verið að tala um langa vega- lengd, þá getur bara 0,1 sml skipt sköpum um hvort við komumst í torfuna eða ekki. Okkar skoðun er sú að væri hér statt gæsluskip að þá myndu þeir halda sig utan við og allt gengi vel, því við höfum séð þaö þegar hér var varðskip um tima fyrir nokkrum árum að þá héldu þeir sig utan við. Einnig tölum við þar af reynslu sjálf- ir þar sem viö höfum unnið við samskonar aðstæður og þeir, en munurinn var sá að á því svæði var gæsla til að passa upp á að menn væru ekkert að teygja á linunni. Ég tel að hið sama eigi við hér og á götum Reykjavikur, að gæslan sé sýnfleg. Það hefur verið sagt að gæslan hafi ekki nógu stórt skip til að sinna þessu. En því er til að svara, svo aft- ur sé vitnað til umferðargæslu, að þú tekur sama tillit til lögreglu hvort sem hún er á mótorhjóli eða í stór- um bíl. Allir vita að þessi staður er árviss álagspunktur í landhelginni frá miðjum apríl til júníloka, þannig að þetta er ekkert nýtt sem er að ske í ár. Gæslu viö mesta álagið Ég held að hvergi reyni meir á okkar landhelgi held- ur en á þessum stað á þessum tíma, þannig að stjórnvöld gætu, væri áhugi fyrir hendi, tryggt fjármagn til þess að halda hér úti skipi þennan tíma. Það væri örugglega hægt að fá eitthvert skip á leigu, mála það grátt og láta það sigla hér um og sinna þessu eftirliti. Það þætti ekki gott skipulag ef allt lögreglulið lands- ins væri sent norður á Þórshöfn á sama tíma og Kristnitökuhátíðin fer fram á Þingvöllum. Manni finnst eðlilegt að gæsla sé þar sem álagið er mest á hverjum tíma. Það er gerð sú krafa til ís- lenskra skipa sem stunda veiðar á þessu svæði að þau tilkynni á klukkustundarfresti til gæslunnar og ef eitthvað bilar í þeim búnaði er komið skeyti um hæl og við vinsam- legast beðnir að koma lagi á hlutina strax. Og þrátt fyrir þessar klukku- stundartilkynningar verð- um við einnig að senda skeyti þegar við foram yfir línuna inn á út- hafskarfasvæðið. Þannig að eftirlitið með okkur er mjög mikið þótt maður átti sig ekki alveg á því hvers vegna það þarf svona gífurlegt eftirlit með íslenskum skipum á þessu svæði, en sjátfsagt er einhver tilgangur með því þó hann sé okkur hul- inn. Sé þetta borið saman finnst manni ekkert samræmi í hlut- unum, nema þannig sé litið á, að við reynum allt til að fara fram hjá þeim reglum sem okkur eru settar, en út- lendingarnir séu svo kurteisir að þeir virði allar reglur og lög. - Von- andi sjá íslensk stjómvöld nú til þess að Landhelgisgæslan fái nægilegt fjármagn tfl að sinna sínu starfi og geti haldið uppi eðlilegri gæslu á haf- svæðinu í kringum landið. Það hlýt- ur að vera metnaðarmál okkar að landhelgin sé virt. Kristinn Gestsson Kristinn Gestsson skipstjóri á Snorra Sturlusyni RE 219 „Vonandi sjá íslensk stjómvöld nú til þess, að Land- hélgisgæslan fái nœgilegt fjármagn til að sinna sínu starfi og geti haldið uppi eðlilegri gœslu á hafsvœðinu í kringum landið. Það hlýtur að vera metnaðarmál okk- ar að landhelgin sé virt. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.