Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 3
Ifókus Vikan 30. iúní til 6. iúlí lifið -E-^-T I R y I N N U í kvöld frumsýnir Háskólabíó Sweet and Lowdown eftir Woody Allen. Þetta er mynd númer 30 hjá meistaranum og er með mjög sterkt þema sem fáir tónlistaráhuga- menn ættu að láta fram hjá sér fara. Og ekki heldur allir almennilegir bíógestir. Eins og sjá má hér að neðan er Woody eitthvað sem allir ættu að rifja upp. Myndirnar hans Woody: Smelltu þér á nœstu leigu. Celebrity (1998) Deconstructing Harry (1997) Everyone Says I Love You (1996) Mighty Aphrodite (1995) Bullets Over Broadway (1994) Manhattan Murder Mystery (1993) Shadows and Fog (1992) Husbands and Wives (1992) Alice (1990) Crimes and Misdemeanors (1989) New York Stories (1989) (3ja myndin) Another Woman (1988) Radio Days (1987) September (1987) Hannah and Her Sisters (1986) The Purple Rose of Cairo (1985) Broadway Danny Rose (1984) Zelig (1983) A Midsummer Night’s Sex Comedy (1982) Stardust Memories (1980) Manhattan (1979) Interiors (1978) Annie Hall (1977) Love and Death (1975) Sleeper (1973) Everything You Always Wanted to Know About Sex (1972) Bananas (1971) Take the Money and Run (1969) What’s Up, Tiger Lily? (1966) 1 viö mælum meö ...frjálsri samkeppni á símamark- aði. Þetta er að sjálfsögðu nokkuð sem allir vita - símtöl kosta minna, maður á loksins val við hvern mað- ur verslar og M* Sweet and Lowdown er þrítugasta mynd Woody Allens og skartar m.a. Sean Penn í aðalhlutverki. I I r Það er sniUmgurinn Sean Penn sem er Woody Allen innanhandar í djassorgíunni Sweet and Lowdown sem nú er verið að frum- sýna. Þessi fyrrum kærasti Madonnu leikur andhetjuna og djassgítarleikarann Emmet Ray sem sparkaði í stelpur, gangstera, tónlistarmenn og eigin frama á fjórða áratugnum. Hann er engu að síður hreinn skáldskapur þó fyrir- myndimar eigi sér eflaust stoð í raunveruleika djasssenunnar. Fáviti og snillingur Við erum að tala um bitra en sæta kómedíu frá snillingi íróní- unnar, Woody Allen. Og hann skrifar auðvitað handritið, gamli perrinn. En Woody svipar líka soldið til Emmets Ray. Hann er andhetja og listamaður. Hefði auð- veldlega getað klúðrað sínum mál- um rétt eins og Emmet. En Emmet er heltekinn af djasshetjunni Django Reinardt (leikinn af Michael Sprague og þetta virðist vera fyrsta myndin sem hann leik- ur i) og allir sannir djassarar ættu að kannast við kauða. Hann á víst að heita besti gítarleikari í heimi, fyrr og síðar. Og Emmet er það auðvitað líka. Hann er þessi mis- skildi listamaður sem aldrei verð- ur neitt úr af því að hann er svo mikill fáviti. Aðalleikkona sem segir ekki neitt En það sem gefur sögunni tvist er samband Emmets við þvottakon- una Hattie sem leikin er af ungri, breskri leikkonu, Samantha Morton heitir sú (hún hefur leikið í fullt af litlum, breskum myndum og komið fram í enn minni sjón- varpsþáttum). Það fyndna við þetta mikilvæga hlutverk er að Sam- antha fær ekki að segja eina línu í myndinni. Hún gjóar bara augun- um og flissar. Þannig er Woody Allen líka. Hann er maður sem fer sínar eigin leiðir og ótrúlegt að hvað hann nær alltaf að laða til sin leikara. Greinilegt að Mia hefur miklu minna púll í Hollywood en gamli perrinn. Myndin er sýnd í Háskólabíói. 41 ALhu getur sniðgeng- i5 lélega þjón- ustu. Sérstak- 5 lega skal benda á snillingana í Tal sem eru komnir til að vera. ...hádegisleikhúsinu BJÖRNINN. Loksins fá kynin tækifæri til þess að bjóða einhverjum nýjum vini/vin- konu á Þ e t t a ' i~ i " iÚMwmi k o s t a r ekki mik- ið, þú get- ur fengið fína súpu, þarft ekki að taka þér fri í vinnunni, getur hlegið eins og fífl og losnað við deitið á innan við klukkutíma ef hann eða hún er leið- inleg. Gangi hins vegar allt að ósk- um er hægt að hringja sig veikan eft- ir hádegi. ...að fara í meðferð. Það hefur aldrei verið eins góður timi til þess að fara í meðferð og akkúrat núna. Sumarsólstöð- urnar voru um daginn þannig að það er farið að styttast aftur í veturinn og myrkrið sem fylgir honum. Þá er líka fátt jafn rómó og að sitja á alkafundi með kakóbolla og heyra frá fólki sem hefur það mun verra en þú. Síðan er líka svo mikið af fallegu fólki í AA-samtökunum. ...að sniðganga Kristnihátíð- ina á Þingvöll- um. Hverjum langar til þess að fara á Þing- velli og sitja fastur í umferðarteppu tímunum skiptir? meira nice að vera bara í bænum og fá sér ís, henda brauði í endurnar á Tjörninni og vera í svolitlum sumar- fíling. Þið sem eruð alveg að deyja úr guðhræðslu ættuð bara að drífa ykkur á Þingvöll og bíða eftir næsta skjálfta. 5 Í Slíkfahúsiö VOGUR miklu „Ég verð að vinna alla helgina á Prikinu. Á fostudagsmorgun ætla ég þess vegna að sofa út en svo er ég hugsa um að reyna að taka eitthvað tiL Ég fer að vinna kl. 18 og verð bara vonandi að vinna sem lengst. Eft- ir vinnu er svo farið á djammið með vinnu- félögunum og ég býst fastlega við því að ég fari á Thomsen að skralla þar. Á laugardaginn hugsa ég að ég borði morgunmat héma á Prikinu eða á Gráa kett- inum með einhverjum og ætli ég fari svo ekki í sund í Árbæjarlaugina áður en ég fer aftur að vinna kl. 18. Laugardagskvöldið verður ábyggilega „repeat” á kvöldið áöur, bara opið enn þá lengur og enn þá meira stuð. Á sunnudagsmorgun ætla ég að sofa enn lengur út og mæti svo aftur i vinnuna kl. 18. Áður en ég fer í vinnuna ætla ég að fá mér eitthvað gott að borða, til dæmis á Grænum kosti eftir langa helgi.“ Hákon R. Jónsson, skemmtanastjóri á Prikinu Einmitt þcgar manni fmnst að lífið gæti ckki vcríð ömulegra þá gerist eitthvað hræðilcgt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.