Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 5
Diuuvta. Ifókus Vikan 30. iúní til 6. iúlf lifið E E,„I...I..B V I N N u Kuran kom Kuran kompaníið varð til í vetur. Þetta er óhefð- bundinn tóniistar hópur sem spilar djass og klassík og fer frjálslega með flutning tónverka. Kuran kompaní er tónlistarhóp- ur sem stofnaður var í vetur en kompaníið skipa þau Hafdís Bjarnadóttur gítarleikara og Szymon Kuran fiðluleikara. Kur- an kompaníið hefur ekki komið víða fram en hefur samt hlotið at- hygli fyrir skemmtilega tónleika. „Já, við byrjuðum nú eiginlega bara að spila saman í vetur og höfum upp frá því bara verið að semja og æfa okkur. Hann Szymon hafði verið að spila á Næsta bar og hafði samband við mig og þannig byrjaði Kuran kompaní. Við höfum aðeins verið að spila og núna i júní vorum við til dæmis á Næsta bar en þá vor- um við með kontrabassa- og hörpuleikara með okkur,“ sagði Hafdís þegar Fókus spjallaði við hana. Á Strikinu En hvað er það sem Kuran kompaníið er að spila? „Við spil- um djass og klassík með áhrif úr ýmsum áttum. Þetta er eiginlega alls konar tónlist og við förum frjálslega með það hvernig við förum með efnið. Við spilinn bæði alll Hafdís Bjarnadóttir gítarleikari er annar helmingur Kuran kompaní en félagi hennar í kompaníinu er Szymon Kuran fiðluleikari. frumsamið efni og efni eftir aðra og spinnum oft bara á staðnum." Kuran-hópurinn fer til kóngsins Köben í ágúst þar sem þau ætla sér að spila fyrir mannfólkið á Strikinu. „Já, við verðrnn á Strik- inu í ágúst og svo ætlum við að taka upp geisladisk sem við ætl- um okkur að selja eftir póstlista. Póstlisinn virkar þannig að fólk skrifar niður netföngin sín á lista hjá okkur á tónleikunum og svo verður haft samband við það þeg- ar diskurinn kemur út. Kuran kompaníið verður á næstunni í Kaffileikhúsinu. „Þar verða með okkur dansarar og kontrabassaspilari. Ég veit ekki ' alveg hvemig þetta verður hjá okk- ur en það kemur að öllum likind- um finnskur dansari auk nokkurra íslenskra og svo gerum við einhvern skemmtilegan spuna úr þessu öllu sarnan." Dúettinn Kúran kompaníið kemur næst fram á Sóloni ís- landusi á miðvikudagskvöldið klukkan 21.00 og þá án allra auka- gesta. Fólk ætti endilega að kíkja á þennan sniðuga dúett. í kvöld verður frumsýnd í Stjörnubíói The Muse með þeim Sharon Stone, Andie MacDowell og Jeff Bridges í aðalhlut- verkum. Myndin fjallar um stúlku sem ekki er öllum kunn: r Herkúlesar Við íslendingar erum það nýj- ungagjöm að það fer í taugamar á okkur þegar myndir era frumsýnd- ar hér á landi tæpu ári eftir að þær em frumsýndar í Bandaríkjimum. Hvað þá ef það er háift ár frá fram- sýningunni í Malasíu. Og þetta er raunin með bíómyndina The Muse eftir Albert Brooks sem Stjömubíó framsýnir í kvöld. Dóttir Zeusar Það er Sharon Stone sem leikur The Muse - skáldagyðjuna, dóttur Zeusar (Seifur, gríski guðinn, mun- iði?), sem merkir að hún er systir Herkúlesar. Sharon þaröiast vart kynningar en hún kom fram með krafti fyrir nokkram árum og hefur síðan gert litið af viti síðan hún lék í Casino. En þessi gyðja sem hún leikur ræður sig í vinnu hjá hand- ritshöfundinum Steven Philips (leikinn af leikstjóranum sjálfum, Albert Brooks, en vinur hans sem reddar honum gyðjunni er leikin af Jeff Bridges) og á að innspíra kauða en hann missti nýlega vinn- una og getur ekki skrifað. Og Steven þessi er það þurfandi að hann sam- þykkir öll skilyrði gyðjunnar um að hún megi jafhvel flytja inn til hans. Það fer að vísu illa í konuna hans (leikin af Andie Macdowell - hún lék í Four Weddings and a Funeral, Bad Girls, Groundhog Day og fleiri, fleiri, fleiri) til að byija með en það snýst við þegar konunni fer að líka svona helvíti vel við gyðjuna. Þá verður kallinn öfundsjúkur og þar með er komin skemmtileg klemma. Enginn las handritið Sagan segir að enginn af þeim sem leikur í myndinni hafi lesið handritið þegar þau sögðu já við því að leika í myndinni. Albert kallinn hringdi bara í þetta lið og þeim fannst hugmyndin svo góð að þau sögðu strax ,já“. Og öll segjast þau ekki sjá eftir því i dag. Enda hefur Albert Brooks alltaf gert finar „feel good“-myndir. Það leið alla vega engum illa þegar gengið var út af myndum á borð við Mother, Defend- ing Your Life, Lost in America, Modem Romance og Real Life. Auk þeirra leikara sem nefndir hafa verið hér að ofan leika þau Cybill Sheperd, Lorenzo Lamas, Jennifer Tilly, Rob Reiner, James Cameron og Martin Scorsese öll sjálf sig í myndinni. Hún er sýnd I Stjömubíói.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.