Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 2
18 MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2000 Sport DV MánúdágsviStaliö KR-ingar eru búnir að tapa 12 stigum í fyrstu níu leikjunum eða þrem- ur fleiri en á öllu tímabilinu í fyrra. undir hans sljóm og tapaði að- eins tveimur en Pétur hefur náð 55,5% árangri með KR-liðið til þessa. ^^^\^^^^leikjunum í sumar en hafa aft- ur á móti aðeins unnið tvo af níu seinni hálfleikjum og tap- að þremur. KR-ingar hafa tapað tveimur heimaieikjum í sumar eða tvö- falt meira en í öllum átján leikj- unum undir stjóm Atla Eð- valdssonar. KR hefur ekki unnid í síðustu fjórum leikjum sínum í deild- inni en það em tólf ár síðan KR hefur beðið lengur en fjóra leiki eftir sigri þegar liðiö vann ekki í síðustu sex leikjum sínum 1988. KR-ingar hafa skoraó átta af 12 mörkum sínum i fyrri hálf- leik og markatala liðsins í seinni hálfleik er aöeins 4-6. Markatala KR-liðsins í fyrra í seinni hálfleik var 23-7, þar af 11-5 eftir fyrstu níu leikina. Guómundur Benediktsson var búinn að leggja upp fimm mörk eftir fyrstu níu leÚcina í fyrra, Guðmundur á enn eftir að leggja upp mark í sumar. -ÓÓJ Pétur Pétursson náði 69,7% ár- angri með Keflavíkurliðið 1994, liðið vann þá sjö leiki af ellefu KR-ingar hafa ekki verið und- ir eftir fyrri hálfleik í fyrstu níu íslands- og bikarmeistarar KR hafa ekki náð sannfærandi úrslitum í síðustu leikjum. Þrjú stig eru uppskeran í síðustu fjórum leikjum og eru neikvæðar raddir famar að hljóma um vesturbæinn. Það er skrýtið í ljósi þess að KR hefur verið í efsta sæti Landssimadeildarinnar lungann úr mótinu og er nú í öðru sæti. Það er því mikil pressa á Pétri Péturssyni, þjálfara KR-inga, jafnvel meiri heldur en gengur og gerist erlendis. - Hvemig er að þurfa að búa við þessa pressu sem er á þjálfara KR ef hlutimir ganga ekki nákvæmlega upp? Ég fmn að sjálfsögöu fyrir pressu en hún kemur ekki endilega frá félaginu sjálfu. Ég set pressu á sjáifan mig því ég vil vinna titla. Ég sagði það fyrir mót að það eina sem kæmi til greina hjá KR-ingum væri að vinna alla þá titla sem í boði væm og við það stend ég. Það er meira en ég hef heyrt nokkum annan þjáifara í efstu deild segja. Menn losa sig oft undan pressu með því að setja fram loðin markmið en þannig er þaö ekki hjá mér. Þegar ég spilaði sjálfur setti ég mér ávallt há markmið og reyndi að vinna út frá þeim. Ég get því miður ekki spilað sjálfur lengur en ég treysti strákunum í liðinu 100% til að klára dæmið sem viö byrjuðum á. - Ertu sáttur við leik liðsins og stöðu eftir níu umferðir? Ég er ekki sáttur við að vera í öðru sæti. Mér fmnst við eiga meira skilið miðað við það hvemig KR-liöið hefur spilað. Liðið hefur verið að spila góða knattspymu og þá hafa fyrri hálfleikimir oft verið sérstaklega góðir. Það hefur hins vegar ekkert dottið fyrir okkur. Við höfúm nýtt færin illa og við það hefur myndast ákveðið óöryggi i liðinu. Við höfum ekki náð að klára leikina strax í byrjun og hleypt andstæðingimum óþarflega mikið inn í leikina. Heppnin virðist hafa tekið sér bólfestu alls staðar annars staðar en í vesturbænum og hún er mikilvæg ef árangur á að nást. - Hvað hefur vantað í leik KR-liðsins? Ég er svo sem ekkert óánægður með leik liðsins. Ég leyfi mér að fullyrða að við höfum fengið sex til sjö dauðafæri að meðaltali í hverjum einasta leik, ef leikurinn gegn ÍBV er undanskilinn, án þess að andstæðingamir hafi fengið eitt einasta. Það sýnir betur en nokkuð annað að við erum að reyna eftir fremsta megni að spila sóknarknattspymu á meðan önnur lið liggja í skotgröfunum og bíða færis. Þaö er hins vegar alveg ljóst að við verðum að nýta færin betur. Það er staðreynd að ekkert lið hefur efni á að misnota sex til sjö dauðafæri í leik. - KR-liðið hefur ráðið ferðinni í fyrri hálfleik í vel flestum leikjum en síðan bakkað og gefið hinu liðinu færi á að komast inn í leikinn. Hvað veldur? Staðreyndin er sú, og það þekkir maður sem gamall leikmaður, að þegar færin falla ekki okkar megin grípur um sig hræðsla og menn hörfa ósjálfrátt. Hins vegar eru tvö lið inn á vellinum í hverjum leik og einhvem tima í leiknum þarf hitt liðið að sækja. Þegar lið spila eins framarlega og KR-liðið hefur gert í sumar er alltaf hætta á fá á sig mark. Við höfum líka átt í vandræðum með meiðsli. Frá því að mótið byrjaði hafa miðjumennirnir okkar verið mikið meiddir sem er mjög slæmt þar sem leikur liðsins stýrist mikið af miðjumönnunum. - Hvaða breytingar ætlar þú að gera í ljósi úrslita síðustu leikja? Það er mikið af leikjum fram undan, aðeins þrír dagar á milli leikja og því lítill tími til breytinga. Að visu eiga þessir leikir að koma mönnum i betra form og ég hef fulla trú á að við vinnum okkur út úr þessu. Við erum búnir að vera á toppnum nánast allt tímabilið þrátt fyrir að lykilmenn hafi verið meiddir og ég fer ekki ofan af því að KR er meö besta lið á íslandi í dag. Ef það er krísa í vesturbænum þá velti ég þvi fyrir mér hvemig staðan er hjá hinum liðunum. Við höfum allt til alls, frábæra leikmenn, frábæra stuðningsmenn og frábæra umgjörð og ég held að það sé aðeins tímaspursmál hvenær KR-liðið hrekkur í gang. -ÓHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.