Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2000 27 Sport í I i i I . ! I Mörg stór nöfn með lausan samning í NBA-deildinni fyrir næsta ár: Fjörugt sumar Júlímánuður verður fjörugur í NBA- deildinni þrátt fyrir að engir leikir fari fram fyrr en í nóvember og allir leik- menn deildarinnar séu í sumarfríi. Ástæðan er að á laugardag opnaðist leik- mannamarkaðurinn á ný og næsta mán- uðinn keppast liðin um að heilla þá leik- menn sem eru með lausan samning með alls konar gylliboðum. Engar undirrit- anir eru þó teknar gildar fyrr en 1. ágúst en þar sem margir sterkir leikmenn eru lausir og liðugir má búast við þónokkrum breytingum á deildinni. Það sem hindrar oftast að leikmenn fari þangað sem þeir vilja er launaþak NBA-deildarinnar, því flestir þessara stórstjama eru að eltast við þykk launa- umslög sem gerir starf eigenda erfltt og streitufullt næsta mánuðinn þar sem ekki má fara upp fyrir launaþakið. Tvö lið, Chicago og Orlando, hafa í raun ein pláss imdir launaþaki sínu til að bæta við stórstjörnum en það ætti þó ekki að hindra önnur lið I að betrumbæta leikmannahópa sína. Orlando hóf taugastríðið á leik- mannamarkaðnum þegar það losaði pen- ing með því að skipta út Derek Strong og Corey Magette auk annarra minni breytinga og hefur rúmlega 1600 milljón- ir til umráða þegar það leggur í leik- mannaleit eða 250 milljónum meira en Chicago. Orlando-liðið náði 50% árangri í vetur undir stjóm þjálfara ársins, Doc Rivers, án þess að vera með stórstjömu innanborðs og því útlit fyrir spennandi tíma á Flórída næsta vetur kræki liðið í sterka(n) leikmenn. En hverjir eru eftirsóttastir í sumar. Litum aðeins á stærstu nöfnin sem eru komin út á markaðinn að þessu sinni. Hvaö gerir Tim Duncan? Tim Duncan átti erfitt timabil í vetur eftir meistaratímabil þar á undan. Hann lenti í meiðslum og það var ekki síst vegna þess sem titilvörn Spurs endaði í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Duncan er lykilmaður í atburða- rásinni fram undan og það er sagt að margt komi ráðist af því hvað Tim ger- ir. Annað stórt nafn í svipaðri stöðu er Grant Hill en gengi Detroit hefur ekki verið sannfærandi undanfarin tímabil og Hill sem meiddist í lok timabilsins gæti verið að hugsa sér til hreyfings. Báðir þessir leikmenn eru eftirsóttir hjá forráðamönnum Orlando Magic og það hefur pláss fyrir þá báða. Hill er eft- irsóttari og orðrómur er um að sex lið hugsi sér að næla í kappann en líklegast Grant Hill, Detroit Pistons. Tracy McGrady, Toronto. Tim Duncan, San Antonio. Eddie Jones, Charlotte Hornets. Jalen Rose, Indiana Pacers. n Jff er að hann gefi sínu liði, Detroit, enn eitt árið til þess að rétta úr kútnum. Auk þessara tveggja frábæru leik- manna eru tveir bakverðir til viðbótar sem hafa mikil áhrif á önnur skipti í sumar, hinn ungi Tracy McGrady hjá Toronto og Eddie Jones hjá Charlotte. Fimmta stórstjarnan á markaðnum er Jalen Rose hjá Indiana en hann vann sig upp mörg þrep með frábærri úrslita- keppni í vetur. Það á enn eftir aö ráða þjálfara hjá Indiana og hver það verður þykir ráða miklu um hvað Rose gerir. Ráði Indiana æskuhetju hans, Isiah Thomas, þykir liklegt að hann semji um áframhald hjá Indiana Pacers en alls eru sex lykilmenn Pacers-liðsins með lausan samning. Meistaramir í Lakers þykja líklegast- ir til að krækja í Brian Grant hjá Portland og styrkja þá veikasta hlekk liðsins síðasta vetur, stöðu kraftfram- herja. Það að liðið lét járnmanninn A.C. Green lausan gefur til kynna að þar á bæ ætli menn að gefa allt í það að ná í Grant sem fékk lítið að spila hjá Portland í vetur. Þeim leikmönnum sem eftir standa má skipta í nokkrar fylkingar. Hér eru nokkrar framtíðarstjörnur deildarinnar, menn eins og framherjamir Rashard Lewis, hjá Seattle, Tim Thomas, hjá Milwaukee, Austin Croshere hjá Indi- ana og Maurice Taylor hjá Clippers auk Derek Anderson bakvarðar og félaga Taylor hjá Clippers en þeir eru lítið spenntir fyrir að halda áfram martraðardvöl sinni hjá „áberandi slak- ara“ liði Los Angeles-borgar. Á listanum sem má finna allan hér til hliðar er einnig mikið um stjömur fyrri ára sem eru á síðustu dropunum. Þetta eru menn eins og Reggie Miller og Mark Jackson hjá Indiana, Glen Rice hjá Lakers, Toni Kukoc hjá 76ers og Tim Hardaway hjá Miami. Allir eiga þeir nokkur góð ár í viðbót en eru komnir yf- ir sitt besta. Að lokum má nefna nokkra „ódýrari" leikmenn eins og Ron Mercer og Hubert Davis hjá Dallas, Howard Eisley hjá Utah, Anthony Carter hjá Miami og John Amaechi hjá Orlando. Allir eru þeir góður liðstyrkur til þeirra liða sem næla í þá án þess að þýða að ótrúlegar upphæðir fari til þeirra úr bankanum. Nú er bara að bíða og sjá hvaö gerist næsta mánuðinn, aðdáendur deildarinn- ar ættu að fá nóg af fréttum af NBA þótt ekki séu leikir í gangi fyrr en eftir fjóra mánuði. -ÓÓJ Hverjir eru lausir í NBA: Atlanta: Bimbo Coles, LaPhonso Ellis. Boston: Danny Forston, Pervis Ellison, Doug Overton. Charlotte: Eddie Jones, Todd Fuller, Chucky Brown, Bard Miller, Michael Hawkins. Chicago: Randy Brown, Chris Carr, Dickey Simpkins, Chris Anstey, Will Perdue, Michael RufFm, Matt Maloney, Fred Hoiberg. Cleveland: Danny Ferry, Ryan Stack, Earl Boykins, Lari Ketner. Dallas: Hubert Davis, Gary Trent, Greg Buckner, Bruno Sundov. Denver: Trariq Abdul-Wahad, Roy Rogers, Ryan Bowen. Detroit: Grant Hill, John Crotty, Mikki Moore, Jud Buechler, Terry MiUs, Jermaine Jackson. Golden State: Tim Young, BiU Curley, Tony Farmer, Mark Davis, Adonal Foyle, Sam Jacobson. Houston: Tony Massenburg, Anthony MiUer, Cuttino Mobley, Devin Grey. Indiana: Reggie MUler, Jalen Rose, Sam Perkins, Rik Smits, Austin Croshere, Mark Jackson. L.A. Clippers: Anthony Avent, Derek Anderson, Pete ChUcutt, Maurice Taylor, Charles Jones. L.A. Lakers: Glen Rice, Brian Shaw, John Celestand, John SaUey. Miami: Tim Hardaway, Anthony Carter, Harold Jamison. Milwaukee: Tim Thomas, Darvin Ham. Minnesota: Joe Smith, Bobby Jackson. New Jersey: Scott BurreU, Sherman Douglas, Johnny Newman, KendaU GUl, Gheorghe Murersan. New York: Kurt Thomas, Andrew Lang, David Wingate, Rick Brunson. Orlando: Ron Mercer, Chucky Atkins, John Amaechi, Chauncey BUlups, Bo Outlaw, Anthony Johnson, Johnny Taylor, Monty WiUiams, Ben Waílace. Philadelphia: Tony Kukoc, Kevin Ollie, Ira Bowman, Antonio Lang. Phoenix: Oliver Miller, Todd Day, Todd BaUey. Portland: Greg Anthony, Brian Grant, Gary Grant, Antonio Harvey, Stacey Augman, Joe Kleine, Nikita Morgunov. Sacramento: Ty Corbin, Biil Wennington, Ryan Robertson. San Antonio: Tim Duncan, Antonio Daniels, Derrick Dial, Marip Ellie, Avery Johnson, Felton Spencer, Jerome Kersey. Seattle: Chuck Person, Rashard Lewis, Fred Vinston. Toronto: Tracy McGrady, Dee Brown, Muggsy Bouges, John Thomas, Sean Marks, Heywoode Workman. Utah: Armen GiUiams, Howard Eisley, Jacque Vaughn. Vancouver: Antoine Carr, MUt Palacio. Washington: Chris Whitney, Laron Profit, Jahidi White, Aaron WUliams, Don Reid. Gullmót í frjálsum íþróttum í Róm: Heimsmet - hjá Trine Hattestad og tvöfalt hjá Greene Norski spjótkastarinn Trine Hattested setti heimsmet á öðru gullmóti Alþjóða frjálsíþrótta- sambandsins sem fram fór í Róm á fostudag. Mótið var litríkt og fullt af landsmetum féll. Hattestad kastaði spjótinu 68,22 metra í kvennaflokki en metið var áður 67,09 m frá HM í Sevilla 1999. Spjótið í kvenna- flokki var þyngt 1999 og heims- metið þá endurræst. Tvö gull á klukkutíma Bandaríkjamaðurinn Maurice Greene sannaði fyrir öllum, að þær getgátur sem voru uppi um að hann væri ekki í formi, væru vitleysa. Greene vann tvö gull á klukkutima, fyrst 100 metrana á 9,97 og svo 200 metrana á 20,02 sekúndum en enginn hefur hlaupið hraðar í ár fyrir utan Michael Johnson. Fjögur unnu sína grein annað mótið í röð en það þarf fimm sigra til að komast yfir gullpott- inn. Þetta eru þau Ali Saidi-Sief frá Alsír sem vann 3000 metra hlaup á 7:27,87 mínútum, Kutre Dulecha frá Eþíópu vann 1500 metra hlaup kvenna á 4:02,92 mínútum, Tatyana Kotova frá Rússlandi vann langstökkið með 6,89 metar stökki og Maksim Tarasov frá Rússlandi með 5,80 metra stökki í stangarstökki. Marion Jones sýndi líka að hún er búin að ná upp sömu tök- um á 100 metra hlaupinu í kvennaflokki og Greene meö þvi að vinna örugglega á 10,91 sek- úndum. Eiginmaðurinn C.J. Hunter gaf Marion ekkert eftir og vann kúluvarpið með 21,34 metra kasti. Jones náði aftur á móti að- eins 3ja besta langstökkinu upp á 6,71 metra, styttra en Tatyana Kotova, Rússlandi, og Fiona May, Ítalíu (6,75 metrar). -ÓÓJ Maurice Greene fagnar hér sigri sínum í 200 metra hlaupi á gullmótinu í Róm sem jafnframt var hans annað gull á klukkutíma. Norski spjótkastarinn Trine Hattested sést hér setja heimsmet á gullmótinu í Róm um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.