Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2000, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2000 31 heimsmeti - fara í eina stærstu hópreiö sem farin hefur verið „Tvöþúsundkallarnir“ svonefndu, þeir Höskuldur Hildibrandsson, Þórður l>or- geirsson o.fl., sem eru stofnendur Team 2000, samtaka sem vilja stuðla að framfdr- um, fagmennsku og ýmsum uppákomum innan hestamennskunnar, ætla að brydda upp á ýmsum nýjungum á LM 2000. Sett verður á svið óútkljáð deUumál að hætti karlmanna sem staðið hefur í 1000 ár. Engan ætti að undra þó kvenfólk ráði þar miklu um. DeUan er um óút- kljáðan hehnanmund, eins og segir í tU- kynningu frá Team 2000. Fengnh- verða sannir vikingar tU að skera úr deUumál- um. Getur verið að deUan snúist um forkunnarfagran stóðhest? Tvœr efstu hryssurnar i 7 vetra og eldri flokknum á Lansdmóti 2000 eru frá Hól- um og í eigu Hólaskóla. Þetta eru þær ÞUja með 8,43 og Þula með 8,42 í aðaleink- unn. Báðar eru þær undan Kolfmni frá Kjamholtum sem verður heiðursverð- launastóðhestur ásamt Orra frá Þúfu á LM 2000. Félag tamningamanna fer fyrir hópreiö 2000 á setningardegi Landsmótsins á félagssvæði Fáks í Víðidal. Framkvæmdanefnd LM 2000 sem skipuleggur hópreið á setningardegi landsmótsins stefnir að því ásamt fé- lögum í öllum hestamannafélögum í landinu og öðrum gestum mótsins að setja heimsmet. Stefnt er að því á morgun, þriðju- dag, á setningardegi LM 2000, að fara í eina stærstu hópreið sem farin hef- ur verið. Framkvæmdanefnd móts- ins segir að markmiðið sé að tvö þús- und menn og hestar mæti til leiks en talið er að þar muni fara stærsta hópreið án vopna á friðartímum. Ef takmarkið næst fæst það skráð í heimsmetabók Guinnes. Bragi Ás- geirsson, formaður Fáks, segir að menn séu bjartsýnir á að þetta náist. Töluvert sé um að menn ætli að ríða á mótið og margar fyrirspumir ásamt skráningu í reiðina hafi farið fram á skrifstofu Fáks að undan- fómu. Hann segir að ef þetta takist muni það vekja mikla athygli og væri góð byrjun á því sem koma skal á LM 2000. Bragi viil benda fólki á að hægt er aö skrá sig í hópreiðina hjá öllum hestamannafélögum í landinu eða beint á skrifstofu Fáks. Frcunkvæmd hópreiðarinnar verð- ur með þeim hætti að safnast verður saman á stóra hringvelli Fáks. Fyrir hópreiðinni fara fánaberar, stjóm LH og ýmsir frammámenn þjóðar- innar. Því næst koma félagsmenn Fáks og þar á eftir koma öll önnur hestamannafélög í landinu í stafrófs- röð. Frá hringvellinum verður riðið í gegnum Víðidal og umhverfis Rauða- vatn þar sem samsíða fara þrír knap- ar en þar á eftir verður riðið til baka á hringvöllinn þar sem fram fer setn- ingarathöfn. Það er ailtaf tignarlegt að sjá hópreið og hvort sem tak- markið næst eða ekki verður þetta örugglega eftirminnileg stund fyrir þá sem taka þátt í henni. -HÓ Maöur sem fóörar hross í girðingu eða fer um annarra manna land þar sem hross eru á beit á sjálfur sök á því ef hann missir fingur í kjaft einhvers hross- anna. Þýska tímaritið Freizeit im Sattel 3/2000 greinir frá þessum dómsúrskurði þar sem hestur beit fmgur af manni sem reyndi í kjölfarið að kæra hesteigandann. Dómarinn leit svo á að maðurinn hefði sjálfur stofnað sér í þessa hættu með at- hæfi sínu og því væri hesteigandi ekki bótaskyldur. 10 stóöhestar með 1. verðlaun fyrir af- kvæmi eiga rétt á að mæta á LM 2000. Að- eins sex þeirra munu þó koma: þeir Gust- ur frá Hóli, Óður frá Brún, Þorri frá Þúfu, Galdur frá Laugarvatni, Kveikur frá Miðsitju og Piltur frá Sperðli koma með afkvæmahópa sína en Adam frá Meðalfelli, Safir frá Viðvík, Páfi frá Kirkjubæ og Platon frá Sauðárkróki munu sitja heima. Röö keppenda á LM 2000 má nú finna á heimasíðu Landssambands hestamanna- félaga (sjá slóð að neðan). Eins og fyrri daginn eru ekki allir jafnheppnir, sumir lenda framarlega í röð en aðrir aftarlega, sem þykir betra. í B-flokki eru það engin smáseiði sem hefja keppnina, Snælda frá Bjamanesi nr. 1 og Valíant frá Heggsstöð- um nr. 2. í A-flokki er það Skafl frá Norð- ur-Hvammi sem ríður á vaðið, hestur sem var nálægt því að komast í úrslit á LM ‘98. http://www.lhhestar.is Sa orörómur gengur nú fjöllunum hærra að verið sé að stofna hlutafélag um Töfra frá Kjartansstöðum og heildarverð- mæti hans sé metið 35 milljónir króna. Þegar sé búið að selja 11 hluti í hestinum á 700 þúsund krónur hvem hlut. Þorvald- ur Sveinsson á Kjartansstöðum segir að þessi orðrómur sé ekki úr lausu lofti gripinn. Nýr eigandi að hestinum sé Töfrafélagið ehf. og það verði formlega stofnað í þessari viku. Hann vildi þó ekki staðfesta hve marga hluti hann væri bú- inn að selja en sagðist búinn að selja nógu marga í bili. Hann myndi staldra við fram yfir landsmót og sjá hvernig fol- inn kynnti sig þar. „Ég mun áfram eiga meirihluta í hestinum þannig að það verða ekki seldir fleiri en 24 hlutir, alia vega ekki að sinni,“ sagði Þorvaldur í samtali við Eiðfaxa. Glæsileg hestamiðstöð tíraa og gefist vel en hana vilja þau kalla „viðhorf hestsins". Á Gauks- mýri verður einnig starfrækt hesta- leiga og gistiþjónusta. Mjög góðar reiðleiðir eru í nágrenninu. Nægir að nefna Vatnsnesið og yflr Hópið að Þingeyrum sem er ein sérstæöasta reiðleið sem tii er á landinu. Slík miðstöð eins og reist hefur verið á Gauksmýri er mikil lyftistöng fyrir hestamennskuna og atvinnulifið á svæðinu og er sönnun þess hverju einstaklingsframtakið getur áorkað. -HÓ Orri frá Þúfu á 34 afkvæmi af 248 sem hafa unnið sér rétt inn á LM 2000 í ein- staklingsdóma kynbótahrossa. Það eru tæp 14%. Á LM ‘98 var hlutur Orra í sama hópi 20% en þá voru einstaklings- sýnd kynbótahross ekki nema 104. Ekki munu öll hross sem rétt eiga mæta til kynbótadóms á LM 2000. Ágúst Sigurðsson hrossaræktarráðunautur reiknar með að um 220 hross mæti en auk einstaklingsdæmdra hrossa verður mikill fjöldi í afkvæmasýningum og ræktunarbússýningum. Þess má geta að LM ‘94 var einnig toppmót í Qölda kyn- bótahrossa en þá náðu 185 kynbótahross lágmörkum í einstaklingsdómi -HÓ Ein af þeim var Alfa Elfarsdóttir sem „hljóp“ gangtegundimar á fjórum fótum og gerði fimiæfingar einnig. ölfu tókst sérlega vel upp og talaði fólk um hversu hreingeng hún væri! Á Gauksmýri verða námskeið af öllu tagi haldin ásamt almennum tamning- um. Reist hefur verið reiðhöll og hest- hús endurbætt ásamt tamningagerð- um. Magnús Lárusson og systir hans Sigríður Lárusdóttir standa að hesta- miðstöðinni á Gauksmýri ásamt fóður sínum, Lárusi Þ. Valdimarssyni. Magnús hefur stundað ásamt Svan- hildi Hall, kennara við Landbúnaðar- háskólann á Hvanneyri og leiðbein- anda á Gauksmýri, nám í Bandaríkj- unum í hestafræðum. Þau kynntu sér tamningaaöferð sem stunduð hefur verið þar í langan I síðustu viku var vígsla á nýrri hestamiðstöð á Gauksmýri í V-Húna- vatnssýslu. Þar sýndu af því tilefni listir sínar ýmsir hestamenn úr hesta- mannfélaginu Þyt. Atriði sem börnin úr félaginu voru með vöktu sérstaka athygli fyrir frumlega framsetningu. Hestamiðstööin á Gauksmýri í V-Húnavatnssýslu var vígð sl. Aöstandendur að hestamiöstööinni á Gauksmýri. Frá vinstri: Jóhann Albertsson, Sigríöur Lárusdóttir, Lárus Þ. Valdimarsson, fimmtudag. DV-mynd MÓ Magnús Lárusson og Svanhildur Hall. DV-mynd MÓ K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.