Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 I>V Fréttir íslensku þorskseiöin lifðu af grænlenskan vetur: Grænlenskar utgerðir undirbúa þorskævintýri - reiknaö meö hundruð þúsunda tonna þorskveiði Þorskurinn kominn dv-mynd n Þessir grænlensku drengir mokuöu upp íslenskum smáþorski viö bryggjuna / Qaqartoq þegar DV átti leiö um. Græn- lendingar eru himinlifandi enda er mikil þorskaveisla í sjónmáli eftir mörg mögur ár. DV, QAQARTOQ: ___________________ Mikill spenningur er meðal út- gerðarmanna og sjómanna á Suður- Grænlandi vegna þess að íslands- þorskurinn er að koma upp að nýju eftir langt hlé. Síðastliðið sumar urðu fiskifræðingar á Grænlandi varir við mikið af seiðum og í vet- ur sagði Jens Engelstoft, fiskifræð- ingur í Nuuk, f samtali við DV, að mikil eftirvænting rfkti vegna þess að þorskseiði fundust við Græn- land og Grænlendingar biðu þess í ofvæni hvort þorskseiðin lifðu af veturinn. Mikið hefur orðið vart við eins árs þorsk við Suður-Græn- land í sumar og þykir einsýnt að seiðin hafi lifað af veturinn. Þar með eru rúm þrjú ár þar til græn- lensk fiskiskip og evrópsk geta mokað upp íslandsþorski. Þeir út- gerðarmenn sem DV ræddi við á Grænlandi voru á einu máli um að veisla væri fram undan eftir að þeim þykir einsýnt að þorskseiðin hafi lifað af veturinn. Einn þeirra útgerðarmanna sem DV ræddi við sagði að sér væri ekkert að van- búnaði um að hefja veiðar þegar þorskurinn hefði náð tilskilinni stærð. Hann sagði ástæðulaust að hafa samráð við íslendinga um veiðarnar. „Þetta er okkar þorskur og við ráðum hvemig við nýtum hann,“ sagði útgerðarmaðurinn sem harðneitaði að láta mynda sig eða tala undir nafni vegna þess hve viðkvæmt málið væri gagnvart ís- lendingum. Engelstoft fiskifræðingur hefur það hlutverk að fylgjast með þorsk- stofninum sem hrundi gjörsamlega árið 1986 eftir að íslensk þorskseiði höfðu gefið um 100 þúsunda tonna ársafla árið á undan. Síðan hefur ekkert veiðst utan fjarða á Græn- landi. Sem dæmi má nefna að árs- aflinn 1999 var innan við þúsund tonn. Um 1960 var ársaflinn aftur á móti yfir 300 þúsund tonn. Miklar vonir eru bundnar við upprisu þorskstofnsins á Grænlandi og þeir bjartsýnustu trúa því að ársaflinn verði 400 þúsund tonn sem gæfi allt að 50 milljörðum íslenskra króna í tekjur. Jens fiskifræðingur var i vetur varkár f svörum þegar hann var spurður um það hvort þessar væntingar væru raunhæfar. „Stóra spurningin nú er hvort seiðin hafi lifað af veturinn og séu nú ársgamall þorskur. Sá fiskur verður þó ekki veiddur fyrr en eft- ir þrjú og hálft ár. Því er ekki að neita að aðstæður í hafinu eru góð- ar með hærri sjávarhita en verið hefur um árabil," svaraði hann þá. Ef marka má þessi orð hans og mat útgerðarmanna og sjómanna á Suður-Grænlandi hafa nú vonir Engelstofts ræst. Aðeins á eftir að koma í Ijós hvemig hinum ís- lensk/grænlenska þorski reiðir af á næstu þremur árum. -rt Mikið um slys að undanföríiu: Óvenjumikið álag á gjörgæsludeildum - starfsfólkið keyrir sig út Óvenjulega mikið hefur verið að gera á gjörgæsludeildum borgarinnar síðustu vikur. „Hjá okkur hefur verið ansi mikið að gera, bæði vegna sjúklinga innan spítalans og eins vegna þess hve mik- ið hefur verið um slys að undanfórnu, bílslys og annað,“ sagði Ólafur Jóns- son, yfírlæknir svæfmga- og gjör- gæsludeildar Landspítalans í Foss- vogi. Ragnheiður Alfreðsdóttir, hjúkrun- arfræðingur og deildarstjóri gjör- gæsludeildar Landspítalans við Hring- braut, tók undir með Ólafi. Hún bætti því við að svo mikið hefði verið um slys að Landspítalinn við Hringbraut hefði þurft að taka við fórnarlömbum slysa frá Fossvogi, sem venjulega sér um alla slysasjúklinga. Ólafur sagði að oft sé meira að gera á gjörgæsludeildum sjúkrahúsanna á sumrin vegna þess að fólk er meira á ferli, fleiri erlendir ferðamenn eru á landinu og mikil umferð er, þannig að slysahætta eykst. Fjöldi sjúklinga á gjörgæslu getur haft í för með sér að draga þurfi úr að- gerðum sjúklinga sem þurfa að liggja á gjörgæslu eftir aðgerðina. „Það getur verið að það þurfi að fresta aðgerð í einn eða tvo daga. En oftast er nú hægt að bjarga því,“ sagði Ólafur. Hann bætti þvi við að álagið hafi ekki orðið til þess að sjúklingar séu útskrifaðir fyrr. „Það er enginn út- skrifaður fyrr en við teljum að það sé í lagi,“ sagði Ólafur. Álagið á starfs- fólkið hefur verið mikið og þurft hefur að kalla út aukavaktir vegna anna starfsfólks. „Við erum mjög undirmönnuð af hjúkrunarfræðingum. Það er mjög slæmt núna í sumar og heldur áfram, þetta er ekkert bundið við sumarið. Það er mikið vaktaá- lag á gjörgæslu, sem gerir það að verkum að hjúkrunarfræð- ingar vilja frekar vinna á deildum þar sem er minna vakta- álag,“ sagði Ragn- heiður. „Við mönn- um deildina meira og minna á auka- Sjúkraflutningar innan Reykjavíkur vöktum. Þetta kem- Fjöldi slysa seinustu vikurnar hefur valdiö því aö flytja þarf ur ekkert niður á fórnarlömb umferöarslysa frá gjörgæsludeild Landspítal- sjúklingunum en ans í Fossvogi, sem venjulega sér um alla slysasjúklinga, starfsfólkið keyrir til gjörgæsiudeildar Landspítalans viö Hringbraut. sig út.“ -SMK Biðröð hjá Crichton DVMYND Hilmar Þór Rithöfundurinn frægi Michael Crichton var í Pennanum/Eymundsson seinni- partinn í gær og áritaöi þar bækur i stórum stíl. Michael Crichton á íslandi Þaö myndaðist löng biðröð í Pennanum/Eymundsson í Aust- urstræti upp úr klukkan fjögur i gær þegar hinn frægi rithöfundur Michael Crichton kom til að árita bækur sínar. í rúmar þrjár klukkustundir var fólk að koma og bætast í bið- röðina og allan tímann sat rithöf- undurinn hinn rólegasti með bros á vör og spjallaði við þá sem til hans komu. Hann veitir að öllu jöfnu ekki viðtöl og áritar mjög sjaldan bæk- ur sínar en gerði undantekningu að þessu sinni og sagðist hafa haft gaman af, enda fólkið á ís- landi áhugavert og kurteist. Kona hans er hér á hestamannamótinu í Víðidal og er það meginástæða komu hans hingað að þessu sinni. Líklegt má telja að um 300 bæk- ur hafi selst á þessum þrem tím- um og er þar efst á lista nýjasta bók Crichtons, Timeline, sem við útkomu fór strax í efstu sæti vin- sældalista. Hún fjallar um tíma- flakk en flestar bækur hans fjalla á einn eða annan hátt um tækni og visindi. -vs Maðurinn sem lést Maðurinn sem lést í vinnuslysi við Vatnfellsvirkjun á miðvikudag hét Elvar Geirdal en hann var tO heimil- is að Sambyggð 6 í Þorlákshöfn. El- var, sem var fæddur á jóladag árið 1939, lætur eftir sig eiginkonu og flmm uppkomin böm. Deilt um Árna Menn fagna því að Ámi M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra skuli ætla að kanna brott- kast afla en þær að- ferðir sem hann boð- aði á fréttamanna- fundi sl. miðvikudag era umdeildar ef marka má skoðanir þingmanna sem dagblaðið Dagur spurði álits. Ræflarokkarar á stjá Utangarðsmenn fara í tveggja vikna tónleikaferð um landið í kjölfar út- gáfu safndisksins með vinsælustu lög- um sínum. Stöð tvö sagði frá. Vilja sundlaug - ekki búð íbúar Lindahverfls safna nú undir- skriftum til þess að mótmæla fyrir- huguðum byggingarframkvæmdum í Lindum 4. Þar á að byggja enn eitt verslunar- og þjónustuhúsnæði í Kópavogi. Stöð tvö sagði frá. Brottkast aldrei rannsakað Mál sem varða brottkast afla hafa aldrei komið til kasta lögreglunnar. Fjölmargir sjómenn og skipstjórar viðurkenna að þeir kasti fiski frá borði í stómm stíl. RÚV sagði frá. Lftið ber í milli íslensk erfðagreining telur mjög lítið bera í milli í viðræðum félagsins við Læknafélag Islands um gagna- gnmn á heilbrigðissviði. Dagur sagði frá. Matur dýrastur hér Matvöruverð í Reykjavík er mun hærra en í öðrum borgum í Vestur- Evrópu, samkvæmt könnun Neyt- endasamtakanna. Matvæli em 86% dýrari í Reykjavík en í Brussel. í samanburði á verði í Reykjavík, Lundúnum, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi kemur fram að í 39 til- vikum af 48 er verð hæst eða næst- hæst í Reykjavík. Aðstoðarforstjóri Baugs segir að hátt innkaupsverð sé aðalástæða fyrir háu verði á matvöru hér á landi. RÚV sagði frá. Gjafasjóður Jónínu Stofnaður hefur verið Gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur, ekkju Pálma Jónssonar í Hagkaupi, og leggur Jónína fram 200 milljónir króna sem stofnfé. Meginhlutverk sjóðsins er að efla hjartalækningar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Vís- ir.is sagði frá. Gjaldeyrisforöinn jókst Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 0,8 milljarða króna í júní og nam 33,2 milljörðum króna I lok mánaðar- ins. Gengi íslensku krónunnar lækk- aði um 2,9% í júní. Vísir.is sagði frá. Sjómenn bótaskyldir Héraðsdómur Reykjavikur segir Sjómannafélag Reykjavíkur bóta- skylt gagnvart Eim- skip vegna tjóns sem hlaust af sak- næmum og ólög- mætum aðgerðum Sjómannafélagsins haustið 1998. Eim- skip hefur ekki enn sett fram fjár- hagslegar kröfur í málinu. Vísir.is sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.