Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Blaðsíða 4
Fréttir FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 DV Sleipnisverkfall í mánuð og afleiðingar yfirvofandi: Verkfallið étur börnin sín Fækka bílstjórum 14 rútur Þorvarðar Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Noröurleiöar, safna nú ryki á meðan verkfall Sleipnis er við týöi. Hann segir fjárhagslegt tjón vegna verkfailsins svo mikiö að fyrirtækiö neyðist til að draga úr þjónustu og fækka bílstjórum í vetur. Eftir mánaðarverkfall Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis eru samn- ingaviðræður komnar í sjálfheldu og mörg rútufyrirtæki eru komin á hálan ís fjárhagslega. Ari Edwald, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, lýsti því nýlega yfir í DV að samningavið- ræðumar snerust um tvær aðferðir við að loka rútufyrirtækjum, ann- ars vegar að semja um laun sem gera þau óstarfhæf og hins vegar að halda áfram verkfallinu. Þorvarður Guðjónsson, fram- kvæmdarstjóri Norðurleiðar hf., seg- ir verkfallið hroðalegt fyrir rútufyr- irtækin sem sitji og safni skuldum. Fréttaljós Jón Trausti Reynisson biaöamaöur „Staðan er í raun sú að við getum ekki verið í verkfalli lengur og við getum ekki greitt jafn há laun og Sleipnismenn vilja. Flest fyrirtækj- anna koma illa undan vetri og það er venjulega ferðamannatímabilið á sumrin sem stendur undir rekstrin- um. Það er ljóst að við munum þurfa að fækka mönnum og skera niður þjónustu í vetur til þess að halda rekstrinum gangandi," segir Þorvarður. Klofningur rútufyrirtækja Nú þegar hefur Sleipnir samið við 13 rútufyrirtæki en í bókun þeirra samninga kemur fram að samningur Sleipnis við SA mun yf- irtaka þann samning. Ari Edwald segir þá vera gervisamninga sem gerðir voru í áróðursskyni en hafi þau áhrif að draga úr óþægindum vegna verkfallsins. Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, segir samningana helgast af því að umrædd rútufyrirtæki hafi einfaldlega verið reiðubúin til að borga þá taxta sem samningarnir kváðu á um. Það er hins vegar ljóst að með þessum samningum hefur Sleipnis- mönnum tekist að reka fleyg í sam- stöðu atvinnurekenda og hafa rútu- fyrirtækin 13 keypt sér frið. Ástæð- an fyrir því að Sleipnismenn gera slíka samninga sem deyfa áhrif verkfallsins kann að vera sú að þeir séu gerðir í áróðursskyni eins og Ari Edwald bendir á en formaður Sleipnis lýsti þvi yfir á sínum tíma að samningar félagsins við einstök rútufyrirtæki hlytu að hafa áhrif á samningsstöðuna. Þau fyrirtæki sem samið hafa við Sleipni hafa flest örfáa Sleipnismenn að störfum hjá sér. Nokkur sárindi virðast hafa vaknað upp á meðal SA-manna í kjölfar samninga rútufyrirtækjanna 13 og Þorvarður Guðjónsson segir meðal annars að fyrirtæki hans hafi ekki gert slíkan samning við Sleipni þar sem það jafngilti rýtingsstungu í bak annarra í greininni. Sárindi í Sleipni Allir bilstjórar Norðurleiðar, fyr- irtækis Þorvarðar Guðjónssonar, eru félagsmenn í Sleipni og eru þeir að hans sögn orðnir langþreyttir á verkfallinu. „Þeir eru sárir út af því hvað þetta verkfall hefur reynst lang- vinnt, ekkert siður út í Sleipni en SA, og þeir hafa margir talað um að koma sér út úr félaginu. Það ákveða þeir sjálfir því við höfum náttúrlega engin áhrif á hvaða verkalýðsfélög þeir velja,“ segir Þorvarður. Að því framansögðu að þau fyrir- tæki sem samið hcifa við Sleipni hafa mjög fáa Sleipnismenn innan- borðs og vegna verkfallsins muni rútufyrirtæki þurfa að skera niður þjónustu og mannskap í vetur er Ijóst að það verða ekki sist félags- menn í Sleipni sem munu tapa á þessu verkfalli. Samningar eru aftur komnir í hnút og nú eru það hæstu launin sem strefað er um. Samkvæmt upp- lýsingum DV eru hins vegar allflest- ir bifreiðastjórar í þeim launaflokki sem eftir á að semja um og því eru gríðarlegir hagsmunir í húfi enn þá. Óskar Stefánsson sagðist í sam- tali við DV ekki treysta sér til þess að spá um framhaldið, en mörgum er það minnisstætt snemma í deil- unni þegar hann spáði verkfalli fram á sumar. Aðspurður sagðist Þorvarður Guðjónsson ekki vilja trúa að verk- fallið verði mikið lengra. Fyrirtæki hans er með 14 kyrrsetta bíla og er innkoman engin. „Þeir verða bara að líta á þetta fordómalaust. Launin eru almennt ekki lág í þessu og þótt föstu launin séu lítil þá eru þau ekki nema tæp- lega helmingur þar sem mjög stór hluti vinnunnar fer fram á yfir- vinnutaxta," segir hann. Utan viö gufuhvolfið Eftir mánaðarverkfall er ágrein- ingur milli samningsaðila er enn svo mikill að 70 tíma fundarhöld síðustu daga skilar sér í því sem Óskar Stefánsson kallar byrjunar- reit og Ari Edwald útskýrir sem „afar dökkt útlit.“ 20 þúsund króna mismunur er á hugmyndum SA og Sleipnis um hæstu laun og sagði Ari af því tilefni að tillögur Sleipnis- manna væru „enn ekki komnar inn í gufuhvolfið." Atvinnurekendur segja rútufyrir- tækin í slíkri stöðu að eitthvað fari að bresta í undirstöðum þeirra verði ekki fallist á þeirra tillögur. Spurningin er hvort Sleipnismenn muni þekkja vitjunartima sinn ef að honum kemur eða hvort rútufyrir- tækin muni finna leið til að yfir- vinna þyngdaraflið og koma á móts við Sleipnismenn. DV-MYND DVÓ Umsvif steypustöðvar Nýja einingaverksmiðjan í smíðum. Ný eininga- verksmiðja - rís á Akranesi DV, AKRANESI: Steypustöð Þorgeirs og Helga á Akranesi er að reisa einingaverk- smiðju fyrir framan steypustöö sína og er ætlunin að hefja framleiðslu á næstu vikum. Þorgeir og Helgi hf. reka vinnu- vélaleigu og að Höfðaseli 4, Akra- nesi, rekur fyrirtækið steypustöð, sem er án efa með fullkomnustu steypustöðvum á landinu. Þeir eru með tækjabúnað sem get- ur framleitt veggeiningar sem eru allt að fimmtíu fermetrar og sextiu tonn og er ætlunin að framleiða all- ar gerðir eininga. Markmið fyrir- tækisins er að komast í fremstu röð enda gera þeir ráð fyrir að framtíð- in liggi í þessum geira byggingar- iðnaðarins þar sem menn eru sífellt að leggja meiri áherslu á fullvinnslu og að hafa byggingartímann sem skemmstan. Framkvæmdastjóri Þorgeirs og Helga hf. er Halldór Þor- geirsson. DVÓ Akureyri: Farþegi sektaður DV, AKUREYRI: Þaö eru ekki bara ökumenn bif- reiða sem eiga að hafa bílbelti spennt við aksturinn, það á einnig við um farþega samkvæmt lögum. í Héraðsdómi Norðurlands eystra hefur verið dæmt í slíku máli. Reyk- víkingur á þrítugsaldri sem var far- þegi í bifreið á Drottningarbraut á Akureyri í mars sl. spennti ekki á sig öryggisbeltið og hafði lögregla afskipti af honum vegna þess. Dómurinn hljóðaði upp á 10 þús- und króna sekt og komi tveggja daga fengelsi til hafi sektin ekki verið greidd innan fjögurra vikna. Það hafði áhrif á refsingu mannsins til lækkunar að hann hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða hátt- semi. -gk V«ðrið i kvoUi Solar^an^ur og sjavarfoll Sólarlag i kvöld 23.44 00.09 Sólarupprás á morgun 03.22 02.21 Síðdeglsflóð 23.15 03.48 Árdegisflóð á morgun 11. 50 16.23 Skýringar á veðurtáknum ^♦■^.VINDÁTT ló°1—HITI M -io° ^XVINDSTYRKUR N.concT \ metruin 5 sekúmiu ’VfKua i 4f HHOSKÍRT 43 £3 Ö tÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAD AtSKÝJAB "W. ■ RiGNING SKÚRIR StYDDA SNJÓKOMA Væta Suövestlæg átt, 3-8 m/s og víða þokusúld eöa rigning en styttir upp vestanlands síðdegis. jQ’ W = ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- ÞOKA VEÐUR RENNINGUR Veðrið a morgun ggáfc Lágheiði lokuð til kl. 13 Helstu þjóðvegir eru greiöfærir. Lágheiði er lokuð í dag frá kl. 9 til 13 vegna ræsagerðar. Vegna vegageröar víða eru vegfarendur beðnir að sýna tillitssemi og haga akstri eftir merkingum. Flestir hálendisvegir eru færir fjallabílum nema Fjallábaksleiö nyrðri og syöri eru ófærar. Þó er hægt að komast t Landmannalaugar um Dómadal og af Sigöldu. Vögir é skyggöum «v»6um •ru ioiuAir þor til mnit vorftur oufllýot Hægviðri Suöaustan 5-8 m/s og lítils háttar rigning suðvestanlands á morgun en hægviðri og skýjað með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti 6 til 15 stig, svalast viö austurströndina. Vestlæg átt, 3-8 m/s og yfirleltt léttskýjað en sums staðar þokubakkar vlð vesturströndlna. Hltl víða 12 tll 17 stlg yflr daglnn. AKUREYRI alskýjaö 10 BERGSSTAÐIR þoka 8 BOLUNGARVÍK alskýjaö 8 EGILSSTAÐIR 9 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 12 KEFLAVÍK súld 10 RAUFARHÖFN skýjaö 8 REYKJAVlK þoka 10 STÓRHÖFÐI þoka 10 BERGEN alskýjaö 9 HELSINKI hálfskýjaö 20 KAUPMANNAHÖFN alskýjaö 12 ÓSLÓ skýjaö 14 STOKKHÖLMUR 15 ÞÓRSHÖFN súld 9 ÞRÁNDHEIMUR rigning 7 ALGARVE heiöskírt 19 AMSTERDAM alskýjaö 13 BARCELONA heiöskírt 21 BERLÍN skýjaö 14 CHICAGO léttskýjaö 18 DUBLIN léttskýjaö 10 HALIFAX léttskýjað 13 FRANKFURT rigning 16 HAMBORG skýjaö 12 JAN MAYEN alskýjaö 2 LONDON skýjaö 14 LÚXEMBORG skýjaö 15 MALLORCA þokumóöa 22 MONTREAL heiöskírt 12 NARSSARSSUAQ rigning 9 NEW YORK skýjaö 20 0RLAND0 alskýjaö 26 PARÍS skruggur 15 VÍN hálfskýjaö 20 WASHINGTON skýjaö 22 WINNIPEG þoka 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.