Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Blaðsíða 13
12 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 21 DV Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgrelðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.vislr.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: tsafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fýrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af jteim. Stjómlyndi og graskögglar Landbúnaðarráðherra hefur samið við þrjár af fjórum graskögglaverksmiðjum landsins um að hætta framleiðslu. Hann ætlar að greiða þeim 90 milljónir króna fyrir vikið. Pilsfaldakapítalisminn lifir því enn góðu lífi hér á landi. í viðtali við DV síðastliðinn miðvikudag sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra að gengið hefði verið til samninga við verksmiðjurnar þrjár á grundvelli fjárlaga síðasta árs: „í þeim var heimild til að semja, að fengnum tillögum nefndar um þjóðhagslega hagkvæmni gras- kögglaframleiðslu, við framleiðendur um endurskipulagn- ingu graskögglaverksmiðja í landinu, stuðningsaðgerðir við greinina, skuldbreytingu og niðurfellingu lána.“ Helsta réttlæting landbúnaðarráðherra fyrir að verja al- mannafé með þeim hætti sem nú hefur verið ákveðið er að með aðild íslendinga að EES- og GATT-samningum hafi staða graskögglaverksmiðja hér á landi gjörbreyst og þær orðið ósamkeppnishæfar. Með öðrum orðum. Verksmiðj- urnar var hægt að starfrækja þegar ríkisvaldið veitti þeim skjól - skjól sem greitt var af íslenskum bændum og neyt- endum. í eðlilegu rekstrarumhverfi var og er ekki hægt að reka verksmiðjur af þessu tagi. Það er eitthvað öfugsnúið við það að greiða þeim sem notið hafa opinberrar vemdar, sem almenningur hefur þurft að standa undir með hærra vöruverði, sérstaka styrki til að hætta starfsemi þegar þeir neyðast til að starfa í svipuðu umhverfi og hver annar atvinnurekstur. Samningur landbúnaðarráðherra við verksmiðjumar þrjár er aðeins angi af stærra vandamáli sem við íslend- ingar höfum glímt við í áratugi. Almannahagsmunir hafa aldrei verið efstir á blaði þeirra stjórnmálamanna sem að- hyllast íhlutun ríkisvaldsins í atvinnulífið. Guðni Ágústs- son er einn þeirra. Sérhagsmunir hafa alltaf verið ofar í hugum slíkra manna en hagur neytenda og skattgreiðenda. Líklega munu skattgreiðendur og neytendur aldrei fá að vita hvað graskögglaframleiðsla hér á landi hefur kost- að þjóðarbúið beint og óbeint. Þær 90 milljónir sem nú verða reiddar fram beint og með eftirgjöf skulda eru smá- peningar, miðað við heildarkostnaðinn í gegnum árin. „Þannig að það var niðurstaða Alþingis og ríkisstjóm- ar að það bæri að verja fjármagni til þess að hjálpa mönn- um út úr þessari vonlausu grein og að ein verksmiðja nægði fyrir landið, miðað við þá samkeppni sem er erlend- is frá, lækkað verð á fóðurbæti og svo framvegis,“ sagði Guðni Ágústsson í áðurnefndu viðtali við DV. Ummæli af þessu tagi lýsa i hnotskum þeim hroka sem einkennir á stundum stjórnlynda menn sem telja að hægt sé að reikna út á kontómm ríkisins hvað sé þjóðhagslega hagkvæmt og hvað ekki. Áætlunarbúskapur af þvi tagi á að heyra sögunni til. Stóri bróðir Viðbrögð Áma M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra við ásökunum um umfangsmikið brottkast á fiski eru skyn- samlegar. Það væri hins vegar að fara úr öskunni í eldinn ef ráðherra teldi það koma til greina að koma upp eftirlits- myndavélum um borðum í fiskveiðiskipum. Hugmyndir um vökult auga Stóra bróður ganga þvert á þær hugsjónir sem ráðherrann stendur fyrir. Það voru því mistök hjá Áma M. Mathiesen að skipa sérstakan starfs- hóp til að kanna hvort eftirlitsmyndavélar væru fýsilegur kostur. Frjálslyndur stjómmálamaður skipar aldrei starfs- hóp til að taka til athugunar vitlausar hugmyndir. Óli Bjöm Kárason DV Neysluþjóð neitar sér um „Við höfum alla daga ársins til þess að jafna kjörin í þjóðfélaginu ef við viljum það, við höfum til þess ár og aldir, en þúsund ára afmœli kristnitökunnar er bara núna. Dramatískasti og örlagríkasti atburðurinn átti sér stað á Þingvöllum og hvergi annars staðar. “ Það veldur angri að fal- legasta og indælasta útihá- tið aldarinnar, Kristnihátíð- in á Þingvöllum, skyldi vera afþökkuö af yfirgnæf- andi meirihluta þjóðarinn- ar. Við vorum bara lítið brot íslendinga sem þáðum boðið og fórum til Þingvalla í fegursta veðri sem guð get- ur gefið. Meirihlutinn sat heima (vonandi þó ekki fyr- ir framan sjónvarpið í blessaðri blíðunni). Einn var í fýlu yfir kostn- aði, annar yfir ofskipulagi umferðar- innar, þriðji vegna þess að kristni er innihaldslaust hugtak fyrir honum, ijóröi af því hann var á fylliríi í Húsafellsskógi, fimmti var fúll út í presta, sjötti að bíða eftir úrslitaleik Frakka og ítala, sjöundi af ótta við Suðurlandsskjálfta, áttundi af því hann filar ekki Júlíus Hafstein, ní- undi af því það yrði of mikið labb, tí- undi af því, ég meina til hvers? Til hvers? Það er eins og þjóðin hafi ekki náð að skynja að það væri sérstök ástæða til þess að samfagna á 1000 ára af- mæli kristnitökunnar á ÞingvöUum, þegar nýr siða- grundvöUur var lagður und- ir samfélag þeirra sem byggðu Island, siðagrund- vöUur sem við höfum reist þjóðfélag okkar á að veru- legu leyti fram á þennan dag. Höfðingjamir mættu og húskarlar þeirra en þjóð- in svaraði dræmt kaUi. Þjóðin sem verður gripin kaupæði um hver jól og læt- ur skíra og ferma börnin sín, hún neitaði sér um að fara á ÞingvöU af því það væri svo dýrt eða eitthvað. Óhlýðni við yfirvöld PR-flopp! segja ímyndafræðingaim- ir. Dæmi um kirkju í kreppu, segja sumir. Dæmi um trúleysi þjóðarinn- ar, segja aðrir. Það eru bara ekki fieiri en 15-20 þúsund „sann“kristnir íslendingar. Aðrir íslendingar láta ekki Alþingi segja sér að pæla í trú- málum eða fomum siðaboðskap þeg- ar þeir hafa annað skemmtfiegra við tímann að gera. Það var kannski hægt aö æsa þjóðrembuna upp í fólki fyrir 6 árum, en enga trúrembu, takk. Ekkert hámenningartUstand á vegum stjómvalda. Fólk ætlaði ekki að láta teyma sig á afvikinn stað í óljósum tUgangi. Var nokkurs staðar minnst á hver heiðurs- gesturinn yrði og hvort hann kæmi? Æfiaði Jesús Maríuson að mæta? Þjóðin óhlýðnaðist yfirvöldum og svaraði ekki kaUi. Undir kynnti gagnrýnin en líka nöldrandi pressa og nokkrir tækifærissinnaðir safn- aðaleiðtogar og stjórnmálamenn sáu sér leik á boröi að krækja i aukaat- hygli í volgru andófsins. Dýr smyrsl og stórar stundir I guðspjöUunum segir frá konu sem kom tU Jesú og heUti yfir höfuð Góðir Það var einhver sumarpest að ganga. Alla vikuna hafði litla spons- ið á heimUinu verið að jcifna sig og nú þegar helgin gekk í garð var sú eldri farin að hnerra og hósta. Sund- ferðir, heimsóknir í sumarbústaði og griUveislur - þetta yrði að biða betri tíma. Komin á bragðið Útvarp og sjónvarp fóru í gang. Móðirin var að lofta út og henda í vél þegar hún sá börnin sitja á stofu- gólfinu og horfa límd á það sem þar var að gerast. Bamamessa kristnihá- tíöar var hafin og ungir vinir fjöl- skyldunnar stóðu þama og sungu svo faUega. Móðirin settist með böm- unum á gólfið og söng líka. Stóra barnið tók undir af bestu getu og sú litia dfilaði sér með. Leikþátturinn var bráðskemmtUegur og vel fluttur og aUir aldurshópar á lifla stofugólf- inu sátu sem fastast. Þessi ágæti lið- ur i dagskránni kláraðist en nú var íjölskyldan komin á bragðið. I safn minninganna. - Þyrla sleppir krossi í Öxará - einu listaverkanna í flokkunum Dyggðimar sjö, sem eru til sýnis á Þingvöllum í tilefni kristnihátíðar. dagar Sjónvarpið var í gangi aUan daginn og stiUt hátt. Fegurðin á þingstaðnum gamla var ótrúleg - aUir sem fram komu voru glaðir og mUdir. Þessi smitandi gleði varð tU þess að nú var ráðist í ýmis verkefni á heimUinu sem lengi höfðu beðið. Smáblóm voru loks sett í potta, stofan var yfir- farin og í ferskleika dagsins fengu jafnvel sum húsgögn- in nýjan stað og nýtt hlut- verk. Það kom nokkrum sinnum fyrir þennan dag að fjölskyldan skipti sér. Það kom tU af því að sumir drógust að því sem var að gerast á skjánum en aðrir tóku dagskrá útvarpsins fram yfir. Gospeltónleikamir fengu þó aUa at- hygli og mikið rætt hve gaman hefði verið að sitja þama í brekkunni. Um kvöldið var sofnað með bros á vör. Dagurinn yrði í minningu lengi lit- aður af þessari mildu gleði sem aUir höfðu skynjað. Tveir svona dagar í röð Svo rann upp annar bjartur og fagur dagur, sunnudagur. Tveir svona dagar í röð! Og viö blasti það að láta fjölmiðlana aftur færa sér fögnuðinn heim I hús. Þingfundur- inn var hátíðlegur þó ekki væri hlustað á hvert orð. Svo fór að líða nær hátíðarmessunni. Móðirin fór að verða óróleg og sýna á sér ótví- rætt fararsnið. Miklar snýtingar á báðum bömun- um settu þó í hana hik og hún hætti við. Við forum bara næst mamma - sagði sú stóra! En góða mín, það er mjög langt í að svona hátíð verði haldin aftur. Þá skulum við fara núna sagði þá stelpan og snýtti sér duglega. Ég er ekkert svo lasin. Ferðin var undirbúin hratt og vel. Nesti tekið tfi og teppi ýmis konar, vagnar og kerrur. Mamman sá í sjónvarpinu að umferðin var ekki mikU og það styrkti ákvörðun hennar. Þetta yrði senni- lega ekki svo erfitt. í safn minninganna Til að gera langt mál stutt þá keyrði þessi fjöl- skylda sem leið lá tU ÞingvaUa. Há- tíðarmessan var höfð hátt stiUt í út- varpinu og messusvörin sungin með. Sálmurinn um himnasmiðinn kom út tárunum á eldri kynslóðinni en engin urðu þó umferðaróhöppin. Gemgan mikla frá bfiastæðunum nið- ur á hátíðarsvæðið reyndist hin ánægjulegasta í faUegu umhverfi. Aðstoðarfólk var á hverju strái og vagn og aðrar byrðar bornar upp og niður þrep og stiga eins og hver þurfti. Messunni var auðvitað lokiö þegar á bina helgu veUi kom en hátíðartón- leikar með almennum söng bæði í upphafi og í lokin voru miklu meira en ferðarinnar virði. Setan i brekkunni var eins yndisleg og þær höfðu ímyndað sér daginn áður. Kannski enn betri ef eitthvað var. Það var því með gleði og þökk í hjarta að haldið var heim. Enn hafði bæst í safn minninganna eitthvað dýrmætt sem oft yrði rifjað upp. Þessi helgi myndi í raun öU lifa þar sem einstaklega björt og djúp reynsla. Sigfríður Bjömsdóttir Sigfriður Björnsdóttir tónlistarkennari Með og á móti á grundvelli hækkana? Verða að koma sér niður í gufuhvolfið „Olía hefur hækkað um 69% síðan í janúar í fyrra, tryggingar um 70% og þunga- f i M ar og ekki getað hækkað taxt- skattur um 20 prósent. Ég [i Æ ann eins og við hefðum vilj- held að þetta sé alveg næg að. Það er búiö aö bjóða ástæða fyrir því að segja að Sleipnismönnum 10% launa- kröfurnar eru út í hött. Við gjS|j hækkun sem er miklu meira hjá Hagvögnum hækkuðum Friðjónsson, en aðrir hafa verið að fá. Ég taxtann hjá okkur um 10% forstjón Hagvagna held að Sleipnismenn verði um síðustu áramót. í kjölfar- — ag byrja á því að koma sér ið brugöust ferðaskrifstofumar sem niður í giifuhvolfiö hvað varðar fá erlenda ferðamenn til landsins illa launakröfur áöur en einhver skriður viö þessum hækkunum, sérstaklega í fer að komast á verkfallsviðræður." ljósi þess að þær fengu greitt í evrum og staða hennar gagnvart is- lensku krónunni er slæm. Við höfum því þurft að koma til móts við ferðaskrifstofum- Hækkum gjaldskrána „Ég vísa á bug öllum fullyrðing- um um að launa- kröfur okkar séu óraunhæfar. Ég bendi á að niörg fyrirtæki eru þegar búin eða tilbúin til að samþykkja okkar tilboð þannig að það liggur í augum uppi að kröfúmar era ekki óraunhæfar. Ef einhver fyrir- tæki geta samið ættu hin að geta það líka. Fyrirtækin skapa sér sínar tekjur sjáíf með verðlagningu og ég tel eðlilegast að hækkunum á rekstrarkostnaði sé mætt meö hækk- unum á gjaldskrá. Ég tel að markaðurinn ráði við það og það er mjög óeðlilegt að blanda hækkunum á olíu og fleiru inn í kjarabaráttuna. Þetta eru nú einu sinni okkar hagsmunamál líka og allar hækkanir á þessu sviði koma ekki bara illa við fyrirtækin heldur okkur líka. Við höfum verið að berjast gegn sömu hækkunum i gegnum árin og hvað varðar launakostnaðinn vil ég segja að hann er ekki það stór liður í rekstri fyrirtækja miðað við aðra rekstrarliði." -KGP Oskar Stefánsson, formaöur Sleipnis Verkfall Sleipnlsmanna hefur nú staðlð í mánuð eba frá 8. júní síbastlibnum. Ekkert virðist þokast í átt að samníngum og eru launamál efst á baugi. Samtök atvinnulífsins segja burbl fyrirtækja í ferbamannaibnabinum ekki nægjanlega tll ab standa undlr kröfum Sleipnlsmanna. Skoðun veislu hans dýrum smyrslum. Lærisvein- amir urðu gramir og sögðu: „Til hvers er þessi eyðsla? Því að þetta hefði mátt selja miklu verði og gefa fátækum.“. Jesús sagði: „Gott verk gjörði hún á mér; því að ávalt hafið þér fátæka hjá yður, en mig hafið þér eigi ávalt.“ Við höfum alla daga ársins til þess að jafna kjörin í þjóðfélaginu ef við viljum það, við höfúm til þess ár og aldir, en þúsund ára afmæli kristni- tökunnar er bara núna. Dramat- ískasti og örlagaríkasti atburðurinn átti sér stað á Þingvöllum og hvergi annars staðair. Þetta eru þær ein- foldu staðreyndir sem áttu að hefja Kristnihátíð á Þingvöllum yfir hvers- dagslegt argaþras og deilur. Forráða- mönnum hátíðarinnar mistókst að sameina þjóðina um slíkan skilning. Og þjóðin glutraði niður einstæðu tækifæri til þess að mæta sjálfri sér í himnaríkisblíðu á helgum stað. Það veldur angri og trega. Samt mun ég aldrei vanþakka þá saðningu sem boðin var á Þingvöll- um. Ég þakka öllum sem veittu birtu í brjóst mitt með framlagi sínu. Ég er að þakka öllum sem nutu með mér. Steinunn Jóhannesdóttir Ummæli Innanflokksmöndl Samfylkingarinnar Hhvað alþýðuflokks- menn innan Samfylk- ingarinnar hamra á því að innan banda- riska stjómkerfisins séu efasemdir um nauðsyn þess fyrir Bandarikin að halda hér úti vamarliði... Þannig geta varnar- og öryggishagsmunir þjóðarinnar orðið skiptimynt í innan- flokksmöndli Samfylkingarinnar í Evrópumálum." Tómas Ingi Olrich, form. utanríkismála- nefndar Alþingis, í Mbl. 6. júlí. Lokun Laugavegarins „Ég tel að hún sé bara mjög skemmtileg tilraun og vel þess virði að sjá hvernig fer. Við höfum gert þetta áður og þá hefur það tekist mjög vel og hér hefur myndast skemmtileg stemn- ing. Ég er ekki sammála þeim sem telja að þetta kosti minni verslun og vona bara að þessi tilraun takist það vel að hún sé komin til að vera.“ Bolli Kristinsson, verslunarmaöur viö Laugaveg, í Degi 6. júlí. Taka upp fyrri siöi „t hinu íslenska fákeppnisþjóðfélagi era allir vinir. Margir muna sjálfsagt eftir því að fyrir ekki mjög mörgum árum var það árviss viðburður að stóra tryggingafélögin hækkuðu þessar trygg- ingar um tugi prósenta árlega. Þetta breyttist árið 1996 þegar FÍB-trygging kom inn á íslenska tryggingamarkað- irm. Þeir buðu mun lægri iðgjöld og þá gátu hin félögin allt í einu lækkað sín iðgjöld lika þrátt fyrir ítrekaðar yflrlýs- ingar um að slíkt væri hið mesta glapræði og alls ekki hægt. Með því tókst stóra tryggingafélögunum að koma í veg fyrir að FÍB-trygging næði verulegri fótfestu á markaðnum því flestir bfleigendur fengu verulegar lækkanir á sín iðgjöld og sáu því ekki ástæðu til að skipta um tryggingafélag." Úr vefriti SUF, Maddömunni, 4. júlí. Ekki loka miðbænum „Ákvörðun um lok- un liggur ekki fyrir heldur einungis heim- ild þess efnis. Sjái verslunareigendur við Laugaveg sér hag í því eiga borgaryfirvöld ekki að setja þeim stólinn fyrir dym- ar. Sjálf er ég ekki á þeirri skoðun að þama eigi að loka ... Ákvörðun þessi byggist á ósk verslunarmanna og er einungis í tilraunarskyni." Inga Jóna Þóröardóttir, borgarfulltrúi D-listans í Reykjavík, í Degi 6. júlí. Rangar fullyrðing- ar í leiðara DV í leiðara DV í dag (5. júlí) sem Óli Bjöm Kárason rit- stjóri skrifar undir yfir- skriftinni „Fátt gleður neyt- endur" er margt fullyrt sem er beinlínis rangt og ég vil alls ekki sitja þegjandi und- ir. Þær breytingar og hækk- anir á iðgjöldum sem félag- ið kynnti 3. júlí sl. era tví- þættar. í fyrsta lagi er skipting landsins í áhættu- svæði endurskoðuð með til- liti til búsetu tryggingar- taka og liggur til grundvallar Einar Sveinsson framkvæmdastjóri Sem sagt röng fullyrðing hjá ritstjóranum. Ritstjórinn fer líka með staðlausa stafi þegar hann segir að tryggingafélögin telji ekki eðlilegt að taka til- lit til tekna af bótasjóðum. Reglugerðin frá 1996 var einmitt mikið framfaraspor í framsetningu ársreikn- inga vátryggingafélaga og var því fagnaðarefni. töl- fræðigrunnur þriggja stærstu félag- anna eða sem svarar til 95% markað- arins. Hér er um rétfiætismál fyrir neytendur að ræöa sem miðar að því að iðgjald sé i samræmi við áhættu. í öðru lagi er hækkunin rökstudd með því að tjónatíðni hafi aukist og að tjónagreiðslur hafi hækkað. Allt er þetta tíundað í ítarlegri greinar- gerð sem félagið hefur birt og nálg- ast má á heimasíðu félagsins www.sjova.is. Það er nýlunda að tryggingafélag leggi jafn ítarleg gögn fram opinberlega, en þau eru jafnan send Fjármálaeftirlitinu. Rangar ályktanir Ritstjóranum verður tíðrætt um feita bótasjóði tryggingafélaganna og segir að myndarlegar fjármunatekjur þeirra séu ekki reiknaðar inn í dæm- ið þegar tryggingafélög gefi út opin- berar tölur um afkomu. Einnig segir ritstjórinn að tryggingafélögin hafi aldrei talið eðlilegt taka tillit til mik- illa tekna af bótasjóðum og þó hafi þeir vaxiö með hverju árinu og það bendi til þess að afkoman hafi ekki verið jafn slæm og tryggingafélögin reyni að telja almenningi trú um. Þetta era beinlínis rangar fullyrð- ingar sem leiða til rangra ályktana. Fjárfestingartekjum er í rekstrar- reikningi vátryggingafélaga skipt á milli vátryggingarekstrar og fjár- málarekstrar. Um ársreikninga vá- tryggingafélaga gildir sérstök reglu- gerð, nr. 613/ 1996, og þar er þetta skýrt tekið fram. Ef dæmi er tekið úr ársreikningi Sjóvár-Almennra fyrir árið 1999 þá námu fjárfestingartekj- ur aö frádregnum fjárfestingargjöld- um um 1200 milljónum króna. Þar af vora 1050 milljónir yfirfærðar á vá- tryggingareksturinn. Hér er að sjálf- sögðu um að ræða vexti og verðbæt- ur sem reiknast á þá fjármuni sem standa á móti tjónaskuld félagsins. Hafa það sem sannara reynist Ritstjórinn segir að vaxandi og feitir bótasjóðir (tjónaskuld) bendi tfl þess að afkoman sé betri en trygg- ingafélögin gefi i skyn. Það virðist hafa farið fram hjá ritstjóranum að viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á uppgjörsreglum slysa allan siðasta áratug. Flestar breytingarma hafa miðað að því að auka rétt þeirra sem slasast tfi hærri slysa- bóta. Fleiri þættir hafa áhrif eins og hærri kaupmáttur launa og minna atvinnuleysi. Of langt mál yrði að vera með tæmandi talningu og vísa ég í greinargerð félagsins. Þetta aUt saman endurspeglast í hærri greiðsl- um í uppgerðum tjónum. Jafnframt verður að gera ráð fyrir því í þeim tæplega 3 þúsund slysatjónum sem Sjóvá-Almennar eiga eftir að af- greiða á næstu árum og mynda í dag þá skuldbindingu, sem nefnd er tjónaskuld í reikningum félagsins og er langstærsti skuldaliðurinn í efna- hagsreikningi þess. Þaö mat ritstjór- ans að vaxandi tjónaskuld þýði bætta afkomu félagsins er rangt a.m.k. hvað Sjóvá-Almennar varðar. Ég vænti þess að Óli Bjöm Kára- son ritstjóri vOji fremur hafa þaö sem sannara reynist í þessum mikO- væga málaflokki sem lögboðnar öku- tækjatryggingar sannarlega eru og varða allan almenning miklu. Til- gangur Sjóvár-Almennra með því að leggja fram þau gögn sem liggja tO grundvaUar þeim breytingum og hækkunum sem félagið var að kynna er þáttur í þeirri viðleitni að umræðan geti orðið upplýstari og ábyrgari en tU þessa. Ég hvet rit- stjórann tU þess að kynna sér þau gögn sem félagið hefur birt. Einar Sveinsson Flestar breytinganna hafa miðað að því að auka rétt þeirra sem slasast til hœrri slysabóta. Fleiri þœttir hafa áhrif eins og hærri kaupmáttur launa og minna atvinnuleysi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.