Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Blaðsíða 20
28 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2000 Tilvera Kúran-kompaní- ið í Kaffileik- húsinu í kvöld verður líf og fjör í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpan- um. Kúran kompaníiö (Szymon Kuran fiðluleikari, Hafdís Bjamadóttir gítarleikari og Valdimar Sigurjónsson kontra- bassaleikari) mun leika jass- standarða og klassískar perlur i bland við eigin tónsmiðar. Einnig mun finnski dansarinn Titty Kronquist (einn af stofn- endum Dis Tanz danshópsins) sýna eins manns verk sitt Nucleus og dansflokkurinn Lip- urtré taka til hendinni í porti Hlaðvarpans. Leikhús ■ THE HAMMER OF THOR Þess ber að geta að snillingarnir í Hafnar- fjarðarleikhúsinu hafa tekið til sýn- inga Tony-verðlaunastykkið Þórsham- ar. ■ THRILLER Á NÝ Verslingarnir knáu, sem gerðu allt vitlaust í vetur með heimatilbúna söngleiknum sínum Thriiler, eru mættir aftur. Já, stykkið sem Gunnar Helgason sauð saman í kringum öll lögin hans Michael Jackson og leikstýrði flýgur aftur f Loftkastalanum í kvöld kl. 20.30. Kabarett ■ ALÞJOÐLEGI USTAHOPURINN STOMP I HASKOLABIO STOMP er alþjóðlegur hópur listamanna sem farið hefur um heiminn og vakið gígantíska lukku. STOMP verður hér til 9. júlí og verður meö 8 tónleika á tímabilinu. Miðasala er í Skífunni í Kringlunni og á Laugaveginum. Frek- ari upplýsingar - www.stompon- line.com. ■ LANPBÚNAÐUR í LAUGARDAL Landbúnaður er lífsnauðsyn er yfir- skrift sýningar um íslenskan land- búnað við aldahvörf sem haldin veröur í Laugardal á sama tíma og Landsmót 2000. Fundir ■ BOKMENNTAVAKA - DEIGLAN I Deiglunni verður æsispennandi Ijóðadagskrá um ekki ómerkari menn en Heiðrek Guðmundsson og Rósberg G. Snædal. Ljóðaunnendur mega ekki láta sig vanta. Dagskráin hefst klukkan 20.30. ■ STYRKUR UNGA FÓLKSINS Ráð- stefna á vegum hins þverkirkjulega félags, Styrkur unga fólksins, verð- ur haldin dagana 7. til 16. júlí í Menntaskólanum við Sund. 12. júlí verða minningartónleikar í minningu þeirra sem hafa falliö fyrir eigin hendi og þann 16. júlí verða haldnir lokatónleikar. Feröir ■ HELGARFERÐ A FIMMVORÐU- HALS Utivist býður upp á helgar- ferð á Fimmvörðuháls. Brottför verð- ur föstudag og laugardag. ■ HELGARFERÐ í BÁSA Helgar- ferð fyrir fjölskylduna í Bása viö Þórsmörk veröur farin núna um helg- ina. Þetta verður afmælisferð. ■ KVÖLDGANGA Á BORGARHÓLA Utivist stendur fyrir kvöldgöngu á Borgarhóla á Mosfellsheiði klukkan 20.00. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vísi.is Fjöldi norrænna ungmenna á landinu á vegum Nordjobb: s Anægjulegt að kynnast menningu grannþjóðanna - segir Finninn Alexandra Sundberg Fjöldi ungmenna frá Norðurlönd- unum starfar hérlendis í sumar á vegum Nordjobb auk þess sem ófáir íslendingar halda út til starfa. Um þessar mundir eru rúmlega hund- rað manns á vegum Nordjobb á landinu en alls verða þeir um 150. Verkefnið gengur þó ekki aðeins út á vinnu því einnig er boðið upp á fjölbreytta menningar- og tóm- stundadagskrá. Þegar hefur verið farið í baðferð í Reykjadal, gengið á Esjuna, helgarferð til Þórsmerkur auk þess sem haldið hefur verið tungumálanámskeið. Enn fremur er vikulega haldið kvöld þar sem eitt Norðurlandanna kynnir sína þjóð fyrir hinum og síðastliðið miðviku- dagskvöld var komið að Finnum sem buðu til veislu á Hallveigar- stöðum. Finnskur lakkrís Alexandra Sundberg er 21 árs gömul stúlka frá í Hangö í sænsku- mælandi hluta Finnlands sem kom til landsins á vegum Nordjobb 15. júní og ætlar að dveljast hér í tvo mánuði. Um tilgang finnska kvölds- ins segir hún: „Þetta gengur út á að kynna ungu fólki frá Norðurlöndun- um menningu og hefðir okkar Finna. Ekki síst mat og drykki og buðum við m.a. upp á fmnskan lakkrís og drykkinn Sima.“ Alexandra starfar á Hótel Sögu við hreingemingar og lætur vel af Alexandra Sundberg starfar á Hótel Sögu í sumar „Ég hef þegar farið á Þingvöll, Gullfoss og Geysi auk þess sem ég hef farið í eftirminnilegan útreiðartúr og æsilegt fiúðarallí í Hvítá. Ég verð síðan I fríi í ágúst og hef þá hug á að fara hringinn. “ þvi en segir kvöld sem þessi kær- komna tilbreytingu frá amstri hversdagsins. Náttúran heillar Spurð að því hvernig stendur á komu hennar hingað til lands svar- Noröurlandabúar á finnsku kvöldi Á hverju ári kemur fjöldi ungmenna hingað frá Norðurlöndunum og er hér í vinnu sumarlangt. ar Alexandra: „Ég á góða vinkonu á landinu sem ég kynntist í Nígeríu. Síðan hafði ég heyrt að landið væri afskaplega sérstakt og mig hefur lengi langað að kynnast náttúru þess. Ég hef þegar farið á Þingvöli, Gullfoss og Geysi auk þess sem ég hef farið í eftirminnilegan útreiða- túr og æsilegt flúðarallí í Hvítá. Ég verð síðan í fríi í ágúst og hef þá hug á að fara hringinn.“ Alexandra er greinilega ánægð með Nordjobb-dagskrána en hversu mikilvægt er að hitta jafnaldra sína sem hér eru í sömu erindagjörðum?: „Það er kannski ekki bráðnauðsyn- legt því íslensk menning er ekki svo fjarri manns eigin en þar sem erfitt er að kynnast íslendingum náið er kærkomið að eiga góðar stundir með öðrum Norðurlandabúum." -BÆN Garöshorn Eitraðar plöntur - neytið aldrei plantna eða sveppa sem þið þekkið ekki Eitraöar plöntur Þaö getur verið varasamt aö stinga upp I sig plöntum sem maður þekkir ekki. Kristmann Guðmundsson, rithöf- undur og töffari, var mikill áhuga- maður um garða og plöntur. Auk skáldsagna skrifaði hann lítið kver um plöntur sem nefnist Garðaprýði. Kristmann stóð fyrir talsverðum inn- flutningi á nýjum tegundum plantna og um tíma voru þær nefndar Krist- mannsplöntur. Á stríðsárunum bjó Kristmann í Hveragerði og kom sér upp fallegum garði. Sagan segir að hermenn hafi átt það til að stunda æfingar í og við garðinn hans Krismanns. Hann reyndi oft að fá hermennina til að hætta þessu brölti því að þeir tröðk- uðu plönturnar hans niður. Að lokum greip Kristmann til þess ráðs að tala við foringja hermannanna og segja honum að garðurinn væri fuilur af eitruðum plöntum og það væri stór- hættulegt fyrir þá að vera í honum. Eftir þetta héldu hermennimir sig frá garðinum og Kristmann fékk að rækta hann í friði. Hvernig má koma í veg fyrir eitrun Aukinn áhugi og innflutningur á plöntum undanfarin ár hefur aukið framboð þeirra til muna. Sumar þess- ar plöntur geta verið varasamar og jafnvel eitraðar og er því nauðsynlegt að fólk sé vel á verði gagnvart þeim og að foreldrar gæti þess að böm komist ekki í þær. íslensk börn eru reyndar ekki vön því að borða plöntur beint úr náttúr- unni en smábörn em gjöm á að stinga öllu upp í sig. Garðeigendur skyldu vera á verði gagnvart plöntum eins og venusvagni, fmgurbjargarblómi, geitabjöllu, töfra- tré og gullregni og ylliber geta verið varasöm ef þeirra er neitt í einhverj- um mæli. Fólki er sérstaklega bent á að vara sig á ývið og lífvið þar sem safinn úr þessum plöntum er mjög eitraður og jafnvel banvænn. Af varasömum pottaplöntum má nefna neríu, næturstjörnu, friðarlilju, jólastjömu, köllu og allar mjólkurjurt- ir. Nokkur atriði til að hafa í huga Til þess að koma í veg fyrir eitrun af völdum plantna ætti þvi að hafa eft- irfarandi atriði í huga: 1) Aflið upplýsinga um plöntum- ar þegar þær eru keyptar, varist að kaupa eitraðar plöntur. 2) Það getur verið hættulegt að stinga upp í sig plöntuhlutum, hvort sem það eru lauf, stönglar, blóm, fræ, ber eða sveppir. 3) Neytið aldrei plantna eða sveppa sem þið þekkið ekki. 4) Hafið neyðamúmer tiltækt ef eitrun á sér stað. 5) Ef nauðsynlegt reynist að fara upp á slysavarðstofu er brýnt að taka með hluta plöntunnar sem étin var. Þetta hjálpar læknum og hjúkmnarfólki að átta sig á hvers eðlis eitrunin er. 6) Notið hanska þegar eitraðar plöntur eru meðhöndlaðar. -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.