Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 8. JÚLf 2000 9 DV Fréttir Uppboð á fiski í stað brottkasts: Hvert einasta bæjarfélag getur tvöfaldað tekjur sínar - segir Gunnar Örlygsson sem hefur viðurkennt að hafa keypt 200 tonn af þorski fram hjá vikt og selt til útlanda DV, AKUREYRI:_________ „Astæöa brottkasts eða fram- hjálöndunar má fyrst og fremst rekja til hinna fjölmörgu galla sem íslensk fiskveiðistjómun hef- ur að geyma. Þegar sjávarútvegs- ráðherra getur ekki viðurkennt eða skilið þær aðgerðir sem kvóta- litlir sjómenn og útgerðarmenn grípa til þegar smærri fískur eða útlitsgallaður berst um borð þá er eitthvað mikið að í hans kolli. Myndi hann sjálfur koma með smærri eða ljótari flsk að landi ef hann myndi stórtapa á því? Ann- aðhvort þarf að senda hann aftur í bamaskóla til að læra stærðfræði eða að hann er strengjabrúða ein- hverra mun stærri og voldugri að- ila,“ segir Gunnar Örlyggson, fyrrverandi útgerðarmaður og 7 jjrval - gott í hægindastólinn firkverkandi í Reykjanesbæ, en hann hefur vakið mikla athygli með yfirlýsingum sínum að und- anförnu, bæði um ólöglega löndun fram hjá vikt, um brottkast afla og nýtingu um borð í stóru frysti- skipunum. Gunnar hefur viður- kennt að hafa keypt um 200 tonn af þoski fram hjá vigt af sjómönn- um á bátum á Suðurnesjum og segist glaður taka út sína refsingu fyrir það athæfl að bjarga verð- mætum frá því að lenda á hafs- botni og koma þeim til vinnslu hér á landi. „Fólk verður að skilja að það er kerflð sem.fyrst og fremst stuðlar að brottkasti, ekki sjómennirnir eða útgerðarmennirnir. Brottkast eða framhjálöndun er því miður ekki eini stóri galli þessa kerfis. Stærsti gallinn er sú staðreynd að yflrvöld gefa frá sér aflaheimildir til nokkurra útvalinna aðila án okkar leyfls. Ég spyr: Eruð þið samborgarar mínir svo efnaðir að geta leyft þetta? Ef rétt væri að farið gæti fátækasti íslendingur- inn orðið meðaljón á skömmum tíma, hvert einasta bæjarfélag á íslandi gæti tvöfaldað tekjur sínar með uppboði á þessum heimildum ár hvert. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvaða þýðingu það hefði fyrir ykkur.“ Gunnar segist biðja unga fólkið á íslandi að hugsa þetta mál vel og til enda áður en það gengur næst til alþingiskosninga. Ekki kjósa eftir einhverjum tískuvindum heldur kjósa þann flokk sem verður tilbúinn að breyta þessu kerfi svo um munar. „Er hægt að réttlæta eftirfar- andi? Ungur maður, kvótalaus, byrjar í útgerð. Hann þarf að leigja til sín aflaheimildir frá jafn- aldra og erfingja einhvers fyrir- tækis sem hefur fengið miklar aflaheimildir í gjöf frá íslenskum yfirvöldum. Fyrir meðalviku, ca 15 tonn, þarf hann að greiða hin- um aðalborna hvítvoðungi 1.800.000 kr. í leigu. Heildarafla- verðmætið fyrir þessi 15 tonn er 2.400.000 kr. Þetta þýðir að hinn aðalborni fær 1,8 milljónir fyrir að spila golf í Flórída meðan hinn hörkuduglegi og sívinnandi fær einungis 0,6 milljón kr. Og þá á hann eftir að greiða allan kostnað er fylgir útgerðinni, laun, olíu o.s.frv. Það eru vitgrannir menn sem reyna að réttlæta slíkt og óheiðarlegir menn sem reyna að verja slíkt athæfi," segir Gunnar Örlygsson. -gk Sprauta fannst við Alftamýrarskólann Ungmenni í unglingavinnunni voru aö störfum við Álftamýrarskólann þegar þau fundu notaöa sprautu á leikvellinum viö skóiann. Talsvert er um aö not- aöar sprautur finnist á víöavangi og er fólki sem finnur sprautur ráölagt aö farga þeim á öruggan hátt, þar sem þær geta þoriö smit. Kr.2.790,- verð Handryksuga Ryk og vatn ^490. Kæli- og frystiskápur F r amlengingasnúra 10 metra 7%. Skráðu þig í vefklúbbinn www.husa.is HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.