Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 11
11 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000______________________________________ r>V Skoðun Ekkert athugavert / eðlilegu samkeppnisumhverfi er ekkert athugavert við það að fyrirtæki hækki verð á vöru og þjónustu. Eigendur og stjórnendur fyrirtækja hafa það að markmiði að hámarka afkomuna - ná sem mestum hagnaði út úr rekstrinum. Gangi fyrirtæki of langt í verðhækkunum er þeim refsað. Viðskiptavinirnir snúa sér til keppinautanna. Blessuð iðgjöldin Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra, er ekki hrif- inn af forystugrein DV síðastliðinn miðvikudag um hækkun á iðgjöld- um ökutækjatrygginga. Hann send- ir mér kveðjur í kjallaragrein i gær og svarar gagnrýni. Ýmislegt sem Einar Sveinsson bendir á er athygl- isvert og sett fram á skiljanlegan hátt, en margt í rekstri tryggingafé- laga er erfitt að skilja - sumt raun- ar þannig að aðeins sérfræðingar ná fullum skilningi. Ég hef í gegnum árin oft fjallað um rekstur og efnahag tryggingafé- laganna og jafnan bent á að staða fé- laganna sé í raun mun sterkari en ársreikningar félaganna gefa til kynna. Forráðamenn tryggingafé- laganna hafa aldrei fellt sig við þessar fullyrðingar. En ekkert sem þeir hafa sett fram breytir þessari skoðun minni. i þessu sambandi má raunar benda á að Fjármálaeftirlitið heldur því fram að framlag í bóta- sjóði tryggingafélaganna hafl verið of hátt, eða eins og segir í frétt Morgunblaðsins 5. júlí síðastliðinn: „/ skýrslu Fjármálaeftirlitsins frá september sl. segir að sennilega hafi tjónaskuld tryggingafélaganna, þ.e. framlag í bótasjóöi, verió ofmetiö um rúma 2 milljaröa króna vegna ár- anna 1991 til 1996. Því hefur afkoma fyrirtœkjanna veriö tveimur millj- öröum króna betri en ársreikningur gefur til kynna." Bókasjóðurinn stækkar í lok síðasta árs voru skuldfærðir liðlega 12 milljarðar króna sem vá- tryggingaskuld hjá Sjóvá-Almenn- um en vátryggingaskuldin skiptist aðallega í tvennt, annars vegar í ið- gjaldaskuld og hins vegar tjóna- Laugardi Óli Björn Kárason ritstjóri skuld. Rúmlega 9 milljcirðar voru vegna tjónaskuldar. Þessi bótasjóð- ur félagsins hefur vaxið mikið á undanfórnum árum en í lok 1992 var hann tæpir 6,3 milljarðar króna á verðlagi í lok síðasta árs. Bóta- sjóðurinn hefur því stækkað um 2,7 milljarða króna á fóstu verðlagi á sjö árum. í bótasjóð er lögð upphæð sem svarar til áætlaðra, ógreiddra tjóna- bóta í árslok. Álag er lagt í sjóðinn vegna ótilkynntra bóta um áramót og óvissu um upphæðir einstakra tjóna, ásamt öryggisálagi. Hvort sjóðurinn er orðinn „óeðlilega“ stór, að teknu tilliti til breytinga á lög- um, er hægt að deila um. Ég er að minnsta kosti ekki einn um að telja þessa miklu hækkun bótasjóðanna vera um- fram það sem nauðsynlegt er eins og ofangreind til- vitnun í skýrslu Fjármála- eftirlitsins sýnir. Hins vegar er það athyglisvert sem kemur fram í skrán- ingarlýsingu Sjóvár-Al- mennra frá júní síðast- liðnum þar sem segir orð- rétt: „Mikil umrœða hefur skapast þegar ársreikning- ar félagsins, sem og ann- arra íslenskra vátrygg- ingafélaga, hafa legiö fyrir og reynt hefur veriö aö gera félögin tortryggileg á ýmsa lund m.a. aö um of- mat tjónaskuldbindinga sé að rœöa. Félagiö hefur ávallt upplýst Fjármálaeftirlitiö um alla þœtti í rekstri sínum og aldrei fengiö at- hugasemdir um þennan þátt starf- seminnar. “ í ljósi staðhæfingar Fjár- málaeftirlitsins um ofmat á fram- lagi í bótasjóði á árunum 1991-1996 hlýtur það að vekja athygli að eftir- litið og/eöa forveri þess hafi aldrei gert beinar athugasemdir við trygg- ingafélögin. Fjárfestíngartekjur Það er hins vegar rétt ábending hjá Einari Sveinssyni að fjárfesting- artekjur af vátryggingastarfsemi eru sérstaklega sundurgeindar í árs- reikningi en á síðasta ári námu þær alls 1.052 milljónum króna, þar af voru 705 milljónir króna sem rekja má til lögboðinna ökutækjatrygg- inga. í ársskýrslu Sjóvár-Almennra kemur fram að fjárfestingartekjur af vátryggingastarfsemi á liðnu ári hafi verið reiknaðar út miðaö við 4,73% vexti auk verðbóta, en það er Fjármálaeftirlitið sem birtir vextina til viðmiðunar. Tekjumar eru reiknaðar út miðað við meöaltal vá- tryggingaskuldar í upphafi og lok árs. Ekki ætla ég að gera sérstakar athugasemdir við vextina þó ekki séu þeir í hærri kantinum og raun- ar má ætla að raunverulega hafi tryggingafélaginu tekist að ávaxta vátryggingasjóðina mun betur. (Vert er að benda á að t.d. var nafn- ávöxtun húsbréfa á liðnu ári 8,5% til 10,7%. Spariskírteini ríkissjóðs gáfu allt að 9% nafnávöxtun.) Að teknu tilliti til fjárfestinga- tekna nam heildartap Sjóvár-Al- mennra af lögboðnum ökutækja- tryggingum nær 299 milljónum króna á liðnu ári. Samkvæmt þessu er ekki sérlega fýsilegt að stunda tryggingar á ökutækjum og því kannski sérkennilegt að stóru trygg- ingafélögin hafi ekki fagnað sérstak- lega þegar FÍB-tryggingar komu inn á markaðinn með stuðningi er- lendra aðila. Þvert á móti snemst félögin til vamar. Sjóvá-Almennar hafa hægt og bít- andi sótt í sig veðrið á markaði öku- trygginga og á liðnu ári nam mark- aðshlutdeild félagsins 37,6% að því er fram kemur í skráningarlýsingu í júni síðastliðnum. Félagið hefur aukið hlutdeild sína um rúm 4% frá árinu 1996. Það virðist því eftir ein- hveiju að slægjast. Ekki óeölilegt að hækka verð í eðlilegu samkeppnisumhverfi er ekkert athugavert við það að fyrir- tæki hækki verð á vöru og þjón- ustu. Eigendur og stjómendur fyrir- tækja hafa það að markmiði að há- marka afkomuna - ná sem mestum hagnaði út úr rekstrinum. Gangi fyrirtæki of langt í verðhækkunum er þeim refsað. Viðskiptavinimir snúa sér til keppi- nautanna. Spurning- in er hins vegar sú hvort umhverfi ís- lenskra tryggingafé- laga sé eðlilegt sam- keppnisumhverfi. Einar Sveinsson, eins og aðrir stjórn- endur fyrirtækja, hefur mjög ákveðnar skyldur gagnvart hluthöfum Sjóvár-Al- mennra. Honum ber að hámarka hlut þeirra og skila góð- um hagnaði. Þessar skyldur hefur hann rækt með ágætum undanfarin ár eins og ársreikningar félagsins bera með sér. Og nú þegar Sjóvá-Almennar hefur verið tekið á skrá Verðbréfaþings Islands aukast kröfurnar til stjórnenda félagsins enn frekar. Krafan um arðsemi verður óvægnari en áður. Einar Sveinsson og forráðamenn tryggingafélaganna hafa fullan rétt til að hækka iðgjöld ökutækjatrygg- inga sem og annarra trygginga telji þeir það nauðsynlegt. Þann rétt er ég tilbúinn til að verja eins og ég vona að Einar Sveinsson sé tilbúinn til að verja þann rétt minn til að gagnrýna tryggingafélögin og gera athugasemdir þegar iðgjöld hækka um tugi prósenta. Bifreiöatryggingar ekki fýsilegar Sérkennilegt er aö stóru tryggingafélögin fögnuöu ekki sérstaklega þegar FÍB-tryggingar komu inn á markaðinn. Gegn úreltu kerfi „PRI (fráfar- andi valdaflokk- ur) hefur í áratugi verið trygging fyr- ir stöðugleika og tiltölulega rólegu þjóðfélagi í Mexíkó sem and- stætt öðrum lönd- um í Rómönsku Ameríku hefur ekki upplifað harðstjórn hersins, byltingar og öngþveiti á undanförn- um áratugum. En PRI breyttist sam- tímis í ferlíki á brauðfótum og í kerfi sjálftöku, kúgunar með svik- sama yfirstétt sem útilokaði meiri- hluta borgaranna frá áhrifum og launaði aðeins þeim sem fylgdu flokkinum að málum. Það var hið nýja og nútímalega Mexíkó sem tal- aði með atkvæðum sínum á söguleg- um degi þegar Mexíkóar þorðu í fyrsta sinn og gátu greitt atkvæði í heiðarlegustu kosningunum til þessa. Hinir ungu, hinir velmennt- uðu og miðstéttin refsuðu, eftir vax- andi reiði síðustu áratuga, deyjandi og úreltu valdakerfi sem var um megn að endurnýja sig.“ Úr forystugrein Politiken 4. júlí. Frakkar öfundsjúkir „Öfundin fær meira að segja miklar þjóðir til að gera ómerkilega hluti. Frakkar buðu upp á vand- ræðalega sönnun á þessum sann- leika þegar þeir, einir rúmlega eitt hundrað þjóða sem sóttu ráðstefnu um lýðræði í Varsjá í síðustu viku, neituðu að undirrita lokayfirlýs- ingu um grundvallaratriöi sem sam- komulag hafði náðst um... Frakkar segja að þeir hafi ekki getað verið með þar sem þeir séu þeirrar skoð- unar að velviljaðir utanaðkomandi aðilar geti ekki þröngvaö lýðræði upp á aðra. En raunverulegur vandi Frakka virðist vera forystuhlutverk Madeleine Albright utanrikisráð- herra sem boðaði til ráðstefnunnar í Varsjá." Úr forystugrein New York Times 3. júlí. Ábyrgð sjómanna „Það er hægt að spyrja jafn kjána- lega eins og: Þaö fleygir líklega eng- inn rusli inn í sitt eigið eldhús eða inn i ísskápinn sinn? Spurningin er kannski ekkert kjánaleg því ef marka má nýja skýrslu um um- hverfið í N-Atlantshafmu eru það einmitt þeir sem sækja lifibrauð sitt frá hafinu, sjómennirnir, sem óhreinka það mest. Sjómennirnir hafa sloppið of vel. Þeir sem lifa af auðlindum hafsins hafa augsýnlega ekki lært að þeir bera einnig ábyrgð á að varðveislu auðlindanna. Áð fleygja undirmálsfiski fyrir borð er útbreiddur glæpur. Rányrkja er einnig glæpur. Sjómenn hafa skemmt verðmæt kóralrif og víða eyðilagt sjávarbotn. Samkvæmt skýrslunni hegða sjómenn sér eins og sjóræningjar. Sjálfsagt er málið ekki svo slæmt. En það er freistandi að hugsa bara til skamms tíma. I skýrslunni hefur verið bent á vandamálin. Nú þarf að herða eftir- litið.“ Úr forystugrein Aftenposten 2. júlí. Engin A- og B-liö í ESB „Það er ekki al- veg ljóst hvað Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýsklands, og Jacques Chirac Frakk- landsforseti eiga við með stórum yfirlýsingum sín- um en maður þarf ekki að vera sérstaklega tortrygg- inn til að sjá fyrir sér klofið Evrópu- samband þar sem kjarninn ( mynd- ar voldugt og leiöandi A-lið en nýju aðildarríkin mynda B-lið sem engu ræður. Koma þarf í veg fyrir slíka þróun. Annars þætti sænskum kjós- endum, eins og þegnum flestra ESB- landa, þeir verða enn vanmáttugri gagnvart sambandinu stóra.“ Úr forystugrein Aftonbladet 5. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.