Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 8. JÚLl 2000 Fréttir DV Kjararýrnun á borðinu Káun imáttur launa 6% *Kaupmáttur launa mun lækka um 5'/. i haldist sá \ veröbólgu- 4'/. \ nú er 5,5%, Launahækkun febrúar á 3, IU3TS 2000 \ næsta ári. 3,9% Vverðbólga M | 1S _ 1/ % Ef sá verðbólguhraði sem nú er helst óbreyttur mun sú 3,9% launa- hækkun sem samið var um á al- mennum vinnumarkaði í mars hafa snúist í 1,6% kjararýmum þegar kemur að því að samningsaðilar meta verðlagsþróunina í mars. Forystumenn Samtaka atvinnu- lifsins og verkalýðsfélaga hafa var- að við alvarlegum afleiðingum þess- arar þróunar haldi hún áfram. Dav- íð Oddsson forsætisráðherra hefur hins vegar brýnt fyrir mönnum að sýna stillingu, hækkanir þær sem valdið hafa verðbólgu liðinna mán- aða séu aðeins stök fyrirbrigði en að ekki sé hér undirliggjandi verð- bólga. Davíð telur að verðbólga muni fara lækkandi og nefnir sér- staklega í því sambandi að bensín- verð hljóti að lækka. í kjarasamningunum frá því í mars á þessu ári er gert ráð fyrir 3,9% hækkun launa á fyrsta ári samninganna. Sérstakt tryggingará- kvæði er í samningunum sem lýtur að verðlagsþróun og hafi hún ekki orðið á þann veg að verðbólga hafi minnkað frá gerð samninganna er launaliður þeirra uppsegjanlegur. Miðað er við aö verðbólgustigið verði það sama og í nágrannalönd- '« Wi-jí £ í é Garðar Orn Ulfarsson blaöamaður unum, en í dag er það þrefalt hærra hér en að meðaltali i EES. Engin teikn um hjöðnun „Þegar við gerðum kjarasamning- ana var verðbólga há en við gengum út frá að verðbólga minnkaði hratt. Nú eru liðnir fjórir mánuðir og verðbólgan hefur frekar aukist en minnkað og það hlýtur hver maður að sjá að tíminn til þess að ná þessu markmiði minnkar sífelit vegna þess að þetta er ekkert að lagast,“ segir Ari Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands íslands (ASÍ). „Ef við ætlum að ná því markmiði sem við kynnum að hafa sett okkur þá náum við því ekki á þremur mánuðum í lok tímabilsins, það þarf aö minnsta kosti mikið til. Við sjáum engin teikn um að verð- bólga sé að minnka og það liggur í augum uppi að væntingar um að þetta takist eru aö minnka. Frá því að samningarnir voru gerðir og fram í byrjun júní hefur verðbólgan hækkað um 2,2 prósentustig. Af þeim 3,9% sem samið var um eru því 2,2 prósentustig farin strax. Ef verðbólgan verður 5,5% allt timabil- ið þá hefur kaupmátturinn minnkað um 1,6% í lok tímabilsins." Fortíðardraugur tryggfngafélaga Davíð Oddsson hefur sagt að aukning verðbólgunnar undanfarið eigi sér ekki undirliggjandi orsakir. Ari Skúlason er ekki sammála for- sætisráðherra hvað þetta snertir. „Forstjóri Þjóðhagsstofnunar sagðist í vikunni hafa miklar áhyggjur af því að sumarverðbólga væri miklu meiri heldur en veriö hefur aö undanfórnu. Það segir manni nú ekki beint að undirliggj- Ari Skúlason „Einkneyslu er hægt aö hemja með skattlagningu á neyslu og lántökur. Þetta er óvinsælt en þetta er nauö- synlegt oggetur veriö áhrifaríkt. “ andi verðbólga sé lítil. Það eru alit of miklar verðhækkanir út um allt. Ástæðan fyrir því að við spilum svona hart út vegna tryggingahækk- ananna er sú að hækkunin er bara draugur úr fortíðinni; það er verið að mæta tapi fortíðarinnar. Ef allir hugsuðu eins og tryggingafélögin og kæmu með álíka rök og væru ekki tilbúnir að leggja neitt á sig þá væri allt einfaldlega farið norður og nið- ur,“ segir Ari, sem telur það ekki ganga upp að nefna 30% hækkun á sama tíma verið sé að segja að allt hér sé stöðguleiki og allt í lagi í hag- kerfmu. Ari Edwald „ Veröbólgan, sem er núna, hefur bit- iö í kaupmáttinn hjá fólki og dekkra útlit í efnahagsmálum ætti aö hafa áhríf til þess aö fólk eyöi ekki eins miklu. “ „Það að vara við finnst mér ekki eins slæmt og það að reyna að telja okkur trú um að það sé allt í himna- lagi. Við hverja einustu bensinverð- hækkun síðasta áriö hefur forsætis- ráðherra sagt að olíu- og bensínverð sé að ná hámarki. Mér finnst það var ábyrgðarhluti af þeim sem hlustað er á að segja svona lagað þegar Þjóðhagstofnun og Seðlabanki og bankamir allir segja okkur að það sé ekkert allt í lagi heldur að allt sé að fara á verri veg og það þurfi mikiö að gera til að laga þetta. Maður sér ekki miklar aðgerðir. Eini aðilinn sem er virkur í hag- samningstímans yrði verðbólga svipuð og í nágrannalöndunum. í dag eru nýjustu tölur um ársverð- bólgu á EES-svæðinu 1,7% en sam- bærileg tala hér er 5,1%,“ segir Ari. Samkvæmt þessu er verðbólga hér nú þrefalt hærri en hún er að með- altali á Evrópska efnahagssvæðinu og ljóst að langt er tO lands að ná verðbólgunni á sama stig hér og meðaltalið segir til um. Að sögn Ara hittu fulltrúar launa- þegasamtaka forsætisráðherra síð- ast um mánaðamótin maí-júní og hann segir að þeir hitti embættis- menn reglulega til að ræöa stöðu mála. Síðast i þessari viku hafi sam- tökin fengið skýrslu frá Þjóðhags- stofnun og Seðlabankanum. Meiri skatta á einkaneyslu Að sögn Ara hefur ASÍ ekki ná- kvæma útlistun á því til hvaða að- gerða þurfi að grípa í efnahagsmál- um. „Viö höfum lagt til að dregið verði úr opinberum framkvæmdum, til dæmis i samgöngumálum, núna á sama tíma og einkamarkaðurinn er á fleygiferð. Auk þess tel ég per- sónulega að draga þurfi úr einka- neyslu sem er alveg gifurlega mikil og heldur mikið til uppi þenslunni og viðskiptahallanum. Einkaneyslu er hægt að hemja með skattlagningu á neyslu og lántökur. Þetta er óvin- sælt en þetta er nauðsynlegt og get- ur verið áhrifaríkt. Annars förum við miklu verr út úr þessu þegar upp verður staðið," segir Ari Skúia- son. sama hraða og áður og í raun eru veikar vísbendingar í þá átt þó ekki hafi það enn skilað sér í þessum töl- um. Síðan gæti olíuverð farið lækk- andi eins og spáð hefur verið að myndi gerast eftir mitt áriö. Mér finnst ekki að öll teikn séu á versta veg. En þetta hefur ekki skilað sér í tölunum og þar sem tiltölulega skammur tími er til stefnu gagnvart viðmiðunarmörkum kjarasamninga þá hefur maður af þessu verulegar áhyggjur. Ég tel hins vegar ekki timabært að kveða upp afgerandi dóma í því efni. En það sem þarf að koma til er marktæk breyting," seg- ir Ari Edwald. Opinberir dragi úr útgjöldum Að sögn Ara Edwald hafa for- svaramenn Samtaka atvinnulífsins oft sagt að sú þróun sem verið hafi á opinberum útgjöldum sé óviðun- andi. „Samneyslan hefur verið vaxa sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu þrátt fyrir mikinn vöxt landsframleiöslunnar. Við teljum því einsýnt að taka verði fastar á í rekstrarútgjöldum sveitarfélaganna og ríkisins. Það er allt of lítil um- ræða um þetta í samhengi efnahags- mála meðal sveitarfélaganna, sér- staklega hjá stærri sveitarfélögun- um. En hvað ríkið snertir þá hefur það verið kynnt af forsvarsmönunm ríkisfjármálanna að það hafi verið stigin skref til þess að skerpa fram- kvæmd fjárlaga þannig að ekki muni verða eins mikill framúrakst- ur og hefur verið,“ segir Ari og bendir á að of mikil umsvif opin- berra aðila hafi hvetjandi áhrif á „Ef þetta væri reynt í einhverju öðru landi þá gengi það ekki því þá kæmi samkeppnin inn í. Hér er maður nokkuð sannfærður um það að hin tryggingafélögin koma á eftir og gera nákvæmlega það sama. Hjá olíufélögunum hækkar eitt félagið klukkan þrjú, það næsta klukkan fimm og hið þriðja klukkan sjö en hjá tryggingafélögunum tekur þetta kannski tvær vikur," segir Ari. Bjartsýnistal ábyrgöarhluti í kjölfar ummæla Ara Skúlasonar og fleiri í vikunni um vaxandi verð- bólguvá varðaði forsætisráðherra við því sem hann kallaði vanstill- ingu í umræðu um verðþróunina. Davíð gaf þar með í skyn að þeir sem tala um aukna verðbólgu kunni sjálflr að kynda undir óhagstæða þróun. Ari segist ekki vera að tala upp verðbólguna. stjóm á íslandi er Seðlabankinn. Hann reynir að halda verðlagi stöð- ugu með gífurlega miklum vaxta- mun gagnvart útlöndum og meö því aö reyna að halda genginu háu og stöðugu. Margir eru óhressir með að Seðlabankinn sé eina verkfærið vegna þess að herkostnaðurinn af þessu lendir fyrst og fremst á út- flutningsgreinum og samkeppnis- greinum, sem stóðu illa fyrir,“ segir Ari. Verðbólga á íslandi þreföld Ari Skúlason segir að í áður- nefndu tryggingarákvæði samning- anna frá í mars felist ekki föst tala heldur muni fyrst og fremst fara fram efnhagslegt stöðumat og póli- tískt mat í febrúar næstkomandi. „Við geröum kjarasamningana á þeirri forsendu aö verðlag færi hratt lækkandi og að á fyrri hluta Ekki öli teikn vond Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist óttast að verðbólgan innan þessa árs verði í efri mörkum þess sem Þjóðhag- stofnun og Seðlabanki hafa spáð, eða eitthvað yfir 5%. Ari segist hins vegar gera sér vonir um að hún hjaðni og að vísbendingar séu þar um. Hann segir þær hækkanir, sem hafa verið, séu í sjálfu sér ekki ein- stakir atburðir. „En það er staðreynd að fáir þætt- ir hafa mjög mikil áhrif, eins og olí- an og húsnæðismálin. Þróun mat- vælaverðs hefur hins vegar verið í rétta átt, matvæli hafa beinlínis lækkað. Breytt þróun á fáum liðum getur valdið hörðum breytingum. Þó ekki sé hægt að segja til um það en hvort raunveruleg vending hafi orðið þá vonar maður aö til dæmis fasteignaverð muni ekki skríða með einkaneyslu. „Við leggjum ekki til skattahækk- anir en það er augljóst, og það end- urpeglast í viðskiptahallanum, að einkaneyslan er mikil og þarf að draga úr henni. En samneyslan hef- ur áhrif á einkaneyslu og það setur þrýsting þegar ríkið semur um meiri launahækkanir en fyrirtækin geta fylgt. Það er alveg rétt að einka- neyslan hefur verið of mikil en það eru ákveðin teikn á lofti um að úr henni geti dregið. Verðbólgan sem er núna hefur bitiö í kaupmáttinn hjá fólki og dekkra útlit í efnahags- málum ætti að hafa áhrif til þess að fólk eyði ekki eins miklu,“ segir Ari Edwald. Davíð Oddsson, forsætisráðherra og ráðherra efnahagsmála, sá sér ekki fært að svara spumingum DV um þessi mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.