Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 Helgarblað I>V Sumarsandalarnir krefjast vel snyrtra fótleggja: Opnir sandálar og tá- skraut hafa verið mjög í tísku í sumar en til þess að bera slíka skó og gling- ur vel þarf maður að huga að útliti fótanna. Allir geta fengið fallegri fcetur, að sögn fótaaðgerð- afrœðingsins Hjördísar Þorbjörnsdóttur hjá Snyrtimiðstöðinni sem unnið hefur í bransanum í 20 ár og miðlar hér nokkrum góðum ráðum til lesenda DV. Glær lökk vinsæl „Fyrst og fremst þarf að halda tá- neglunum vel snyrtum," segir Hjör- dís og undistrikar að klippa skuli táneglurnar þvert en ekki í boga. „Þetta er sérlega mikilvægt fyrir konur þar sem þær ganga yfirleitt í þrengri skóm en karlar og er því hættara við þvi að neglumar vaxi inn því það er meiri þrýstingur á tæmar á þeim,“ segir Hjördís. Hún mælir með því að fólk byrji á fóta- baði áður en nokkuð er byrjaö að fást við fæturnar. Eftir vel heitt bað eru táneglurnar svo klipptar og þjal- aðar, táböndunum ýtt niður, hæll- inn þjalaður og ekki sakar að lakka táneglurna á eftir. „I sumar era glærir, daufir litir, gjaman út í appelsínugulan, vinsæl- ir,“ segir Hjördis og bendir á að það sé smartast að hafa sama lit af naglalakki á tám og fingrum. Þynnri táneglur Á markaðinum eru til alls konar þjalir, raspar og steinar til að hreinsa skinn af fótum. En er nauósynlegt aö raspa á sér hœlana og iljarnar reglulega eöa er þetta bara snobb? „Það er nauðsynlegt til þess að forðast að það safnist upp sigg. Það er passlegt að raspa einu sinni í viku og þá byrjar maður á því að nota grófa þjöl og svo finni á eftir. Ef þú ert komin með mikið sigg þá er betra að láta fagmann sjá um að fjarlægja það og sjá svo sjálfur um að halda því við. Það er fólki oftast mikill léttir að losna við allt þetta dauða skinn af fótunum og maður kemur út eins og nýfæddur,“segir Hjördís sem er ekki hrifin af jám- þjölum þar sem þær rífa upp húðina á meðan aðrar pússa. Undir venju- legum kringumstæðum á fólk að geta séð um að hreinsa fæturnar sjálft en ef það eru stærri vandamál er hægt að snúa sér til fótaaðgerðar- fræðinga. „Við getum t.d. þynnt þykkar neglur og fjarlægt líkþom og harða húð,“ segir Hjördís.Ekki er heldur óalgengt að konur sem eru með ljótar eða skemmdar táneglur fái sér einfaldlega gervineglur á tærnar. Vaxiö best Hvað hárvöxt á fótleggjum snert- ir segir Hjördís að vaxið sé tvímæla- laust besti kosturinn við að fjar- lægja hár. „Með hitanum frá vaxinu opnar þú húðina og rífur hárin upp með rótum og skemmir hárpokann. Þetta leiðir til þess að smám saman verður hárvöxturinn minni. Hárin eru líka lengur að vaxa upp heldur en eftir rakstur og nóg er að endur- taka meðferðina á 4-6 vikna fresti. Hárin haldast líka mjúk eftir vaxið og það koma ekki upp harðir brodd- ar,“ segir Hjördís og bendir á að eft- ir vaxmeðferð geta hárin jafnvel - karlmenn láta líka snyrta á sér tærnar er fólk með. Þeir sem eru með lélega blóðrás niður í fæturna eru oft með minni hárvöxt. Þaó hefur oft verið sagt aö maöur eigi helst aldrei aö byrja á því aö taka hárin af fótleggjunum ef maöur er meö Ijós hár. „í sambandi við vaxið þá held ég að það skipti engu máli. Á þessum 20 árum sem ég hef starfað sem fóta- aðgerðarfræðingur þá hef ég ekki séð að hárvöxtur ykist neitt nema við rakstur en þá verða hárin gróf- ari og stífari," segir Hjördís. Hún bendir á að það sé aldrei of seint að skipta yfir í vaxið og kona sem hef- ur í mörg ár rakað á sér leggina geti breytt hárvextinum til muna ef hún svissar yfir í vaxið. Það tekur smá- tíma en hárin mýkjast. Það er hins vegar ekki ráðlagt að konur séu að rokka á milli aðferðanna. Annað- hvort heldur maður sig við rakstur- inn eða vaxið. Hvað með inngróin hár? „Inngróin hár geta komið bæði eftir vaxmeðferð og rakstur en þá er maður kannski að tala um eitt hár á legg. Þetta er frekar sjaldgæft vandamál og ekkert til að hafa áhyggjur af. Það er mjög gott ef þú ert búin að vera í vaxi að vera með svona líkamsskrúbb og taka dauðu húðflögumar af leggnum og þá á hárið greiðari leið upp á yfirborðið og fer ekki að vaxa í vitlausa átt,“ útskýrir Hjördís. Sviti í sumarhitanum Fyrir þá sem svitna óvenjumikið á tánum í sumarhitanum ráðleggur Hjördís að bera púður á fæturnar á sér eftir bað. Það þurrkar upp fótrakann. Hún bendir einnig á að fólk gleymir mjög oft að þurrka sér á milli tánna en það er alveg nauð- synlegt til þess að fyrirbyggja sveppamyndanir. „Undanfarin ár hefur það jafnt og þétt verið að aukast að fólk hugsi betur um fæturna á sér. Algengt er að þeir sem eru á leið utan til að spóka sig á tánum komi til okkar fótaaðgerðarfræðinganna ,“segir Hjördís og bendir á að það séu ekki bara kvenmenn sem nýti sér þá þjónustu heldur karlarnir líka enda þeir oft óduglegri en konumar að dúlla við fætumar á sér heima við. -snæ Þessum fótum hefði ekki veitt af smásnyrtingu. lýst. Hún ítrekar að ekki sé mælt með því að fólk fari í sund eða ljós strax á eftir vaxmeðferð þar sem húðin er svo opin og móttækileg fyr- ir sýklum og óhreinindum. Á eftir vaxinu telur Hjördís há- reyðingarkrem vera næstbesta kost- inn við háreyðingu. Hún varar þó við að i mörgum af háreyðingar- kremunum eru mjög sterk efni sem fara misvel með fólk og geta kallað fram ofnæmisviðbrögð enda brenna kremin hárin burt. Rakvélar, hvort sem um er að ræða rafmagnsvélar eða sköfur, eru pottþétt sisti kosturinn, að mati Hjördísar. „Ef þú rakar þig þá færðu þykkari og grófari hár en ella. Fyrir þær konur sem nenna að standa í því að raka sig á hverjum degi þá er rakvélin finn kostur en maður verður eiginlega að gera það ætli maður að halda leggnum mjúk- um og sléttum því hárin vaxa strax út eftir rakstur,“segir Hjördís sem minnir þó á að hvaða aðferð sé best sé auðvitað persónubundin enda mismunandi hversu mikinn hár- vöxt fólk er með og hvað það nenn- ir að hafa mikið fyrir þessum hlut- um. Hversu mikið blóðflæði er i fót- leggjunum getur líka haft áhrif á hárvöxtinn. Eftir því sem blóðflæð- ið er betra þeim mun meiri hárvöxt Þaö þarf vel hirta fætur til aó bera þessa opnu sumarskó meö sóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.