Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 Helgarblað DV DV-MYNDIR JÓN BIRGIR PÉTURSSON Jóhannes Geir Sigurgeirsson - valdamikill eftir aö hann hrökk af þingi um áriö. Hér horfir hann yfir Eyjaflaröarsveltina ofan úr hlíö StaöarbyggöarQalls. Græn og vel gróin sveit með Akureyri og Eyjafjöröinn í baksýn. DV-VIÐTAL JÓN BIRGIR PETURSSON. AldarQórðungsgamalt fjós varð að afbragðs ferðamannamóttöku á bænum Öngulsstöðum 1 Eyjaíjarð- arsveit fyrir fjórum sumrum. Opin- ber skilaboð til bænda um að kúa- búskap skyldi auka stórlega höfðu vægast sagt verið röng eins og margt annað þegar forsjáin kemur við sögu. Bóndinn á Öngulsstöðum er enginn venjulegur bóndi, satt að segja. Jóhannes Geir Sigurgeirsson er ekki bara ferðabóndi - hann er stjórnarformaður tveggja af stærstu fyrirtækjum landsins, Landsvirkjun og KEA, fyrirtæki með tugi millj- arða i veltunni. Það er því ekki að undra að hann er sagður i eitur- harðri samkeppni við kapteina Flugfélags íslands um hæstu flug- tímana á leiðinni Akureyri-Reykja- vík. Við renndum í hlað á Öngulsstöð- um á dögunum þegar sólin var að hamast við að setja nýtt Eyjafjarðar- met í skini sínu. Það met tókst henni að slá, 62 ára júnímet fauk, enda þótt norðanvindurinn væri allt að því napur. Á hlaðinu er yfir- gefinn rútubíll, eins konar mónúm- ent um Sleipnisverkfallið. Bílstjór- inn hafði verið stöðvaður kvöldið áður en hélt áfram fór með erlenda ferðamenn á öðrum bíl. Þannig byrjaði ferðamannavertíðin sumar- ið 2000 í Eyjafirðinum. Geri ekkert - slnnl öllu Gengið er að ofanverðu inn á gamla hlöðuloftið sem hefur breyst í það sem kallað er lobbí á nútíma ís- lensku, hótelafgreiðslu. Þar er líka notaleg aðstaða fyrir gestina til blaðalesturs og til að njóta hressing- ar, kaffl eða öls. Ofan af loftinu sér niður í „hlöðuna" þar sem standa mörg fallega dúkuð borð sem bíða krása kvöldsins. Húsmóðirin, Krist- ín Brynjarsdóttir, eiginkona Jó- hannesar Geirs, er á þönum við undirbúning kvöldsins. Jóhannes Geir segir aö lítiö sé gert úr hans þætti sem stjómandi á staðnum. „Fólk mitt segir stimdum að ég geri ekkert héma. Ég er töluvert í burtu en ég segi á móti að það sé rétt að ég geri ekkert en sinni öllu. Fyrir þá sem em félagslyndir er það gefandi að taka á móti ferðafólki," segir Jóhannes Geir og hlær við. Hann segir að hann sé vertinn og sinni gestunum. Það komi mikið í hans hlut að ræða við erlenda gesti sem era í miklum meirihluta. Meö- eigendur þeirra hjóna er elsta dóttir þeirra, Sveina Björk, og tengdason- urinn, Gunnar Valur Eyþórsson, en þau hafa dvalið undanfarið ár í Englandi við nám og störf og eru nýkomin heim til starfa. Fram und- an eru miklar annavikur, rekstur- inn hefur gengið vel og er vaxandi. Það gerist stundum að Jóhannes Geir býður útlendingunum upp á ferð upp á fjallið fyrir ofan bæinn. Þá er farið með hinum ágæta Land- Rover-jeppa, miklum kostagrip, og haldið upp á fjalliö. Blaðamaður fer slíka ferð með Jóhannesi, bíllinn veltur og ruggar og hallar ískyggi- lega á ýmsar hliðar. En eftir troðn- ingnum kemst hann, þótt oft sé á brattann að sækja. Og upp í hlíðina komumst við léttilega á þessu meist- araverki enskra iðnaðarmanna. Jó- hannes Geir segir enska túrista verða nokkuð hnípna þegar þeir eru minntir á að nú er LandRoverinn orðinn í eigu Ford eftir að hafa ver- ið þýskrar ættar um stund, í eigu BMW. Þingsætið hrökk til Suðurnesja Þú hrökkst af þingi um áriö, Jó- hannes. Það hlýtur aó hafa veriö afar sár skellur? „Þingmennskan var nú hálfgert hliðarspor, ég var þingmaður í 5 ár, heilt kjörtímabil og ár að auki, en var viðloðandi í 12 ár, „sat inni“ oft á tíðum þessi ár sem ég var vara- þingmaður. Þetta var góður skóli og ég kunni því að mörgu leyti vel að sitja á Alþingi. Seta mín í efnahags- og viðskiptanefhd og formennska þar i eitt ár var mjög góður skóli. En þetta var kannski ekki svo sár Hrökk inn á þing og út aftur - og varð einn af áhrifamestu stjómarformönnum landsins. Jóhannes Geir Sigurgeirsson er œðsti maður bæði Landsvirkjunar og KEA - og rekur bœndagistingu á œttaróðalinu þar sem túrhestar komu í stað nautpenings skellur. Ég var kannski svo lánsam- ur að vita allan tímann fyrir víst að ég sat í þingsæti sem var ekki til. Vegna breytinga á kjördæmaskipan var ljóst strax við talningu eftir kosningar 1991 að þetta þingsæti mundi flytjast yfir á Reykjanes. Síð- an hefur setið í því sæti ágætur maður sem heitir Hjálmar Ámason og hann fyllir ágætlega upp í mitt skarð. En staðreyndin er sú að ég helsýktist aldrei af þingmannsbakt- eríunni og tók þessu eins og vera ber,“ segir Jóhannes Geir. Landsvirkjun frelstaði Þótt þú náir kannski ekki alveg aö stjórna þessu glœsilega bœndahóteli hér á Öngulsstööum þá er ekki neinn ágreiningur um aö þú stjórnar tveimur af stœrstu fyrirtœkjum þjóö- arinnar sem œðsti maöur. Eru þaö laun fyrir pólitísk afskipti, eöa hvaö? „Ég var nú kominn inn í KEA áður, þannig aö pólitík kemur því ekki við. En varðandi Landsvirkjun þá sóttist ég ekki aö fyrra bragöi eft- ir þessari stööu þegar ég datt af þingi. Ég hef aldrei sagt þá sögu en það er í lagi aö segja hana hér og nú. Þáverandi þingflokksformaður hafði samband við mig og sagði að nú hringdu menn í stórhópum og spyrðu hvort ekki væri eitthvað á lausu þegar kom að því að skipa í nefndir og ráð. Ég hafði satt að segja ekki leitt hugann að því en formað- urinn spurði hvort ég ætlaði ekki að láta vita af mér. Ég hugsaði mig um litla stund og mundi þá að Páll Pét- ursson, sem hafði setið í stjórn Landsvirkjunar, mundi á fórum þaðan út. Ég svaraði því um hæl að ef eitthvað væri þá væri það seta í stjóm Landsvirkjunar sem freistaði mín,“ segir Jóhannes Geir þegar hann rifjar upp atburði ársins 1995. En þaö er gagnrýnt harölega þeg- ar valiö er í nefndir og ráö af ýmsu tagi eftir pólitík? „Já, og það oft ranglega. Ég vona nú að ég hafi orðið fyrir valinu vegna reynslu minnar í viðskipta- heiminum ekki síður en í stjórnmál- um, ég hafði þá reynslu af stjórnar- störfum hjá KEA. Þáverandi iðnað- arráðherra hafði þá stefnu að velja til starfa eins og í Landsvirkjun fólk með reynslu í viðskiptum, á slíku þarf svo sannarlega að halda. Það verður að koma íslensku orkufyrir- tækjunum í sama viðskiptaum- hverfl og annar rekstur er í og það er mitt markmið að svo megi verða,“ segir Jóhannes sem hefur setið í stjóm Landsvirkjunar síðan 1995 og sem formaður hennar und- anfarin þrjú ár. Kýtingur á þingi „Reynslan úr pólitíkinni kemur sér ekki síður vel í starfínu i Lands- virkjun. Það þýðir ekki að renna af hólmi þótt stundum gangi mikið á. Það má eiginlega segja að það sem fyrirtækið hefur átt við að stríða að nokkra leyti að undanfomu sé góð- ærið sem gerir það að verkum að það er minni skilningur á þeim þjóðarauði sem við eigum í orkunni og hefur átt dijúgan þátt í að byggja grunninn imdir góö lífskjör okkar. Hins vegar þyrfti ekki mikil áfoll, til dæmis í sjávarútveginum, til að þetta breyttist aö nýju,“ segir Jó- hannes Geir, stjómarfbrmaður fyr- irtækis sem á 30-40 milljEU’ða króna hreina eign. Nú er gamli fjármálaráðherrann, annar stjórnmálamaöur, oröinn for- stjóri Landsvirkjunar og undirmaö- ur formannsins. Hvernig semur ykk- ur, andstœöingum á Alþingi fyrir ekki svo mörgum árum. Þiö hafiö ef til vill eldaö saman grátt sitfur á sín- um tíma? „Okkar samstarf hefur gengið mjög vel. En það er rétt, við áttum það til að kýta á þinginu. Ég man sérstakiega eftir þvi einu sinni að ég var settur á vaktina þegar Frið- rik sem fjármálaráðherra var aö mæla fyrir framlengingu á skatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Þar var um að ræöa tímabundið gjald sem ríkisstjómin framlengdi árlega. Ég man að ég lagði það á mig að finna til gömul þingtíðindi og las hvað Friðrik hafði sagt um þetta gjald í fyrri umræðum og þá sem stjómarandstæðingur. Það var ekki allt fallegt sem þar var sagt um þennan skatt. En Friðrik var auðvit- að kallaður til Landsvirkjunar vegna reynslu af stjómmálum. Það er mjög nauðsynlegt í hans starfi að skilja eðli stjórnmálanna. Við ætl- um honum líka að gera verulegt átak í öllu kynningarstarfi fyrirtæk- isins og ég tel að það hafi tekist al- veg ágætlega.“ Stjórnarformanni Landsvirkjunar hefur líklega brugöiö hressilega þeg- ar Suöurlandiö fór aö skjálfa á dög- unum. Hvernig varö þér viö, Jóhann- es? „Vissulega var þetta mikill próf- steinn á mannvirkin á Suðurlandi. Það lá hins vegar fyrir að öll hönn- un var miöuð við að standast þessa þolraun auk þess að því betur era þau flest fyrir utan aðalsprungu- svæðið. Það var því mjög ánægulegt að ekki gerðist annað en að einn rofi leysti út og úr því var bætt snarlega.“ Og KEA heilsast bœrilega, eöa hvaó?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.