Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 28
28 Helgarblað LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 DV Friðarverðlaunahafi Nóbels, José Ramos-Horta, var staddur hér á landi í vikunni: Islendingar gleymdu okkur aldrei - í baráttunni fyrir sjálfstæði Austur-Tímor Soeharto. Boöað var til þjóðarat- kvæðagreiðslu um hvort landið ætti að vera sjálfstætt eða heyra undir Indónesíu áfram. Eins og ég kom inn á héma áðan þá vildi yfir- gnæfandi meirihluti landsins fá sjálfstæði. Að ári liðnu kemur sam- an stjórnarskrárbundið þing á Austur-Tímor.“ Starfað gegn sjálfstæði Á meðan landið laut stjórn Indónesíu var það einangrað frá al- þjóðasamfélaginu. Flestar þjóðir sáu sér ekki fært að verða við hjálp- arbeiðnum Austur-Tímora sökum þess hve stórum viðskiptahagsmun- um þær gætu þurft að fórna við Indónesíu. Risafyrirtæki á borð við Philips og General Electrics störf- uðu gegn sjálfstæðisbaráttu Austur- Tímors fyrir opnum tjöldum og for- stjóri Coke lét hafa það eftir sér að Indónesía væri það sem hann sæi fyrir sér sem himnaríki - svo mörg voru viðskiptatækifærin. Banda- ríkjastjórn sniðgekk lengi óskir Horta um viðtal og sagði m.a. að „Soeharto væri maður að þeirra skapi,“ og breska þingið lét sem Horta væri ekki til. Eitt af því sem Nóbelsverðlaunin gerðu var að breyta þessu. Dyr víðs vegar um all- an heiminn opnuðust og alþjóða- samfélagið átti ekki lengur kost á því að sniðganga hann. íslensk sóknarfæri „ísland var samt eitt af þeim fáu löndum sem virtist ekki gleyma okkur. Gegnumsneitt studdu ís- lenskir ráðamenn baráttu Austur- Tímorbúa, bæði á evrópskum vett- vangi sem og hjá Sameinuðu þjóð- unum í New York. Fyrir það eru Austur-Tímorbúar ákaflega þakk- látir og íslendingar eru ákaflega tignarlegt, stolt og faUegt fólk. Rétt eins og Austur-Tímorbúar. Ein af þeim ástæðum að ég kem hingað er aö fara fram á hjálp ís- lenskra stjómvalda. Austur-Tímor á ákaflega gjöful fiskimið sem aldrei hafa verið nýtt. Við búum hvorki yfir þekkingu né bátum til þess að nýta okkur miðin. Helst þyrftum við um 1 milljón dollara til þess að geta komið undir okkur fót- unum og vonir standa til um að ís- lensk stjómvöld séu tilbúin til þess að hafa hönd í bagga með okkur. Við fognum líka öllum þeim ís- lensku fyrirtækjum sem eru að leita sér að sóknarfærum í Asíu og bjóðum þau velkomin til samstarfs við stjórnvöld Austur-Tímor eða einkaaðila í landinu. Áður en ég fer á laugardaginn ætla ég að ganga á fúnd bæði forseta íslands og utan- ríkisráðherra. Ég vona að þeir geti einnig komið bón minni á framfæri við ríkisstjómina og menn í við- skiptalífinu. Landiö er á mikilli uppleið og það eru spennandi tímar fram undan. Hagvöxtur landsins er 15% á ársgrundvelli og með til- komu nýju náttúruauðlindanna er ekki ólíklegt að hann muni rjúka enn meira upp. Þó ber að taka þessa 15% tölu með smá fyrirvara - hag- vöxturinn hefur að sjálfsögðu bara verið núll og nix fram að þessu." Bókmenntaverðlaun Nóbels Þetta er þriðja heimsókn Horta til íslands og vonandi ekki sú síð- asta, að hans sögn. Horta er orðinn þreyttur á langri baráttu sinni og hyggst setjast í helgan stein á þessu ári. Hann hef- ur helgað líf sitt baráttunni fyrir sjálfstæði Austur-Tímors og verið í útlegð frá landinu á þriðja áratug. Nú loksins þegar takmarkinu hefur verið náð ætlar hann að taka upp á því að skrifa. Markmið stórmennis á borð við Horta era að sjálfsögðu í samræmi við hans fyrri afrek. Hann langar til þess að vinna bók- menntaverðlaun Nóbels. -ÓRV Eitt mjólkurglas á dag „Þeir réttlættu árásina á Austur- Tímor með því að segja að þama væri að skapast Kúba Asíu. Þetta var að sjálfsögðu fjarri því að vera satt. I landinu var til allt pólitíska litrófið. Sumir voru harðir hægri- menn og aðrir langt til vinstri. Vissulega vorum við með nokkrar sósíalískar hugmyndir varðandi stjómkerfið. Þær voru þó ekki meiri en gengur og gerist hjá öllum Norðurlöndunum - gott heilbrigðis- kerfi og ókeypis skólaganga. Sökum valdaránsins breyttist margt á verri veg. Nú er töluvert um vannæringu en þó sveltur enginn heilu hungri. Á tíu ára áætlun er að öll nýfædd böm á Austur-Tímor geti fengið eitt glas af mjólk á dag.“ Þó horfir til breyttra tima um þessar mundir. í Suður-Tímorhafi bendir ýmislegt til þess að þar sé gnægð af olíu og jarðgasi sem gæti gert Austur-Tímor að ríkri þjóð. „Það hafa náðst samningar við Shell um að bora í hafinu og mun það einnig verða unnið í samstarfi við Ástralíu þar sem þetta er að ein- hverju leyti í þeirra landhelgi. Þó er að sjálfsögðu óvíst hvemig þetta fer. Um tíma var óttast að Indónesía myndi gera einhverjar kröfur í svæðið og þannig skaða hagsmuni okkar. Það kom þó á dag- inn að svo er ekki og við erum spenntir að komast að því hvað verður.“ Fjölskyldan drepin En hvemig er pólitískt ástand á Austur-Tímor núna? „Ástandið er loksins orðið nokk- uð stöðugt. Það er kaldhæðnislegt að hugsa til þess að eitt af þeim löndum sem hefur verið hvað stríð- hrjáðast af löndum heimsins sl. ár er eitt það friðsælasta í heiminum í dag. Fólkið í Austur-Tímor getur loksins farið að sofa með þeirri vissu að til þeirra komi ekki her- menn í skjóli nætur sem fjarlægi það frá heimilum sínum eða drepi bömin þeirra," sagði Horta þar sem við sátum inni á Hótel sögu á mið- José Ramos-Horta, fridar- verðlaunahafi Nóbels og einn af leiðtogum Austur- Tímor, var staddur hér á landi fyrr í vikunni til þess að flytja erindi á ráðstefnunni „Faith in the Future“ sem haldin er á vegum Þjóðkirkjunn- ar og Framtíðarstofnun- ar. Þegar tœkifœri gafst til þess að rœða við Horta fór Ómar R. Valdimars- son, blaðamaður DV, til móts við nóbelsverð- launahafann og rœddi við hann um fortíð, nútíð og framtíð Austur-Tímors. Austur-Tímor var vanrækt portú- gölsk nýlenda fram til ársins 1974. Þá var gerð bylting í Portúgal og sjálfstæðissinnar Austur-Tímor nýttu sér tækifærið. Stjórnmála- flokkurinn Fretilin lýsti yfir sjálf- stæði Austur-Tímor og Horta tók við embætti utanríkisráðherra landsins, yngsti maður heimsins til þess að gegna því embætti, 25 ára að aldri. Einungis níu dögum síðar réðst indónesíski herinn inn í land- ið og innlimaði það. Indónesísk stjórnvöld nutu stuðnings þjóða á borð við Bandaríkin og Ástralíu og bjuggust allir viö því að innlimunin myndi ganga eftir á snöggan og auð- veldan hátt. Annað kom á daginn. Austur-Tímorbúar hófu harða bar- áttu fyrir sjálfstæði sínu og einn af helstu framgöngumönnum þeirra var Horta. Hann var staddur erlend- is þegar ráðist var inn í landið og fór því fyrir hönd ríkisstjómarinn- ar á fund Sameinuðu þjóðanna. Þar var hann næsta áratug og minnti ráöamenn heimsins á litla landið sem stundum virtist hafa gleymst. Ráðamenn heimsins voru svo sannarlega minntir á átroðning indónesískra stjórnvalda þegar Ramos-Horta og biskup kaþólskra í A-Tímor, Carlos Belo, voru veitt Friðarverðlaun Nóbels árið 1996. Sjálfur segir Horta að það hafi veriö eitt mikilvægasta atriðið sem siðar leiddi til sjálfstæðis Austur-Tímor á sl. ári. vikudaginn. Óneitanlega verður manni hugsað til þess að Horta hef- ur sjálfur misst fjölskyldumeðlimi sökum þessarar borgarastyrjaldar. „Jú, það er rétt. Ég átti eitt sinn íjóra bræður og eina systur. Nú er svo komið að ég á bara einn bróður. Hin eru farin, voru drepin af indónesíska hemum. Það brýtur hjarta mitt er ég hugsa um það og hve liflegt og hamingjusamt heimili mitt var með okkur sex innanborðs. Samt ber ég ekki kala til Indónesa eða Indónesíu. Herinn þar í landi er sjálfum sér verstur og það hryggir mig líklega jafnmikið og það hrygg- ir alla Indónesa.“ Vilja óstööugleika „Þeir sem sitja við stjórnvölinn í indónesíska hemum vilja ekki frið og ró - þeir vilja óstöðugleika og kvöl. Það er það sem þeir skildu eft- ir sig þegar að 70% Austur-Tímor- búa kaus sjálfstæði frá Indónesíu. Þá gengu um götur Dili (höfuðborg Austur-Tímor) menn gráir fyrir jámum og skutu og drápu allt sem á vegi þeirra varð. Þetta var ein- ungis gert til þess að hefna fyrir þorsta Austur-Timorbúa í réttlæti. Á þeim tíma, sem Austur-Tímor var undir hælnum á Soeharto, fyrr- um Indónesíuforseta, og hemum hans, var 1/3 af þjóðinni drepinn - hlutfallslega er það mun fleira en þaö sem var drepið af Rauðu Kmer- unum í Kambódíu." Eitt af því sem Horta hefur látið hafa eftir sér í viðtölum í gegnum tíðina er að þegar Soeharto myndi fara frá myndi landið einnig fá sjálfstæði. Þetta gekk eftir þegar Soeharto var bolað frá völdum og við honum tók Habibie, fyrrum varaforseti landsins. En af hverju var þetta ekki hægt fyrr? „Eftir að Soeharto fór frá gafst stjómvöldum í Indónesíu tilvalið tækifæri til þess að losa sig við Austur-Tímor. Það er dýrt að halda úti her í landi sem hefur sterka andspyrnuhreyfingu. Loksins gátu þeir dregið sig frá því og skellt öllu því sem aflaga hafði farið á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.