Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 29
29 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000_____________________________ py___________________________________________________________________________________________________Helgarblað Sjálfsvíg karla á íslandi tvöfölduðust á milli 1998 og 1999: Sárt að fá ekki svör - segir móðir drengs sem fyrirfór sér í fyrra Eftirlifendur er skildir eftir með gríðarlegt magn af spurningum um hvað það var sem gerðist eða hvernig þeir hafa brugðist viðkomandi," segir kona sem við skulum kalla Drífu. Drifa missti son sinn, sem við skulum kalla Braga, þegar hann var 18 ára gamall. Bragi hengdi sig í stofunni heima hjá sér í fyrra á meðan foreldrarnir brugðu sér út í búð. Foreldramir höfðu vitað það í töluverðan tíma að Bragi ætti við vandamál að stríða og að honum hefði ekki tekist að aðlagast sem skyldi eftir að hann hóf nám við framhaldsskóla. Hann varð rótlaus og hóf að leita út fyrir gamla kunningja- hópinn eftir félagsskap. Á vegi hans urðu menn sem tóku ungri, við- kvæmri sál fagnandi og buðu Braga að losna timabundið við þær áhyggjur sem hann hafði af náminu. Þeirra lausn kostaði 3000 krónur og var í formi lítillar pillu - e-pillu. Bragi hóf að nota þessa litlu lausn og líkaði vel. Upphaflega var þetta ekkert mál. Hann tók e-pilluna og var rosalega hress meðan á vímunni stóð og síðan svolítið fýldur þegar af honum rann. Eftir því sem á leið var hann hættur að taka eftir vandamálunum í skólan- um - þau voru ekki til staðar þegar hann mætti ekki í skólann. Það hvarfl- aði heldur ekki að honum að mæta í skólann þegar hann var svona þunnur alltaf á morgnana. Eftir e-töfluát varð hann alltaf svo rosalega slappur í öll- um skrokknum og einn morguninn trúði Bragi mömmu sinni fyrir því sem hann var að gera. Tók ekki sönsum „Ég reyndi að tala um fyrir honum og sagði honum hvað þetta væri hættu- legt sem hann var að gera. Hann tók engum sönsum og hann benti mér á að þetta efni hefði verið fundið upp til þess að létta á áhyggjum bandariskra hermanna í Víetnamstríðinu. „Hversu hættulegt er efni sem er fundið upp af bandarískum stjórnvöldum?“ sagði hann við mig og það var augljóst að það fór f taugamar á honum að móðir hans skyldi reyna að benda honum á hætturnar. í framhaldi af þessu fór ég í ráðgjafarviðtal og talaði við ýmis samtök þar sem ég reyndi að fá lausn- ir á þessu. Alls staðar kom ég að tóm- um kofunum. Alls staðar var mér bent á að sonur minn væri orðinn 18 ára gamall og hann gæti gert það sem hon- um sýndist - ég heföi í raun ekkert með það að gera. Flestir skyldu þó áhyggjur mínar, en hendur þeirra vom því miður bundnar," bætir Drífa við. Drífa og maðurinn hennar ákváðu að þetta skyldi ekki verða tfl þess að eyðileggja fjölskylduna og að þau skyldu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að hjálpa syninum. Þau ákváðu að biðja hann um að fara ann- aðhvort í meðferð eða fara af heimfl- inu. Vildi ekki fara í meðferð „Bragi var ekki tilbúinn tfl þess að fara í meðferð þegar við töluðum við hann fyrst. Það varð því úr að hann fór af heimilinu og vikum saman viss- um við ekkert hvar hann var niður- kominn. Þessar vikur voru fullar af ótta og tárum. Á sama tima hurfu ýmsir munir úr húsinu okkar á með- an við vorum við vinnu og nágrann- amir sögðust hafa séð Braga koma heim um miðjan dag. Það var svo eitt kvöldið að hann kom til okkar. Hann sagðist vera kominn fram á ystu nöf í lífinu og að hann vildi komast í með- ferð og reyna að lifa eðlilegu lífi. Hann óttaðist nýja kunningjahópinn þar sem hann var kominn í miklar skuld- ir gagnhvart þeim. Við hjónin ákváð- um að leyfa Braga að koma aftur inn á heimilið og koma honum i meðferð. Daginn eftir var pantað pláss og viðbú- ið var að við þyrftum að biða i nokkra daga eftir aö hann kæmist að.“ Hlutirnir litu sæmilega út hjá fjöl- skyldunni og vonir stóðu til að hægt yrði að laga það sem aflaga hefði farið. Bragi lokaði sig þó af inni í herbergi og svaf mikið á daginn og vakti á nótt- unni næstu daga. Það var síðan fimm dögum eftir að hann hafði komið heim - daginn áður en hann átti að fara í meðferð - aö hann svipti sig lífi. Misskilin tiilitssemi „Við vitum enn ekki af hverju og það er eitthvað sem við komumst lík- lega aldrei að til fullnustu. Hann hefur líklega ekki séð aðra leið út úr sínum málum og við treystum Guði fyrir því að hann sé á einhverjum betri stað í dag og að honum líði betur. Við erum hætt að vera reið út í hann. Það sem við höfum hvað mest orðið reið út i eru viðbrögð fólks rétt eftir að Bragi svipti sig lífi. Það hafði enginn sam- band sökum einhverrar misskilinnar tillitssemi. Það er eitt af því nauðsyn- legasta sem maður þarf á að halda er að heyra í þeim sem þykir vænt um mann og vita að þeir eru til staðar. Að vita að þeir séu tilbúnir tfl þess að rétta fram hjálparhönd þegar maður þarf hvað mest á því að halda." Plága á samfélaginu „Sjálfsmorð eru plága á samfélaginu og það virðist vera sem enginn þori að tala um þau,“ segir Hilmar Kristins- son, forstöðumaður hópsins Sókn gegn sjálfsvigum. Hópurinn er í kristflegu hjálparstarfi og leitast við að verjast þeirri vá sem sjálfsvíg eru. Ásamt því að fara með fræðslu í skóla og félags- miðstöðvar víða um landið rekur hóp- urinn einnig kaffihús þar sem boðið er upp á fríar veitingar á fóstudagskvöld- um og fram eftir morgni. „Það virðist vera sem sjálfsvíg séu „tabú“ í þjóðfélaginu. Vissir aðilar að- hyflast þá kenningu að sé um málið rætt muni það koma af stað bylgju sjálfsvíga. Þetta er sem betur fer að- eins kenning og skýrslur sem hafa verið gefhar út viðs vegar um heiminn sýna fram á annað,“ bætir Hilmar við og gaukar að blaðamanni skýrslu nefndar um könnun á tíðni og orsök- um sjálfsvíga á íslandi. Algengasta dánarorsökin Samkvæmt þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið eru sjálfsvíg algeng- ust meðal ungra manna á aldrinum 15-24 ára. Af dánarorsökum karl- manna á þessum aldri eru sjálfsvíg al- gengasta dánarorsökin. Ýmsir þættir hafa mjög sterk tengsl við sjálfsvíg og tilraunir til sjálfsvíga og ber þá helst að nefna vandamál af tilfinningalegum toga, þunglyndi, vímuefnamisnotkun, lítil tengsl við foreldra eða jafnaldra, breytingar á atvinnuháttum eða öðr- um félagslegum þáttum í lífi viðkom- andi. „Gallinn við sjálfsvíg er að við skynjum vandann mjög sterkt, en við erum ekki að skynja neinar lausnir. Ég hef reynt að komast að því hvað það er sem er að gerast hjá ungu fólki sem fyrirfer sér og lesið gríðarlega mikið af því efni sem hefur verið gefið út varðandi sjálfsvíg, ásamt því að starfa i grasrótinni með ungu fólki. Það sem við þurfum fyrst og fremst að gera er að brjótast út úr þögninni. í sjálfu sér er þetta ekki ólikt því ferli sem fylgir sjúkdómnum alkóhólisma. Það var litið á þá sem upphaflega vildu leita sér hjálpar sem róna og þeir hlutu skömm fyrir að reyna að gera eitthvað í sínum málum. Nú hef- ur þetta sem betur fer breyst. Umræð- an er orðin slík að það eru ekki marg- ir sem eru feimnir við það að segja að þeir séu alkóhólistar eða að þeir hafi þurft að ganga í gegnum meðferð. Samfélagið tekur lika gegnumsneitt opnum örmum á móti slíku fólki. Þurfi menn hins vegar að leita sér hjálpar vegna þess að sjálfsvígshugs- anir herja á þá fara þeir með það eins og mannsmorð og steinþegja." Þarf að auðvelda aðgengi „Það þarf að auðvelda fólki að leita sér hjálpar. Þeir sem ganga í gegnum erfið tímabil i lífi sínu og þurfa að leita sér hjálpar vegna áðurnefndra sjálfsvígshugsana þurfa að fara á geð- deild Landspítalans. Þegar meginpart- ur þeirra sem hugleiða sjálfsmorð eru menn á aldrinum 15-24 hljómar það ekki mjög aðlaðandi að þurfa að fara á geðdeild til þess að leita sér hjálpar. Þama þurfa að koma inn önnur úr- ræði og það þarf að einnig að auka fræðslu á meðal almennings. Það er langur vegur frá að það sé eitthvað skylt á milli geðheilsu og geðveiki," segir Hilmar og augljóst er að þetta er honum mikið hjartans mál. Hópurinn rekur simalínu sem er opin allan sólarhringinn, 577-5777. -ÓRV Tískuvöruverslunin Zoom Laugavegi 74 Strákar og stelpur. Vorum að taka upp nyja sendingu af • beltiskeðjum • semelíusteinabeltum • semelíusteinahálsfestum • semelíusteinaökkl • semelíusteinaarm - í þremur litum Allar gerðir. Von á nýrri sendingu. sími 551 2217.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.