Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 33
41 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 _______________________________________________ DV ____________________________________________________________ Helgarblað öflug, ég held til dæmis að það hafi verið miklu öflugri rannsóknarvinna í gangi á fjölmiðlunum þessa tíma. Það eru náttúrlega til undartekning- ar en það var mikill prófessjónal metnaður í gangi, sem mér sýnist stundum af skornum skammti hjá fjölmiðlum í dag. Þá var heldur ekki þessi svakalega mikla tenging á milli markaðsstarfsemi blaðanna og fréttastofanna. Núna sýnist manni að þetta fari oft í einn hrærigraut,“ segir Ómar sem fór sjálfur úr frétt- unum og yfir í markaðsmálin og al- mannatengslin. Eftir að hafa unnið á hinum ýmsu blöðum og á fréttastofu Stöðvar 2 stofnar hann almannatengslafyrir- tækið Athygli árið 1989 í samstarfí við vin sinn og félaga, Guðjón Am- grímsson. „Við ætluðum að sjá hvort það væri ekki hægt að hafa gaman af þessu í einhvern tíma. Almanna- tengsl var á þessum tíma tiltölulega óþekkt hugtak í landinu og því fór mikið af tímanum í það að upplýsa fyrirtæki og stofnanir um það hvað þetta væri og í hverju möguleikamir væru fólgnir og sömuleiðis að læra sjálfir," segir Ómar en fyrirtækið var starfandi í tíu ár. Áfengi boðið á blaðamanna- fundum I dag vinnur Ómar fyrir Alþjóða- samband Rauða krossins og er bú- settur ásamt konu sinni, Dagmar Agnarsdóttur, og yngsta barni þeirra, Agnesi Ósk, sem er tæpra 15 ára, í Bangkok í Taílandi. Þau Ómar og Dagmar eru búin að vera saman í tæp 30 ár. „Ég var 23 ára gamall blaðamaður á Alþýðublaðinu þegar við hittumst í Klúbbnum. Á þessum tíma þótti líkt og í dag voða smart að vera blaða- Ómar hefur ferðast mikið vegna starfsins hjá Rauða krossinum. Hér er hann ásamt bananasölukonu í Víetnam. maður en ég er nú ekki viss um að Dagmar hafi endilega fallið fyrir því. Ég veit eiginlega ekki hvernig mér tókst að ná í hana,“ segir Ómar en saman eiga þau hjónin ijögur börn. „Það er eiginlega alveg ótrúlegt að hún skuli ekki hafa skilið við mig þegar ég drakk sem mest,“ segir Ómar í einlægni en hann fór í áfeng- ismeðferð fyrir rúmum átta árum og hefur síðan ekki „þurft að drekka“ eins og hann orðar það. „Að losna undan brennivíninu er það besta sem fyrir mig hefur komið, annars hefði ég bara dáið. Þó svo það hafi verið djúsað mikið í blaðamanna- stéttinni hér fyrr á árum þá get ég ekki sagt að það sé starfinu um að kenna hvað ég drakk mikið. Ég hefði ábyggilega orðiö alkóhólisti í hvaða starfi sem er. Ég er fæddur með þennan sjúkdóm og hafði lítið með það að gera sjáifur hvernig fór,“ seg- ir Ómar. Hann er þó þeirrar skoðun- ar að umgengni íslendinga við brennivínið hafi batnað mjög. „Það eru ekki svo mörg ár síðan það voru ekki haldnar fermingaveisl- ur nema allt væri fljótandi í brenni- víni, hvað þá að menn boðuðu til blaðamannafundar án þess að þar væri vin á boðstólnum." Lífsháski í Tansaníu Forsaga þess að þau hjónin búa nú í Bangkok má rekja aftur til ársins 1994. „Þá fór ég á sendifulltrúanámskeið hjá Rauða krossinum sem var haldið fyrir þá sem höfðu áhuga á alþjóð- legu starfi á þeirra vegum. Ég hafði þá í nokkur ár ritstýrt fréttabréfl Rauða krossins og verið óvirkur fé- lagi í RKÍ,“ segir Ómar. Hann fór sína fyrstu ferð á vegum Rauða krossins til Tansaníu í árs- byrjun 1996. Þar var hann í 6 mánuði og vann sem upplýsingafulltrúi í flóttamannabúðum á landamærun- um við Rúanda og Búrúndí. „Það var hálf milljón flóttamanna í búðunum og það var gríðarlegt starf sem fólst í því að halda þessu öllu gangandi. Ég hafði einu sinni komið til Afríku áður, árið 1985, þegar ég var blaðamaður á Morg- unblaðinu, og langaði alltaf aftur. Þessi fyrsta ferð 1985 var til Eþíópíu þar sem geis- aði mikil hungursneyð. Þrátt fyrir að það hafi tekið mig marga mánuði að jafna mig á þeirri eymd og hörmung sem ég sá í þeirri ferð, en ég fór m.a. í dauðabúðir þar sem fólk var að deyja allt í kring- um mig, hafði mig samt alltaf langað aftur til álfunn- ar. Það var eitthvað við and- fyrir Rauða krossinn. Þessi ferð var farin í góðu samráði við konuna mína og samkomulagið var það að ég gerði þetta og svo væri þessi útþrá mín frá. Dagmar kom svo og sótti mig að þessum sex mánuðum liðnum og sá aðstæðurnar og kynntist þessu fólki sem ég var að vinna með. Það var mikið heillaspor því þá vissi hún eft- ir að ég kom heim hvað ég var að tala um, hvað ég hafði upplifað og reynt, og ég hafði einhvem til að deila reynslunni með,“ segir Ómar og rifjar upp atvik sem gerðist bara nokkrum dögum eftir að hann kom til Tansaníu en það er eiginlega eina atvikið þar sem hægt er að segja að var að gerast enda ekki vanur að heyra skothvelli. Þeir tóku sam- starfsmenn mína sem gisla og rændu og rupluðu en hurfu svo á brott þeg- ar þeir höfðu fundið þá peninga sem þeir voru að leita að. Éngum varð meint af þessu en það sá svolítið á skrifstofunum. Og þama opinberað- ist fyrir mér ein bíóblekkingin sem ég hafði gengið með eins og margir aðrir. Það kom nefnilega í ljós að þegar menn skióta í gegnum dyra- læsingar með rifflum, þá springur ekki allt í tætlur, heldur kemur bara lítið gat eftir byssukúluna. Mér fannst þetta ógurlega fyndið." 100 mil|jónir sam- starfsmanna Eftir veruna í Tansaníu hélt Ómar áfram að vinna við almannatengsl i Athygli en alþjóðasambandið var alltaf af og til að hringja í hann og biðja hann um að taka smærri verkefni er- lendis. Hann fór m.a. til Ind- lands, írans, Simbabve og Papúa Nýju Gíneu þar sem hann vann við upplýsinga- störf fyrir hreyfinguna. „Þessi störf voru farin að taka meiri og meiri tíma og Ómar ásamt starfsmönnum Rauöa krossins í Kóreu. Ómar er búsettur í Banglkok ásamt konu sinni, Dagmar, og yngstu dóttturinni, Agnesi Osk. A meðan Omar sinni starfi sínu hjá Rauða krossinum stundar Dagmar listnám og Agnes Ósk er í alþjóðlegum skóla. Draumastarfið Ómar ákvaö snemma aö gerast blaðamaöur. Þessl mynd er tekin á fyrstu árum Dagblaösins en vinnukjör blaðamanna hafa batnaö mikið síöan. rúmsloftið í Afríku, einhver galdur í loftinu, sem tók mig til sín og ein- hver partur af hjarta mínu varð eftir þar,“ segir Ómar. „En svo var ég aftur kominn til Afríku rúmum áratug síðar og þá hann hafi lent í lífsháska í starfi sínu fyrir Rauða krossinn. „Það var kvöld þegar nokkrir stigamenn vopnaðir vélbyssu og sveðjum brutust inn í búðimar og byrjuðu að skjóta. Ég áttaði mig alls ekki strax á því hvað hugur minn var alltaf meira í þess- um bransa. Þar kom líka aö því að við hjónin vorum komin aö þeirri niðurstöðu að við myndum vilja fara út saman. Fyrir ári síðan losnaði síð- an starf á svæðisskrifstofu Rauða krossins í Suðaustur-Asíu, nánar til- tekið í Malasíu, og þá stóð þannig á á heimilinu að eldri bömin þrjú voru flutt að heiman og yngsta dóttirin nýfermd þannig að þetta hentaði allt mjög vel,“ segir Ómar sem er reyndar fluttur frá Malasíu til Taílands því svæðisskrifstofan var nýlega flutt í heilu lagi milli landa. „Rauði krossinn er eiginlega þri- skiptur. í fyrsta lagi eru Rauða kross félögin sem starfa í hverju landi fyr- ir sig. Þessi félög mynda saman Al- þjóöasamband Rauða krossins og það er þar sem ég er að vinna. Það eru 178 landsfélög í Alþjóðasambandinu og er talið að samtals séu félagar og sjálfboðaliðar um 100 milljónir manna. Þetta fólk er starfandi i nán- ast öllum löndum heims og mjög víða er það að vinna störf sem ann- ars yrði ekki unnin í landinu og er nánast að reka heilbrigðiskerfi. Þriðji parturinn af þessari hreyfmgu er svo alþjóðanefnd Rauða krossins sem er eiginlega svissnesk einka- stofnun sem hefur það hlutverk að framfylgja og hafa í sinni umsjá Gen- farsáttmálana svokölluðu, eða alþjóð- leg mannúðarlög," segir Ómar en eins og flestir vita er hlutverk Rauða krossins að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi hvort heldur sem er vegna átaka eða náttúruhamfara. Nú er fólk á vegum Rauða krossins yfirleitt að vinna á átakasvœöum. Er þetta ekki hœttulegt starf? „Rauða kross merkið á að vera það sem vemdar okkur. Það gerir það reyndar minna núna en áður því stríð eru að verða stjórnlausari og grimmari. Áður voru það fyrst og fremst hermenn sem féllu en í dag eru það aðallega óbreyttir borgarar sem týna llfl, konur og böm,“ segir Ómar og bætir við að því miður hafi það komið fyrir að starfsfólk Rauða krossins hafi látist í starfi. Hippi Stjörnumessur voru vinsælar tónlistarhátíðir sem Dagblaöiö stóö fyrir á sínum tíma. Hér prófar Ómar sviöiö fyrir eina slíka en hann var í forsvari fyrir þessar messur ásamt Ásgeiri Tómassyni og Helga Péturssyni. íslendingar hafa verið öflugir í starfi hreyfmgarinnar og eru mjög vel liðnir. „Þrautseigjan í íslendingum hent- ar vel í þetta starf. Hið íslenska hug- arfar „hér er verk að vinna og þá er bara að vinna það“ er einmitt rétta hugafarið fyrir Rauða krossinn," seg- ir Ómar sem hefur svo sannarlega verk að vinna enda Suðaustur-Asía stórt svæði og þar bíða hans mörg verkefni - sem og á fleiri stöðum, því upplýsingadeildin í Bangkok sinnir einnig Austur-Asíu (sem eru Kína, kóresku ríkin, Mongólia og Japan) og Kyrrahafssvæðinu og tekur til nærri 40 landa. „Það hefur verið frá- bært að hafa fengið tækifæri til þess að svissa um og upplifa allt það sem ég hef upplifað. Ég veit það eru ekki allir sem fá tækifæri til að vera í vinnu sem þeim finnst skemmtileg. Mér finnst líka miklu máli skipta að vita af því að ég sé að gera gagn með vinnu minni. Kannski ekki svona einn og sér, en ég veit að ég er að taka þátt í starfl sem skiptir máli - jafvel sköpum - fyrir fjölda fólks og það er góð tilfinning," segir Ómar að lokum. -snæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.