Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 46
54 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 + Tilvera I>V Ferðamolar Næststærsti píramídi heims /' vikunni var feröamönnum hleypt inn í Kefren-píramídann í Giza en hann hefur verið iokaöur í ár vegna endurbóta. t Waraliturinn á bak og burtt Ferðamenn sem leggja leið sína til Egyptalands láta sjaldnast hjá líða að heimsækja hina fornfrægu og einstöku píramída. I vikunni var Kefren-píramídinn, sá næst- stærsti í Giza, opnaður eftir viða- miklar endurbætur. Að sögn um- sjónarmanns á staðnum reyndist hvað erfiðast að hreinsa varalit af veggjum píramídans en svo virðist sem konur hafi gert mikið af því að smella kossi á veggina. Nú er allur varalitur á bak og burt og sama gildir um annað krot sem ferða- menn höfðu skilið eftir sig. Til þess ,-pið varna því að ferðamenn gangi svo illa um píramídann i framtíð- j inni hefur verið komið fyrir eftir- litsmyndavélum auk þess sem að- .' eins 300 manns verður hleypt inn á degi hverjum en áður fyrr var al- gengt að allt að fjögur þúsund manns færu um píramídann á ein- um og sama deginum. Hamborg: Rauða hverf id mtær nýtt andlit Reeperbahn, eða rauða hverfið, í Hamborg hefur löngum haft að- dráttarafl hjá þeim sem sækja borg- ina heim. Á Reeperbahn hefur jafn- an verið að finna fjölda vændis- húsa, súlustaða og verslana með kynlífsvarning. Hverfið þótti ekki síðra en sambærileg hverfi 1 Amsterdam og Bangkok. Á undan- förnum misserum hefur ásýnd Reeperbahn hins vegar verið að breytast; hreinsað hefur verið til og súlubúllur hafa vikið fyrir flottum næturklúbbum sem unga kynslóð- in sækir grimmt. Nokkur leikhús hafa verið opnuð á svæðinu og þar eru sýndir vinsælir Broadway- söngleikir og þá þykir ekki síður ^i'réttnæmt að Indra-klúbburinn, þar sem Bítlarnir léku áður en þeir urðu frægir, hefur verið vakinn til lífsins á ný. Vinsæl fér&amannaborg Árlega heimsækja um 55 milljónir feröamanna Hamborg í Þýskalandi. Borgaryfirvöld í Hamborg eru . þess fullviss að vinsældir Reeper- j bahn muni síður en svo minnka við tiltektina en af þeim 55 mihjón- ( um ferðamanna sem sækja borgina f heim árlega hafa um 20 milljónir ; lagt leið sína í rauða hverfið; fiest- ; ir til að virða fyrir sér fjölskrúðugt mannlífið og verður svo vafalaust .+> Býrðu í Kaupmannahöfn? Ertu á leiðinni ??? £% www.islendingafelagid.dk Starfsemi Kerlingarf jalla endurskipulögð frá grunni: Býður upp á ótrú- lega fjölbreytni Kerlingarfjöll skipa sérstakan sess í hugum okkar íslendinga og ófáir okkar lærðu á skíðum einmitt þar. En tímarnir hafa breyst og aðsókn í fjöllin minnkað undanfarin ár. Til marks um það voru 3-4 starfsmenn þar síðasta sumar en voru 30 þegar mest var. Nú hefur aftur á móti verið ákveð- ið að snúa vörn í sókn. Halldór Kvaran er varaformaður stjórnar Kerlingarfjalla og hann hefur tekið þátt í að móta þær róttæku breyt- ingar sem gerðar hafa verið á starfseminni. Gjörbreyttar aöstæöur „Ég var nú að vinna þarna fyrir tuttugu árum og var þá yfirleitt alltaf fullbókað á öll skíðakennslu- námskeið. En nú eru tímarnir breyttir en aðstaðan ekki - lyftan orðin þrjátíu ára - og þjónustan lít- il sem engin. Fyrir fjórum mánuð- um var farið í að endurskipuleggja aðstöðuna frá grunni og leitað til Kerlingarfjöliin engu lík Eflaust eiga margir eftir aö heimsækja þau í sumar. Telknlng af Kerllngarfjöllum Myndin sýnir Ijóslega breyttar áherslur í útivistarvalmöguleikum svæöisins. fyrirtækja um styrki til þess. Lyk- ábreytingin er sú að þetta er ekki lengur Skíðaskólinn í Kerlingar- fjöllum heldur Útivistar- og skíða- svæðið í Kerlingarfjöllum, enda býður staðurinn upp á ótrúlega fjölbreytni," segir Halldór. Til marks um það má nefna að auk skíðasvæðisins (sem fengið hefur nýja lyftu) er nú boðið upp á ís- hellaferðir og fimm merktar gönguleiðar. Hægt er að skella sér bæði í kletta- og ísklifur auk þess sem þarna er eitt stærsta hvera- svæði landsins. Enn fremur hefur veitingaað- stöðunni og sjoppunni verið um- bylt: „Matseðillinn er nú byggður upp á léttum réttum auk aðalrétt- ar. Við erum komnir með vínveit- ingaleyfi og munum leggja sér- staka áherslu á bjór og léttvín. Hér á að vera rólegheitastemning án allra fyllirísláta. Svo hefur sjopp- unni fátæklegu verið breytt í versl- un með ansi hreint gott úrval." Það er því ærin ástæða til að fara í Kerlingarfjöllin í sumar, auk tjaldsvæðisins er þar gistiaðstaða fyrir 80-90 manns. Frekar upplýs- ingar er að flnna á hehnasíðunni www.kerllngarfioIl.is -BÆN Gengið inn í annan heim Hrísey í Eyjafirði nýtur mikilla vin- sælda meðal erlendra ferðamanna en eyjan er ekki siður áhugaverð fyrir ís- lendinga sem eiga þess kost að komast í snertingu við umhverfi sem þeim er flestum framandi. Hrísey er önnur stærsta eyja landsins, næst á eftir Vestmannaeyjum. Hún er 7,5 kilómetr- ar að lengd og 2,5 á breidd. Hrísey hef- ur verið byggð allt frá landnámsöld. Helgi magri er nam Eyjafjörð, setti landámsmanninn Steinólf lága ölvis- son í land og mun hafa reist býli að Syðstabæ í suðurenda eyjarinnar, þar sem lengi var höfuðból og kirkja um 1200. Fjörutíu fuglategundir Það er tiltölulega auðvelt að ferðast til Hríseyjar, einungis eru 35 kílómetr- ar frá Akureyri til Árskógssands og þegar þangað er komið blasir Hrísey við. Ferjan Sævar fer milli lands og Hríseyjar 8 til 9 sinnum á dag og tek- ur siglingin um 15 mínútur. Þegar komið er til Hríseyjar er engu líkara en maður stigi inn í annan heim, um- kringdan fjöllum. Kyrrðin, fuglarnir, gömul hús, fallegir garðar, steinlagðar götur þar sem varla sést bíll, er svo ótrúlega fjarlægt ys og þys þéttbýlisins á suðvesturhorninu. í Hrísey er að finna fjölskrúðugt fuglalíf en allt fugladráp og eggjataka er bönnuð. Rjúpan er mest áberandi í fuglalífmu í eynni og er hún spök, sér- lega að haustlagi þegar hún vappar i flokkum um götur og garða. í Hrísey hafa verið stundaðar miklar rann- sóknir á stofnstærð rjúpunnar um ára- Lífleg ferðaþjónusta í Hrísey: Fer&amannaparadís Hríseyingar eru stórhuga í umhverfis- og feröamálum, ýmsar hugmyndir eru uppi í þeim efnum, einna efst á baugi að gera Hrísey aö fyrstu vistvænu eyju heims. er tugaskeið og á árinu 1994 var gerð viðamikil fuglatalning á eynni. Niður- stöður þeirrar könnunar eru að tæp- lega 40 fuglategundir verpa í eyjunni og jafnframt kom fram að í Hrísey er eitt mesta kríuvarp í Evrópu. Skógar- þrestir eru einnig sumir hverjir svo spakir að hægt er að gefa þeim úr hendi. Fiölskylduhátíð og Hríseyjar- hlaup 2000 í Hrísey er boðið upp á svefnpoka- gistingu í grunnskólanum yfir sumar- ið. Einnig er gott tjaldsvæði fyrir ferðamenn ásamt snyrtiaðstöðu. Veit- ingastaðir eru tveir, Brekka og Foss- inn, þar sem boðið er upp á fjölbreytt- an matseðil í afslöppuðu umhverfi. Brekka býður einnig upp á gistingu í 2ja manna herbergjum. Gönguferð um eyjuna er ákjósanleg leið til að upplifa náttúru og samfélag eyjunnar. Þá má ekki gleyma kynnisferðinni um eyna en hún fer þannig fram að ferðamenn sitja í vagni sem dreginn er af gömlum traktor. Fjölskylduhátíð er orðinn fastur lið- ur í Hrísey og verður hátíðin haldin um næstu helgi, 14. til 16. júlí. Eins og venjulega verður mikið um að vera og allir gestir hátíðarinnar fá afhent vegabréf Hríseyjar um borð í ferjunni. Þegar út í eyju er komið tekur við skemmtidagskrá; söngvakeppni, öku- ferð um þorpið fyrir börnin, fuglaskoð- un, akstursleikni dráttarvéla, ratleik- ur, kvöldvaka, flugeldasýning og diskótek fyrir yngstu kynslóðina, svo eitthvað sé nefnt. Þá verður boðið upp á útigrill, varðeld, dansleik og mynd- listarsýningu. Einnig verður keppt í víðavangshlaupi, svokölluðu Hríseyj- arhlaupi 2000, sem er öllum opið. Ekk- ert kostar inn á hátíðina og ætti kostn- aður því ekki að vera þröskuldur fyr- ir þá sem hafa hug á að koma til Hrís- eyjar um næstu helgi. -Ómar Banine I I -4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.