Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 47
55 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 DV Tilvera Lesendur DV hafa tekið vel í beiðni umsjónar- manns þessa þáttar um að senda inn þjóðsögur og sagnir um dulrœn fyr- irbæri. Fyrsta sagan sem við birtum segir frá und- arlegri reynslu sem les- andi blaðsins varð fyrir í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum. Send- andi sögunnar óskar eftir nafnleynd og að sjálf- sögðu er það virt. Við vilj- um hvetja fólk til að halda áfram að senda okkur sögur, það er hreint og beint ótrúlegt hvað margir hafa orðið fyrir dulrœnni eða óútskýran- legri reynslu sem gaman er að segja frá. Verið því ófeimin að hafa samband. Áriö 1997 dvaldi ég í Bandaríkj- unum í nokkra daga ásamt dóttur minni. Ég hafði íbúð til umráða sem ung vinkona mín átti. Ég hafði áður komið í þessa íbúð og átt þar ágæta kvöldstund. Þá sá ég ekkert sem vakti athygli mína neitt sérstaklega. íbúðin er á efri hæð í húsi sem sennilega er orðið 200 ára gamalt. Hún er löng og mjó og útidyrnar opnast á hana miðja. Þar kemur maður inn á þröngan gang. Á hægri hönd endar gangur- inn í svefnherbergi en á vinstri hönd er eldhús og þaðan er gengið beint inn í stofu. Lítið baðherbergi er svo á milli eldhússins og svefh- herbergisins. íbúðin er fremur opin. Þegar ég kom inn, tók ég strax eftir hóp af undarlegum verum sem voru inn í svefnherberginu. Þetta voru einhvers konar þoku- verur, hvítgráar á litinn. Andlit voru greinileg á þessum þoku- bólstrum, þau voru sérkennilega teygð og minntu einna helst á mál- verk Munks sem kallast Ópið. Fæt- ur voru engir en einhvers konar armar birtust stundum en sáust ekki alltaf. Verurnar héldu sig i þéttum hóp og voru einna líkastar einhverjum undarlegum klasa. Ennfremur var greinilegt að þær litu á sig fremur sem hóp en sem einstaklinga. Verumar létu ósköp lítið yfir sér og hímdu í fjarlæg- asta horni herbergisins en þó þannig að þær gátu fylgst með því sem fram fór á ganginum. Ein- hvern veginn fann ég á mér að þeim var ekkert um mig gefið. Hins vegar virtist þeim vera mein- laust til dóttur minnar. Ég lét því kyrrt liggja að sinni og skipti mér ekkert af þeim en gaf þeim samt auga við og við og velti fyrir mér hvers konar fyrirbæri þetta væru. Ég gerði mér grein fyrir að þær væru einhvers konar svipir en botnaði ekkert í bakgrunni þeirra eða uppruna. Nennti ekkl út Þetta mun hafa veriö á miðviku- degi og ekkert markvert gerðist fyrr en á föstudagskvöldinu. Mér og dóttur minni var boðið 1 partí á vinnustað stúlkunnar sem átti íbúðina. Ég vildi fremur halda mig heima og lesa mér til ánægju en dóttir mín fór í gleðskapinn. Ég kom mér fyrir í stofunni þar sem við sváfum. Stofusófinn stóð þvert Þjóðsögur og dulræn fyrirbæri: - þessi undarlega ámátlegu og teygðu snjáldur fangabúðum nasista á striðsárun- um. Vinkona mín er gyðingur i báð- ar ættir og önnur ættin sem að henni stendur er sprottin frá Þýskalandi og Póllandi. ömmur hennar og afar voru börn þegar fjölskyldumar fluttu til Bandaríkj- anna upp úr aldamótunum 1900. Hún sagðist ekki vita um neinn af sínum ættmennum sem hefðu lát- ist í fangabúðum nasista. Sem barn gekk hún i skóla sem hrein- trúar gyðingar ráku. Þar héngu upp um alla veggi myndir af börn- um úr fangabúðunum og þarf víst ekki að útlista hvernig blessuð bömin á myndunum litu út. Börn- in í skólanum voru frædd á hverj- um degi um meðferð nastista á gyðingum. Vinkona mín segist hafa vaknað æpandi á hverri nóttu langt fram á unglingsár af skelf- ingu, nokkuð sem hún hefur tengt við þessa fræðslu i grunnskólan- um sínum. Ég er alveg viss um að ég greindi þessar verur rétt. Ég hef áður orðið þess áskynja að fólk sem deyr með vofveiflegum eða hörmulegum hætti virðist eiga erfitt með að ná fótfestu „eftir dauðann" og skyldi engan undra. Hvers vegna þessar vemr kusu að planta sér í svefnherbergið hjá vinkonu minni veit ég ekki en þær virðast samt hafa haft þar stuttan stans. Ég hef ekki orðið vör við þær aftur þegar ég hef verið í heimsókn hjá vinkonu minni í Bandaríkjunum. -Kip fyrir stofunni miðri þannig að sá sem í honum sat sneri baki í eld- húsið og þar með restina af íbúð- inni. Ég hafði kveikt á sjónvarp- inu en fann ekkert sem mér líkaði en lét það samt mala áfram. Svo sat ég og las. Þeger ég var búin að lesa i um það bil klukkutíma verð- ur mér litið upp og eru þá ekki vinir mínir úr svefnherberginu mættir inn í stofu og búnir að raða sér í hálfhring fyrir framan mig. Nú átti greinilega að láta sverfa til stáls og reka þennan gest sem þeim leist ekkert á út á guð og gaddinn. Mér fannst þetta nú dálítið fynd- in uppákoma en ákvað að reyna að spjalla við greyin. En það var engu tauti við þau komin. Það eina sem ég fékk út úr þeim var: Við viljum að þú farir. Þegar ég vildi fá skýr- ingu á því, var svarið: Af því bara. Ég bað verumar að vera ekki með svona kjánaskap. Jafnframt fræddi ég þær um að mér þætti af- skaplega vænt um stúlkuna sem ætti íbúðina og þaö væri ágætt ef þær vildu taka að sér að gæta hússins hennar. En þær þyrftu nú ekkert að vera að agnúast út í mig, mér væri að minnsta kosti jafn- annt um hana og þeim. En það var engu tauti við ver- urnar komið. Þær héldu áfram að tönnlast á því að ég ætti að fara og það fór að síga i mig. Ég stóð því á fætur og skipaði þeim að hypja sig inn í svefnherbergið og halda sig þar. Ég sagði þeim að það væri vissara fyrir þær að halda sér á mottunni annars tæki ég mig til og ræki þær út. Svo stuggaði ég við þeim og rak þær á undan mér inn í svefnherbergið. Þær hlýddu og héldu sig í svefnherberginu eftir það. En ég sá þær oft teygja fram þessi undarlega ámátlegu og teygðu snjáldur í hvert skipti sem ég leit eftir ganginum í áttina að svefnherberginu. Látist í fangabúöum nas- ista Ég braut heilann um hvaðan þessar verur væru sprottnar og mér fannst ég fmna skýringu, ég sá bakgrunn þeirra. Þetta voru svipir fólks sem hafði látist í Vertu með elckur í sumarí smáauglýsingar Finndu Smáauglýsinguna á Vísir.is Leitaðu að smáauglýsingu vikunnar, hún er auðkennd merki leiksins. Með einum smelli á svarhnappinn er viðkomandi kominn í pott þar sem dregið er úr vikulegum veglegum vinningum frá Bílaþvottastöðinni Löður og Húsgagnaversluninni Veróna. Loks fara vinningshafarnir í pott þar sem dregið verður um glæsilegt Combi Camp fellihýsi frá Sportbúð Títan 15. ágúst. Vertu með okkur í sumar, það er einfalt og skilar árangri. sáSFi ^9. Smáauglýsing vikunnar! í hverri viku er valin smáauglýsing vikunnar! Veitt eru vegleg verðlaun frá Bílaþvottastöðinni Löður og Húsgagnaversluninni Veróna. Loks fara vinningshafarnir í pott þar sem dregið verður um glæsilegt Combi Camp fellihýsi frá Sportbúð Títan 15. ágúst. A' J Er auglýsingin þín að vinna fyrir þig? WÆ smáauglýsingar V V P Jk JOm visir. 550 5000 WHMW—MlWBK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.