Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Blaðsíða 48
56 _____LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000 Tilvera I>V jandagagnrýni Vinsældaspár helgarinnar klikkuðu svo um munaði: Heaven * Gullmoli Það ánægjulegasta við að vera að fjalla um myndbandamarkaðmn er að af og til rekst maður á gullmola sem aldrei kom í bíó. Heaven er slikur moli. Myndin segir frá spilaflklinum Robert sem kemst í kynni við klæð- skiptinginn Heaven, sem dansar á nektarstað. í fyrstu trúir hann Hea- ven ekki þegar hann segist geta séð óorðna hluti, en fer að taka mark á honum eftir að Heaven hjálpar hon- um að vinna í spilum. Honum bregður i brún þegar hún segist sjá fyrir dauða hans og hann sogast inn í atburðarás sem tekur oft óvænta stefnu. Helsti kostur myndarinnar er þrautpæld og spennandi söguflétta. Myndin flakkar allmikið fram og aftur í atburðarásinni, lítur til baka í minningaskotum og fram á veg í sýnum klæðskiptingsins. Með þeim " er gefið í skyn hver framvindan verður án þess að uppljóstra of miklu og í einu tilviki eru áhorfend- ur hreinlega vísvitandi blekktir á ansi snjallan hátt. Martin Donovan er frábær að vanda í aðalhlutverk- inu og lætur Danny Edwards í hlut- verki Heaven ekki stela af sér sen- unni. Þetta er þrælspennandi, vönd- uð og vel leikin mynd, mun betri en fyrri mynd leikstjórans, The Ugly, sem vakti þónokkra athygli á kvik- myndahátíð hér fyrir nokkru. -PJ Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Scott Reynolds. Aöalhlutverk: Martin Donovan, Danny Edwards, Joanna Goíng og Patrick Malahide. Bandarísk, 1998. Lengd: 99 mín. Bönnuö innan 16 ára. Fucking Ámál Hvolpaást í sænskum smábæ ★★★ <- Þessi mynd hefur vakið nokkurt umtal fyrir hluti sem í raun eru hálf- gerð aukaatriði. Hugtök eins og hrá, óvægin samfélagsrýni, andfélagsleg hegðun, samkynhneigð og þess hátt- ar eru vel til þess fallin að vekja deil- ur, en að grunni til er þessi mynd bara lítil og sæt ástarsaga sem fylgir hefðbundinni uppbyggingu slíkra mynda. Elskendumir kynnast og ást- in byrjar aö blómstra, en eitthvað verður til að stía þeim í sundur þar til þau átta sig á þvi að ástin sé mik- ilvægari en allir erfiðleikar og allt endar í hamingju. í þessu tilviki eru elskendumir tvær táningsstelpur í litlum og ómerkilegum smábæ í Svíþjóð. Agn- , es er vinalaus og álitin skrýtin. Hún er bálskotin í Elínu, soldið villtri stelpu sem er alveg að farast úr leið- indum yfir að búa í „fucking Ámál“. Eftir nokkur partí og sálarflækjur tekst Elínu að yfirvinna hræðsluna við lesbíustimpilinn og elskendumir leiðast út i sólsetrið (eða þannig). Þessi tiltekna ástarsaga virkar al- veg sæmilega, ekki endilega fyrir að feta ótroðnar slóðir og koma við kaunin á einhverjum, heldur mest fyrir að vera mjög jarðbundin og koma þannig öllu tilfmningarótinu til skila án óþarfa væmni og án þess að persónumar virðist fáránlega fullkomnar. Þetta er ekkert meist- araverk, en skárri en flestar ástar- sögur. -PJ Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Lukas Moodysson. Aöalhlutverk: Rebecca Lilja- berg, Alexandra Dahlström og Erica Carl- son. Sænsk, 1998. Lengd: 89 mín. Bönn- , uð innan 12 ára. Stormurinn keppninni feykti sam- út í hafsjó Flestum að óvörum var The Perfect Storm langvinsælasta kvikmyndin nýliðna þjóðhátiðar- helgi í Bandaríkjunum. Flestir áttu von á því að mynd Roland Emmerich The Patriot með Mel Gibson hefði sigur úr býtum en annað kom á daginn. Hún halaði inn 32 milljónir dollara en Stormurinn gerði sér lítið fyrir og seldi miða fyrir 63 milljónir dollara. í Hollywood skilja menn hreinlega ekki hvernig vinsælda- spáin gat klikkað svona svaka- lega því eftir á að hyggja er Stormurinn sniðinn að metað- sókn - og verður líklega með allra vinsælustu myndum ársins. Hann átti og stóran þátt í því að aðsókn í bíó vestra jókst um rúm 8 prósent þessa helgina miðað við árið í fyrra. Það er þýska hasarséníið Wolf- gang Peterson sem leikstýrir myndinni, en hann sló í gegn með þýska kafbátatryllinum, Das Boot, áriö 1981. Þaö leið ekki á löngu þar til kvikmyndafram- leiðendur tældu hann til Hollywood þar sem hann hefur leikstýrt myndunum Enemy Mine (1985), In the Line of Fire (1993), Outbreak (1995) og há- loftatryllinum Air Force One (1997). The Perfect Storm er þó þegar á góðri leið með að verða vinsælasta myndin hans. Hún skartar ekki ómerkilegri leikur- um en George Clooney og Mark Wahlberg (sem saman fóru á kostum í Three Kings) auk Diane Lane, John C. Reilly og William Fichtner. Stormurinn sem nafn myndar- innar vísar til stormaði undan ströndum Gloucester í Massachusetts. Hann er sá kraft- mesti sem mælst hefur enda var hann í raun þrir stormar í ein- um svo úr varö „heimsendaá- stand“ á sjónum. 30 metra háar öldur risu og féllu. Leikstjórinn Peterson reynir að koma þessu ógnvænlega ástandi til skila í frásögn af áhöfn fiskibáts - en aðstandendur myndarinnar full- yrða að sjómennskan sé hættu- legasta starfið í Bandaríkjunum. Forvitnilegt verður þvi að sjá hvað íslendingum - sjómönnum og öðrum - þykir um þessa mynd. -BÆN Klassísk myndbond To Sir, with Love {Sfe} Kennarar og upp- reisnarunglingar 1 mínum huga er þessi mynd hin fyrsta af íjöl- mörgum þar sem kennar- ar koma og kenna ung- lingum í vandræðum eða svokölluðum vand- ræðaunglingum. Er hún það vafalaust í huga margra annarra. í raun má segja að hún komi af stað kennari-í-skóla-með- erfiða-nemendur sögu- sviðinu í kvikmyndum. Hver kannast ekki við Dangerous minds þar sem Michelle Pfeiffer leikiu- kennara. Munur- inn á þessum tveim myndum er að Sidney Poitier er svartur maður að kenna hvítum ung- lingum en Michelle Pfeif- fer er hvít kona að kenna þeldökkum unglingum. Hvorugt flokkast undir hina hefðbundnu hetju, hvítan engilsaxneskan karlmann sem tekur mál- in í sínar hendur, heldur eru þau bæði það sem flokkast undir minni- hlutafólk eða undirmáls- fólk hvítu engilsaxnesku hetjunnar. Sidney Poitier var sér- lega vinsæll á árinu 1967 og lék í tveimur öðrum myndum auk þess- arar. Því er ekki að undra að hann skyldi valinn í hlutverk kennarans Mark Thackeray í To Sir, with Love. Hann var vinsæll og hafði leikhæflleika. í myndinni leikur hann atvinnulausan verkfræðing sem snýr sér að kennslu þegar hann fær alls ekki vinnu á sínu sviði. Bekkurinn vill hins vegar ekkert með kennara hafa og reynir að bola honum í burtu eins og fyrirrennum hans. Hins vegar nær Thackeray til krakkanna og myndast með þeim nokkur tengsl, öllum að óvörum. En auðvitað gerist það ekki fyrr en eftir mikið erfiði, læti og svita af hálfu Thackeray. Einnig hent- ar vel að hafa Sidney Poitier í þetta hlutverk því hann hefur þá fram- komu sem þarf. Hann lít- ur vel út, er kurteis, ihugull og með vott af kímni. Því er hann ekki svo langt frá hvítu hetj- unni - þ.e. þeirri ímynd sem við, áhorfandinn, hefur. Það góða við þessa mynd er að hún kemur alveg fyllilega til skila sínu efni án ofurhasars eða óeðlilega mikils of- beldis. Hún kemur inn á kynþáttahatur og mis- munun í þjóðfélaginu til litaðs fólks. Enn á hún sér samsvörun í öllum hinum kennaramyndun- um. í raun er efni mynd- arinnar orðið klassískt. Kennarinn sem nær til krakkanna. Það er fmt að horfa aftrn- á þess mynd og uppruna þessa þema í myndum. í raun er skemmtilegt að sjá hversu sígilt efnið er án þess að vera leiðinlegt. -GG Myndin fæst hjá Videóhöllinni til leigu. Lelkstjörl: James Clavell. Aöalhlutverk: Sidney Poitier, Judy Geeson, Christian Ro- berts og Suzy Kendall. Bandarísk, 1966. Lengd: 101 mínútur. Bönnuö innan 12 ára. The Bone Collector Enn eln spennu- myndin um raðmorðingja ★ ★Á Sem betur fer fyrir framleiðendur og leikstjóra myndarinnar The bone coflector er afbrigðilegt eðli manna ávallt áhugavert öðrum. Því horfum við á hverja raðmprðingjamyndina á fætur annarri. Og ef sýnt er eitt- hvað nógu sjúkt og ógeðslegt finnst okkur myndin enn skemmtilegri. Lincoln Rhymes er fyrrum lög- reglumaður sem er rúmliggjandi eftir slys. Hann er að mestu lamað- ur og notar hátækni til að hafa ofan af fyrir sér. Lincoln er sérstaklega gáfaður maður og hefur mikla hæfi- leika til að ráða í vísbendingar sem morðingjar skilja eftir sig. Þegar lögreglan fær hann til liðs við sig aö leysa morðmál tengt leigubílstjóra í New York kemst hann á slóð sér- lega ógeöfellds raðmorðingja. Þar sem Lincoln er rúmliggjandi velur hann sér óreynda löggu, sem var fyrst á vettvang þegar lík ríks ein- staklings fannst, þar sem hann telur hana hafa mikiö auga fyrir vísbend- ingum. Svo er bara spurningin hvort raðmoröinginn næst. Einhvern veginn er Denzel Was- hington ávallt sjálfum sér líkur. Það eyðileggur örlitið myndina. Hins vegar tekst leikstjóranum að gera myndina hæfilega óhugnanlega og spennandi til að manni leiðist ekki og fylgist spenntur með framvindu mála. Aftur á móti er sumt í sögu- þræöinum sem gerir myndina ótrú- verðuga og eyðileggur dulítið. Þó prýðileg afþreying. -GG Útgefandi: Skífan. Lelkstjórl: Phillip Noyce. Aöalhlutverk: Denzel Washington og Angelina Jolie. Bandarísk, 1999. Lengd: 118 mín. Bönnuð innan 16 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.