Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000 Fréttir DV Tenórtollarinn fékk laun fyrir skólagönguna en sagði upp eftir útskriftina: Guðbjörn Guðbjörns- son var himnasending - segir fulltrúi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli „Guðbjöm Guðbjörnsson söngv- ari er feikilegur málamaður - talar itölsku, frönsku, þýsku og ensku og er með stúdentspróf. Þótt hann sé tiltlaður tollari var hann í útlend- ingaeftirlitinu hjá okkur og þar eru svona menn vandfundnir og við þóttumst því hafa himin höndum tekið þegar við náðum í Guðbjörn. Maður líkir hans menntun ekki saman við tollskólamenntun," segir Sævar Lýðsson, fulltrúi sýslu- mannsins á Keflavíkurflugvelli, um Guðbjörn Guðbjörnsson óperu- söngvara sem ráðinn var sem toll- vörður hjá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli haustið 1998. Umboðsmaður Alþingis hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að sýslu- maður hafi ekki staðið rétt að verki þegar hann réð Guðbjöm og annan mann til, húsasmið, og gekk um leið Kennari vann mál - um ágreiningsatriði í kjarasamningi Sveitarfélagið Skagafjörður tapaði máli er einn kennara grunnskólanna höíðaði vegna ágreiningsatriðis um orlofsgreiðslur í kjarasamningi. Á sveitarstjómarfundi nú nýlega sagði Snorri Bjöm Sigurðssonar sveitar- stjóri að vegna þessarar niðurstöðu yrði kostnaður sveitarfélagsins vegna kjarasamningsins við kennarana um þremur milljónum meiri á samnings- tímabilinu, sem er rúm tvö ár, en því lýkur um næstu áramót. Það var Sig- hvatur Torfason sem höfðaði málið og hefur niðurstaðan fordæmisgildi varðandi kjör annarra kennara við grunnskóla í sveitarfélaginu. Þá var sveitarfélaginu gert að greiða 200.000 krónur í málskostnað ÞÁ Hitinn hækkar í Mosfellsbæ PV, MOSFELLSBÆ:__________________ A síðasta fundi tækninefndar Mosfeflsbæjar var rædd breyting á gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar. Bæjarverkfræðingur gerði grein fyrir þróun kostnaðar eftir að gjald- skrá veitunnar var síðast endur- skoðuð árið 1996. Frá þeim tíma hafa orðið margvíslegar kostnaðar- hækkanir. Útsöluverð vatns Orku- veitu Reykjavíkur hefur hækkað um 7,9%, byggingarvísitala um 16,6%, launavísitala um 32% og framfærsluvísitala um 12,5%. Jafn- framt hefur gjaldskrá fyrir heimæð- ar tekið miklum breytingum. Tækninefnd lagði til við bæjar- stjórn að hafln yrði vinna við end- urskoðun á gjaldskrá veitunnar og skoðað hvort ástæða væri til breyt- inga. Bæjarverkfræðingi og bæjar- stjóra var falið að vinna að tillögum að gjaldskrá. -DVÓ Kassi sem skiptir sköpum! Neyðarkassinn sem er viðurkenndur af Kanadíska heitbrigfðiskerfinu hefur reynst einstaklega velí Norður- Ameríku. Hægt er að sníða kassann að þínum óskum, hvort sem er við snjóflóða-, jarðskjálfta- eða önnur svæði. fram hjá tveimur reyndum tollvörð- um sem lokið höfðu námi við Toll- skólann. Guðbjörn sagði hins vegar starfl sínu lausu aðeins fáum dögum eftir að hann útskrifaðist úr Tollskóla ríkisins í maí. Skólann sat hann síð- astliðinn vetur, á launum frá sýslu- mannsembættinu á Keflavíkurflug- velli. Fjórtán nemendur útskrifuð- ust úr Toflskólanum í vor og voru þeir hver og einn á launum hjá því embætti sem þeir höfðu verið ráðn- ir til. Sævar staðfesti að Guðbjöm hefði sagt upp eftir að skólanum lauk. „Það er slæmt að missa góða menn en þetta er eins og gengur og gerist. Annað veifið fara menn í eitthvað annað þótt þeir séu nýskriðnir úr skóla,“ segir fulltrúi sýslumanns. -GAR Tenórtollarinn Hefur sungiö sitt síöasta hjá tollin- um - í bili a.m.k. Á DV-MYND ÞÖK Sjúklingakoddar myndinni heldur Ingveldur Guömundsdóttir á koddum af þeirri gerö er sjúk- lingar Ríkisspítalanna sofa á en þetta er eina saumastofa landsins sem framleiöir þessar sérstöku gerðir svæfla. Saumastofan í Stórholti í Dalasýslu: Svæflar fýrir sjúka Allar upplýsingar og sala í sima C-JALDFKJÁLST ÞIÓNTFSTUNÚMER usnir í áfalla- artilfellum „Við sjáum til þess að sjúklingar á spítölum borgarinnar sofi vært á koddum frá okkur,“ sagði Ingveldur Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri Saumastofunnar í Stórholti í Dalasýslu, en þar fer fram mikil starfsemi. Saumastofan er sú eina á landinu þar sem saumaðir eru koddar sem fylltir eru með tróði sem gert er í verksmiðjusal sauma- stofunnar. Þykja þessir koddar það góðir að Ríkisspítalar kaupa hvergi annars staðar kodda fyrir sjúklinga sína. Einnig hefur saumastofan hannað hnakktöskur sem eru sér- hannaðar fyrir hestamenn en þeir geta pakkað reiðtygjum sínum sam- an í þær. Á saumastofunni starfa þrjár konur aflt árið um kring en stofan framleiðir einnig mikið magn af undirdýnum og barna- svefnpokum. _________Umsjón: Reynir transtason netfang: sandkorn@ff.is Andstæðingar í kirkju Það var mikið um dýrðir á laugardag þegar Sigríður Hjálmarsdóttir, blaðamaður og knattspyrnukona, og Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Kefl- víkinga, gengu í hjónaband í Keflavíkurkirkju. Margt gesta sótti brúðkaupið enda parið vinmargt. Gunnleifur lék knattspymu með úrvalsflokki KR áður en hann gekk til liðs við Keflavík sem nýverið sigraði þá röndóttu og sló þá út úr bikamum auk þess að hafa af þeim efsta sæti deildarinnar. Fjölmargir gestir, tengdir bæði KR og ÍBK, mættu og fyrirfram var talið víst að loft gæti orðið rafmagnað. Það var faðir brúðarinnar, alþingismaðurinn séra Hjálmar Jónsson, sem gaf þau saman og sagnir herma að hann hafi gætt fyllsta hlutleysis i stólræðu sinni til að styggja hvorki KR né ÍBK. Enda fór brúðkaupið hið besta fram og KR-ingar eru nú aftur á sigurbraut eftir að hafa lagt Stjörnuna á brúðkaupsdaginn... Skjábræður eyöa Félagarnir Kristján Ra. Kristjánsson og Árni Þór Vigfús- son, fjármála- stjóri og fram- kvæmdastjóri hjá Skjá 1, réðust í fræg fasteigna- kaup á dögunum þegar þeir keyptu tvö stykki penthouse-íbúðir við Skúlagötu fyrir litlar 20 milljónir stykkiö. Samkvæmt óstaðfestum heimfldum þóttu íbúðimar hráar því félagarnir ku hafa ráðist í framkvæmdir í þeim fyrir um 10 milljónir til að þær líti sæmilega út. Skjár einn hefur verið á miklu flugi undanfarið og er svo að sjá að tekjur stöðvarinnar leyfl orðið... Víkingahjónaband Það verður mikið um dýrðir í Bratta- hlíð á Suður-Græn- landi um næstu helgi þegar þúsrnid manns að meðtöld- um þjóðhöfðingj- um íslands, Græn- lands og Danmerk- ur mæta til að fagna þvi að þúsund ár em síðan íslendingar undir forystu Eiríks rauða námu land meðal inúít- anna. Unniö er hörðum höndum að því að fá par til að ganga i hjóna- band á hátíðinni og er þar nokkuð horft til þess að þar sé um að ræða norrænan einstakling og inúíta. Ekki eru komin úrslit í það mál en talið er líklegt að skipstjóri íslend- ings, víkingurinn Gunnar Marel Eggertsson, og unnusta hans af norrænu kyni mimi ganga í heil- agt hjónaband á hátíðinni fyrir augliti guðs og kóngafólks... Brúnir og brosandi Kristnihátíð á, Þingvöllum hefur orðið tilefni mik- ifla umræðna. Til em þeir sem halda því fram að þama hafi orðið stærsta messufall I frá því kristni | var lögleidd á ís- landi. Aðrir eru ánægðir með hvemig til tókst og telja að kirkj- unni sé hinn mesti sómi að hátíð- inni. Séra Hjálmar Jónsson al- þingismaður er einn þeirra sem telja að vel hafi tekist til og hann orti af því tilefni: Margur er fölur ogfjasandi enn, fullur af pexi og relli, en þaö eru brúnir og brosandi menn, sem brugöu sér austur ú Velli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.