Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000 Préttir I>V Sólheimar í Grímsnesi 70 ára: Upphaflegum mark- miðum enn fýlgt eftir - ríkisstjórnin styrkir byggingu Sesseljuhúss DV-MYNDIR NH Frá afmælishátíö Sólheima Fariö var í skrúðgöngu sem Reynir Péturgekk fyrir um staöinn. Þess var minnst á miðvikudag á Sólheimun í Grímsnesi aö 70 ár eru liðin frá því að Sesselja Hreindís Sig- mundsdóttir stomaði þar barnaheim- ili. Starfsemin á Sólheimum hefur breyst í gegnum tíðina. í upphafl voru Sólheimar barnaheimili en með breyttum þjóðfélagsháttum urðu Sól- heimar samfélag yngri sem eldri borgara sem tekst á við fjölbreytt verkefni. Þar eru rekin 5 sjálfstæð fyrirtæki sem eru sjálfbær og aðskil- in frá rekstri Sólheima. Þar eru einnig vinnustofur sem eru hluti af starfsemi Sólheima. Á þessum vinnu- stöðum vinna íbúar staðarins við fjölbreytt verkefni við framleiðslu á ýmsum vörum sem bæði eru seldar á staðnum og í verslunum. Ingustofa Á afmæli Sólheima var formlega opnað handverkshúsið Ingustofa sem kennd er við Ingu Berg Jó- hannsdóttur sem er í hópi velgjórð- armanna Sólheima. Inga tók fyrstu skóflustunguna að húsinu fyrir fjór- um árum og á afmælinu opnaði hún húsið formlega eftir að séra Solveig Lára Pétursdóttir hafði blessað hús- ið. í Ingustofu verða fjögur verk- stæði og vinnustofur, listasmiðja, vefstofa, jurtastofa og leirvinnsla og að auki verður listsýningarsalur í miðrými hússins. Arkitekt er Árni Friðriksson og er Ingustofa 16. hús- ið sem Árni teiknar á Sólheimum. Vistvæn stefna Enn er haldið í mörg af þeim upp- haflegu markmiðum sem Sesselja setti sér við stofnun Sólheima og sum þeirra hafa þróast með tlman- um og önnur hafa orðið til að skipa Efling-stéttarfélag flytur í nýtt húsnæði Skrifstofa Eflingar- stéttarfélags verður lokuð 10. -12. júlí vegna flutninga félagsins í nýtt húsnæði að Sætúni 1. Skrifstofa félagsins verður á 3. hæð. Við opnum að nýju fimmtudaginn 13. júlí. Afgreiðslutími í sumar er frá kl. 08.30-16.00 alla virka daga. Síminn verður áfram 510 7500, faxið 510 7501 og netfangið: efling@efling.is Skrifstofa Úthlutunamefndar atvinnuleysisbóta nr. 1 í Reykjavík sem starfar í tengslum við félagið flytur einnig starfsemi sína á sömu hæð að Sætúni l. Sími Úthlutunarnefndar verður 510 7510, faxið 510 7511. Verið velkomin í nýja húsið EFUNG STÉTTARFÉLMC Sólheimum virðingarsess á erlendri grund. Á Sólheimum er vagga líf- rænnar ræktunar á Norðurlöndum og þeirri hugsjón hefur verið haldið við allar götur síðan. Meðal þess sem haft er að leiðarljósi við bygg- ingar húsa á Sólheimum er að þau séu byggð úr endurnýtanlegu efni í samræmi við vistvæna stefnu stað- arins. Nýjar byggingar eru úr timbri með torfpaki, einangraðar með endurunnum pappír og málað- ar með umhverfisvænni málningu. Á afmælishátíðinni tók Siv Frið- leifsdóttir fyrstu skófiustunguna að nýju húsi sem á að rísa á Sólheim- um, Sesseljuhúsi. Við það tækifæri færði Siv Sólheimum þær fréttir að ríkisstjórnin hefði ákveðið að styrkja Sólheima um 75 milljónir vegna byggingar Sesseljuhúss. -NH Marel semur við stærstu verslun- arkeðju heims Marel hf. gerði nýlega 300 millj- óna samning um sölu á 20 skurðvél- um til að skera steikur fyrir Wal- mart-stórmarkaðakeðjuna sem er stærsta verslunarkeðja heims. Lykillinn að sölunni er ný skurö- arvél sem stýrt er með þrívíddar- tölvusjón. Einnig samdi fyrirtækið um flæðilínukerfi og hugbúnað til fram- leiðslueftirlits í leirgedduvinnslu í Mississippi fyrir um 100 milljónir króna. Leirgedduvinnsla er vaxandi iðngrein í suðurríkjum Bandaríkja og eru nú þegar framleidd yfir 200 þúsund tonn, sem nálgast árlegan þorskafla íslendinga. Sala Marels fyrstu sex mánuði ársins er í samræmi við áætlanir fyrirtækisins. -jtr A 10 km/klst. hraöa yflr Kjöi Helgi Ragnar Guömundsson, Júlía Gunnarsdóttir og Sindri Snær Helgason tóku sér 12 daga til þess að fara í ferðalag á 45 ára gamalli dráttarvél með heimagerðan tjaldvagn í anda villta vestursins í eftirdragi. 45 ára dráttarvél fór yfir Kjöl Fjölskylda ur Vogunum fór í held- ur óvenjulegt ferðalag nýverið. Helgi Ragnar Guðmundsson, Júlía Gunnarsdóttir og 8 ára sonur þeirra, Sindri Snær, keyrðu á 45 ára gamalli dráttarvél með heimagerð- an tjaldvagn í anda villta vestursins í eftirdragi yfir Kjöl. Farm-all Cub dráttarvélin af árgerðinni 1955 virk- aði „eins og mykjuskán sem dró fólk að sér eins og mý", sagði Júlía. „Það voru margir sem minntust þessara dráttarvéla og ég held það hafi kviknað í mörgum að gera upp gamlar dráttarvélar sem fólk á heima hjá sér." Þau lögöu af stað 25. júní og tóku sér 12 daga í ferðina. Dráttarvélin kemst ekki nema 10 kílómetra á klukkustund svo þau ferðuðust um 60 kílómerra á dag. Fjölskyldan fór úr Vogunum upp í Mosfellsdal, það- an á Þingvöll, Laugarvatn og Geysi, síðan norður Kjöl yfir á Blönduós. Síðan tóku þau þjóðveginn suður aftur og fóru Hvalfjörðinn í blíð- skaparveðri. -SMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.