Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000 Utlönd I>V Bill Cllnton Ólíklegt þykir að Clinton ákveði um framhald tilraunanna. Ogn viö stöðug- leika heimsins Iran hefur fordæmt tilraunir Bandaríkjamanna með svokallaö eldflaugavarnarkerfi sem á að geta grandað elflaugum á lofti. Sem kunnugt er mistókst önnur tilraun með eldflaugakerfið á laugardag þegar misfórst að granda skotmark- inu. íran bætist þar með í hóp ríkja á borð við Kína, Rússland og hluta ríkja úr ríkjasambandi fyrrum Sov- étríkja, CIS, sem gagnrýndu nýverið harðlega tilraunir Bandaríkja- manna með kerfið. í yfirlýsingu frá írönskum stjórnvöldum segir aö með tilraunum sínum stofni Banda- ríkin viðkvæmum stöðugleika í ör- yggismálum heimsins í hættu. Eftir misheppnaða tilraun á laug- ardag hefur Biil Clinton verið ráð- lagt að lægja öldurnar og láta eftir- manni sínum eftir að ákveða um framhald tilraunanna. Sjö manns létu lífið í tveimur sprengingum í Suöur-Rússlandi: Aðskilnaðarsinnar færa út kvíarnar Sjö manns týndu lífi í tveimur sprengingum í Suður Rússlandi ná- lægt Tsjetsjeníu í gær. Hafa árásirn- ar kynt undir hræðslu manna að tsjetsjenskir skæruliðar séu að færa sig um set að nýju og valda með því usla utan Tsjetsjeníu. Skemmst er að minnast þess þegar fjöldi spreng- inga varð í og við íbúðarhús í Moskvu sem talið var að hefðu ver- ið hefndaraðgerðir tsjetsjenskra að- skilnaðarsinna fyrir hernaðarað- gerðir Rússa í Tsjetsjeniu. Samkvæmt Itar-Tass fréttastof- unni létust fimm og sautján særðust í sprengingu á aðalmarkaðstorginu i bænum Vladíkavkaz en sama torg komst í heimsfréttirnar í mars í fyrra þegar rúmlega 50 manns létust í sprenginu þar og meira en 150 manns særðust. Þá greindu rússneskir fjölmiðlar frá því að tveir hefðu látist og tveir særst í sprengingu sem varð í versl- un í bænum Rostov sem liggur norðar í Rússlandi. Tildrög urðu með þeim hætti að starfsmaður í versluninni reyndi að opna poka sem einhver hafði skilið eftir en þar hafði sprengjunni verið komið fyrir. Mikil spenna hefur ríkt í Noröur Kákasus síðan sprengjur sprungu síðastliðinn sunnudag þegar 33 týndu lífi, mestmegnis laganna verðir. Var talið að þar hefðu tsjetsjenskir aðskilnaðarsinnar ver- ið að verki. Stuttar f réttir Anægður borgarstjóri Borgarstjóri Lundúna, Ken Livingstone, sagðist í gær ekki myndu gefa kost á sér til þingmennsku í næstu kosningum heldur einbeita sér að borgarstjóra- starfmu. Hefur hann fullan hug á að halda borgarsrjórastöðunni í a.m.k. 2 kjörtímabil. Hótar viðskiptaþvingunum „tslandsvinurinn" Paul Watson íhugar að beita sér fyrir viðskipta- þvingunum gegn Dönum fyrir af- skipti þeirra af aðgerðum Sea Shepherd við Færeyjar. Watson er nú í skipinu Ocean Warrior innan landhelgi Færeyja. Grænland á kortinu „Grænland er komið á kortið" hjá EB að því er fram kom í yfirlýsingu forsætisráðherra Danmerkur, Pouls Nyrups Rasmussens, í tilefni af vel heppnaðri heimsókn Romanos Prodis, fyrir hönd EB, til Grænlands. A slysstaö Sjónvarpsstöðin NTV sýndi sérfæöinga rússnesku lögreglunnar við rústirnar á markaðstorginu í Vladíkavkaz. Skemmst er að minnast þess er sprengja sprakk þar í mars í fyrra og varð 50 manns að bana og særði 150. Friösamleg Oraníuganga Ganga Óraníureglunnar um stræti Portadown á Norður-írlandi í gær fór vel fram í alla staði og ekk- ert bar á átökum sem einkennt hafa göngurnar síðastliðin ár. Venju samkvæmt var mikill viðbúnaður á meöan á göngunni stóð. útbor Fyrsta greiðslsu nóvember 2000 Lán í allt að f\f\ m^nuði A notuðum bílum frá Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum ehf. eí on cu\j4_eíj Lj\^j\Lj\n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.