Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000 Prír flokkar hafa sagt sig úr ríkisstjórn ísraels: Óvíst um framtíð * friðarviðræðnanna 13 i i Forsætisráðherra ísraels, Ehud Barak, sagðist í sjónvarpsviðtali síð- degis í gær myndu halda fast við þá ákvörðun sína að hitta fulltrúa Palestínumanna, Yasser Arafat, fyr- ir milligöngu bandarískra ráða- manna í Bandaríkunum nú í vik- unni og þrátt fyrir að svo virðist sem ríkisstjórn ísraels sé fallin. „Ég mun fara fyrir ísraelsku sendinefndinni til Camp David full- ur ábyrgðar," sagði Barak og virti þar með að vettugi ábendingar ým- issa ráðamanna í ísrael um að hætt yrði við förina sökum óstöðugleika í ísraelskum stjórnmálum og óvissu um hvort Barak hafi nægjanlegt fylgi á bak við sig. Kemur gagnrýnin í kjölfar þess að í gær sögðu þrír hægriflokkar sig úr ríkisstjórninni vegna ágreinings um fyrirhugaðar viðræður Baraks og Arafats. Fyrsti flokkurinn til að segja sig úr ríkisstjórn var flokkur rúss- neskra innflytjenda þegar innaríkis- ráðherra landsins, Natan Sharan- sky, tilkynnti um úrsögnina á há- degi að israelskum tíma. Aðeins fjórum klukkustundum síðar var komið að hinum öfga- hægrisinnaða réttrúnaðarfiokki Shas. Síðdegis í gær sagði svo þriðji flokkurinn sig úr ríkisstjórn þegar Þjóðernistrúarflokkurmn gekk út. Eins og stendur nýtur Barak að- eins stuðnings 42 þingmanna á móti 78 þingmónnum sem eru í stjórnar- andstöðu. „Það er enginn stuðningur við ferðina," sagði formaður Shas- flokksins af þessu tilefni. Barak hefur einkum legið undir ámæli og verið sakaður um að vera reiðubúinn að gefa eftir hernumin landsvæði án þess að reyna til hlít- ar að komast að samkomulagi sem skilar Israelum sams konar ávinn- ingum. Talsmenn Bandarikjaforseta hafa varist allra fregna um hvort hér með sé forsenda friðarviðræðnanna, sem fram fara í Camp David í vik- unni, brostin. Utlönd Gíslunum verði sleppt 13. júlí Uppreisnarmenn og hermálayfir- völd á Fídjieyjum skrifuðu undir sáttmála á sunnudag sem á að binda enda á sjö vikna pólitíska upplausn sem ríkt hefur í landinu allt frá því að uppreisnarmenn tóku helstu ráðamenn landsins, þar með talinn nýkjörinn forsætiráðherra landsins, í gíslingu. Búist er við því að sáttmálinn muni flýta fyrir því að forsætisráð- herrann, Mahendra Chaudry, og 26 aðrir þingmenn og ráðherrar verði látnir lausir og hefur dagsetningin 13. júlí verið nefnd í þessu sam- bandi. Chaudry hefur nú verið hald- ið í gislingu síðan 19. maí. Kassi sem skiptir sköpum! Neyðarkassinn sem er viðurkenndur af Kanadíska heilbrigðiskerfinu hefur reynst einstaklega vel í Norður- Ameríku. Hægt er að sníða kassann að þínum óskum, hvort sem er við snjóftóða-, jarðskjálfta- eða önnur svæði. Allar upplýsingar 03 sala í síma 800 EWiI GJ ALDFR JAIST ÞJONUSTUNUMEE Brattur Barak bar sig vel frammi fyrir fjölmiðlum og alþjóð síðdegis í gær þrátt fyrir að þrír stjórnarflokkar hefðu sagt sig úr ríkisstjórn og þar með lýst vantrausti á framhald friðarviðræðna ísraels og Palestínu. Heildarlausnir í áfalla- og rieyðartilfellum í I 1 í 4.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.