Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 14
14 MANUDAGUR 10. JULI 2000 Skoðun I>V Spuming dagsins Fannst þér kostnaðurinn við Kristnihátíðina of mikill? Anna Jóna Guðmundsdóttir framhalds- skólakennari: Nei, mér fannst þetta alveg þess vírð/ en komst því m/ður ekki. Sigurbjörn Ólafsson, er í sumarfríi: Já, peningnum heföi betur verið var- iö í siöfræöi- og heimspekinám í grunnskólum. Gunnlaugur Magnússon fjármálastjóri: Já, aö mínu mati var þetta of stór hátiö til aö halda upp á kristnitöku. Kristinn Hermannsson matreiðslumaður: Já, þetta var tóm vitleysa og alltof mikill kostnaöur. Fénu heföi betur veriö variö í skattalækkanir. Eyjólfur Gunnarsson, vinnur í Álverinu: Já, allt of mikill kostnaöur, þaö heföi frekar átt aó minnka hallann á sjúkrahúsunum og stytta biölistana eftir aðgerðum. Jórunn Geirsdóttir: Já, það heföi frekar átt aö hækka launin í landinu. Dagfari Sjónvarpið á líka að sinna menningunni - „Þaö geröi þaö svo sannarlega á Þingvallahátíðinni." S j ónvarpshátíð Ógmundur Jónasson alþm. skrífar: Á undanförnum dögum hafa margir velt því fyrir sér hvað hafl valdið því að ekki kom fleira fólk til hátíðahald- anna á Þingvöllum um mánaðamótin en raun bar vitni. Á því eru án efa margar skýringar, en hitt er rétt sem bent hefur verið á, að þeir listvið- burðir sem þar var boðið upp á 1. og 2. júlí voru vandaðir og sumir stór- brotnir. Ég var á Þingvöllum sunnudaginn 2. júlí og hefði ég ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af þvi að hlýða á magnþrunginn tónlistarflutninginn i þeirri umgjörð sem Þingvellir bjuggu honum. Auðvitað verður manni hugsað til þess, að sem flestir „Ég var á Þingvöllum sunnudaginn 2. júlí og hefði ég ekki fyrir nokkurn mun viljað missa afþvíað hlýða á magnþrunginn tón- listarflutninginn íþeirri umgjörð sem Þingvellir bjuggu honum." hefðu þurft að njóta. Því fer hins veg- ar fjarri að þeir einir hafi notið sem komu á Þingvöll og það má þakka Sjónvarpinu. Sjónvarpið sýndi hvers það var megnugt þessa daga og er ástæða til að þakka fyrir vel unnin verk. Að undanförnu hefur RÚV nokkuð átt undir högg að sækja. Manna á meðal, og í fjöhniðlum, hefur Sjón- varpið verið harðlega gagnrýnt fyrir að láta ekki knattspyrnuna víkja 17. júní þegar jarðskjálftarnir urðu á Suðurlandi. Á það hefur verið bent að til þess hefðum við ríkissjónvarp, að það sinnti öryggis- og upplýsinga- skyldum. Ég tek undir þessa gagn- rýni og af viðbrögðum fréttastofu Sjónvarps i seinni jarðskjálftahrin- unni mátti greinilega ráða að þar á bæ voru menn sama sinnis því þá var vaktin vel staðin og til mikils sóma. - Mistökin eru til að læra af þeim og þegar það hefur gerst eins og í þessu tilviki er mál að linni. En Sjónvarpið á líka að sinna menningunni og það gerði það svo sannarlega á Þingvallahátíðinni. Þótt hálf þjóðin mætti ekki á Þing- völl eins og skipuleggjendur höfðu gert sér vonir um fór hátíðin ekki forgörðum hjá þeim sem heima sátu. - Þökk sé Sjónvarpinu. Stóridómur 2000 Reynir Harðarson skrifar: Ég óska íslendingum til hamingju með þann dóm sem þeir kváðu yfir samkrulli stjórnvalda og kirkju á Þingvöllum í júlímánuöi árið 2000. - Von mín var sú að alþingismenn sæju nú sóma sinn í því að skilja að ríki og kirkju eftir 1000 ára valda- tíma hennar. Sú von brást. En þá kom almenningur til skjalanna og tók af skarið með afdráttarlausum hætti. Þótt yfirvöld reyni að klóra yfir mistökin er ljóst að 5% aðsókn hvorn daginn um sig verður að túlka sem skýr skilaboð. „En nú hefur dœmið snúist við og þjóðin kveðið upp sinn Stóradóm. Þjóðin hef- ur augljóslega sagt sig úr lögum við kirkjuna, þjóð og kirkja er ekki eitt, þjóðkirkjan er úreltþing." í lok júnimánaðar 1564 samþykkti Alþingi löggjöf sem fjallaöi um brot í siðferðismálum er byggðist á kristnu siðferði þess tíma og varð til þess að dauðarefsing var tekin upp á Þingvöllum, karlar voru háls- höggnir og konum drekkt. Löggjöf þessi kallaðist Stóridómur. Um síðustu helgi gengu prestar þessa lands í skrúðgöngu um þessa sömu velli og reyndu að breiða yflr tengsl sin við þessa hörmulegu at- burði. En nú hefur dæmið snúist við og þjóðin kveðið upp sinn Stóradóm. Þjóðin hefur augljóslega sagt sig úr lögum við kirkjuna, þjóð og kirkja er ekki eitt, þjóðkirkjan er úrelt þing. Halló f jölskylda á Akureyri Fréttir berast nú af því úr höfuðstað Norðurlands, Akureyri að þar verði útihá- tíðin Halló Akureyri ekki haldin um versl- unarmannahelgina í ár. Þess í stað á að bjóða upp á fjölskylduvæna hátíð og verði hátíðin auglýst sem slík ætlar Akureyrar- bær enn eitt árið að leggja peninga í þetta verkefhi. Þar er þó fyrst og fremst um að ræða hátíð nokkurra veitinga- og verslunar- manna sem hafa um verslunarmannahelgar undanfarin ár mokað upp peningum úr vös- um kófdrukkinna ungmenna. Frægust var Halló-hátíðin árið 1996, en það ár veltust dauðadrukkin og útúrdópuð ungmenni um allan bæinn, ælandi með allt i buxunum, eða þá að þau gerðu þarfír sinar i húsagörðum virðulegra borgara á Brekkunni sem auðvitað féll ekki í kramið. Ak ureyringar, sem upp til hópa eru vandir að virðingu sinni og lítið fyrir það að láta að- komumenn af öllum mönnum „gera í garðana sína", hafa allt frá því litið Halló Akureyri hornauga og vilja flestir þetta fyrirbæri út i hafsauga. Eitthvað hefur dregið úr unglinga- drykkjunni síðan þetta gerðist áriö 1996, enda hafa eflaust margir foreldrar bannað börnum sín- um aðgang að gleðinni. Hins vegar er haft fyrir satt að notkun fíkniefna hafl stóraukist og Hallóið Þar er þó fyrst og fremst um að rœða hátíð nokkurra veitinga- og verslunar- manna sem hafa um verslunarmanna- hélgar undanfarin ár mokað upp pening- um úr vösum kófdrukkinna ungmenna. hafl verið sem stórvertíð fyrir þá sem slík efni selja. En nú á að snúa við blaðinu, segja þeir fyrir norðan og stíla inn á að fá fjölskyldufólkið til bæj- arins. Ef Dagfara misminnir ekki var hátíð- in Halló Akureyri reyndar á síðasta ári aug- lýst í fjölmiðlum sem fjölskylduhátíð og eitt- hvað var rætt um fjölskylduna og skemmti- legheitin árin næstu þar á undan. En menn eru fljótir að gleyma. Dagfari var á fjöl- skyldutjaldsvæði Akureyringa í Kjarnaskógi um verslunarmannahelgina í fyrra og undi reyndar hag sínum ágætlega þar. Hins vegar fór hann að dæmi flestra sem þar dvöldu og hætti sér ekki nálægt miðbænum fyrir sitt litla líf. Þar voru unglingarnir að djamma á fjölskylduhátíöinni Halló Akureyri og var verið að nær allan sólarhringinn. Þótt forráðamenn Akureyrarbæjar og þeir aðrir sem að hátíðahaldi um verslunar- mannahelgina ætla að koma tali mikið um fjölskylduhátíð og fjölskylduvæna dagskrá fylgja litlar útskýringar þeim orðum. Það eina sem vitað er að sé ákveðið í skemmtanahaldi um verslunarmannahelgina á Akureyri er aö góðar unglingahljómsveitir verða í Sjallanum og geflð hefur verið út að unglingadansleikur verði í KA-heimilinu. Hvort tveggja höfðar sennilega mjög til fjölskyldufólks sem á leið um Akureyri um verslunarmannahelgina, að mati Akureyringa, eða hvað? Matvaelin kosta mest hér - Víkja tryggingaiögjöldin fyrir brauðverðinu? Laun eða álögur Jóhannes Einarsson skrifar: Einkennileg eru rökin sem heyrast frá helstu deiluaðilum þjóðarinnar nú um stundir. Annars vegar vegna yfirstandandi verkfalls bifreiðar- stjóra og hins vegar út af hækkunum iðgjalda tryggingafélaganna. - Sam- tök iðnaðarins staðhæfa að fyrirtæki innan þeirra samtaka geti engan veg- inn staðist 30% launahækkun bifreið- arstjóranna. Á sama tíma hækka tryggingafélögin iðgjöld fólksbifreiða um 30-60%, sem öllum bíleigendum er gert skylt að greiða og eiga enga undankomuleið til sparnaðar (en það eiga bíleigendur þó varðandi bensín- verðhækkanir með því að draga úr akstrinum). Eru þá launþegar svona miklu betur settir en fyrirtæki innan Samtaka atvinnulifsins, að þeir beri þessar álögur bótalaust? Gucci-úr tapaðist B.K. skrifar: Síðari hluta fimmtudags tapaði ég armbandsúri af Gucci-gerð á svæðinu Hávallagata-Ásvallagata niður að gamla kirkjugarðinum eða i honum sjálfum. Úrið er með grænum hring og gulllitaðri festingu. Sá sem hugs- anlega heflr fundið það er vinsamlega beðinn um að hringja I síma 552 6222 til kl. 13.00 og 551 4334 eftir það. Fundarlaunum hcitið. Matvöruverð Ólafur Stefánsson skrifar: Mitt í umræðunni um iðgjaldahækk- un tryggingafélaganna skýtur skyndi- lega upp niðurstöðu könnunar á mat- vælaverði í Reykjavík og fjórum öðr- um borgum nágrannalandanna. Vissu- lega uggvænlegar niðurstöður, sem nú á að rekja til innkaupsverðs erlendis frá. Er hægt að líða það að t.d. brauð- verð sé 1500% hærra hér en í London og að flestar aðrar vörur séu um og yfir 1000% dýrari hér en í nágranna- löndunum? Manni dettur hins vegar í hug hvers vegna niðurstöðum þessarar könnunar skuli skellt inn til fjölmiðla einmitt nú, þegar iðgjöld tryggingafé- laganna eru í hámæli og ekki útrædd. Á markvisst að deyfa tryggingamálin með þessum hætti? Og hver/hverjir hafa slíkt vald hér á landi? 1>A*fl AA. Tvelr farnir. - Timi mótæla runninn upp? Þeir sömdu af sér Hjörleifur skrifar: Margir tala nú um að forystumenn launþega hafi látið plata sig til að skrifa undir samninga með ákvæði um uppsagnarfrest með jafn rúman tíma og raun ber vitni, þ.e. á næsta ári, ef forsendur breyttust (verðhækk- anir, verðbólga o.s.frv.). Það er ekki fyrr en á næsta ári sem leyfilegt er að beita uppsagnarákvæðum. Það hefðu auðvitað átt að vera 6 mánuðir, hið mesta, helst 3 mánuðir. Það er ekki nema von að hver verkalýðsleiðtog- inn eftir annan vilji nú hoppa fyrir borð og tryggja sig með ríflegum starfslokasamningum. - Á verkalýðs- forustan að sleppa svona ódýrt frá þessu? Er ekki tími til kominn að launþegar taki sjálfir í taumana, með raunhæfum mótmælum? IDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholtl 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.