Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 28
44 MANUDAGUR 10. JULI 2000 •M rH Tilvera I>V Kirkjutonlistar- stefna í Skálholti Samtökin Collegium Musicum hafa um 15 ára skeið unnið að rannsóknum á mcnningararíin- um sem fólginn er í sönglögum fyrri alda. Hér er um að ræða fyrstu heildarrannsókn á nótum sem fundist hafa í íslenskum handritum. Niðurstöður rann- sóknanna verða lagðar fram en þær verða enn fremur gefnar út á árinu. Sex ung tónskáld hafa verið ráðin til að gera nýjar út- setningar á nokkrum þessara fornu tónverka og fá gestir ráð- stefnunnar að heyra afrakstur- inn. Verkefnið er unnið í sam- starfi við Kristnihátíð og Lands- bókasafn. Opnanir UOSMYNDIR A MOKKA Gunn- laugur Arnason opnar Ijósmyndasýn- inguna Lelkur að Ijósi sem veröur opnuð í dag á Mokka-kaffi. Þar verða til sýnis abstrakt Ijósmyndir, prentaöar á striga. Gunnlaugur lauk BA-prófi í blaðaljósmyndun frá Fylk- isháskóla Kalíforníu í San Francisco og fjölmiðlun frá Fylkisháskóla Kalíforníu í Sonoma. Hann hefur ver- ið búsettur í San Francisco síðustu fimm ár og unnið þar á dagblöðum og tímaritum sem Ijósmyndari og blaðamaður, jafnt því að skrifa reglulega fyrir Morgunblaðið. Fram undan er MA-nám við,Westminster- háskólann í London. í verkum sínum styðst Gunnlaugur við hitanæmar lit- skyggnur (infrared) sem eru fram- kallaöar sem negatíva. Þema sýn- ingarinnar er leikur að Ijósi, þar sem Gunnlaugur notar Ijós til þess að mynda óhlutbundin form. Sýningin er opin á sama tíma og kaffihúsiö. Síðustu forvöð ¦ UOSMYNDIR A MOKKA Krlstín Pálmadóttir hættir meö sýninguna Landið vlð fætur þér í dag. Kristín útskrifaöist frá grpfíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Islands 1994 en engu að síður er þetta fjórða einka- sýningin hennar. Bíó ¦ FILMUNPUR Næsta mynd Kvik- myndaklúbbsins Filmundar heitir Last Nlght (1998) og fjallar um heimsendi. Þetta er mynd um við- brögð fólks við þeirri vissu að heim- ur þeirra sé að farast. Leikstjóri myndarinnar er Don McKellar sem er jafnframt höfundur handrits auk þess sem hann fer meö aðalhlut- verkið. Myndin er sýnd t Háskólabíói í kvöld klukkan 22.30. ¦ RAFEIND Á EQIISSTOÐUM Stór myndin Three to Tango verður sýnd í Rafeindlnni á Egilsstöðum í kvóld kl. 20. Einstök mynd meö toppleik- urum. Landsmótið í Víöidal: Fjörugt á hesta- mannaballi Skagfirsk sveifla var ríkjandi á eldfjörugu hestamannaballi sem haldið var á föstudagskvöldið í tengslum við Landsmót hesta- manna í Víðidal. Það var enginn I ! ( Kát og reif Raggi Jonna, ráðsmaðurinn úr Viðey, lét sig ekki vanta á dansleik hesta- manna. Með Ragga á myndinni eru Ásta Kristín, Marfanna og Emma sem allar virtust skemmta sér hið besta á ballinu. Biogagnrýni Brosa sínu blíðasta Mikill fjöldi manna kom á dansleikinn á föstudagskvöld og steig dans undir fjörugri tónlist Geirmundar. Þær Dianna og Isabelle voru meðal gesta. Stjörnubíó - Eye of a Beholder: -k-k Verndarengill morðingja Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir B Sjá nánar: Ufið eftir vinnu á Vísi.is Ef hægt er að kalla eina einstaka kvikmynd púsluspil þá er Eye of the Beholder gott dæmi um slíka mynd. Hún er auglýst sem saka- málamynd en er um leið súrrealískt verk þar sem raunveruleikinn er oft aukaatriði og mannshugurinn víðlenda þar sem afstæðar hugsan- ir persónanna fá á sig mynd sem oft er erfitt er að fá einíivern skilning á. Myndin er stanslaust að fara út fyrir hinn hefðbundna stíl sem hún byrjar á og oftast mistekst að skapa stemningu og áreiðanleika sem myndin vissulega þarf á að halda. Leikstjórinn Stephan Elliott (PrisciUa Queen of the Desert) ætl- ar sér of mikið, hann viil greinilega að áhorfandinn fái sterka innsýn í aðalpersónurnar tvær. Þetta tekst ekki, til þess eru persónurnar of veikburða, tætingslegar í allri sinni veruleikafirrtu veröld. Sagan í myndinni er nánast eins og draumsýn og fjallar um breskan rannsóknarlögreglumann, sann- kallaðan tækninörd, sem fenginn er til að fylgjast með syni yfirboðara sins í Bandaríkjunum. Hann verður vitni að því að hann er drepinn með köldu blóði af konu einni, raðmorðingja, sem einhverra hluta vegna telur það jafnsjálfsagt að Lögreglumaðurinn og dóttir hans Ewan McGregor leikur lögreglumann sem gerist verndarengill morðingja. drepa elskhuga sína og að fara með þeim í bólið. í stað þess að koma morðingjanum í hendur lögregl- unni eltir hann stúlkuna hvert sem hún fer og heldur verndarhendi yfir henni. Við fylgjumst með öllum atburð- um myndarinnar í gegnum lög- reglumanninn sem gengur undir dulnefninu Augað og aðeins í gegn- um hans hugsanir kynnumst við morðingjanum, ungri stúlku sem Augað kemst að því að heitir Joanna Eris og hafði verið alin upp á munaðarleysingjahæli. Við fáum i raun aldrei að vita hvað morðing- inn hugsar, hvað það er sem gerði hana að þvi sem hún er. Það er þessi skortur á bili á milli hins góða og illa sem gerir myndina ekki bara erfiða heldur einnig tilgerðar- lega. Ewan McGregor og Ashley Judd eru finir leikarar en eiga í erf- iðleikum hér, sem von er, sérstak- lega McGregor, en það er fyrst og fremst hann sem á að mynda sterkt tilfmningasamband. Þegar upp er staðið er Eye of the Beholder uppfull af hugmyndum, misgóðum en áhugaverðum, og er einstaka sinnum það sem hún hefði átt að vera, spennumynd i anda meistara Hitchcocks en gefur alltof lítið frá sér. Leikstjóri og handritshöfundur: Stephan Elliott. Kvikmyndataka: Guy Dufaux. Tón- list: Marius De Vries. Aöalleikarar: Ewan McGregor, Ashley Judd, Jason Priestley, Patrick Bergen og Genevieve Bujold. I I f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.