Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Blaðsíða 1
15 Anelka seldur Nicolas Anelka hefur verið seldur frá Real Madrid til síns gamla félags, Paris St. Germaine, sem er í eigu sjón- varpsstöðvarinnar Canal+, fyrir 30 milljónir punda (tæpa 3,5 milljarða). Kaupin verða ekki kláruð fyrr en að loknum forsetakosningum hjá spænska liðinu. Nú er búist við að Real Madrid leggi í kaup á Júgóslavanum Savo Milosevic en félagið mun þar vera í keppni við erkifjendurna Barcelona. Florentino Perez, einn frambjóð- enda til forsetaembættis hjá Real, hef- ur einnig heitið því að félagið muni kaupa upp samning Portúgalans Luis Figo (verðið mun vera um 4,5 millj- arður) við Barcelona. Coca-Cola bikarinn: Stærsti leikurinn í Grindavík 1 gær var dregið í 8-liða úrslit Coca-Cola bikarkeppni karla og undanúrslit Coca-Cola bikar- keppni kvenna í knattspymu. Stórleikur umferðarinnar hjá körlunum verður að teljast leik- ur Grindavíkur og ÍA í Grinda- vík en Skagamenn töpuðu einmitt leik liðanna þar fyrr i sumar, 1-0. Hjá konunum mun spennan að öllum líkindum verða í Eyjum þar sem Blika- stúlkur verða í heimsókn. 8-liöa úrslit karla: Keflavik-FH, ÍBV-Valur, Grindavík-ÍA og Breiðablik-Fylkir. Leikirnir fara fram helgina 12.-13. ágúst Undanúrslit kvenna: KR-Valur og ÍBV-Breiðablik Leikimir fara fram fostu- daginn 21. júli. Mörkere farinn Færeyski sóknarmaðurinn Allan Mörkere hefur verið seldur frá ÍBV til sín gamla félags HB í Færeyjum. Leikmaöurinn mun sjálfur hafa farið fram á sölu vegna þess hve lítið hann hefur fengið að spila að undanfórnu. Liklega hefur það fyllt mælinn þegar Tómas Ingi Tómasson kom til Eyjaliðsins i liðinni viku og að Mörkere var ekki valinn í hópinn gegn Grindavík fyrir leikinn í gærkvöldi. Þrettán látnir Tala látinna eftir óeirðimar á og eftir leik Zimbabwe og S-Afr- íku hefur hækkað í 13 að því er ríkissjónvarpið í Zimbabwe seg- ir. Fjórir munu enn vera í lífs- hættu. Robert Mugabe, forseti lands- ins, hefur kennt stjómarand- stöðuflokknum MDC um óeirð- imar þar sem þær hafi brotist út meðal hóps manna sem héldu uppi áróðursspjöldum flokksins. Hann hefur beðið s-afrisku þjóð- ina afsökunar á atburðinum, sem hann segir hafa verið ósæmandi, íþróttir ættu aldrei að snúast upp í ófrið. -ÓK Þær systur Serena og Venus Williams settu endapunktinn á glæsilegt Wimbledon-mót i tennis aðf hálfu Bandaríkjamanna þegar þær urðu í gær meistarar í tvíliða- leik kvenna. Vann Venus allt sem hún tók þátt í á mótinu því á laug- ardag vann hún í einliðaleik kvenna. Williams-systur unnu Julie Halrd Decugis frá Frakklandi og Ai Sugiyama frá Japan í úrslita- leiknum, 6-3 og 6-2. Þær byrjuðu þó brösulega og lentu undir í fyrsta setti, 3-2. Venus og Serena höfðu tapað fyrstu tveimur lotun- um þar sem Venus átti uppgjöf, en eftir það unnu þær átta lotur í röð. Þetta er þriðji „Grand-Slam“-tit- ill þeirra í tvUiðaleik, en áður hafa þær unniö Opna bandaríska meistaramótið og Opna franska mótið. -esá Serena Williams, 18 ára, og systir hennar Venus, 20 ára, yfir sig sælar meö sigurinn. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.