Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Blaðsíða 3
16 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 33 - Sport Sport Einkunnagjof DV-sport Breiöablik-Fram 1-0 Breiöablik (4-4-2) Atli Knútsson, 4, Hjalti Kristjánsson, 3, Þorsteinn Sveinsson, 3, Andri Mart- einsson, 3, Árni K. Gunnarsson, 4, Ro- bert Russel, 4, Hákon Sverrisson, 4, Kjartan Einarsson, 3 (81., ívar Sigur- jónsson, -), Hreiðar Bjamason, 4 (90., Björn Jakobsson, -), Bjarki Pétursson, 2, Marel Jóhann Baldvinsson, 5. Fram (4-4-2) Fjalar Þorgeirsson, 3, Baldur Knútsson, 2 (60., Bjarni Pétursson, 2), Valur Fann- ur Gíslason, 2, Ásgeir Halldórsson, 3, Eggert Stefánsson, 2, Sigurvin Ólafsson, 2, Steinar Guðgeirsson, 3, Ingvar Óla- son, 3, Daði Guðmundsson, 4, Þorbjöm Atli Sveinsson, 3 (60., Kristófer Sigur- geirsson, 4,) Ronny Petersen, 3. ÍA-Fvlkir 0-1 ÍA (4-3-3) Ólafur Þór Gunnarsson, 3, Sturlaugur Haraldsson, 4, Alexander Högnason, 3, Gunnlaugur Jónsson, 5, Andri Karvels- son, 2 (65., Baldur Aðalsteinsson, 3), Pálmi Haraldsson, 3, Sigurður Jónsson, 2, Jóhannes Harðarson, 3, Kári Steinn Reynisson, 2 (78., Jóhannes Gíslason, -), Hjörtur Hjartarson, 2 (54., Uni Arge, 2), Haraldur Hinriksson, 2. Fylkir (4-3-3) Kjartan Sturluson, 4, Helgi Valur Daní- elsson, 4, Ómar Valdimarsson, 5, Þór- hallur Dan Jóhannsson, 5, Gunnar Þór Pétursson, 4, Gylfi Einarsson, 5, Sverr- ir Sverrisson, 4, Hrafnkell Helgi Helga- son, 3, Ssevar Þór Gíslason, 3 (66., Sturla Guðlaugsson, 3), Kristinn Tóm- asson, 4 (85., Finnur Kolbeinsson, -), Theódór Óskarsson, 4. Grindavík-ÍBV 1-0 Grindavík (4-4-2) Albert Sævarsson, 4, Ray Jónsson, 3, Guðjón Ásmundsson, 4, Zoran Djuric, 3, Óli Stefán Flóventsson, 4, Paul McS- hane, 4, Goran Lukic, 3, Sinisa Kekic, 4, Ólafur Öm Bjarnason, 4, Sverrir Þór Sverrisson, 3 (56., Róbert Ó. Sigurðsson, 3), Scott Ramsay, 4 (87. Vignir Helga- son, -). ÍBV (4-4-2) Birkir Kristinsson, 4, Páll Almarsson, 3, Hlynur Stefánsson, 3, Kjartan Ant- onsson, 4, Hjalti Jóhannesson, 4, Páll Guðmundsson, 4, Hjalti Jónsson, 3, Ingi Sigurðsson, 3, Momir Mileta, 3 (69., Baldur Bragason, 3), Jóhann Möller, 3 (74., Steingrímur Jóhannesson, 3), Gor- an Aleksic, 2 (62., Tómas Ingi Tómas- son, 2). Einkunnaskali DV-Sport 6................Stórkostlegur 5...................Mjög góður 4........................Góður 3 ...................í meðallagi 2 ......................Slakur 1..................Mjög lélegur -.............Takmörkuð þátttaka irs----------- í? * LANDSS8MA DEILDIN UQD9 Fylkir 9 5 4 0 16-6 19 KR 10 5 3 2 15-9 18 Grindavík 9 4 4 1 11-5 16 ÍA 9 4 2 3 7-6 14 Keflavík 8 3 3 2 8-12 12 ÍBV 9 2 5 2 11-7 11 Fram 9 2 3 4 8-12 9 Breiðablik 9 3 0 6 11-16 9 Stjarnan 8 1 1 6 3-11 4 Leiftur 6 0 3 3 3-9 3 Markahæstir: Andri Sigþórsson, KR.............7 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 6 Gylfi Einarsson, Fylkir..........5 Hreiðar Bjamason, Breiðabliki ... 4 Ólafur Öm Bjamason, Grindavík . 4 Marel tryggöi Blikum sigurinn - gegn lánlausum Frömurum Breiðablik hafði sigur á heima- velli gegn afar slökum Frömurum í gærkvöld. Lokatölumar urðu 1-0 sem voru í sjálfu sér úrslit við hæfi því leikurinn var í heild tilþrifalítiU þó að Blikarnir væru lengst af sterkari aðilinn. Leikurinn byrjaði reyndar afar fjörlega. Á 6. mínútu varði Fjalar ágætlega skot frá Kjartani Einars- syni og Þorsteinn Sveinsson náði ekki að hitta boltann úr frákastinu fyrir opnu marki. Aðeins mínútu síðar komst Þorbjörn Atli inn fyrir vömina en skaut í þverslá. Blikar fengu tvö hálffæri stuttu seinna en á 20. mínútu urðu þeir fyrir áfalli þegar Bjarki Pétursson fékk tvö gul spjöld á sömu mínútunni, og þar með rautt, fyrir að verjast tvisvar aukaspymu of nálægt boltanum. Afar óskynsamlega gert hjá Bjarka þó að þær raddir heyrðust að Garð- ar hefði mátt taka léttar á þessu. Þetta breytti hins vegar ekki leiknum að öðm leyti en því að hann varð enn bragðdaufari. En á lokamínútum hálfleiksins tóku Blikar kipp. Fyrst kom Fjjalar naumlega í veg fyrir að Ásgeir Hall- dórsson gerði sjálfsmark en mínútu síðar kom Marel Blikunum yfir þeg- ar rangstöðuvörn Framara brást illilega. Blikar héldu því með eins marks forskot í leikhléið. Síðari hálfleikur gekk svipað fyr- ir sig. Nokkur hálffæri litu dagsins ljós en ekkert mark kom og fyrir vikið breyttist staðan ekki mikið. Blikar vildu reyndar fá vítaspymu eftir stundarfjórðungs leik þegar Marel féll í teignum þegar hann og Ásgeir áttust við en Garðar var ekki á sama máli. Lítið annað gerðist í leiknum og því hirtu Blikar öll stig- in. „Við sýndum mikinn karakter i þessum leik og það var ekki hægt að sjá að við hefðum leikið einum færri mestallan leikinn. Það var góð vinnsla í liðinu og Framarar fengu varla opið færi í leiknum. Marel styrkir okkur vissulega mikið en fyrst og fremst var þetta sigur liðs- heildarinnar og ég er virkilega ánægður með strákana," sagði Sig- urður Grétarsson, þjálfari Blika. Marel var mjög ógnandi í leiknum en auk hans spiluðu Ámi, Russel og Hreiðar vel. „Þetta var hundlélegt hjá okkur. Við fengum færi og hefðum getað gert mark en kannski er getan ekki meiri í liðinu núna heldur en við sýndum. Markið var mjög slysalegt en við spiluðum í heildina mjög illa,“ sagði Steinar Guðgeirsson, fyrirliði Fram. Daði Guðmundsson var langbesti maður liðsins en aðrir voru langt frá sínu besta. -HI BreiðabSik-Fram 1-0 Hálfleikur: 1-0 Leikstaöur: Kópavogsvöllur. Áhorfendur: 850. Dómari: Garðar Öm Hinriksson (3). Gœði leiks: 3. Gul spjöld: Bjarki, Russel (Breiðabliki) - Ronny (Fram). SkoU 14-14. Horn: 2-9. Aukaspyrnur fengnar: 17-11. Rangstödur: 4-2. Mörkitu 1-0 Marel Jóhann Baldvinsson (45., komst einn inn fyrir vöm Framara eftir stungusendingu Roberts Russel og skoraði í annarri tilraun). Maður leiksins: Marel J. Baldvinsson, Breiðabliki Grindavík blandar sér af alvöru í toppbaráttuna: Taplausir heima - en Eyjamönnum gengur áfram illa Grindvíkingar stimpluðu sig af al- vöm í toppbaráttu úrvalsdeildar með sigri í Vestmannaeyingum í Grinda- vík í gærkvöldi. Ólafur Örn Bjarna- son skoraði sigurmark liðsins sem hefur unnið alla heimaleiki sína og það sem meira er, ekki fengið á sig mark í Grindavík. Leikurinn var lítið fyrir augað í fyrri hálfleik og vægast sagt leiðin- legur á að horfa. Leikmenn létu bolt- ann oft ganga ágætlega sín á milli en gerðu lítið til að koma honum á sóknarmennina og sköpuðu sér fá færi. Ólafur Öm átti tvö skot fram hjá marki Vestmannaeyjaliðsins. Seinni hálfleikur fór hins vegar fjör- lega af stað og Páll Guðmundsson átti skot í stöng Grindavíkurmarks- ins á 51. mínútu eftir ágæta sókn Vestmannaeyinga. Grindvíkingar komu betur inn í leikinn og voru öllu mefe með bolt- ann og gekk ágætlega að verjast bit- lítilli sókn gestanna. Þeir hins vegar sóttu frekar rólega fram á völlinn sem gaf Vestmannaeyingum færi á að stilla upp í vörninni. Um miðjan hálfleikinn skoruðu síðan Grindvíkingar eina mark leiks- ins þegar Ólafur Öm Bjamason vann boltann á miðjunni og skoraði glæsi- legt mark sem Birkir átti ekki mögu- leik á að verja. Hjalti Jónsson skor- aði síöan að hann taldi jöfnunar- mark á sömu mínútunni en það var dæmt af vegna rangstöðu og sluppu Grindvíkingar þar með skrekkinn. Þeir lögðu síðan áherslu á að verjast það sem eftir var leiksins og tókst það ágætlega þrátt fyrir að Vest- mannaeyingar skiptu þeim Tómasi Inga Tómassyni og Steingrími Jó- hannessyni inn á. Heimamenn léku oft á tíðum ágæt- lega í leiknum og vörðust bitlítilli sókn Vestmannaeyinga vel en fóm sér fullrólega í sóknarleikinn og náðu ekki að skapa sér ýkja mörg færi I leiknum. „Þetta var mjög sætur og þýðing- armikill sigur hjá okkur. Það var spuming hjá okkur hvort við ætluð- um að vera þarna í efri hlutanum, að vera menn eða mýs! Við sköpuðum okkur ekki ýkja mörg færi en við skoruðum eitt mark og það var nóg til að vinna leikinn. Það er miklu skemmtilegra að vera í þessari stöðu heldur en vera í botnbaráttu eins og við erum vanir. Það er bæði meiri stemning innan liðsins og í bænum þannig að nú er um að gera að halda sér á jörðinni," sagði Guðjón Ás- mundsson, fyrirliði Grindvíkinga, kampakátur f leikslok. Vestmannaeyjaliðið átti hins veg- ar erfitt uppdráttar í leiknum. „Þetta var frekar erfitt hjá okkur og við vor- um í hálfgerðum eltingarleik við þá í fyrri hálfleik. Það lagaðist aðeins í seinni hálfleik en við erum ekki að skapa okkur neitt. Það vantaði meiri stuðning við sóknarmennina okkar og sóknarleikurinn gengur mjög hægt hjá okkur. Þetta var góður leik- ur hjá Grindvíkingum í dag og þeir áttu sigurinn skilinn. Það er hins vegar nóg eftir af leikjum þar sem allir eru að vinna alla. Við þurfum að vinna áfram í okkar málum og gera breytingar," sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, í leikslok. -FÓ Fylkir vann IA og fór á toppinn á ný Gylfi Einarsson, maður leiksins „Þetta var fyrst og fremst baráttusigur af okkar hálfu. Leikurinn einkenndist af miklu miðjuþófl og mikilli baráttu, en mér fannst við vera sterkari í leiknum og eiga þetta skilið. Við erum að uppskera eins og við sáðum. Það má helst þakka góðri liðsheild og frábærum þjálfara við erum í fyrsta sæti deild- arinnar eftir fyrri umferð mótsins, og í raun er allt gott um þetta lið að segja. Hér eru allir að leggja sitt af mörkum." Þórhallur D. Jóhannsson, Fylki: „Þetta er flnt, það verður alveg að segjast. Það er auðvitað mjög ánægjulegt að vera efstir þegar mótið er hálfnað. Nú erum við einu stigi frá markmiði okkar, og þegar því er náð getum við farið að setja okkur ný markmið. Varnarleikurinn skiptir auðvitað miklu máli, á meðan við fáum engin mörk á okkur er- um við í það minnsta með eitt stig í leiknum, og svo náum við venjulega að skora a.m.k. eitt mark til að tryggja okkur stigin þrjú.“ -esá enn jöfnuðu stigamet félagsins í efstu deild í gærkvöld A brautinni Colin Jackson, heimsmeistari í 110 grindahlaupi mun ekki taka þátt í Evr- ópubikarkeppninni með breska lands- liðinu um næstu helgi. Hann tognaði á aftanlæris á móti í Þýskalandi um síð- ustu helgi. Hann mun ganga í gegnum mjög stranga sjúkraþjálfun á næstu vikum svo hann nái sér fyrir breska úr- tökumótið fyrir ÓL. Merlene Ottey, sem nýverið fékk aftur keppnisrétt, mun keppa á móti á Sar- diníu annað kvöls og verður þetta fyrsta mót hennar eftir að banninu var aflétt. Hin fertuga Ottey hefur keypt á alþjóðavettvangi í tvo áratugi og ÓL munu vera hennar síðasta mót. Hún er nú við æfingar í Ljubljana í Slóveníu. Hún mun síðan keppa á úrtökumóti Jamaíku fyrir ÓL dagana 21,-22. júlí. Enska úrvalsdeildarlióid Everton hef- ur samþykkt sölu á skoska landsliðs- manninum Don Hutchison til Charlton fyrir tvær og hálfa milljón punda. Leik- maðurinn á eitt ár eftir af samningi sínum við Everton en var settur á sölu- lista eftir að hann neitaöi að skrifa und- ir framlengingu á samningnum við fé- lagið. Jordi Cruyff fyrrum ieikmaður Manchester United sem var gefið frjáls sala, hefur skrifað undir árssamning við spænska liðið Alaves. Salih Heimir Porca lék ekki með Blik- um gegn Fram vegna meiðsla. Þá lék Hilmar Björnsson ekki með Frömur- um vegna veikinda. Óvist er hvort Ágúst Gylfason leikur meira með Frömurum í sumar. Hann hefur verið frá í nokkum tíma vegna kviðslits og eru batahorfur óljósar. Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að í fyrirsögn var Magnús Magnússon sagður hafa sett íslandsmet í kvartmílu. Hið rétta er að Einar Birgisson setti þetta glæsilega íslandsmet á Novunni sinni þegar hann fór vegalengdina á 10,699 sekúndum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. -ÓK/HI „Allir sem einn...“, syngja KR-ingar í lagi sínu en Fylkismenn nýttu sér þessi góðu ráð vina sinna i vesturbænum til að ná af þeim efsta sætinu á Akranesi í gær. Fylkismenn sýndu að þeir eru með lið til að halda út mótið og stefnan í Árbænum getur ekki lengur verið að halda sér í efstu deild í fyrsta sinn heldur að berjast um titilinn í haust. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Fylkis, er búinn að skapa gríðarsterka liðsheild þar sem menn eru tilbúnir að fórna sér hver fyrir annan og sigursöngvarnir i bún- ingsklefanum eftir leik lýsa vel hversu gaman er að verða Fylkismaður í dag. „Við erum komnir í þá stöðu nú að við þurfúm að stefna hærra en við gerðum í upphafi og það er ánægjuleg stund að geta það í miðju móti. Það er fyrst og fremst liðsheildin sem er að skapa þetta og menn eru tilbúnir að hlaupa hver fyr- ir annan. Þegar menn eru í góðu formi og koma i leikinn til þess að fórna sér fyr- ir Fylki þá myndast stemning og það er gaman að lifa í dag. Nú er bara að njóta stundarinnar og vonandi á eftir að vera enn meira fjör í þessu," sagði Bjarni. Sigurinn í gær táknaði vissulega breytta tíma í Árbænum, hann var sá fyrsti á ÍA í efstu deild frá upphafi eftir sex töp í röð og Fylkismenn jöfhuðu jafn- framt stigamet félagsins í efstu deOd frá 1993 og það þrátt fyrir að aðeins helming- ur sé búinn af mótinu. Leikurinn í gær var mjög i anda ís- landsmótsins það sem af er. Liðin byggja upp lið sín á sterkum vömum og skyn- samlegu spili og því voru marktækifærin af skomum skammti. Fylkismenn sýndu í byrjun að þeir vom mættir af fullum krafti en Skagamenn náðu aftur á móti fljótlega tökum á miðjunni. Sóknarleikur heimamanna var þó líflaus og sem dæmi um það áttu Fylkismenn hættulegustu til- raunina við mark sitt í fyrri hálfleik þeg- ar sending Helga Vals Danielssonar aftur til Kjartans markvarðar fór yfir hann og rétt fram hjá markinu. Fyrsta skot Skagamanna kom síðan ekki fyrr en á 60. mínútu leiksins og það var kannski til að lýsa vonleysi liðsins í sókninni í gær að fjórum mínútum IA-Fylkir 0-1 Hálfleikur: 0-6 Leikstaður: Akranesvöllur. Áhorfendur: 1620. Dómari: Gylfi Þór Orrason (4). Gœði leiks: 3. Gul spjöld: Engin. SkoU 5-8. Hortu 5-4. Aukaspymur fengnar: 16-14. Rangstöður: 5-2. Mörkitu 0-1 Sjálfsmark Jóhannesar Harðarsonar (56., renndi sér i boltann eftir aö Theódór Óskarsson hafði verið kominn í gegn eftir sendingu Gylfa Einarssonar) Maður leiksins: Gylfi Einarsson, Fylki Grindavík-IBV 1 Hálfleikur: 0-0 Leikstaður: Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 450. Dómari: Kristinn Jakobsson (5). Gceði leiks: 4. Gul spjöld: Páll (ÍBV) SkoU 12-17. Hortu 8-2. Aukaspyrnur fengnar: 16-15. Rangstöóur: 1-1. Mörkitu 1-0 Ólafur Örn Bjarnason (76., með stórglæsilegu skoti frá vítateigslínu eftir að Sinisa Kekic og Óli Stefán Flóventsson lögðu fyrir hann boltann). Maður leiksins: Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík áður vom þeir búnir að aðstoða Fylkis- menn við gerð sigurmarks þeirra, þegar Jóhannesi Harðarsyni varð á að senda boltann í eigið mark. Þetta var slysalegt mark og synd að það skyldi skilja á milli þessara liða en Fylkismenn fóru illa með nokkur góð færi og urðu þvi að treysta á heimamenn við að tryggja þeim stigin þrjú aftur með heim í Árbæ. Vamarleikmenn Fylkisliðsins fá sér- stakt hrós fyrir leikinn í gær enda mættu þeir hverri tilraun Skagamann af skyn- semi og hleyptu nánast engu í gegn. Hættulegustu tilraunir heimamanna komu upp úr fóstum leikatriðum. Ómar Valdimarsson og Þórhallur Dan Jóhanns- son leika nú sitt fyrsta tímabil saman en samvinna þeirra bendir frekar til að þeir hafi leikið saman í fjölda ára. Að sama skapi em vinnusamir leik- menn nýliðanna fljótir að skapa fram á völlinn og með Gylfa Einarsson sem prímusmótorinn á miðjunni og Sverri Sverrisson sem akkerið geta frískir sókn- -------------------- * LANDSSÍMA r -^k^DEILDIN 2000 Grindvikingar hafa enn ekki fengiö á sig mark á heimavelli í sumar og Albert Sævars- son hefur nú haldið marki sínu hreinu í 423 minútur í Grindavík. Fimmtán lið hafa hald- ið marki slnu lengur hreinu á heimavelli í tlu liða efstu deild, lengst héldu KR-ingar marki sínu hreinu í 888 mínútur 1990 til 1991. Síðastur til að skora í Grindavik var Vals- maðurinn Kristinn Lárusson í 18. umferð- inni í fyrrasumar. Sigurinn á iBV í gær var fimmti heimasigur Grindarvíkurliðsins í röð. Tómas Ingi Tómasson náði ekki að bæta markaleysi Eyjamanna á útivelli. iBV hefur ekki náð að skora i fjórum af síöustu fimm deildarleikjum sínum og það eru komnar 297 mínútur siðan liðið gerði mark á útivelli í deildinni. ÍBV hefur auk þess leikið sex úti- leiki í röð án sigur þar af alla fjóra útileiki sína á þessu sumri. -ÓÓJ armenn liðsins verið vissir um að fá góða bolta tO að vinna úr og það nýtti Theódór Óskarsson sér vel og var mjög ógnandi. Taktík Gylfa Orrasonar dómara um að láta leikinn ganga gekk lengstum en ijótt brot Alexanders Högnasonar á Sævari Þór Gíslasyni um miðjan seinni hálfleik og nokkrar ljótar tæklingar eftir það gengu vissulega of langt og mátti refsa með gulum spjöldum. Gylfi gaf þó ekkert spjald í þessum leik sem hann stjómaði af mikilli röggsemi að venju. Skagamenn léku i gær fjórða heima- leikinn í röð án sigurs og með sams kon- ar sóknarleik og liðið beitti í þessum leik er ljóst að stigin streyma ekki upp á Skaga i bráð. Vömin er sterk en boltinn strandar á miðjunni um ieið og vængmenn og sóknarmenn eru svo gott sem í feluleik. -ÓÓJ Eystri-Rangá: 230 laxar á einni viku Tók báðar flugurnar Álftá á Mýrum hefur gefið I laxa og veiðimenn sem vou ac koma úr ánni veiddu 2 laxa og f sjóbirtinga. Áin er orðin vatnslít il en eitthvað er af fiski í henni. Laxveiðin heldur áfram og löx unum á land fjölgar. Veiðimenr reyna og reyna, en árangurinn ei reyndar mjög misjafn. Fyrir nokkrum dögum vorr tveir Bretar við veiðar í Laxá Kjós og gekk veiðiskapurinr ágætlega. Annar Bretinn var vic veiðar og veiddi með „dropper' sem sagt notaði tvær flugur, að ferð sem erlendir veiðimenn noti þónokkuð við veiðiámar hér. Kastar þessi erlendi veiðimað- ur i ána og allt í einu tekur lax Upphefst þarna við Laxá hörku brátta við fiskinn sem syndir upp ána og gefur ekkert eftir. Eri veiðimennirnir og íslenski leið sögumaðurinn sem var með þeiir alltaf að kíkja hvora fluguna fisk urinn hafi nú tekið en það gengm illa að sjá það og reyndar var þac alveg ómögulegt. Heldur baráttan áfram og fisk- urinn fer miklu ofar, en að lokuir er fiskinum landað og kom þí sannleikurinn 1 ljós. Laxinn hafð: tekið báðar flugumar enda hefui hann líklega verið að hreinsa til hylnum. -G. Bendei „Við þurfum ekki að kvarta hérna við Eystri-Rangá en núna hafa veiðst um 240 laxar og dagsveiðin hefur verið mest 45 og 42 laxar,“ sagði Einar Lúðviksson við Eystri-Rangá þegar DV spurði um stöðuna í gærdag. „Síðasta vika gaf okkur um 230 laxa og það eru laxar á hverju flóði. Veiðimenn sem ég var að tala við í morgun voru í miklum fiski. Stærsti laxinn á land er 20 pund en mest eru þetta eins ár laxar,“ sagði Einar. Gengur vel í Ytri-Rangá „Það eru komnir yfir hundrað laxar hérna hjá mér og í fyrrdag veiddust 25 laxar, í morgun veidd- ust 10 laxar og eftir hádegi 10 líka,“ sagði Þröstur Elliðason við Ytri-Rangá. „Þetta gengur ágæt- lega þrátt fyrir mikinn hita við ána núna,“ sagði Þröstur enn fremur. Rangárnar eru á góðri siglingu þessa dagana og eru komnar sam- tals með um 430 laxa, Norðurá í Borgarfirði er efst eins og er með 600 laxa en það verður ekki lengi með þessu áfram- O N ^haldL Gunnar Bender og Stefán Kristjánsson Flugunni kastað fyrir lax i Breiödalsá en nokkir laxar hafa veiöst f ánni og mikiö af bleikju. DV-mynd ÞE Ólafur Þórðarson: Góðu sókn- armennirnir eru seldir „Mér fannst þessi leikur vera nokkuð jafn. Mikill bamingur hjá leikmönnum, en kannski lítið um fallegan fótbolta. Ég veit ekki hvort þetta voru sanngjörn úrslit, þeir voru grimmari eftir markið, sem kom auðvitað eins og kjaftshögg fyrir mína menn. En mér fannst hins vegar við vera betra liðið framan af leiknum. Það er alveg ljóst að vamarleik- ur er betri en sóknarleikurinn hér á landi. Enda alveg eðlilegt vegna þess að um leið og góðir sóknar- menn koma upp hér á landi em þeir seldir utan,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA. -esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.