Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 DV Fréttir Blönduóslögreglan heröir róðurinn - umferöarveniur breytast vegna orðspors: Taka nær 50% fleiri fyrir hraðakstur í ár - helsta ástæðan að lögreglumanni var bætt við - ofsahraðamálum fækkar Lögreglumenn á Blönduósi segj- ast telja það beinlínis fáránlegt að ungmenni sé heimilað að axla þá miklu ábyrgð sem því fylgir að aka bíl eftirlitslaust aðeins 17 ára - ald- urinn eigi að færa upp í 18 ár, ekki síst í ljósi þess aö hver 17 ára tán- ingur veldur að meðaltali tjóni upp á eina milljón króna í umferðinni á ári. Yfirlögregluþjónn segir aö þrátt fyrir að aðeins einu stööu- gildi hafi verið bætt við hjá emb- ættinu hafi löggæsla vegna umferð- arhraða skilað því að hátt í 50 pró- sent fleiri hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur á Blönduóssvæðinu í ár miðað við sama tíma í fyrra. Of mikið að jarða tvo á mán- uði „Hér verður nánast árleg 30 pró- senta hækkun á tryggingaiðgjöld- um á ári. Og þessu kyngja lands- menn. Það skrýtna er að það virð- ist borin von að fólk taki sig saman og segi: Nú minnkum við tjónin," sagði Gunnar Sigurðsson lögreglu- varðstjóri í samtali við DV á Blönduósi. „Það er of mikið þegar við erum farin að þurfa aö jaröa tvo ökumenn á mánuði. Við hljót- um að þurfa að fara i saumana á því sem er að gerast. Þetta eru of miklar fómir,“ sagði Gunnar. Kristján Þorbjörnsson yfirlög- regluþjónn segir að í umdæmi lög- reglunnar á Blönduósi, sem orðin er landsþekkt fyrir að stöðva öku- menn, sé „hraðinn að breytast" en „umferðin að aukast" sem vissu- lega eigi einnig við á landsvísu. „Þrátt fyrir þetta eru jákvæð teikn á lofti - færri eru að aka mjög hratt og alvarlegum slysum er að fækka. Óhöppum með tjónum Hafa tekið 1.225 hraðakstursökumenn í ár dv-mynd pjetur Blönduóslögreglumennirnir eru farnir aö sjá umferöarvenjur breytast þar sem jákvæö teikn eru á lofti, sbr. færri stór- slys. F.v., Gunnar Sigurösson, Kristján Þorbjörnsson og Vilhjálmur Stefánsson. fækkar hins vegar ekki. í þessu sambandi er það gamla sagan að beint samband er á milli hraða og slysa. Því meiri hraöi, því fleiri og alvarlegri slys og óhöpp.“ Hátt í 50 prósent fleiri tekn- ir í ár Kristján og Gunnar segja að það sem af er ári hafi svokölluðum rad- armálum fjölgað um hátt í 50 pró- sent frá því á sama tíma á síðasta ári. í gær, 12. júlí, höfðu 1.225 öku- menn þurft að reiða fram fé til að greiða sekt fyrir of mikinn hraða í umdæmi Blönduóslögreglunnar, flestir í Hrútafirði, Vatnsdal og Langadal. Á sama tíma í fyrra höfðu 870 verið teknir fyrir of hrað- an akstur á sama svæði. Ástæðan fyrir þessari miklu aukningu er m.a. að bætt hefur verið viö einu stöðugildi hjá lögreglunni sem þýð- ir að nú þarf ekki að hafa umferð- areftirlit á yfirvinnutaxta í sama mæli og áður var. Þetta hefur mjög greinilega skilað betri gæslu sem í heildina hefur leitt af sér minni umferðarhraða og betri löggæslu. „Fólk er greinilega „á tánum“ þegar það fer í gegnum okkar um- dæmi,“ segir Gunnar. „Svæðið er vel þekkt fyrir öfluga gæslu. Ég tel öruggt að þetta orðspor þýði að fleiri komast heilir í gegnum um- dæmi okkar en ella.“ -Ótt Páfagaukar að æra íbúa í vesturbænum: Eins og verið sé að pína önd íbúar við Ránargötu og nærliggj- andi götur í vesturbæ Reykjavíkur segjast margir hverjir vera að ærast yfir hávaða í amazon-páfagaukum sem hafðir eru úti í garði við eitt húsanna í hverfinu. Páfagaukarnir eru í eigu Agöthu Agnarsdóttur sem býr á Ránargötu 29a en Agata á fjöldann allan af dýrum sem hún heldur í húsi sínu og garði. Getur ekki hlustað á fréttir „Þetta væri svo sem í lagi ef páfa- gaukarnir myndu syngja en þeir garga bara eins og vitlausir. Ég get til dæmis hvorki hlustað á fréttir né horft á sjónvarp þegar páfagaukarn- ir eru úti í garði," segir nágranni Agöthu, og Erna Margrét Ottósdótir, sem býr á Ránargötu 21, segir: „Hljóðin úr páfagaukunum eru ótrú- leg. Það er eins og verið sé að pína önd eða kyrkja einhvem." Sjálf er Agata ánægð með páfa- gaukana sína og hyggst kaupa handa þeim stórt búr til að hafa úti í garöi því hún veit að þeir eiga þaö til að naga gróður nágrannanna þeg- ar þeir valsa um í garðinum á dag- inn en þeir fljúga ekki um hverflð þvi þeir era vængstýfðir. Einn fékk fæðingarþung- lyndi „Ég skil hins vegar ekki að verið sé að kvarta yfir söngnum í þeim því ég læt þá aldrei út fyrr en eftir hádegi og þeir eru alltaf komnir inn fyrir kvöldmat. Þetta eru tveir Amazon-páfagaukar en móður þeirra þurfti ég aö láta svæfa þvi segir nágranni en eigandinn er ánægður Aö ærast íbúar viö Ránargötu viö páfagauksgaröinn. Agatha og páfagaukarnir Setur þá aldrei út fyrir hádegi og tekur inn fyrir kvöldmat. hún fékk fæðingarþunglyndi eftir að hún átti þá,“ segir Agata sem einnig á kakadú-págagauk sem nýlega lék hlutverk í kvikmynd sem Dagur Pét- ursson kvikmyndagerðarmaður er að leggja lokahönd á. „Amazon-páfa- gaukamir eru dásamlegar skepnur sem geta orðið 100 ára,“ segir Agatha um fuglana sína sem hver fyrir sig er metinn á um 100 þúsund krónur af gæludýrasölum. Yfirgnæfa sláttuvélar „Því meira sem sólin skín því hærra garga páfagaukamir og þeir yfirgnæfa auðveldlega allar sláttu- vélar hér í hverfinu," segir einn ná- grannanna og Inga Lís Hauksdóttir sendiherrafrú, sem býr handan göt- unnar, hefur þetta um vandmálið að segja: „Fólk veröur að sýna nágrönnum sínum tillitssemi. Ég þekki hljóðin í páfagaukunum. Ég hef heyrt þennan söng.“ -EIR Stuttar fréttir Er ekki á útleiö Hörður Sigurgests- son, forstjóri Eim- skipafélagsins, segir í samtali við Dag, spurður um þrálátan orðróm, að hann sé ekki á fóram úr for- stjórastólnum og engar viðræður í gangi um eftirmann. Dagur sagði frá. Áminning frá ráðherra Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra og Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneyt- inu, hafa sent öllum viðurkenndum leigubílastöðvum og félögum leigubíla- stjóra bréf þar sem minnt er á hvaða lög gilda um leigubílaakstur í landinu. Dagur sagði frá. Skafið ofan af Geysisskálinni Hjá Náttúravemd ríkisins hugleiða menn að skafa ofan af Geysisskálinni og snyrta hana til. Ríkisstjómin hefur veitt rúmlega 1,5 milljónir króna til landvörslu og aukinna öryggisaðgerða á Geysissvæðinu þaö sem eftir lifir sumars. Dagur sagði frá. LÍU gefur lækningatæki Landssamband íslenskra útgerðar- manna færði i gær þyrlusveit Land- helgisgæslunnar fjölhæft lækninga- tæki að gjöf. Tækið er 1.650.000 króna virði og mun leysa af hólmi tvö önnur tæki. Mbl. sagði frá. Ekki greitt fyrir báðar leiðir Bifreiðastjórafélagið Frami segir það rangt að farþegar greiði I raun báðar leiðir ef þeir taka leigubíl til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Vísir.is sagði frá. Flest slys á Miklubraut Hvergi verða fleiri umferðarslys en á gatnamótum á Miklubraut i Reykja- vík, að því er fram kemur í könnun Sjóvár-Almennra á umferðaróhöppum í Reykjavík árin 1995-1999. Mbl. sagði frá. Ríkið girnist Geysi Eigendur Geysis- svæðisins vilja selja rikinu landið. Ríkið, með Siv Friðleifs- dóttur umhverfisráð- herra í fararborddi, viil eignast svæðið. Gagnagrunnur ekki fullnýttur Virtur bandarískur líftækniprófess- or gagnrýnir harðlega að einungis eitt fyrirtæki megi hagnýta sér gagna- grunn á heilbrigðissviði. Hann segir að grannurinn verði ekki fullnýttur nema að minnsta kosti tiu fyrirtæki fái aðgang að honum. Stöð 2 sagði frá. Rjúpan „uppa-matur" 28% landsmanna borðaði rjúpur sl. vetur, samkvæmt niðurstöðum ijúpnakönnunar Skotveiðifélagsins í mars. Þeir sem öðram fremur borða rjúpur eru hátekju- og miilitekjufólk á aldrinum 30-50 ára svo ijúpan virðist „uppa-matur“. Dagur sagöi frá. Smásöluálagning hálfbrjáluð Hjáimar Jónsson, búnaðamefndar Al- þingis, er ómyrkur í máli þegar hann ræðir um hið háa matvælaverð hér á landi. „Hið háa verð liggur fyrst og fremst í því að álagningin í smásöluversluninni er hálfbrjáluð á matvöramarkaðnum," segir Hjálmar. Dagur sagði frá. Enn 6% verðbólga Lækkun verðbólgunnar lætur enn- þá á sér standa. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,5% í júní, sem samsvar- ar rúmlega 6% verðbólgu. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,6% og er það 8. mánuðurinn í röð sem 12 mánaða hækkun er 5,5-6%. Dagur sagði frá. -GAR formaður land-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.