Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 I>V Fréttir Tenórtollarinn segist hafa leyst úr mörgum vanda á Keflavíkurflugvelli: Sýslumaður réð besta manninn - það verður að segjast eins og er, segir Guðbjörn Guðbjörnsson I góöra vina hópi Tenórtollarinn fyrrverandi, Guðbjörn Guðbjörnsson, heilsaði upp á gamla starfsfélaga á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld. „Mér flnnst einkenni- legt að sýslumaður geti ekki sjálfur ráðið sinn mannskap heldur geti menn sett eigin skilyrði og ráðið sig sjálfir," seg- ir Guðbjöm Guðbjöms- son, fyrrverandi toll- vörður í Leifsstöð. Eins og DV hefur sagt frá hef- ur Umboðsmaður Al- þingis gert alvarlegar at- hugasemdir við það að Guðbjöm og ónefndur húsasmiður voru teknir fram yfir tvo lærða toll- verði þegar sýslumaður- inn á Keflavíkurflugvelli réð í störf tollvarða haustið 1998. Guðbjöm lauk námi við Tollskólann í vor en bauðst óvænt nýtt starf og er nú horfínn úr toll- þjónustunni. „Með fullri virðingu fyrir Toflskól- anum, en þar lærði ég margt mjög nýtilegt, þá er fjögurra ára nám í verslunarskóla og stúd- entspróf meiri menntun en Tollskólinn. Að auki var ég í tveggja ára ferðamálanámi í Þýska- landi sem nýttist afskaplega vel á Keflavíkurflugvelli. Einnig nýttist gífurleg tungumálakunnátta mín einstaklega vel uppi á velli, það verður að segjast eins og er. Þetta var því ekkert embættisklúöur hjá sýslumanni, hann var einfaldlega að ráða besta manninn," segir hann. Eru bara ekki tenórar Starfsvettvangur Guðbjöms í Leifsstöð var fyrst og fremst í út- lendingaeftirliti. „Ég sá meðal annars um að yfir- heyra fólk, til dæmis það fólk sem var að sækja um pólitískt hæli. Ég leysti úr mörgum vanda þarna upp frá og held ég hafi nýst afskaplega vel. Ég var settur sem yfirmaður á næturvöktum og held að mér hefði varla verið treyst fyrir því ef ég hefði verið slæmur starfskraftur. Ég held að þeir hafi verið mjög ánægðir með mig og ég var mjög ánægður með þá,“ seg- ir Guðbjörn, sem útilokar ekki að hann muni hverfa að nýju til starfa í tollþjón- ustunni. „Þegar Tollskólan- um var að ljúka var mér boðið starf á sama vinnu- stað og ég hafði verið á áður en ég fór til tollsins. En það getur vel verið að ég fari aftur í tollinn því ég kunni vel við mig þar enda starfsmenn allir einvala- lið.“ Guðbjörn er nú sölustjóri ferðaskrifstofunnar Terra Nova og er því ekki horfinn með öllu úr Leifsstöð. í gær- kvöld tók hann þar á móti farþegum úr fyrsta leigu- flugi Terra Nova til Rómar og Barcelona. „Þetta er stærsta fréttin í ferðamál- um íslendinga síðan Go hóf ferðir hingað," fullyrðir sölustjórinn sem neyðst hef- ur til að rifa seglin nokkuð í óperusöngnum vegna of- næmis. Hann segist þó alls ekki af baki dottinn og hann söng m.a. með Sinfóníunni í fyrravetur og syngur aftur með hljómsveitinni í nóvember. „Þetta er einfaldlega of- næmi eins og annar hver maður fær, en þeir eru bara ekki tenórar," segir tenórtollarinn fyrrverandi, Guðbjörn Guðbjömsson. -GAR Stjórnendum hjáKEA sagt upp Eins og fram hefur komið eiga sér nú stað skipulagsbreytingar hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, þ.m.t. á mjólkuriðnaðarsviði. Markmiðið með þeirri skipulagningu er að styrkja stoðir mjólkurframleiðslu og mjólkuriðnaðar á svæðinu. Á síðasta ári keypti KEA afla hluti í MSKÞ ehf. og stofnaði MSKEA ehf. um áramót. Á þessu ári munu félögin tvö ásamt félagi í eigu mjólkurbænda, Granir ehf. renna saman í eitt og öflugt sameinað fyr- irtæki. Sameiginleg velta fyrirtæk- isins er rétt um 2,2 milljarðar. Eins og eðlilegt er þegar svona breytingar verða þá á sér nú stað endurskipulagning á stjórnunar- sviði félaganna og mun nýtt stjórn- skipulag sameinaðs fyrirtækis taka gildi i lok sumars. Af þeirri ástæðu hefur verið ákveðið að segja upp öll- um stjórnendum félaganna, 8 manns. Settur framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Ágúst Þorbjörnsson en gengið verður frá ráðningum annarra stjómenda í ágúst. -gk Áratugagamalt sprengiefni fannst Sprengiefni fannst í gær þegar veriö var að rífa gömul sjóhús sem til- heyra Helgustöðum í Reyðarfirði. Talið er að efnið komi frá silfur- bergsnámu í Helgustaðafjall þar sem síðast var unnið árið 1947. Sprengjusérfræðingar Landhelgis- gæslunnar fóru austur í morgun til þess að kanna efnið. Kynjaskipting á Laufásborg - allar breytingar til bóta, segir nýr leikskólastjóri Leikskólinn Laufásborg við Lauf- ásveg í Reykjavík verður kynja- skiptur þegar nýr leikskólastjóri tekur þar við störfum um miðjan næsta mánuð. Hafa væntanlegar breytingar valdið nokkru óöryggi meðal foreldra barna í leikskólan- um en breytingarnar hafa ekki enn verið kynntar fyrir þeim. „Ég vinn eftir ákveðnum uppeld- iskenningum og hyggst halda því áfram,“ segir Sólrún Ólafsdóttir, nýráðinn leikskólastjóri á Laufás- borg, og dregur ekki dul á að þær kenningar séu þær hinar sömu og Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskóla- stjóri í Hafnarfirði, ruddi braut hér á landi og byggjast á kynjaskipt- ingu. Sólrún hefur að undanförnu starfað á einkarekna barnaheimil- inu Ósi viö Bergþórugötu og segir að allar breytingar sem gerðar verði á Laufásborg verði til bóta, bæði fyrir böm og foreldra, og verði kynntar rækilega þegar hún tekur til starfa. Óöryggi foreldra barna á Laufás- borg vegna nýrra uppeldisaðferða á staðnum kristallast i orðum föður ungs drengs sem þar er en hann seg- ir: „Á drengurinn minn nú að fara að kyrja kvennasöngva frá morgni til kvölds í stað þess að leika sér með bíla í sandkassa." Faðirinn vill ekki láta nafns síns getið en Sólrún Ólafsdóttir segir: „Ég hef mikla reynslu og veit hvað ég er að gera.“ -EIR Laufásborg Nýjar uppeldisaðferöir í næsta mánuði. Björk á New York-kvikmynda- hátíðinni Mynd Lars Von Triers, „Dancer in the Dark“, sem vann til gullpálm- ans í Cannes og Björk hlaut verð- laun fyrir leik sinn í, verður opnun- armynd 38. New York-kvikmynda- hátíðarinnar sem verður sett þann 22. september og stendur yfir til 9. október. Búist er við því að leikkon- umar Björk Guðmundsdóttir og Catherine Deneuve verði við opnun- ina en sjálfur leikstjórinn, Von Tri- er, verður heima í Danmörku vegna flughræðslu. -DVÓ Veðrið í kvöld Léttir til sunnanlands Norðlæg átt, 5 til 10 m/s. Dálítil súld eöa rigning meö köflum á Noröurlandi en léttiir smám saman til um landið sunnan- og vestanvert. Mildast sunnan til. Sólargangur og sjávarföl! mmssm REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag i kvöld 23.29 Sólarupprás á morgun 03.38 Síódeglsflóö 16.55 Árdegisflóð á morgun 04.21 23.44 02.49 21.28 08.54 Skýríngar á veöurtáknum )*^-VINDÁTT —HITI -10“ \VINDSTVRKUR VcnnQT I metrum á sckúndu mu5> i HEíÐSKÍRT ^$3 ^3 33 LETTSKÝjAÐ HÁIF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAO V RIGNING Q SKÚRiR W SIYDDA Q SNJÓK0MA 'Q S? 3 ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA K Frá og með deginum í dag Nær allir fjallvegir eru nú opnir en aðalferöamannastraumurinn um hálendið er aö hefjast. í dag veröa eystri hluti Fjallabaksleiöar syöri og Álftavatnskrókur opnaöir. Öxi og Hlöðuvallaleiö eru lokaöar. Bjartviðri víðast hvar Á morgun verður fremur hæg breytileg átt, víöast léttskýjaö og hiti 9 til 16 stig, hlýjast sunnanlands. Laugardaguf 3-5 Hiti 11' Fremur hæg suólæg átt. Dálítll rignlng meö köflum sunnan og vestan 81 en skýjaö á Noröausturlandl. Hltl 118116 stlg. Suóaustan 8-13 m/s, rlgnlng og hltl 10 tll 18 stlg, mlldast á Noröausturiandl. Manudagúi Vindur: 5-8 m/s 3 Hrti 12° til 17' Suövestan 58 m/s og skúrlr sunnan og vestan 81 en léttskýjaö á Noröausturiandl. Hitl 12 tli 17 stlg, hlýjast noröaustanlands. AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK mistur rigning alskýjaö 9 8 8 EGILSSTAÐIR 11 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 12 KEFLAVIK alskýjað 9 RAUFARHÖFN súld 8 REYKJAVÍK skýjaö 10 STÓRHÖFÐI skúrir 9 BERGEN léttskýjaö 10 HELSINKI skúrir 15 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 12 ÓSLÓ STOKKHÓLMUR skúrir 15 PÓRSHÖFN súld 10 ÞRÁNDHEIMUR úrkoma 11 ALGARVE heiöskírt 21 AMSTERDAM þokumóöa 14 BARCELONA léttskýjaö 19 BERLÍN hálfskýjaö 11 CHICAGO léttskýjað 19 DUBLIN súld 13 HAUFAX léttskýjað 14 FRANKFURT skýjaö 10 HAMBORG skýjað 11 JAN MAYEN skýjaö 6 LONDON rigning 14 LÚXEMBORG rigning 10 MALLORCA léttskýjaö 18 MONTREAL léttskýjaö 19 NARSSARSSUAQ léttskýjað 6 NEWYORK léttskýjaö 22 ORLANDO léttskýjaö 25 PARÍS rigning 14 VÍN skýjaö 14 WASHINGTON skýjaö 19 WINNIPEG léttskýjaö 19 iinYnóMllddhiHI.'Ml T7ir7?T¥W7IITTWÍTICTnTTIT»

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.