Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 6
6 Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðiö Verðbólgan er enn á fleygiferð Vísitaia neysluverðs hækkaði um 0,5% miðað viö verðlag í byrjun júlí. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofunni. Þessi hækkun er að mestu leyti í samræmi við spár sér- fræðinga. Meðaltalsspá fjármálafyr- irtækja var 0,51% hækkun og hljóð- uðu spár upp á 0,45-0,55% hækkun. Það sem vekur hins vegar athygli er aö vísitala neysluverðs án húsnæðis var 198,9 stig og hækkaði um 0,6% frá júní. Þetta er vísbending um að tekið sé að hægja á hækkunum á húsnæðisverði. Bensín hækkaði í verði um 4,0% og veldur sú hækkun 0,19% hækkun á neysluverðsvísitölunni. Verð á nýjum bílum hækkaði um 0,5% og bifreiðatryggingar um 8,6%. Þessar Stuttar fréttir Eftirspurn ógnar stöðug- leika í Bandaríkjunum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) segir mikla umframeftirspum vera í bandaríska hagkerfinu um þessar mundir. Sjóðurinn segir að þessi mikla eftirspum geti ógnað hagvaxt- armöguleikum landsins þegar til lengri tíma er litið og telur að frekari vaxtahækkanir séu nauösynlegar til að tryggja verðlagsstöðugleika. Sjóð- urinn segir jafnframt að vísbendingar séu á lofti um að hagvöxtur í Evrópu verði meiri á næstunni en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir. Hins vegar er út- litið í Japan ekki eins ljóst. Hlutabréf íslandsbanka- FBA tekin til rafrænnar skráningar Bankaráð Íslandsbanka-FBA hefur tekið ákvörðun um að hlutabréf í fé- laginu verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi Verðbréfaskráning- ar íslands hf. Skorað er á alla þá sem telja vafa leika á að eignarhald þeirra í félaginu sé réttilega fært í hluthafa- skrá að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hluthafaskrár íslands- banka-FBA. Rafræn skráning tekur gildi 16. október 2000 kl. 9 árdegis. Frá þeim tima ógildast áþreifanleg hluta- bréf i Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins hf. og íslandsbanka hf. sem sam- einuð voru í Íslandsbanka-FBA hf. þann 15. maí 2000. Engin áþreifanleg hlutabréf í Íslandsbanka-FBA hf. hafa hins vegar verið gefin út. Bankaráð Íslandsbanka-FBA hf. hefur ákveðið að eftir að innköllunar- frestur er liðinn og rafræn skráning á ofangreindum hlutabréfum hefur átt sér stað í kerfi Verðbréfaskráningar Islands hf. skuli arðgreiöslur til hlut- hafa einungis fara fram I gegnum kerfi Verðbréfaskráningar íslands hf. - vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5% Hækkun á bensíni um 4% vegur þyngst í hækkun neysluverösvísitölunnar í júlí. hækkanir hækka vísitöluna samtals um 0,1%. Verð á mat og drykkjar- vöru hækkaði um 0,6% og hækkar vísitöluna um 0,1%. Flugferðir hækkuðu í verði um 5,2% en það veldur 0,06% hækkun vísitölunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 5,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,1%. Undanfama þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,3% sem jafngildir 5,2% verð- bólgu á ári. Verðbólgan í ríkjum EES frá maí 1999 til maí 2000, mæld á samræmda vísitölu neysluverös, var 1,7% að meðaltali. Á sama tímabili var verð- bólgan 2,0% í helstu viðskiptalönd- um íslendinga en 5,0% á íslandi. Sambærilegar verðbólgutölur fyrir ísland eru 4,7% i júní og 5,1% í júlí 2000. íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf.: Kaupir í Form.is og Kine íslenski hugbúnaðarsjóöurinn hefur fest kaup á nýju hlutafé í Form.is ehf., samtals kr. 6.709.493 að nafnverði sem samsvarar um 19,2% hlut í félaginu. Kaupverð hlutaíjár- ins er trúnaðarmál. Fyrirtækið Form.is býður upp á byltingar- kennda þjónustu á Netinu fyrir al- menning, fyrirtæki og stofnanir. Á www.form.is verður mögulegt að nálgast ýmis eyðublöð frá fyrirtækj- um og stofnunum á einum stað. Al- menningur mun í gegnum www.form.is, og vefsvæði sam- starfsaðila, hafa aðgang að öllum rafrænum eyðublöðum samstarfsað- ila Form.is. Hann getur sent þessar umsóknir inn til fyrirtækja/stofn- ana í gegnum örugga miðlun Form.is þar sem gögn og upplýsing- ar eru undirritaðar með rafrænni undirskrift umsækjanda ásamt því að vera dulkóðuð og brengluð. Þjónusta Form.is byggir á nýrri tækni og hugbúnaði sem hefur ver- ið í þróun síðastliðin 2 ár, meðal annars með stuðningi frá Evrópu- sambandinu. Form.is er eitt stærsta þróunarverkefni á sviði hugbúnað- ar á íslandi á undanfomum árum. Þjónusta Form.is mun standa landsmönnum til boða frá og með október nk. Núna er unnið að upp- setningu rafrænna eyöublaða ým- issa fyrirtækja og stofnana, auk þess sem unnið er að kynningu fyr- ir fyrirtæki og stofnanir. Form.is gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift, án mikillar fyrirhafnar, að nýta sér til fullnustu þann viður- kennda miðil sem Netið er nú til dags til að auka þjónustu við skjól- stæðinga sína. Eykur hlut slnn í Kine Sjóðurinn hefur jafnframt aukið hlut sinn í Kine ehf. um kr. 40.000 að nafnverði og á sjóðurinn nú um 21% eignarhlut í félaginu. Kaupverð hlutafiárins er trúnaðarmál. KINE ehf. var stofnað árið 1996 í kringum þróun Hreyfigreinis. Aðstandendur Kine hafa áratugareynslu af heil- brigðistækni, hug- og vélbúnaðar- þróun, hérlendis og erlendis. Hreyfi- greinirinn er samheiti yfir hug- og vélbúnað sem er ætlaður til mæl- inga á hreyfingum líkamans (t.d. hné) og ýmsum lífeðlisfræðilegum stærðum (t.d. vöðvarafrit). Megin- markmiðið með mælingunum er að gera mat á hreyfingum hlutlægari en nú tíðkast og þannig gera árang- ur af sjúkra- eða íþróttaþjálfun mæl- anlegan. Hreyfigreinirinn er verk- færi fyrir fagfólk eins og sjúkra- þjálfara, endurhæfingar- og tauga- lækna, íþróttaþjálfara, vinnuat- hugendur, stoðtækjasmiöi og aðra þá sem fást við að skoða hreyfingar fólks. Út er komin fyrsta útgáfa af hug- búnaðinum KineView (útgáfa 1.0) sem er hluti af Hreyfigreininum. KineView 1.0 styðst við myndband- stökuvél og PC-tölvu til þess að taka upp myndir af sjúklingnum. Hægt er að skoða ferla mælinganna eða flytja niðurstöður yfir í önnur forrit á borð við Excel. Markaðssetning á KineView 1.0 á innanlandsmarkaði hófst upp úr áramótum 2000 og hef- ur þegar skilað góðum árangri. í smíðum er nú næsta útgáfa af KineView, útgáfa 1.1. Þessi útgáfa verður á öllum Norðurlandatungu- málunum og ensku. KineView 1.1 kom út í júní. Kine var meö bás á norrænni sjúkraþjálfararáðstefnu í Reykjavík í júní sl. og var sá atburð- ur upphafið að markaösátaki fyrir- tækisins erlendis. Kaupmáttur húsbréfa hefur rýrnað um þriðjung Ef I i ng-stétta rfélag Sætúni 1 Opnun skrifstofu Eflingar- stéttarfélags og úthlutunarnefndar atvinnuleysisbóta nr. 1 í Reykjavík frestast til föstudagsins 14. júlí. kl. 10.00. EFUNG STÉTTARFÉLAG Vegna þróunar á ávöxt- unarkröfu skuldabréfa hef- ur kaupmáttur húsbréfa- lána rýrnað um ríflega 14% á einu ári. Þetta kemur fram í frétt frá greiningar- deild Islandsbanka-FBA. Á tímabilinu frá maí 1999 til maí 2000 hækkaði íbúða- verð á höfuðborgarsvæð- inu mn tæplega 21%. I greiningu frá íslands- banka-FBA segir að þegar íbúðarkaupandi tók hús- bréfalán i maí í fyrra fyrir 100 þús.kr. fékk hann ríf- lega 103 fyrir það bréf á markaði. Húsbréfin voru á yfirverði. Þegar íbúðar- kaupandi tók húsbréfalán í maí í ár fyrir 100 þús. kr. fékk hann ríflega 88 þús. kr. fyrir bréf- in á markaði. Bréfin voru þá með af- fóllum. Vegna þróunar á ávöxtunar- kröfu skuldabréfa rýrnaði kaupmátt- ur húsbréfalána því um ríllega 14% á þessu tímabili. Á sama tíma, þ.e. frá maí 1999 til maí 2000, hækkaði íbúöa- verð á höfuðborgarsvæðinu um tæp- lega 21%. Sé verðþróun íbúðaverðs bætt við þróun ávöxtunarkröfu hús- bréfa má draga þá ályktun að hús- Húsbréf Þegar íbúöarkaupandi tók húsbréfalán í maí í ár fyrir 100 þús. kr. fékk hann ríflega 88 þús. kr. fyrir bréfin á markaöi. bréfalán fyrir 100 fermetrum í maí í fyrra hafi dugað fyrir 65 fermetrum í maí á þessu ári. Er þá gengið út frá því að kaupandinn í íbúðarviðskipt- um taki á sig afiolin af húsbréfunum. Mælt í fermetrum íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur kaupmátt- ur húsbréfa rýmað um tæplega 35% á þessu timabili. Húsbréfin duga þannig fyrir riflega þriðjungi færri fermetr- um en fyrir ári. FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 JDV Þetta helst 4 :í >] 4 ,• (i í:f 31,’ W: >11 tf: 3 1 HEILDARVIÐSKIPTI 1.332 m.kr. Hlutabréf 146 m.kr. Húsbréf 495 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Baugur 83,4 m.kr. Össur 18,2 m.kr. Búnaöarbanki íslands 8,3 m.kr. MESTA HÆKKUN : © Eimskipafélag Islands 2,78% o Islandsbanki-FBA 2,07% ; © Össur 2,03% MESTA LÆKKUN : O Skeljungur 1,64% O SÍF 0,85% ' © Marel 0,43 % ÚRVALSVÍSITALAN 1.523,1 stig - Breyting O 0,39 % Afkomuviðvörun frá Hans Petersen Aíkoma Hans Petersens hf. fyrstu 6 mánuði ársins stefnir í að verða lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir en fyrirtækið sendi frá sér afkomu- viðvörun þessa efnis rétt í þessu. í afkomuviðvörun félagsins segir að ástæður lakari afkomu megi fyrst og fremst rekja til fjárfestinga sem ætlað er að styrkja stöðu fyrirtækis- ins á komandi árum í sölu á staf- rænum búnaði og myndvinnslu. Sökum þess hve skammt er liðið á árið hefur árangur þessa ekki enn skilað sér að fullu. Reiknað er með að afkoma fyrirtækisins verði engu að síður viðunandi í árslok. l.yiútllIl.M-iITnni síBastHlna 30 daga Búnaöarbanki 232.604 © Baugur 228.142 i © Íslandsbanki-FBA 216.670 i 0 Landsbanki 194.581 Húsasmiöjan 188.967 síöastliöna 30 daga j O Vinnslustööin 16 % i O Rskiöjus. Húsavíkur 13 % ; O Fóöurblandan 13 % I O Búnaöarbanki 11 % Tangi 7 % 30 daga i O Hraöf. Þórshafnar -14 % i O isl. járnblendifélagiö -11 % © Grandi -9 % ! O ___ Vaxandi verðbólga í Evrópu Svo virðist sem hækkandi olíu- verð sé loksins farið að skila sér í aukinni verðbólgu í Evrópu. Vísi- tala neysluverðs hækkaði um 0,6% í júní og er það fyrst og fremst rakið til hækkunar á olíu. Veik evra hef- ur einnig ýtt undir verðbólgu en það hækkar innflutningsverðlag í Evrópu. I Frakklandi hækkaði vísi- tala neysluverðs um 0,2% af sömu ástæðum og í Þýskalandi. TJSBaaaasŒi BHPOW JONES 10783,76 O 0,53% L*Jn.kkei 17036,90 O 1,76% Bmp 1492,92 O 0,81% P NASOAQ 4099,59 O 3,62% SÍSftse 6496,00 O 0,35% PSdax 7024,39 O 0,59% I ICAC 40 6496,50 O 0,61% 13.07.2000 kl. 9.15 KAUP SALA Dollar 77,870 78,270 Srs Pund 117,080 117,680 1*1 Kan. dollar 52,530 52,860 ; BBlDónsk kr. 9,7820 9,8350 H Norek kr 8,9630 9,0120 SuS Sænsk kr. 8,7390 8,7870 iHH Fi. mark 12,2743 12,3480 L Fra. franki 11,1257 11,1925 |_I Belg. franki 1,8091 1,8200 □ Sviss. franki 46,9500 47,2100 djHoll. gyllini 33,1167 33,3156 5 Þýskt mark 37,3138 37,5380 Þ: ÍL líra 0,03769 0,03792 HCiAust. sch. 5,3036 5,3355 Port. escudo 0,3640 0,3662 L Spá. peseti 0,4386 0,4413 (_• Jjap. yen 0,71960 0,72390 1 Hírsfct pund 92,664 93,221 SDR 102,8500 103,4700 gECU 72,9795 73,4180

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.