Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 DV Fréttir 7 UmsjóriIÍ ____________ Gylfi Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is Valdabarátta? Víkingaskipið íslendingur komst til hafnar á Græn- landi eftir hrak- farir nokkrar þar sem skipið lenti í miklum ís. Fjöl- miðlar fylgdust að sjálfsögðu með og höfðu oftsinnis samband við skipverja og urðu þá aðallega til svars kapteinninn sjálf- ur, Gunnar Marel Eggertsson, og hásetinn, Ellen Ingvadóttir. Menn telja sig hafa heimildir fyrir því að skipstjórinn sjálfur vilji hafa samskipti við fjölmiðla á þann hátt að hann tali við þá sjálfur en ekki Ellen, það sé ekki nema einn sem ráði þar um borð. Ellen er hins vegar eina konan um borð og ekkert óeðlilegt við að fjölmiðlar vilji heyra hvernig hún upplifi ferðina um borð innan um alla „víkingana". N Til skýrslutöku? Þau tilmæli Fiski- stofu til lögregluyf- irvalda að þau taki til skýrslutöku alla þá sem hafa lýst því yfir að þeir hafi tekið þátt í að I kasta fiski í sjóinn hafa vakið nokkra J athygli en óvíst mun hins vegar vera hvort lög- regluyfirvöldin fari að tilmælunum enda þarf þá að kalla marga fyrir. í þeirra hópi yrðu væntanlega Frið- rik Arngrímsson, framkvæmda- stjóri Landssamband íslenskra út- vegsmanna, og sjálfur sjávarútvegs- ráðherrann, Árni M. Mathiesen. Þeir munu háðir hafa tekið þátt í brottkasti á fiski en ekki liggur fyr- ir í hversu miklum mæli það var. Grétar Mar, formaður Farmanna- og Fiskimannasambands íslands, hefur lýst yfir að sjálfsagt sé að þessir tveir verði teknir á teppið fyrstir manna ef farið verður að til- mælum Fiskistofu. Fyrirmyndirnar Það var mikill ; ljósagangur á : miklum Qölda lög- j reglubifreiða sem fylgdu Ólafl Ragnari Gríms- syni, forseta Is- lands, í heimsókn ; hans um Stranda- sýslu í vikunni, enda eins gott að hafa blikkljósin í lagi þegar ekið er um fjölfarna þjóðvegi með þjóðhöfðingja vom. Það vakti hins vegar jafnvel enn meiri athygli þegar sýnt var í sjón- varpi úr einni lögreglubifreiðinni að lögreglumaðurinn við stýrið teygði sig í farsímann um borð og stimplaði inn númer áður en hann bar símann upp að eyranu. Bifreið- in var greinilega á ferð allan tím- ann og er nokkur furða þótt hinn sauðsvarti almúgi og venjulegi ökumaður liggi í símanum um leið og hann ekur um vegi landsins þegar lögreglumennimir gera það sjálfir, sjálfar fyrirmyndirnar? Goöiö mætt Guðjón Þórðar- son, knattspymugoð og þjálfari enska liðsins Stoke, er j mættur á klakann með lið sitt og ætlar að dvelja í æfinga- | búðum hérlendis næstu dagana. Höf- uðstöðvar sínar ætlar kappinn að hafa á Akranesi þaðan sem hann er og hefur upplif- að bæði súrt og sætt. Þar varð hann margfaldur íslands- og bikar- meistari og þaðan var hann líka rekinn á sínum tíma sem þjálfari. Guðjón og lærisveinar hans halda einnig til Akureyrar en þar vann hann það afrek árið 1989 að gera lið KA að íslandsmeistara og er það í fyrsta og eina skipti sem slíkt hefur gerst á Akureyri, og ekki í augsýn að slikt gerist í bráð. Ökuníöingur við Eskifjörð: Drap þrjú lömb og særði eina kind slæmt þegar skepna er skilin eftir í sártun Talsvert er um að ekið sé á kindur við vegi landsins Ökuníðingur ók á þrjú lömb og kind fyrir stuttu við Eski- fjörð. Hann tilkynnti ekki um atvikið, heldur henti dauðum lömbunum út í móa og skildi kindina eftir í sárum sínum. Lögreglan á Eskifírði leitar nú ökuníðings sem drap þrjú lömb og særði kind rétt fyrir ofan Eski- fjörð, á leiðinni til Neskaupstaðar. Hann lét ekki þar við sitja, heldur henti lömbunum frá veginum og út í móa og stakk svo af. „Ég er nú ekk- ert kátur með það þegar menn geta ekki laumað inn upplýsingum um svona lagað, því það var keyrt á roll- una líka og hún fannst slösuð úti í móa. Það er slæmt þegar skepna er skilin eftir í sárum,“ sagði Bjarni Sveinsson, aðalvarðstjóri á Eskifirði. Lömbin fundust um eittleytið að- faranótt þriðjudagsins og voru þau þá farin að blása upp og farin að lykta. Kindin fannst síðan vafrandi úti í móa. Tvö lambanna voru undan henni, en hið þriðja tilheyrði annarri kind sem ekki meiddist. Bjarni sagði kindina enn vera vankaða og óvist hvort þurfi að lóga henni. Talsvert er um að ekið sé á lömb á vegum landsins og eru flestir bændur með búfjártryggingu sem bætir tapið. En þótt ökumönnum beri að tilkynna ákeyrslur á fé hafa einungis tveir bil- stjórar tilkynnt lögreglunni á Eski- firði um þessar ákeyrslur á þeim 12 árum sem Bjami hefur starfað á Eskifirði. „Fólk lætur mjög sjaldan vita af þessu því það eru tryggingar bílsins sem koma til með að borga þetta. Ég er ekki að mæla með þvi að fólk komi sér undan ábyrgðinni, en það er betra ef fólk laumar inn upplýsingum um það ef skepna er særð, frekar en að láta hana liggja dögum saman og kveljast," sagði Bjarni. -SMK Tveir fyrir einn tH Barcelona 26. júlí «17.450 Síðustu 18 sætin | Emstakt tækifæri fynr þá sem vilja kynnast þessari heillandi borg sem er tvímælalaust ein mest spennandi borg Evrópu í dag. Nú getur þú tryggt þér sæti til Barcelona á frábærum kjörum. Þú bókar tvö sæti en greiðir eingöngu fyrir eitt og þú getur valið um úrval gististaða í hjarta Barcelona með Heimsferðum. Verðkr 34.90( 3,- /2= ] I7.450,- Skattar kr. 2.490,- á mann, ekki innifaldir HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, 595 1000, www.heimsferdir.is Síldin komin á Breiðafjörð PV, SNÆFELLSNESI:________ Síld hefur veiðst inni á Breiðafirði nokkra síðustu daga. Magnús Eman- úelsson á bátnum Pétri afa frá Ólafs- vík segist hafa verið með netin í Flá- kantinum að undanfórnu og síðustu dagana hafi hann fengið allt upp í 300 kg af demantssíld í þorskanetin. Það megi segja að síldin sé orðin falleg þegar hún festist í 8“ möskva. Magn- ús segir miklar torfur vera þama á ferð þannig að ef lagt er ofan í þær fá- ist enginn þorskur en við torfurönd- ina sé mokveiði af boltaþorski. Taldi Magnús að síldin væri komin þarna til hrygningar. Síldin sem Magnús hefur komið með að landi hefur ver- ið fryst tO beitingar. DVÓ/GK DVA1YND MELB Afmæli Búnaöarbankans og útibúsins. Sönghópurinn Einn og átta tók lagið. Búðardalur: Sérsamningur við veðurguði DV, BÚÐARDAL: Haldið var upp á 70 ára afmæli Búnaðarbankans með pompi og prakt í Búðardal nýlega. Útibúið átti einnig afmæli og varð 35 ára. Fjölbreytt dagskrá var við bankann þennan dag og góðar veitingar í boði fyrir viðskiptavini og gesti og gangandi. Bömum var boðið að fara á hestbak og vera á leikjanámskeiði. Harmoníkufélagið Nikkólína spilaði á stéttinni fjrir framan bankann, systkinin Ingólfur og Auður Þórðar- böm spfiuðu nokkur lög á flautu og hljómborð og sönghópurinn „Einn og átta“ söng nokkur lög. Halldór Þórðarson, stjómandi Nikkólínu, sagði að þetta væri í þriðja skipti sem hljómsveitin skemmti í afmæl- ishófi hjá bankanum og alltaf væri svona gott veður eins og var á fóstu- daginn, sól og 20 stiga hiti. Að sögn Skjaldar Stefánssonar útibússtjóra munu 250-300 manns hafa heimsótt bankann þennan eftirmiðdag.-MelB Nú færðu það þvegið Verðlækkun á hinni fullkomnu Lavamat 74620 AEG Þvottahæfni A Þeytivinduafköst B Verð áður 89-900 stgr. Ljósabretti: Sýnir hvar vélin er stödd í þvottakerfinu Vindingarhraði: 1400/1200/1000/800/600 /400 sn/mín Mjög hljóðlát: Ytra byrði hljóðeinangrað Klukka: Sýnir hvað hvert þvottarkerfi tekur langan tíma. Hægt að stilla gangsetningu vélar allt að19klst.framítímann Öll hugsanleg þvottakerfi ísl. leiðbetningar Þriggja ára ábyrgð 72.900 stgr. Heimsending Innifalln í verði á stór Reykjavikur-svæðinu jík QöDiommsi Geislagötu 14 • Síml 462 1300 BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.