Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 8
8 Útlönd FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 DV Aðstoðarforsætlsráðherra Serbíu Vojislav Seselj segir forseta Svarttjallalands svikara. Serbneskur ráð- herra vill hand- taka forseta Svartfjallalands Aðstoðarforsætisráöherra Serbíu, Vojislav Seselj, sagði í gær í viðtali við tímaritið Nedeljni Telegraf að Milo Djukanovic, forseti Svartfjalla- lands, væri svikari sem hefði farið til fundar við árásarmennina. Sagði Ses- elj að handtaka ætti Djukanovic. Hann viðurkenndi þó að flokkur sinn hefði ekki völd til þess. Seselj var að vísa í samskipti Djukanovics við vestræna leiðtoga á meðan á loftárásum NATO á Júgó- slavíu stóð í fyrra og siðar á árinu. Montena-Fax fréttastofan greindi frá því í gær að júgóslavneski herinn hefði í siðustu viku verið reiðubúinn að láta til skarar skríða hefðu Svart- fellingar lýst yfir sjálfstæði. Krabbamein vegna ytri áhrifa Sænskir, danskir og finnskir vísindamenn hafa komist að því að umhverfisþættir séu algengari orsök krabbameins en erfðavísar. Vísindamennirnir rannsökuðu nær 90 þúsund tviburapör. Komust þeir að að arfgengi var orsök 42 prósenta blöðruhálskrabbameins, 35 prósenta ristilkrabba og 27 prósenta brjóstakrabba. Vísindamennirnir taka fram að hlutverk arfgengis í þróun sumra tegunda krabbameins bendi þó til skorts á þekkingu á krabbameini. Sigurslns viö Boyne árið 1690 minnst áfram í gær Eins og viö var að búast viröist sem árlegur gönguófriöur á N-írlandi sé í rénun eftir aö hápunktinum var náö í fyrradag. Þrátt fyrir aö viöbúnaöur lögreglu hafi veriö mikill voru mótmælagöngur í Portadown og Belfast friösamlegar. íAfiAfw.romeo.is Við leggjum mikinn metnað í pökkun og frágang á öllum póstsendingum. Allar sendingar dulmerktar. 100% trúnaður. Fijót og örugg þjónusta. Ósiöir lögreglunnar í Philadelpiu nást á myndband: Lúbarinn af hópi lögreglumanna Lögreglan í Philadelpiu náðist á myndband við í gær þar sem hún var að lúberja sakboming sem var bendlaður við skotárás, eftir að hafa elt hann um stræti Philadelpiu- borgar. Borgarstjóri Philadelphiu, John F. Street, hefur lofað ítarlegri og sanngjamri rannsókn á málsat- vikum en sagði að jafnvel þótt auð- velt væri að láta myndabandið hafa áhrif á sig yrði að skoða alla þætti málsins. Sagði borgarstjórinn enn fremur að þótt myndbandið væri „eldfimt efni“ hefði lögreglan verið að reyna að ná tökum á manninum sem hafði veitt viðnám við handtöku og skotið einn lögreglumannana. Sakborningurinn, Thomas Jones, 30 ára, er ákærður fyrir að hafa flú- ið undan laganna vörðum á stolinni lögreglubifreið eftir að hafa skotið að lögreglu og sært einn lögreglu- mannanna. Jones var dreginn út úr bifreið- inni að loknum eltingarleiknum og eftir að hafa verið skotinn fimm sinnum. Þar stóðu 10-12 lögreglu- menn yfir honum og létu höggin dynja í um hálfa mínútu og virtist litlu skipta þótt sjónvarpsfrétta- þyrla sveimaði yfir staðnum sem náði umræddum atburði á mynd- bandi. Jones var að lokum leiddur á brott í handjárnum og lagður á sjúkrabörur með hálskraga. Meiðsli hans, bæði á handleggjum og eins á kviði, eru talin lífshættuleg að því er talsmaður sjúkrahússins, þangað sem hann var fluttur, tjáði frétta- mönnum. Talmaður lögreglunnar sagði of snemmt að fullyrða um óþarfa of- beldi af hálfu lögreglunnar en málið hefur vakið mikinn ugg og reiði meðcd Bandaríkjamanna og hafa menn haft á orði að atvikið í gær sanni að bandarískir lögreglumenn telji sig hafna yfir lögin. Þykir málið minna um margt á Rodney King-málið fyrir nokkrum árum þar sem lögreglumenn gengu í skrokk á King, vopnaðir kylfum, eftir að hafa stöðvað bifreið hans í eltingarleik. Sagði talsmaður lögreglunnar að Jones hefði augljóslega „ekki viljað láta handtaka sig“ og þegar svo bæri undir væri engin auðveld að- ferð til við að handtaka menn. „Hlaupum ekki á okkur heldur bið- um og sjáum hvað setur,“ sagði tals- maður lögreglunnar. Skotsárið umrædda sem Jones veitti einum lögreglumannana er á þumlinum og er líðan hans eftir at- vikum. Annar lögreglumaður kvart- aði vegna bitsárs sem Jones mun hafa veitt honum á meðan á elting- arleiknum stóð. Fjölmörg vitni voru að atburðunum sem segja Jones hafa gefist upp af ráðnum hug. ísumarí | smáauglýsingar W/l. jJ®jÞað var Sævar Gunnlaugsson sem átti skemmtilegustu smáauglýsinguna í síðustu viku. Verðlaunin eru lúxusmeðferð w fyrir bílinn sem er að utan og innan frá Við óskum Sævari til hamingju. Hreppir hann caiviBiCAtviP tjaldvagninn þegar dregið verður úr sumarpottinum 15. ágúst? »máautlý«lngar Allir gíslarnir 29 lausir úr haldi Réttkjörnum forætisráðherra Fidji og 17 öðrum pólitískum föng- um sem verið hafa í haldi uppreisn- armanna i þinghúsinu á Fídji undir stjórn George Speight var sleppt úr haldi í gær, að því er talsmaður her- ins sagði í tilkynningu til frétta- manna. Fólkinu hafði þá verið hald- ið í gíslingu i alls 56 daga og hefur nú öllum gíslunum verið sleppt úr haldi en áður hafði 9 manns veriö sleppt úr haldi. Réttkjörinn forsætisráðherra, Mahendra Chaudry, brosti um leið og hann yfirgaf hús Rauða krossins í Suva þar sem hann hafði gengist undir læknisskoðun. „Hann brosti og virtist ánægður,“ sagði ijósmyndari frá Reuter. Chaudry hvarf þvinæst af vettvangi í faðmi fjölskyldu sinnar, eiginkonu og sonar, Rajendra. Mahendra Chaudry Forsætisráöherra laus. Stuttar fréttir Ánægur með Ahtisaari Wolfgang Schús- sel, kanslari Aust- urríkis, lýsti í gær yfír ánægju sinni með að Martti Ahtisaari, fyrrver- andi Finnlandsfor- seti, yrði einn vitr- inganna sem rann- saka eiga lýðræði í Austurríki. Hinir eru Marcelino Oreja, fyrrverandi utanríkisráð- herra Spánar, og Jochen Frowein, formaður Max-Planck stofnunarinn- ar við háskólann í Heidelberg. 16 dómarar reknir Serbnesk yfirvöld ráku í gær 16 dómara sem lýst hafa yfir stuðningi við stjórnarandstöðuna í landinu. Fæðast með alnæmi Á hverjum degi fæðast 1800 börn með alnæmi. 90 prósent tilfellanna eru i þróunarlöndunum. Nauðlending í Vín Airbus 310 þotu með 310 farþega á leið frá Krít til Hannover var nauð- lent í gær þar sem báðir hreyflar vélarinnar höfðu stöðvast. Ellefu farþegar slösuðust við nauðlending- una. Prestur tengdur við vændi Þekktur kaþólskur prestur var handtekinn í Miami i síðustu viku eftir að hafa stöðvað bíl sinn og fal- ast eftir kynlífsþjónustu karls úti á götu. Karlinn var lögreglumaður í dulargervi. Prodi kyssir Kryddpíu Romano Prodi, for- seti framkvæmda- stjórnar Evrópusam- bandsins, hefur sam- þykkt að koma fram á tónlistarhátíð í Brussel i dag og kyssa Kryddpíuna Mel C. Sleppt eftir yfirheyrslu Breska lögreglan sleppti í gær manni sem hún hafði handtekið vegna hvarfs átta ára telpu, Söruh Payne. Táningur myrti Karolinu 16 ára piltur, sem var yfirheyrður fyrir að hafa sýnt sig nakinn og stolið nærfótum af þvottasnúrum, hefur viðurkennt að hafa stungið 10 ára telpu, Karolinu Johansson, til bana í tjaldi í Orrefors í maí síðast- liðnum. Fox úr stígvélunum Nýkjörinn forseti Mexíkós.Vicente Fox, kann að þurfa að fara úr kúrekastígvélun- um sínum þegar hann tekur við emb- ætti í desember. Að- eins 32 prósentum þjóðarinnar þykir í lagi að Fox gangi áfram í stígvélunum. Flylja á búgarða hvítra Yfírvöld í Simbabve tilkynntu í gær að svartir myndu í vikulokin flytjast til fyrstu búgarðanna sem teknir voru af hvítum bændum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.