Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 13 Menning í Alsírborg á slóð Guðríðar Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Finnskt-íslenskt tónlistarkvöld í Norræna húsinu „Það er Guðríður Símonardóttir sem dró mig til Alsir. Hún hefur dregið mig í mörg ferðalög hin síð- ari ár,“ segir Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur sem er nýkomin heim frá þessari stórhættulegu borg. Steinunn hefur nokkur undanfarin ár verið að afla sér efnis í bók sem á að fjalla um Guöríði Sím- onardóttur i því stóra drama sem Tyrkjaránið var. Steinunn hefur „rakið slóð Guðríöar" ef þannig má komast að orði og ferðast til íjölmargra landa til þess að viða að sér upplýsingum um söguefni sitt. Aðalsögusvið Tyrkjaránsins er vitaskuld Alsír, en þangað hefur ekki verið fært hin síðari ár vegna þeirrar ógnaraldar sem ríkt hefur í landinu sL átta ár. Kyrrð í skjóli hernaðar „Allt sem heyrst hefur frá Alsír hin síðari ár hafa verið fréttir af hreinum hryllingi,“ segir Steinunn. „Fjöldamorð hafa verið framin á almennum borgur- um og nokkrir hópar fólks hafa verið hundeltir, svo sem erlendir ráðgjafar, rithöfundar, blaðamenn og aðrir sem eitthvað hafa reynt að tjá sig. Landið var mjög óvinveitt útlendingum og þangað hefur enginn óvitlaus Norður-Evrópubúi þorað að fara árum sam- an.“ Hvað kom til að þú ákvaðst að fara núna? „Fyrir ári var í Alsír kjörinn nýr forseti, Abdel- aziz Bouteflika, gamalreyndur pólitíkus sem treyst var til þess að koma á kyrrð í landinu. Að einhverju leyti hefur það tekist þó að sú kyrrð sé augljóslega i skjóli hersins. Ég ákvað að grípa tækifærið og drifa mig meðan það væri fært.“ Steinunn segir að það hafi verið ómetanlegt fyrir hana að komast í ferðina og sjá sögusviðið með eig- in augum. Að vera að skrifa bók og hafa aldrei séð sögusviðið sé varla verjandi fyrir rithöfúnd nú til dags. „Þessi borg þar sem landar okk- ar lentu á sínum tíma er alveg ' óskaplega merkileg. 1992, árið sem morðaldan hófst, lýsti Menningar- 'jjl stoöiun Sameinuðu þjóðanna þvi ' yfir að gamla vikingaborgin, elsti borgarhlutinn í Alsír, sé það sem kallað er alheims- menningarminjar - world heritage. Allt skipulag og arkitektúr þykir svo merkilegur hlutur og sérstakur í heimsmenn- ingunni að það er bein- línis bannað að skemma hana.“ Lykilmaðurinn Belhamissi Vegabréfsáritunin fékkst út á sautjándualdaráhuga og Steinunni var veitt opinbert leyfi til þess að fara og skoða þjóð- skjalasafn Alsírbúa gegn því að hún færi i öllu að settiun reglum. „Þegar ég fór hafði ég einungis heimilisfang þjóð- skjalasafnsins og eitt símanúmer. Það hafði ég feng- ið hjá Þorsteini Helgasyni sagnfræðingi sem er að skrifa doktorsritgerð um Tyrkjaránið. Símanúmerið var hjá prófessor i sagnfræði sem Þorsteinn hefur veriö í sambandi við. Ég kannaðist við nafnið á hon- um þar sem ég hafði lesið eftir hann tvær bækur á Arabastofnuninni í París, bækur sem fjölluðu um hemaöarsögu landsins, öld sjóvíkinganna. Prófess- orinn heitir Moulay Belhamissi og er mjög forvitinn um íslenskar heimildir og það sem Islendingar hafa skrifað um þennan tíma. Belhamissi reyndist mér alger lykilmaður, hafði útbúið fyrir mig heilmikið prógramm og sett her manns í mína þjónustu. Hann opnaði dyrnar að öllum þeim stöðum sem ég þurfti að komast á.“ Gat prófessorinn bætt einhverju við það sem þú vissir áður? „Samskipti milli manna og menningarheima eru ómetanleg. Við skiptumst á frásögnum og að sjálf- sögðu kom margt nýtt í ljós, sérstaklega það sem snertir sögu borgarinnar. Með hans hjálp fékk ég það sem vantaði í bakgrunninn." Lif í skugga ofbeldis „Mér fannst ótrúlega spennandi og mikilvægt að kynnast því landi sem Guöríður og fólkið okkar bjó í,“ segir Steinunn. „Æðra takmark þess að stýra penna er að maður sé alltaf að upplýsa sjálfan sig um leið og aðra. Það er ekkert betra til þess að vinna á fordómum en að mæta fólki augliti til auglit- !S. Á margan hátt stendur þetta strið um stöðu kon- unnar. Þeir sem vilja gera trúarbrögðin að allsherj- arlögum fyrir samfélagið hafa þó ekki náð lengra en það að þama klæðir um helmingur kvennanna sig með vestrænum hætti, við hliðina á þeim sem ganga með slæður. Ég dáðist að alsírskum kornun fýrir að láta ekki buga sig. Reyndar eru margar skrifandi konur i útlegð og þora ekki til baka, en ég hélt að misréttið væri enn sýnilegra." Steinunn segir að saga Alsír sé ákaflega blóðug og átaka- mikil. Þar sem við á íslandi höfum verið fjarri heimsins stríðum þurfum við að hafa töluvert fyrir því að komast inn í hugarheim fólksins sem býr og starfar með vopnaða her- menn á hverju götuhorni. „Kannski var það í slíku and- rúmslofti sem fólkið okkar hefur hrærst og lifað á sautjándu öldinni. Sú mynd sem snýr út á við er mynd af barbarískum manndrápum og við- bjóði - en svo eru þær þrjátíu milljónir manna sem búa í landinu bara að reyna að lifa sínu daglega lífi. Ég varð að fá tilfinningu fyrir því hvernig það er að ganga úti (festast í umferðinni) og kaupa í matinn, elda og ala upp böm - í skugga þessa reynt að leysa menn út nema þeir teldust enn kristn- ir. Þeir sem höfðu gengið hinu samfélaginu á hönd, viljugir eða nauðugir, töldust ekki með. Þeir hafa ýmist horfið í mannhafið eða dáið.“ Steinunn segir að Guðríður sé langt í frá eina nafnið sem við höfum úr þessum hildarleik sem Tyrkjaránið var. Hún sé hins vegar þekktust vegna þess að seinni eiginmaður hennar varð Hallgrímur Pétursson. Um Guðríði eru meiri heimildir en um aðrar konúr sem í ráninu lentu, hún skrifaði m.a. bréf frá Alsír sem varðveittist að hluta. Kannski hefur því bréfi ekki verið gef- inn nægur gaumur. Þakklát Guðríði Kom Guðríður óbuguð aftur til ís- lands? „Merkilega óbuguð miðað við allt að því er virðist. Hún varð allra kerlinga elst. Hún hefur að líkindum verið heppin, lent hjá þolan- legum DV-MYND INGÓ Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur Hún er nýkomin frá Alsír þar sem hún feröaöist um fornar íslendingaslóöir. Steinunn heldur á líkani af Stóru moskunni sem stendur á gamla Þrælatorginu þar sem landar okkar voru seldir á markaöi. hrikalega ofbeldis." Afföll á fólkl Steinunn segir að hún hafi ákveðið að fara til borgarinnar i júnímánuði, vegna þess að á þeim árs- tíma héldu þeir Islendingar heim á leið, sem voru leystir úr ánauð eftir niu ár, 1636. „Mig langaði að skynja Alsír í þeim blóma, í þeim hita, í því umhverfi sem landar okkar fóru með í farteskinu sem sína síðustu minningu. I ágúst er hins vegar heitast og þá komu íslendingamir til borgarinnar eftir ránið. Af sjokkinu og hitanum hríðféllu þeir og fyrsta mánuðinn dóu meira en þrjá- tíu manns.“ Hver urðu affóllin, ef má orða það svo? „Þaö vitum við ekki nákvæmlega. 1635 eru 70 manns nafngreindir sem enn hafa haldið við sinni kristnu trú, á bænaskrá til Kristjáns fjórða. Hluti þeirra komst heim ári síðar, 1645 voru enn nokkrir leystir og nokkrir komust heim af eigin rammleik. Þannig má gera ráð fyrir því aö tíu prósent þeirra sem rænt var hafi komist aftur til íslands. Ekki var húsbændum og son sinn fékk hún að hafa hjá sér framan af. Hún var sennilega ein af þeim manneskj- um sem geta snúið vondri reynslu til góðs.“ Steinunn er ekki að vinna að sagnfræðiriti þó að hún byggi á raunverulegum atburðum. Er hún búin að leggja allar línur og ákveða hvaða jólabókaflóði hún tekur þátt í? „Ég hef lagt línur en auðvitað eru þær í stöðugri endurskoðun," segir Steinunn. „Ég er Guðriði Sím- onardóttur afskaplega þakklát fyrir hvað hún hefur teymt mig um mörg lönd og álfur. Hún hefur knúið mig til að kynna mér liðinn tíma og framandi menn- ingarheim. Hún hefur kynnt mig fyrir veröld ís- lams. Fram undan er mikið verk að vinna úr því sem hún hefur lagt mér í hendur." Gamla Þrælatorglð, sem nú heitlr Torg píslarvott- anna. Steinunn ræðir gamlar heimildir við prófessor Moulay Belhamissi. Þessi stúlka var leiðsögumaður Stelnunnar í Gamla virklnu, sem er hluti af menningarminjum Alsírborgar. Mika Orava pí- anóleikari (á mynd) og Mika Ryhtá klarínett- leikari frá Finn- landi koma fram í Norræna húsinu í kvöld kl. 22 í tón- leikaröðinni Bjart- ar sumamætur. Til þess að heiðra tónlistarhefð lands síns og íslands ætla Orava og Ryhta að flytja sérstaka finnsk-íslenska efn- isskrá. Verk eftir Jón Nordal, Jón Þórarinsson, Þorkel Sigurbjömsson og Þórólf Eiríksson verða flutt, ásamt verkum eftir finnsku tónskáldin Leevi Madetoja, Tauno Pylkkanen, Bem- hard Cmsell og Erik Bergman. Klarínettleikarinn Mika Ryhtá hef- ur áður komið til íslands og var skiptinemi á sínum tíma á Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Kennari hans þar var Einar Jóhannesson. Ryhtá nam við Sibeliusar-akademíuna í Helsinki og lauk meistaraprófi þaðan 1998. Ryhta hefur komið fram marg- sinnis sem einleikari í Finnlandi og með kammerhljómsveitum á Norður- löndum og í Evrópu. Hann hefur hljóðritað mörg verk með kammer- hljómsveit og sínfóníuhljómsveit Si- belius-akademíunnar. Núna leikur hann með Janus-trióinu og Mika Orava og starfar sem tónlistarkennari i Kajaani miðsvæðis í Finnlandi. Samstarfsmaður Ryhtá, Mika Orava flytur einleiksverk, ljóða- söngva og kammertónlist. Hann hefur haldið tónleika í Finnlandi, Frakk- landi, Þýskalandi og Rússlandi. Áður en tónleikarnir hefjast gefst gestum kostur á að borða léttan finnskan kvöldverð í kaffistofu Nor- ræna hússins. Finnskur gestakokkur eldar matinn og er hann borinn fram frá kl. 20.30. Rauðamyrkur Kiljuklúbbur Mals og menningar hefur gefið út bókina Rauðamyrkur eftir Hannes Pétursson. Hannes er löngu þjóðkunnur fyrir ljóð sín, en hann hefur einnig lagt rækt við eina merkilegustu bókmenntagrein Islendinga, söguþátt- inn, hina sérkennilegu blöndu sann- fræði, þjóðsagna og klassískrar sagna- mennsku. í Rauðamyrkri er flest kom- ið saman sem prýðir slíkan þátt, ekki síst sú frásagnargáfa sem nemur kjamann í hverjum hlut og er síspur- ul um grunn mannlegrar hegðunar. Bókin kom fyrst út árið 1973 en er nú endurútgefin með formála höfund- ar. Heimsókn Harmoniku- spælarafélagsins Dagana 13.-17. júlí stendur yfir heimsókn Harmonikuspælarafélags- ins í Færeyjum til Harmonikufélags Reykjavíkur. í gær kom um 40 manna hópur frá færeyska félaginu til lands- ins með Norrönu til að endurgjalda heimsókn Harmonikufélags Reykja- víkur til Færeyja á sl. sumri. Harmonikufélag Reykjavíkur tekur á móti hinum færeysku gestum sínum á leið þeirra til Reykjavíkur en síðan mun félagið halda þeim veislu annað kvöld í Ásgarði í Glæsibæ við Álf- heima. Kl. 22.00 um kvöldið munu síðan hljómsveitir félaganna beggja leiða saman hesta sína og spila á almenn- um dansleik í Ásgarði. Söngvari verð- ur Ragnheiður Hauksdóttir. Færeyski dansinn seiðmagnaði verður stiginn um miðnættið við forsöng sögumanns og undirtektir dansfólksins. Á laugardeginum leika færeysku gestimir og félagar úr Harmonikufé- lagi Reykjavíkm- fyrir heimilisfólk á Hrafnistu í Hafnarflrði, en um kvöld- ið munu Færeyingamir og félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur svo taka þátt í „The intemational ReyKja- vik accordion festival" á Broadway, sem Karl Jónatansson og synir hans standa fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.